Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. íslensk kona með þróunarverkefni í Namibíu: Afríka er eins og snióin fyrir mig - segir Dóra Stefánsdóttir sem undirbýr fiskirannsóknir á ókönnuðum slóðum „Ég gerði úttekt fyrir Þróunarsam- vinnustofnun árið 1988 á verkefnum íslendinga á Grænhöfðaeyjum sem var þá hluti af námi mínu í alþjóða- þróunarfræðum. Þar var ég í tvo mánuði og starfaði síðan hér á skrif- stofunni aðra tvo mánuði. Ég hélt síðan námi mínu áfram og til stóð að ég lyki því í vor. Hins vegar bauð Þróunarsamvinnustofnun mér starf í Namibíu viö fiskveiðaverkefni, þangað fór ég í febrúar og hafði það mikið að gera að ég náði ekki að klára lokaritgerö mína,“ sagði Dóra Stef- ánsdóttir þróunarráðgjafi í satntali við DV. Dóra, sem var blaðamaður á Dag- blaðinu á sínum tíma, hélt til Dan- merkur árið 1981 og hóf nám þar stuttu síðar í þróunarfræðum sem var ný námsgrein við háskólann í Hróarskeldu. Námið og starfið sem því fylgdi heillaði hana og segist Dóra nú hvergi vilja frekar vera en í Afr- íku. Hún hefur nú dvalið í Namibíu í fjóra mánuöi en hefur dvalið hér á landi í mánuð. Þann tíma hefur hún notað til að starfa á Þróunarsam- vinnustofnuninni en Dóra hélt utan í fyrradag og reiknar með að vera fram til áramóta í Namibíu. Þykk skýrsla um Grænhöfðaeyjar „Stofnunin sem ég starfa hjá hafði verið með verkefni á Grænhöfðaeyj- um í mörg ár og þá aðallega í sam- bandi við fiskveiðar. Til dæmis að finna ónýtta fiskistofna, nýta þá og koma þeim í verð. Þetta verkefni hafði staðið frá árinu 1981 og aldrei verið gerð nein úttekt á stöðu þess. Ég var fengin til að gera þá úttekt frá byrjun og til ársins 1988. Út úr þessu kom mikil og þykk skýrsla. Ég gat staðfest að verkefnið var á margan hátt mjög vel unnið en ýmislegt smá- vegis mátti betur fara, t.d. samvinn- an við heimamenn. Einnig voru nokkur skipulagsatriði sem ég taldi að þyrfti að laga. í nóvember sl. var ég spurð hvort ég vildi ekki skipu- leggja næsta verkefni sem ég sam- þykkti. Það sem ég hef verið að gera undanfama mánuði er að undirbúa næsta aðalverkefni þessarar stofn- unar sem verður í Namibíu," sagði Dóra er hún var spurð hvernig þetta starf hefði komið til. Byijað verður á verkefninu í júlí og verður það fyrst í stað fólgið í fiskirannsóknum. Kennir Afríkumönnum „Á Grænhöfðaeyjum vorum við með okkar eigið skip, sem heitir Fengur, og það var ágætt á þeim stað en hentar ekki við Namibíu. Þetta er tilraunaveiðiskip og getur ekki stundað allar þær rannsóknir sem við þurfum að stunda. Annað er að Namibíumenn eiga sjálfir skip sem er byggt sem rannsóknaskip 1968. Það er að vísu gamalt en vel með farið. Stefán Þórarinsson, sem vinn- ur hér og var verkefnastjóri á Græn- höfðaeyjum, skoðaöi þetta skip og hélt að hægt væri að nota það næstu fimm til tíu árin. Að mínu mati er betra að nota þeirra skip því með því móti verða þetta rannsóknir Namib- íumanna en ekki okkar,“ sagði Dóra Dóra Stelánsdóttir, fyrrum blaóamaöur á Dagblaöinu, starfar nú sem þróunarráðgjafi ennið er aö rannsaka fiskistofna á miðunum ásamt sex öðrum islendingum. Namibíu og næsta verk- DV-mynd Hanna ennfremur. „Namibíumenn munu eiga allar þær skýrslur sem koma út úr þessari rannsókn þannig að segja má að það eina sem íslendingar leggi þeim til sé sérfræðiaðstoð. Það eru skipstjóri, tveir stýrimenn, tveir vélstjórar, fiskifræðingur og verk- efnastjóri. Namibíumenn eru ekki vanir fiskveiðum enda er eyðimerk- urræma meðfram ströndinni og þeir eiga enga menntaöa sjómenn. Auk rannsóknanna verður okkar starf að þjálfa menn sem geta tekið viö af okkur eftir fjögur ár.“ íslendingar nískir - En hvers vegna eru íslendingar að skipta sér af Afríkubúum? „Af hverju erum við yfirleitt að skipta okkur af því sem gerist úti í heimi? Mér finnst íslendingar hafa viijað vera allt í öllu í heiminum. Þeir eru stjómsamir og ráðríkir en þegar kemur að því að greiða ein- hveria peninga, eða hafa áhyggjur af málunum, þá kemur annað hljóð í strokkinn. Miðað við þjóðartekjur á mann erum við ein af ríkustu þjóð- um heims og miklu ríkari en t.d. Danir. Hins vegar veitum við aðeins broti af því sem Danir veita í þróun- arhjálp og miklu minna en Alþingi lofaði fyrir sjö árum. Þeir buðu 0,7 prósent af þjóðartekjum í þróunarað- stoð en raunin er 0,03 prósent. Ef þjóðir þriðja heimsins fá ekki ein- hveria bót á sínum kjörum fljótlega verður vandræðaástand í heiminum. Fólk í þróunarlöndum sér í sjón- varpinu hversu gott Vesturlandabú- ar hafa það og heldur að við búum í strætum sem eru gulli lögð. Þróunar- verkefnin hafa oft verið í formi stórra verkefna, t.d. eru byggðar miklar hallir, sláturhús þar sem eru Lög um Þróunarsamvinnustofnun íslands voru sett árið 1981 en áður hét stofnunin Aðstoð íslands við þró- unarlöndin. Á skrifstofu stofnunar- innar starfa tveir, einn er á Græn- höfðaeyjum og einn á Malawi. Þá hefur einn fiskifræðingur unnið af og til á Grænhöfðaeyjum. í hinu nýja verkefni í Namibíu munu starfa auk Dóru sex manns, flskifræðingur og fimm sjómenn. Margirvildu til Afríku engir vegir eða rafmagn, nautabú þar sem má ekki borða kjöt og annað í þeim dúr. Ég er hlynntari verkefnum sem bjóða upp á þekkingarfærslu. Útlendingar ofveiða í Namibíu hefur verið veitt gríðar- lega úr sjónum af útlendingum. Ég býst við aö þarna hafi verið mokað upp meira af fiski en við íslands- strendur. Verðmætin eru gífurleg en Namibíumenn hafa ekki fengið neitt af þeim. Ef þeim tekst að byggja upp sinn eigin fiskiðnað ættu þeir að geta haft svipaðar tekjur og við. Það er engin smábátaútgerð og fólk býr ekki við ströndina. Þeir sem eiga peninga, hvíta fólkið, borða fisk en svarta fólkið hefur ekki efni á því. Við mun- um byija á því í þessu verkefni að kanna fiskistofnana áður en fariö veröur út í veiðar af fullum krafti,“ heldur Dóra áfram. - Eru íslenskir sjómenn tilbúnir að fara til Afríku? „Það var auglýst eftir fimm mönn- um á þetta skip en hundrað þrjátíu og fjórir sóttu um. Mjög erfitt var að velja úr þeim hópi þar sem margir höfðu góða reynslu og menntun. Við völdum fjórtán menn á námskeið og fimm voru valdir af þeim til fararinn- ar en hinir eiga að vera viðbúnir sem afleysingamenn. Þeir eru ráðnir til tveggja ára í senn. Þessir menn fara út mjög fljótlega en fjölskyldur þeirra koma til Namibíu í september eða október. Það er af mörgum ástæðum, t.d. vegna þess að þeir þurfa að vinna mjög mikið fyrstu mánuðina og verða nánast ekkert í landi. Einnig er erfitt að finna hús- næði og við þurfum góðan tíma til að leita að góðum húsurn." - Fannst þér svipað að koma til Namibíu og til Grænhöfðaeyja? „Nei, Namibía er raunverulega lík- ari íslandi en Grænhöfðaeyjum. í Namibíu fer hf fólksins algjörlega eftir htarhætti. Ef maður er hvítur á maður allt til ahs og hefur það gott. Þarna eru betri vegir en á íslandi og samgöngur allar mjög góðar. Einnig eru sjúkrahús mjög góð og menntun ekkert síðri en hér heima. Hins veg- ar, ef menn eru svartir, þá eiga þeir ekki neitt. Menn af blönduðum kyn- stofni eiga heldur meira en svartir en mun minna en hvítir. Þannig var þetta ekki á Grænhöfðaeyjum. Þar voru allir jafnari. Ég hef nokkuð fundið fyrir því i Namibiu að vera hvít kona og samskiptin við svarta eru mun erfiðara en við hvíta, t.d. vegna þess að ég tala ekki mál svartra. Ég er þó að reyna að bæta úr því. Allir embættismenn sem ég þarf aö hafa samskipti við eru hvítir. I raun og veru gæti ég verið þama án þess að hafa hugmynd um að ég væri í Afríku. Vegna þessa reyni ég að blanda geði við svarta og fer út í þeirra hverfi. Það býr mikið af svörtu fólki í norðurhéruðunum og þangað vil ég fara við tækifæri og kynnast fólkinu." Mikil fátækt meðal svartra - Hvemig tekur svarta fólkið þér? „Það er líka öömvísi en á Græn- höfðaeyjum. Þar er fólk opið og ynd- islegt en í Namibíu er fólk mjög lokað en þó kurteist án þess að vera vin- gjarnlegt. Þetta fólk er mjög á verði enda hafa hvítir farið iha með þá í gegnum tíðina. Fátæktin er ofboðsleg meðal þessa fólks. Á landsbyggðinni em konumar bændur með htinn búskap en karlamir fara í atvinnu- leit, t.d. í námur. Konumar hafa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.