Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. Fréttir Stórbrotin krýningarathöfn á Stóra-Dímoni 1 dag: Haukur Halldórsson krýndur Mar IX., keisari Atlantis Á hádegi í dag verður Haukur Halldórsson myndlistarmaður, sem meðal annars er þekktur fyrir trölla- myndir sínar, krýndur sem Mar níundi, keisari heimsveldisins Atl- antis. Það er Sveinbjöm Beinteins- son allsheijargoði sem krýna mun Hauk á Stóra-Dímoni þar sem hann rís upp úr aurum Markárfljóts, skammt ofan við Markárfljótsbrú. Haukur verður helgaður „öflum lofts og himins, elds og sólar, vatns og hafs, jarðar og moldu,“ eins og segir í auglýsingu. Sveinbjöm Bein- teinsson mun vera einn fárra manna á jörðinni sem krýnt getur einhvem til einhvers og stjómar því athöfn- inni. Að sögn Axels Einarssonar, sem unnið hefur að undirbúningi krýn- ingarinnar, er þetta heimsviðburður. „Með krýningunni er Haukur orð- inn keisari Atlantis, landsins sem sökk í sæ og margir trúa að rísa muni á ný. Með krýningunni mun Haukur geta slegið eign sinni á hvert það land sem til veröur úr sæ, til dæmis vegna eldgoss, og mun jafnvel geta unnið málaferh út af slíkú fyrir alþjóðadómstóli," sagði Axel. Þó að keisaratigninni fylgi enn ekk- ert sjáanlegt eða áþreifanlegt keis- aradæmi fylgir henni þó meðal ann- ars það að Haukur getur gefið út diplómatapassa, tekið sér diplómata- nafnbót og gefið út frímerki í nafni keisaraveldisins. Þar sem hann mun varla fá leyfi til frímerkjaútgáfu hér á landi er búist við að hann þurfi að leita til einhvers ríkis í Karabíska hafinu eða þar um slóðir til þess. Mun Haukur hafa sóst eftir þessari tign um nokkurt skeið. Athöfnin á Stóra-Dímoni er aðeins einn liður þessarar merkilegu krýn- ingar. Þaðan verður haldiö til staðar neðan við Seljalandsfoss sem á að vera á 20. lengdarbaugi vestan við Greenwich, „á mörkum vestur- og austurhelmings jarðar“. Þá veröur farið að Skógarfossi og lýkur krýn- ingunni síðan við Krísuvík seinni- partinn í dag. -hlh Fylgst með atburðum á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Sæmilega viðraði til keppni í gær en einhver hrollur virðist hafa verið i þessum áhugasömu mótsgestum. DV-myndir EJ Landsmót hestamanna: Vindheimamelar á við bæjarfélag Eiríkur Jónsson, DV, Vindheunameluin: Skagaijörðurinn iðar af lífi. Hópar reiðmanna stefna á landsmót hesta- manna á Vindheimamelum, aðrir eru komnir enda hófst mótshald í gær með dómum afkvæma kynbóta- hrossa. Mótssvæðið er tilbúið og gæti hæg- lega tekið við 15.000 manns enda er búist við miklum íjölda gesta, meðal annarra 4.000 útlendingum. Hluti þeirra er kominn á svæðið og setur svip sinn á mótið enda eru enska, íslenska og þýska jafngiid mál í áhorfendabrekkunum. Vindheima- melar verða á við stórt bæjarfélag þessa viku. Flest af frægustu og bestu hrossum landsins eru mætt og er mikil eftir- vænting meðal knapa jafnt sem áhorfenda. í dag verða dæmdar kynbótahryss- ur og A-flokks gæðingar og svo koll af kolli B-flokks gæöingar, gæðingar ungknapa og stóðhestar, en mótinu lýkur á sunnudaginn með verð- launaveitingum og úrslitum í A- og B-flokki gæðinga. Fjöldi manns hefur komið á landsmótiö en þarna sést fólk úr Biskupstung- um vera aö slá upp tjöldum og koma sér fyrir. NM í bridge í Færeyjum: íslensku kon- umar efstar ísak Öm Sigurðsscm, DV, Færeyjum: íslenska kvennasveitin kemur held- ur betur á óvart á Norðurlandamót- inu í bridge í Færeyjum og er í efsta sæti ásamt dönsku sveitinni þegar 4 umferðum er lokið af 10. íslenska karlasveitin er í 3. sæti í opnaflokkn- um og tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld naumlega gegn Dönum, % 17. í gær voru leikir gegn Dönum og Finnum í báðum flokkum og vann íslenska kvennasveitin sigur-í leikj- um sínum, 18-12, gegn dönsku kon- um í 4. umferð í gærkvöld og við það komst ísland í efsta sætið. í 3. umferð í gærdag vann ísland Finnland i báðum flokkum. í leik kvennanna náði ísland yfirburða- stöðu í fyrri hálfleik, 34-12, og bætti við 14 impum í þeim síðari. Samtals 79-A3 eða 21-9.1 opna flokknum var leikurinn jafnari. Finnar yfir í hálf- leik 46-42 en í þeim síðari sneru Norðurlandameistararnir leiknum sér í hag, 44-26. Úrslit því 17-13 fyrir ísland (86-72). í öörum leikjum í 3. umferð urðu úrslit þau að Noregur vann Dan- mörku í opna flokknum 20-10 (88-59) og 16-14 í kvennaflokknum (71-61). Svíþjóð vann stórsigur á Færeyjum í báðum flokkum, 25-3 í opna flokkn- um (118-38) og 25-2 í kvennaflokkn- um (119-31). Staðan eftir 4. umferðir var þannig. Kvennaflokkur. ísland og Danmörk 76 stig, Noregur 75, Svíþjóð 51, Finn- land 46 og Færeyjar 20 stig. Opinn flokkur. Svíþjóð 86, Dan- mörk 68, ísland 62, Noregur 59, Finn- land 58 og Færeyjar 19. Önnur úrslit í 4. umferð í gær- kvöldi urðu þau í kvennaflokki aö Noregur vann Svíþjóð, 25-2, og Finn- land vann Færeyjar, 25-1. I opna flokkum vann Svíþjóð Noreg, 24-6, og Finnland vann Færeyjar, 25-5. í dag er ein umferð og spilar ísland þá viö Færeyjar í báðum flokkum. Þá er fyrri hluta mótsins lokið en mótinu lýkur laugardaginn 7. júlí. -hsim Hugmyndir HÍK um nýjar baráttuleiðir: Einkunnir nemenda verði ekki afhentar - og Qarvistir ekki skráðar „í kjarabaráttu kennara undan- farin ár hefur einungis verið beitt allsherjarverkfalli og hópuppsögn. Slíkar aðgeröir eru umfangsmiklar og dýrar, bæði fyrir félagið og hvem og einn kennara,“ segir í fé- lagsblaði Bandalags kennarafé- laga, BK. Bent er á aðrar aðferðir sem koma aö góðum notum. „Að af- henda ekki einkunnir í annar- eða vetrarlok. Fyrir um ári beittu kennarar í Frakklandi þessu með góöum árangri. Aö skrá ekki fjar- vistir og vinna yfirleitt enga þá „skrifstofuvinnu" sem kennurum er uppálagt.“ Einnig eru nefrid skæruverkföll, mæta ekki á kennarafundi, „fresta" 1. september um óákveð- inn tíma og að kennarar taki ekki að sér umsjónarstörf. Þá er talað um að hafna allri yfirvinnu, halda fundi um kjaramál og fagleg mál- efni í vinnutíma og „sinna einungis þeirri vinnu sem er kennsla í þrengsta skilningi þess orðs.“ Höfundur greinarinnar, Eiríkur Brynjólfsson, segir þessar hug- myndir misgóðar eftir því hvaða skóli á í hlut. Hann segir fleiri hug- myndir mögulegar og þær verði að viðra. „Við verðum að nota öll tæk- ifæri, stór og smá, til að sýna óánægju okkar og fyrirlitningu á vinnubrögðum ríkisstjórnarinn- ar.“ -pj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.