Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Síða 26
38 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. Lífcstm Allir helstu foringjar Sovétríkjanna samankomnir. Gobbi geymir þá alla Sovésku „matroshkurnar" eru víöfrægar. Venjulegast eru þær bústnar og skrautlegar bændakon- ur úr viöi sem geyma smærri og smærri konur innan í sér. Núna eru hins vegar komnar nýjar „matroshkur" sem gera enn- þá meiri lukku hjá ferðamönnum í Moskvuborg og seljast eins og heitar lummur. Þetta eru Gobbadúkkur. Stærstur er Gorbatsjov meö ham- ar og sigð í stað valbrárinnar. Inn- an í honum er Brezhnev, illilegur á svip, skreyttur heiðursmerkjum. Næstur er Krústjov sem heldur dauðahaldi í skóinn sinn sem frægt er orðið. Svo kemur hinn illræmdi Stalín, rækilega merktur haus- kúpu og gaddavír. Minnstur er svo Lenín, upphafið að öllu. Hvorki Andropov né Gromyko fá að vera með í þessum dúkkum, enda sátu þeir svo stutt á valdastóli. Fyrir örfáum árum hefði ekki verið talið hugsanlegt að fá að selja svona nokkuð en nú er tími krafta- verka í Sovétríkjunum. -BÓl Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM Þrándheimur 1 f Helsinki 18 Stokkhólmur 20° nahöfn 18' Berifn 2I Mallorca 32 Winnipeg 15' Montreal Léttskýji Chicago 19 Los Angeies 18' yí Prumuveöur = Þoka Snjókoma Rigning Skurir ByggtJ^voöurlrót^^ Reykjavík 11 Þórshófn 8 Glasgow 25222*3* New York 22 Atlanta 23° lOrlando 25° DVJRJ r>v Mannlíf í Moskvu: Skipulagt „Góðu, hafiö ekki áhyggjur af skrif- ræðinu. Þeir tékka aldrei á þessu," segir Tanya, leiðsögumaðurinn okk- ar. Hún á við tollskýrslurnar sem íslensku háskólanemamir bogra svitastorknir yfir á Seremetevoflug- vellinum í Moskvu eftir uggvekjandi Aeroflotflugferð frá Kaupmanna- höfn. Kæruleysislegt regluveldi Tanya vissi hvað hún söng. Papp- írsflóðið var aldrei athugað. En svona eru Sovétríkin. Landið er að drukkna í alls kyns boðum og bönn- um. Það merkilega er hins vegar að enginn virðist fara eftir öllum þess- um reglum. Kæruleysi og regluveldi eru hér í einum graut. Þegar komið er inn í sjálfa Moskvu- borg er það sama uppi á teningnum. Tvær myndavélar frá KGB hanga á staurum fyrir utan hótelið. Samt fær maður á tilfinninguna að enginn nenni að sitja við hinn endann og fylgjast meö því sem er að gerast. A hótelinu er lyftugangur þar sem lyfturnar fyrir þær hæðir hússins sem byrja á oddatölum eru vinstra megin en hægra megin eru sléttu tölumar. Ef þú ert staddur uppi á 20. hæð og ætlar á þá 15. er um tvennt að ræða. Taka lyftuna alla leið niöur á fyrstu hæð og skipta yfir í oddatölu- lyftu eða labba. Mikilfengleg byggingalist Eitt af því sem kemur á óvart er að Moskvuborg er tiltölulega hrein borg á vestrænan mælikvarða. Hún er hins vegar afar hrörleg og öllu viðhaldi ábótavant. Margar fallegar byggingar prýða borgina. Gullnar tumspírur mosk- anna em augnakonfekt og víða er að finna áhrifamikla byggingalist. Rauða torgið með grafhýsi Leníns og kirkju heilags Basils er afar mikil- fenglegt, sérstaklega á kvöldin þegar allt er flóðlýst. Moskva er einnig tiltölulega „græn“ borg. Inni á milli hárra íbúðablokkanna, sem einkenna borgina, em stór græn svæði þar sem börnin leika sér og fullorðnir viðra hundana sína. Þau lykta öóruvísi Sovétríkin eiga sína eigin lykt eins og svo mörg önnur lönd. Það er eins konar gömul rakalykt sem alls staðar er að finna, jafnt í Aeroflotflugvél- inni sem af sovéska tóbakinu. Maturinn hérna er einnig öðmvísi. Honum þarf að venjast. Utlending- amir á hótelunum þurfa þó ekki aö kvarta. Þeir fá súpur, kjúklinga, lifur og ís að vild á meðan heimamenn fá skammtaðan sykur og mega einungis kaupa 300 grömm af osti og 200 grömm af smjöri í hvert skipti. Moskvubúar þurfa einnig aö sýna passann sinn við afgreiösluborðiö til að sanna búsetu sína. Annars fá þeir ekkert að kaupa. vega Mannlifið er margbreytilegt. I hinum 15 lýðveldum Sovétríkjanna búa Sí- gaunar, Kúrdar, gyðingar og Finnar auk ótölulegs fjölda annarra þjóðabrota. Bílamenningin í Moskvu er öðruvísi. Vörubílar eru örugglega um helming- ur þeirra farartækja sem sjást á götunum. Allir keyra hratt og fáir fara eft- ir umferðareglunum. Biðraðir og tómar hillur „Það er ekkert hægt að kaupa hérna. Ekkert er til,“ segir leiðsögu- maðurinn, hún Tanya. „Mig vantar meira að segja sjampó.“ Þetta eru orð að sönnu og það er lífsreynsla fyrir Vesturlandabúa að versla í sovésk- um búðum. í fyrsta lagi er það skorturinn. í 70 fermetra úrabúð eru fimm tegundir úra á boðstólum í tveimur hillum - hinar 20 eru auðar. Ekki er ástandið betra í matvörubúðunum. Þar eru langar, óárennilegar biöraðir og þeg- ar inn er komið blasa við tómar hill- ur. Ef ætlunin er að versla þarf fyrst að athuga verðið á hlutnum sem á að kaupa. Síðan verður að leita uppi gjaldkera sem tekur við peningunum og lætur af hendi kvittun. Með kvitt- unina að vopni verður svo að finna afgreiðslufólk sem afhendir að lok- um hlutinn. Svona gengur daglegt líf í Moskvu fyrir sig. Astand Isafjöröur Ljósu svæöin sýna vegi sem eru lokaölr allri umferö þar til annaö veröur auglýst Reykjavlk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.