Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Side 21
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. 21 „Ég útskrifaðist úr mannfræði og þjóðfræði 3. mars og er að fara um miöjan ágúst til Noregs þar sem ég mun stunda framhaldsnám næstu árin,“ segir Guðrún Jóns- dóttir, 74ra ára, oftast kennd við Prestbakka, en hún er elsta konan sem útskrifast hefur úr Háskóla íslands og það dugði ekkert minna en fyrsta einkunn. „Þeir segja að ég geti lokið doktorsnámi á tveimur og hálfu ári en ég geri ráð fyrir aö taka það á þremur árum,“ heldur Guðrún áfram og er hvergi bangin. Hún segist hafa fengið inni hjá konu sem hún kannast við í Berg- en. Guðrún segir að þaö hafi verið tiiviljun að hún hafi sest á skóla- bekk í háskólanum. „Ég var búin að vera starfsmaður háskólans í mörg ár, starfaði sem ritari Sigurð- ar Þórarinssonar prófessors. Há- skólinn var því mitt annað heimili og ég var vön að taka námskeið í hinu og þessu. Ég hef alltaf verið með dellu fyrir tungumálum. Haustið 1984 hætti ég störfum, tók þá eitt námskeið svona til að setja endapunktinn á þetta, að ég hélt. Maðurinn minn var sjúklingur á þessum tíma og ég annaöist hann allt þar til hann lést í desember 1985. Mér leiddist síðan að sitja al- ein heima og ákvað að taka fleiri námskeið í háskólanum. Ég starf- aði í jarðfræðistofu og tók þar eitt námskeið í lýðfræði, sem var mjög skemmtilegt, og fór svo í annað í mannfræði. í einum tímanum bað Haraldur Ólafsson kennari mig að sitja eftir. Ég er gamall kennari og mikið fyrir að tala og hélt því að Haraldur ætlaði að skamma mig. Þá spurði hann, mér til undrunar, hvort ég vildi ekki innritast í deild- ina. Ég sagði að ég væri ekki með stúdentspróf en hann sagði það í lagi. Það eina sem ég þyrfti að gera væri að skrifa upp allt sem ég hefði lært og unnið og senda það há- skólaráði. Þetta gekk og ég innrit- aðist um sumariö 1986 og lauk prófi í vor,“ segir Guðrún og bætir við að hún hefði aldrei trúað því fyrir Guðrún Jónsdóttir á sér áhugamál og það er lærdómur. Hún segist hafa lært alla sína ævi en hún var rétt tæplega 74ra ára þegar hún útskrifaðist úr Háskóla íslands i vor. Og hún er siður en svo hætt. Fyrir tiu árum hvarflaði ekki að heijpi að hún ætti eftir að fara i háskóla þar sem hún hefur ekki stúdentspróf. 2 DV-mynd Hanna bókum frá Norðurlöndum sem ég las og seinna komst ég upp á lag með enskuna einnig. Ég gleypti allt í mig sem ég gat,“ segir hún. „Ég hef alltaf lesið mikið um vísindi og menningarsögu. Það voru tvær bækur sem pabbi átti sem ég las alltaf einu sinni á ári. Önnur hét Hvers vegna - vegna þess og var fyrst skrifuð á frönsku en þýdd úr dönsku yfir á íslensku. Þetta var eðlis- og efnafræði. Hin bókin hét Þjóðmenningarsaga Evrópu. Sum- ar bækur eru eins og þær opni dyr fyrir manni og þessar tvær bækur voru þannig.“ Öldungadeildin hentaði ekki - Hugsaðir þú aldrei fyrr um að fara í háskóla? „Mér datt ekki í hug að ég kæmist þar inn án stúdentsprófs. Ég byrjaði í öldungadeildinni en var þá að vinna til fimm á daginn, þurfti síðan að ná strætisvagninum, því ég hef ekki bílpróf, og hlaupa frá Miklu- brautinni upp í Hamrahlíð en ég hafði ekki þrek í það. Ég var þar því ekki nema einn vetur. í staöinn tók ég breskt próf í ensku í tækni- og vísindamáli. Síðan hélt ég áfram með ensku í gegnum bréfaskóla í Cambridge þangað til ég var búin en hafði ekki efni á að fara út og taka sjálft prófið. Annars hefði ég fengið breskt skjalaþýðandapróf en mér var neitað um að taka’ þetta próf hér á landi." - Hefur þú engin önnur áhugamál en að lesa? Horfir þú t.d. ekki á sjón- varp? ; „Það langskemmtilegasta sem ég geri er að lesa. Ég horfi þó alltaf á fréttir í sjónvarpi, Nýjustu tækni og vísindi og einstaka fræðslu- þætti.“ - Þú treystir þér alveg til að flytja til annars lands á þessum aldri? „Því ekki, það er ekkert erfiðara að vera þar en hér. Það eina sem ég hef verið vöruð við er umferðin í Bergen en mér er sagt að þeir keyri ° Á Jeið í doktorsnám í Bergen: Ætla áð læra með- an ég stend uppi - segir Guðrún Jónsdóttir, 74ra ára, sem útskrifaðist úr Háskóla íslands fyrir stuttu með fyrstu einkunn Guðrún Jónsdóttir tekur við fyrstu einkunn úr hendi Svans Kristjánsson- ar prófessors. tíu árum að hún ætti eftir að fara í háskóla. Leiðinlegt aö prjóna „Nú er ég búin og sá fyrir mér allt tómt en það er ekki að mínu skapi að gera ekki neitt. Ég ákvað því að halda áfram náminu. Þetta er það sem ég get gert. Sjáðu til, konur á mínum aldri sitja og prjóna en ég get það ekki því þá fæ ég gigt og mér þykir það auk þess leiðin- legt. Aðrar konur sitja viö útsaum sem er fallegur en ekkert gaman að vinna hann. Það eina sem ég get gert er að lesa og læra og þess vegna ætla ég að gera það meðan ég stend uppi,“ segir Guðrún. - Finnstþérekkerterfittaðmuna? „Ekki það sem ég les en ég gleymi oft hvar ég set hluti.“ Guðrún á merkilega sögu að baki. Á yngri árum skrifaði hún skáld- sögur en segist ekki mega vera að því núna. Þá hefur hún skrifað mikið af smásögum og margar hef- ur hún þýtt sjálf yfir á önnur tungumál. Guðrún tók einn vetur í kennaraskóla á unga aldri en hélt síðan til Danmerkur þar sem hún fór í lýðháskóla. tók síðan nám- skeið í kennarafræðum og fór loks í Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn. Hún fór fyrst til Dan- merkur árið 1939 og var þar öll stríðsárin. Á þeim tíma kenndi hún í klausturskóla þar sem hún m.a. kenndi dansk/þýskri prinsessu sem hún seinna tók í einkatíma. Á þeim tíma umgengst Guðrún her- toga, hertogaynjur og önnur stór- menni. Hún kom síðan heim en fór aftur til Danmerkur árið 1949 og dvaldi þar þá í fimm ár. Áður hafði hún verið hálft ár í Noregi, þangað sem hún er að fara aftur nú. Þá hefur hún dváhð í Sviss í hálft ár þar sem hún lærði frönsku. Hún talar sjö tungumál en segist kunna graut í nokkrum til viðbótar. Mörg ferðalög framundan Eiginmaður Guðrúnar, Guð- mundur Steinn Einarsson heym- leysingjakennari, hafði sömu áhugamál og var einnig í stöðugu námi. Hann var tæknisinnaður og lærði t.d. tækniteiknun í gegnum breskan bréfaskóla. „Hann sagði alltaf við mig, og það var rétt hjá honum, að ég væri með tvær vinstri hendur og tíu þumalfing- ur,“ segir Guðrún og hlær. „Guð- mundur var með kennaramennt- un, fór síðan í framhaldsnám til Noregs og var alltaf að bæta við sig.“ Guðrún starfaði einnig sem kennari, fyrst úti á landi sem far- kennari áður en hún hélt til Dan- merkur. Þegar hún kom aftur til íslands árið 1955 kenndi hún við Landakotsskóla en hún tók ka- þólska trú í Danmörku. Þá rak hún sinn eigin smábarnaskóla í Kópa- vogi í átta ár. Guðrún hefur ferðast víða í gegnum árin og segist ætla að ferðast enn meira á næstu árum. „Ég þarf að fara til nokkurra landa í rannsóknarleiðangur í sambandi við námið. Ég er vön að ferðast svo að ég kvíði því ekki.“ - Færöu styrk til námsins? „Nei, ég lifi á eftirlaunum mínum og hluta af eftirlaunum eigin- mannsins. Ég eyði ekki í neitt nema bækur," svarar Guðrún sem segist eiga mikið bókasafn. Guðrún á tvo uppkomna syni. Sá yngri býr ásamt fjölskyldu sinni í húsinu hjá móður sinni í Kópavog- inum en þar hefur Guðrún búið í 35 ár. Guðrún er fædd og uppalin fyrstu árin í Dalasýslu en flutti síö- an með íjölskyldu sinni að Prest- bakka í Hrútafiröi þar sem faöir hennar gegndi prestsþjónustu. Guðrún var ekki orðin flmm ára þegar hún var læs. Lestur lærði hún af tíu ára dóttur vinnukonu á bænum sem var seinlæs en þegar hún var að læra að stafa sat Guð- rún og hlustaði. Faðir Guðrúnar átti mikið af bókum sem hún haföi mikinn áhuga á. Þegar hún var ell- efu ára hafði hún náði tökum á dönskunni með lestraráhuga sín- um. „Sýslubókasafnið átti mikið af gapalega þar. Ég mun bara halda mig á gangstéttunum." - í hvað ætlar þú að nota menntun- ina? „Ég ætla bara aö halda áfram að læra. Þó ég nái doktomum þá er ekki þar með sagt að ég sé búin að læra eða rannsaka allt sem mig langar til. Sú hna sem ég er á innan mannfræðarinnar er alþýðulækn- ingar. Að visu má skipta þeim í tvennt, annars vegar hindurvitni og galdra, sem ég kæri mig ekkert um, hins vegar og þaö sem ég hef áhuga á, raunverulegar lækningar, hvemig fólk var læknað. Þetta þarf ég að athuga í mörgum löndum, ekki endilega vegna doktorsnáms- ins heldur vegna þess að mig langar til þess. Á Norðurlöndum er það til- tölulega auðvelt en það er geysilega mikið sem ég þarf að athuga í Frakklandi, Þýskalandi, ítahu og ef ég get farið til Spánar. Þar vora Máramir og þeir voru með lækn- ingar sem mjög htið er vitað um. Það er ótrúlegt hvað fólk vissi fyrir nokkrum þúsundum ára um hluti sem menn síðan hafa verið að upp- götva. Það sem ég hef hugsað mér með doktorsritgerðinni er vixlverk- efni milh alþýðulækna og lærðra," segir þessi hressa kona. Þess má einnig geta að árið 1987 skrifaði Guðrún ritgerð á ensku um DV frá upphafi og starfsmenn þess. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.