Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Page 18
LAUGARDAGUE 30. JÚNÍ 1990. Veidivon Fór bak við stein til að beita maðkinum Laxveiöin hefur kannski ekki verið eins góö og veiðimenn áttu von á, alla vega voru fiskifræöingamir búnir aö spá þessu. En mjög kalt veður hefur ekki hjálpað til og þegar þaö snjóar er ekki von á góöu. En þetta stendur allt til bóta og í mörg- um veiðiám em vænir laxar til, þeir taka bara Ola ennþá. En þó laxveiðin sé kannski ekki mjög góö þessa dagana getur silungs- veiöin bjargaö miklu. Veiöimaður einn fór noröur í land til laxveiða en fékk lítið, aðeins einn 7 punda lax og tók því stefnuna heim. En það dugöi ekki aö koma heim úr dýru veiðiánni meö aðeins „einn“ lax í skottinu. Mokveiddi í vatninu en haföi fengió lítið í stóru ánni Svo hann ákvað aö koma viö hjá vini sínum í Húnavatnssýslunni og fá að renna í gott veiðivatn, konan hans yröi hressari ef hann kæmi meö nokkra silunga líka. Vinur hans á Bræðurnir Pétur og Gunnar Björns- synir við veiðihúsið í Laxá í Dölum með feiknaveiði. DV-mynd HH bænum leyföi honum aö renna í vatnið og veiðin gekk feiknalega vel. Á tveim tímum veiddi hann 50 vænar bleikjur og sumar voru nærri 5 punda, allt á maðkinn bragðgóða. Þetta var orðin mokveiði og það þurfti varla að kasta út i, fiskurinn tók um leiö. Undir lokin varö vinur- inn að snúa sér undan til að beita svo að fiskurinn tæki ekki á þurru landi, svo gráðugur var hann í maðkinn. Þetta var eitthvað annaö en í stóru ánni þar sem fáir fiskar voru og svo tóku þeir ekki í þokkabót. -G. Bender Þótt veiðin hafi kannski ekki verið mikil í Elliðaánum hafa sumir veitt vel eins og Sverrir Kristinsson og Júlíus Þór Jónsson fyrir fáum dögum. Með þeim á myndinni eru börn Júlíusar. DV-mynd G. Bender Rangárnar hafa verið opnaðar fyrir veiðimönnum og hér sjást þeir fyrstu í ánni með fina silungsveiði og einn lax. DV-mynd Aðalbjörn Benedikt Olafsson með 17 punda lax úr Bugðu sem tók maðkinn. DV-mynd Valdi Þjóðar-- spaug DV „Dúkkupabbinn" Fyrir mörgum árum felldi stúlka ein á Vestfjörðum hug til manns eins þar í fjórðungnum og munu þau hafa átt einhveijar stundir saman. Maðurinn vildi síöan hætta þessu ástarsambandi en stúlkan var ekki sammála. Fór hún því eitt sinn til hans með dúkku eina innanklæða og kvaðst vera ófrísk af hans völd- um. Fréttist þetta út um ailt byggðarlagið enda var maðurinn alveg í öngum sínum. Síðar varð uppvíst aö stúlkan haiöi verið með tuskudúkku innanklæða er hún flutti honum „tíðindin“. Var hann upp frá því nefhdur „Grím- ur dúkkupabbi." Iiðsstyrkur Borg- araflokksins Er róni nokkur heyrði af ódýru víni ráðamanna hérlendis varö honum að orði: „Maður ætti nú kannski að fara að huga að framboði í næstu kosningum." Ámi og tæknin Nemandi í barnaskóla var eitt sinn spurður í sögutíma hveraig Árni Magnússon hefði farið að því að eignast svona margar bæk- ur og skjöl þar sem hann heföi ekki keypt nærri því allt er í safn- i hans var. Nemandinn svaraði: „Ætli hann hafi bara ekki verið svona duglegur að ljósrita, kall- inn.“ Kona nokkur hringdi eitt sinn á réttingaverkstæði og spurði hvort þeir gætu gert við ryð það er á bílnum hennar væri. Sá er fyrir svörum var spurði hvar ryð- ið væri nú helst í bfinum. Kom þá löng þögn en síðan svaraöi konan: „í aftursætinu auðvitað.“ Finnur þú fímm breytingar? 61 PIB COMMHMI* Ql&t- 4469 Nafn:....... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 61 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fimmtu- gustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Anna Guðrún Jósefs- dóttir, Þanghakka 10,109 Reykjavík. 2. Ásgeir Jóhannesson, Fossheiði 16, 800, Selfossi. Vinningarnir verða sendir heim. f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.