Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: RÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Lítið fæst fyrir orkuna Ekki var seinna vænna, að farið var að semja um verð á raforku til fyrirhugaðs álvers Atlantals á ís- landi. Nógu mikið er búið að tala um væntanlegt póst- fang álversins, svo að tími er kominn til að fá botn í það, sem meira máli skiptir, áhrif þess á þjóðarbúið. Orkuverð til álvers Atlantals verður mjög lágt, eink- um í upphafi. Verðið mun tengjast sveiflum á verði áls, svo að Landsvirkjun getur hæglega lent í þeim vanda, að greiðslur vaxta og afborgana af lánum vegna orku- vera í tengslum við álverið verði hærri en tekjurnar. Meira en hugsanlegt er, að hækka verði verð á raf- magni til almennings í landinu til að gera Landsvirkjun kleift að standa við skuldbindingar sínar út af orkufram- kvæmdum vegna álversins. Svo lágt er gjaldið frá Atl- antal, að áhættusvigrúmið er lítið sem ekki neitt. Allt getur þó farið vel að lokum, þótt það taki lengri tíma en vonað hafði verið og eðlilegt má teljast. Ein- hvern tíma á næstu öld má reikna með, að orkuverin afskrifist og geti farið að mala eigendum sínum gull. En margir áratugir geta liðið, áður en það gerist. Við erum að ganga frá samningum um að selja orku frá ódýrustu orkuverum, sem hægt er að reisa hér á landi. Ef við semjum við Atlantal um, að það greiði kostnaðarverð eða tæplega það fyrir þessa orku, getum við ekki selt orkuna neinum öðrum aðila um leið. Ef við semjum við Atlantal, getum við ekki selt okkar hagkvæmustu orku um sæstreng til Bretlandseyja. Samt er hugsanlegt, að það sé miklu hagkvæmari kostur, sem gefi nokkrum sinnum hærra orkuverð en nokkurt álver getur greitt, 100 mills í staðinn fyrir 20 mills. Tæknin er komin á það stig, að hægt er að leggja sæstrenginn, ef ákveðið verður að gera það. Það verður dýrt, sennilega jafndýrt og að reisa orkuverin sjálf, en getur samt orðið ævintýralegt gróðafyrirtæki upp á tugi milljarða á ári hverju, vegna hins háa orkuverðs. Orkuvandi Bretlandseyja og meginlands Evrópu mun fara vaxandi. Það stafar annars vegar af, að olía mun hækka mikið í verði, þegar til langs tíma er htið. Og hins vegar stafar það af, að kjarnorkuver eru hættu- legri en talið var og mun óvinsælli en þau hafa verið. Af þessum ástæðum má búast við, að verð á orku um sæstreng frá íslandi geti haldizt hátt og jafnvel hækkað töluvert eftir því sem tímar líða fram. Hins vegar er afar lítið svigrúm í verði á orku til nýs álvers á íslandi. Sæstrengur gæti verið áhtlegri en álver. Á þessari röksemdafærslu er sá hængur, að samning- ur um álver er langt kominn, en ekki er farið enn að ræða neitt að gagni um sæstreng. Því er unnt að segja, að betra sé að hafa lélegan samning í húsi en góðan úti í skógi. Þannig tala menn, ef þeim hggur lífið á. Og okkur liggur þessi lifandis ósköp á. Landsvirkjun lá svo mikið á, að hún sendi í fyrrahaust vinnuskúra th Búrfehs th að vera búin að því fyrir vorið. Iðnaðarráð- herra liggur mikið á, af því að hann vill hafa athafna- sveiflu í þjóðfélaginu rétt fyrir næstu þingkosningar. Svo mikið hggur okkur á, að sveitarfélög í þremur landshornum eru komin í hörkusamkeppni um, hvert þeirra eigi að fá álver í hlaðvarpann. Akaft er slegizt um, hver eigi að fá þensluna í sinn garð, en ekki minnzt einu orði á, hvort álverið sé þjóðinni hagkvæmt. Þegar menn ákveða fyrirfram að fá nammið sitt, hvað sem það kostar, eru ekki nokkrar hkur á, að við höfum frambærhega samningaðstöðu um það, sem máh skiptir. Jónas Kristjánsson „Mörg dæmi eru um að sveitarfélög hafi hlunnfarið fólk við fasteignakaup“, - segir greinarhöfundur. Varasöm viðskipti Einstaklingar verða að gæta sín þegar þeir selja sveitarfélögum fasteignir. Þeir eiga ekki að reiða sig á fullyrðingar forráðamanna þeirra um verðmæti eignanna. Vafasamt er að leggja traust sitt á ráðamenn því eftirmenn þeirra geta reynst óáreiðanlegir. Seljend- ur eiga sjálfir að leita sér ráðgjafar og gæta þess að hafa trygg veð fyr- ir lánum. Mörg dæmi eru um að sveitarfélög hafi hlunnfarið fólk viö fasteignakaup. Fasteignakaup sveitarfélaga Sveijarfélög þurfa af ýmsum ástæöum að kaupa fasteignir. Oft eru kaupin af skipulagsástæðum. Fjarlægja þarf gömul hús eða kaupa lönd undir nýbygginga- hverfi. Einnig vilja sveitarfélög komast yfir réttindi eins og mal- arnám eða vatnsréttindi. Fasteign- irnar eru ósjaldan í eigu aldraðs fólks eða fjölskyldna sem eru flutt- ar úr sveitarfélaginu. Öðru hverju flytja fiölmiðlar frá- sagnir af fasteignakaupum sveitar- félaga. Það þykir helst fréttnæmt þegar kaupverð er hátt. Hitt er þó algengara að sveitarfélögin kaupi eignir fyrir verð sem er langt undir markaðsverði. Eigendur hlunnfarnir Þess eru dæmi að forsvarsmenn sveitarfélaga og seljendur geri sér ranga mynd af verðmæti eigna og þær seljist undir raunvirði. Hitt þekkist þó einnig að forráðamenn hafi hlunnfarið fólk sem ekki gerði sér grein fyrir verðmæti eigna sinna. Aldrað fólk reiknar með því aö sveitarfélagið komi fram af sanngirni. Fólk, sem flutt hefur af staðnum, hefur sjaldan góða vitneskju um verðmæti eigna sinna. Dæmi eru um að sveitarfélögin gangi á lagið og kaupi eignirnar langt undir raunvirði. Til dæmis má nefna að sveitarfélag keypti jörð af öldruð- um hjónum í nágrenni þéttbýhs- staðar fyrir mörgum árum. Sölu- verðiö miðaðist við brunabótamat húsa á jörðinni. Helmingur var greiddur á einu ári en eftirstöðvar með skuldabréfi á 10 árum. Skulda- bréfið var óverðtryggt og vaxta- laust og nánast verðlaust á þeim tíma sem kaupin fóru fram. Þá var óraunhæft að miða kaupverðið við brunabótamat. Útihús voru ekki metin og matið tekur hvorki til ræktunar eða landsverðs. Viðskiptasjónarmið ein- göngu? Nú eru tímar harðrar viðskipta- stefnu. Mörgum finnst eðlilegt aö sveitarfélög geri góð fasteignakaup þegar færi gefst. Hins vegar verður að gera strangari siðferðiskröfur til kjörinna fulltrúa en einstaklinga KjaLarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur og stjórnenda fyrirtækja. Þeir mega ekki hlunnfara fólkið sem með atkvæði sínu hefur veitt þeim umboð til að stjórna sveitarfélag- inu. Undanfarið hefur færst í vöxt að sveitarstjórar líti á sig sem fiár- málalega framkvæmdastjóra. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjóm- um veita þeim oft of lítið aðhald. Margir eru aðfluttir og kynnast fáum heimamönnum. Þegar sveit- arstjórnir fela þeim að kaupa eign- ir hættir þeim til að stjómast af hreinum peningasjónarmiðum. Gömlu einstæðu fólki er hætt í slík- um viðskiptum. Ófá sveitarfélög hafa nýtt sér vanþekkingu og traust eldra fólks til að komast yfir eignir fyrir verð sem er langt undir sannvirði. Gagnkvæmt traust Sveitarfélög geta gert kaup við eigendur fasteigna sem eru báðum hagstæð. Til þess þarf aö ríkja gagnkvæmt traust. Til dæmis má nefna eftirfarandi dæmi um aldr- aðan mann, sem seldi sveitarfélagi eign sína, sem var íbúðarhús á all- stóm byggingarlandi. Sveitarfélag- ið greiddi með verðtryggðu skulda- bréfi án útborgunar. A þeim tíma var venja að greiða meirihluta söluverðs í peningum. Skuldabréf- iö tók ekki veð í hinni seldu eign eins og venja er heldur var um sjálfskuldarábyrgð að ræða. Þessi kaup vom báðum hagstæð. Sveitarfélagið þurfti ekki að afla lána til kaupanna og gat strax skipt landinu upp I byggingarlóðir. Gamh maöurinn fékk verðtryggðar greiðslur sér til framfæris. For- senda fyrir þessum viðskiptum var gagnkvæmt traust sem ríkti á milli sveitarstjórans, sem var heima- maður, og fasteignaeigandans. Vantraust Framhald málsins sýnir hins veg- ar hvað gerist þegar traustið rofn- ar. Aldraði maðurinn, sem áður var nefndur, fékk fyrstu árin skil- vísar greiðslur af skuldabréfinu. Þá gerðist ungur, framagjarn að- komumaður sveitarstjóri. Hann leit á skuldina eins og venjulega viðskiptaskuld. Háaldrað fólk á erfitt með að sinna sínum málum, ekki síst fiár- málum. Gamli maðurinn átti við vanheilsu að stríða og var illa i stakk búinn til að gera harðar inn- heimtuaðgerðir. Sveitarstjórinn gekk á lagið og lét undir höfuð leggjast að greiða af skuldabréfinu. Það skipti hann engu að einhver ókunnugur öldungur þyrfti af- borganirnar sér til lífsviðurværis. Greitt var af skuldinni eftir hentug- leikum mörgum mánuðum eftir gjalddaga. Við lát gamla mannsins voru margir mánuðir liðnir frá síðasta gjalddaga án þess að greitt hefði verið. Þetta mál hafði þó ekki áhrif á frama sveitarstjórans. Hann er nú í forsvari fyrir stærra sveitarfé- lagi. Gætið ykkar Eigendur fasteigna verða að sýna aðgæslu í viðskiptum viö sveitarfé- lög. Þeir verða sjálfir að afla sér upplýsinga um raunvirði eigna sem falast er eftir en mega ekki reiða sig á fullyrðingar forráða- manna sveitarfélagsins. Eins orkar notkun opinberra matsfiárhæða tvímælis þegar eign- ir eru seldar. Ekki síst þegar land og réttindi koma við sögu. Dæmið af gamla manninum sýnir einnig að vafasamt er að leggja traust sitt á þá sem ráða málum þegar samið er. Þó að þeir séu ábyggilegir er ekki vissa fyrir því að eftirmenn þeirra séu jafn áreiðanlegir. Þess vegna þurfa seljendur að fá trygg veð fyrir lánum sínum. Stefan Ingólfsson „Ófá sveitarfélög hafa nýtt sér van- þekkingu og traust eldra fólks til að komast yfir eignir fyrir verð sem er langt undir sannvirði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.