Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Side 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. BHMR-deiIan: físað til úr- skurðar nefndar -pj Keflavík: Kosningarnar eru gildar aura lækkun á verði bensíns Verölagsráö hefur ákveöið aö verö á bensíni og olíu lækki þann 1. júlí næstkomandi. Þessi ákvörðun var tekin í ljósi verðlækkunar erlendis auk lækkunar á dreifingarkostnaði olíufélaganna sem stafar meðal ann- ars af lækkandi vöxtum. Bensínlítrinn mun lækka úr 52,10 krónum í 52 krónur eöa um 0,2%. Gasolía lækkar úr 15,90 krónum í 15 krónur eða um 5,7%. Svartolíutonnið lækkar úr 11.600 krónum í 11.300 krónur eða um 2,6%. Steinolía lækk- ar um 17%. -pj LOKI Eftir slíka bensinlækkun verða bíieigendur vellauöugir! Ríkisstjórnin hefur sent BHMR bréf þar sem farið er fram á að þeir skipi mann í þriggja manna nefnd sem úrskurði um ágreining um kjarasamninginn. í úrskurðamefndinni, sem gert er ráð fyrir í kjarasamningnum, skal vera fulltrúi frá hvorum deiluaðila auk oddamanns sem skipaður sé af yfirborgardómara í Reykjavík. Samkvæmt heimildum DV munu BHMR-merfh ætla að visa málinu til félagsdóms þrátt fyrir þessa tilraun stjómvalda til að hindra það. Kröfur í Bílabora um 500 milljónir ekki greiðandi allrar upphæðarinnar Skiptafundur verður haldinn í gjaldþrotamáli Bílaborgar næsta miðvikudag. Ekki er húið að reikna út hversu kröfur í þrotabúið eru háar. Áætla má aö þær séu nærri hálfum milljarði króna, eða um 500 milljónir króna. Þess ber að geta að Bílaborg er ekki greiöandi allra þeirra krafna sera gerðar híifa verið í þrotabúið. Það skýrist meðal annars af því að eigendur skuldabréfa, sem Bíla- borg fékk við sölu bifreiða og fyrir- tækið ábyrgðist þegar þau voru seld, hafa lýst kröfum í búið. Bíla- borg er ekki greiðandi þeirra skuldabréfa heldur aðeins ábyrgðaraðili. Ekki er búið aö reikna kröfur sem eru í erlendri mynt en þær em all- nokkrar. Helsta eign Bílaborgar er stór- hýsi fyrirtækisíns við Fossháls 1 í Reykjavík. Húsið hefur verið lengi í sölu án þess að það haíi selst. Það er því erfitt að segja til um hvert raunverulegt verð þess er og það kemur væntanlega ekki i ljós fyrr en við sölu hússins, sama hvort það verður í frjáisri sölu eða á nauð- ungaruppboði. Eins og kunnugt er var Bílaborg meðai annars með umboð fyrir Mazda-bíla frá Japan. Allt bendir til þess að Ræsir, sem hefur umboð fyrir Benz, taki við umboði fyrir Mazda. Það skýrist innan skamms. -sme Búið er að úrskurða bæjarstjórnar- kosningamar í Keflavík gildar. Það var sérstök kjörnefnd sem komst að þessari niðurstöðu. Nefndin úr- skurðaði um 123 atkvæði en fulltrúi G-lista Alþýðbandalags kærði vegna þeirra. Yfirkjörstjórn í Keflavík hafði áður komist að sömu niðurstööu. Úr- skurður stjórnarinnar var kærður til bæjarfógeta. Hann skipaði sérstaka kjörnefnd sem nú hefur lokið störf- um. Vegna kærumála, sem risið hafa í Keflavík, er búið að telja þar þrisvar. Þrátt fyrir allar kærur og endurtaln- ingar hafa niðurstöður kosninganna ekki breyst. Þeir sem kærðu geta kært þennan úrskurð til félagsmálaráðuneytisins. Frekari rannsókn í læknamáli Hæstiréttur hefur ákveðið að frek- ari rannsókn skuli fara fram í máli ákæruvaldsins gegn fyrrverandi heilsugæslulækni í Ólafsvík. Við rannsókn málsins hafa ekki fundist samskiptaseðlar. Læknirinn benti á aö seðlamir væru geymdir í heilsu- gæslustöðinni í Ólafsvík. Saksóknari fullyrti við flutning málsins fyrir Hæstarétti að þessir seðlar hefðu ekki fundist. Hæstirétt- ur segir að af gögnum málsins verði ekki ráðið að kannað hafi verið hvort þessir seðlar væru til svo unnt væri að bera þá saman við reikninga læknisins og sjúkraskrár. í úrskurði Hæstaréttar segir meðal annars: „Að kanna verði hvort fram- angreindir samskiptaseðlar séu til- tækir. Sé svo, ber að gefa ákærða kost á að fara yfir þá og tjá sig um, hvort þar séu skráðar upplýsingar, er hann telur geta verið tíl skýringa á reikningsgerð sinni og misræmi reiknings og sjúkraskrár. Finnist samskiptaseðlarnir ekki, ber að leita skýringa á því og færa fram gögn um ■ vörslu þeirra." Úrskurðinn kváðu upp dómararnir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Haraldur Henrysson, Gunnar M. Guðmundsson og Arn- ljótur Björnsson prófessor. -sme -sme Það var ekkert lambhúshettuveður i laugunum i gær. Þessir álfakroppar sáu enga ástæðu til að ofklæðast í blíðviðrinu í Vesturbæjarlauginni. Reiknað er -mynd GVA meö áframhaldandi góðviðri suðvestanlands, hægviðri og léttskýjuðu, en norðaustanlands verður skýjað og svalt. DV-n Veöurhorfur á sunnu- dag og mánudag: HHi í 14-18 stig sunnan- og vestan- lands Norðvestangola á Norður- og Austurlandi og víða skýjað en úrkomulaust. Sunnan- og vestan- lands verður hægviðri og víða léttskýjað. Á Norður- og Austur- landi verður svalt í veðri, einkum á nóttunni, en sunnan- og vestan- lands fer hiti upp í 14-18 stig yfir daginn. 12°^ 10° (J sxunnBiuui 25050 SENDIBILASTOÐIN Hf opið um kvöld og helgar Kentucky Fried Chicken Faxafeni 2, Reylijavík Hjallahrauni 15, Hafnaríirði Kjúklingar sem bragð er að Opið alla daga frá 11-22 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.