Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLl 1990. 27 Lífestm Allt að 22% verðmun- ur á sokkabuxum Sokkabuxur geta orðið ótrúlega stór hluti af fjárútlátum kvenna til fatakaupa. Allar konur kannast við lykkjufallsvandræði og leiðindi þeg- ar sokkabuxur, sem kosta allt upp í 700 krónur, eyðileggjast við fyrstu notkun. Peningurinn er þar með kominn í ruslafótuna því að ekki er hægt að gera við örþunnar sokka- buxur svo að vel sé. Það er sitthvað sokkabuxur eða sokkabuxur Sokkabuxur geta verið margs kon- ar. Sumar eru lagaðar eftir fótunum, meö þykkari hæl og tá, aðrar eru örþunnar og glansandi. Flestar eru með skrefbót og sumar með stífri teygju. Þykktin er mismunandi og stærðin einnig. Sumar konur kjósa sokkabuxur með mynstrum eða saumrönd aftan á leggnum en aðrar vilja bara einlitar og einfaldar. Sokkabuxur með glansáferð eru í dýrari kantinum en glansinn gegnir því hlutverki að koma í veg fyrir að pilsin festist við sokkabuxurnar. Svokallað lycraefni er einnig komið í margar sokkabuxur. Það gerir það að verkum að buxumar halda sér betur og poka ekki. 16% og 22% verðmunur í lauslegri verðkönnun, sem DV gerði á tveimur fínni gerðum sokka- buxna, kom í ljós að munurinn á Verðsamanburður á fínni gerðum sokkabuxna 1100- 1000- 900- Verð í krónum <X> <D o o - Q_- 9-- tö O) F ■§-!- S> i> ■ m-g- ® «5 (O -Q.-8j-«-CÖ- £ ö X X Hudson figurslip glanz Hudson glamour 'p' 'J illllilllg : DV-mynd JAK hæsta og lægsta verði á milli versl- ana var tæp 16% á Hudson figurslip glanz sokkabuxum en tæp 22% á Hudson glamour. Figurslip glanz em fótlagaðar bux- ur með stífri teygju, skrefbót, hæl og tá. Þær eru ekki með mjög mikilli glansáferð. Glamour sokkabuxurnar eru hins vegar með meiri glitáferð. Þær eru líka aðeins þykkari, stífari og sterkari. Verðið var athugað í sjö verslunum en sumar þeirra selja aðeins aðra gerðina af þessum sokkabuxum. Verslanirnar em Austurbæjarapó- tek, Vesturbæjarapótek, Snyrtivöru- verslunin Brá, Snyrtibúðin Top Class, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hagkaup, Laugavegi, og Hagkaup, Kringlunni. Hagkaup með hæsta og lægsta verðið Verðið á Hudson figurslip glanz er lægst í Austurbæjarapóteki á 371 krónur og Vesturbæjarapótek fylgir fast á hælana með 373 krónur. Síðan koma snyrtivöruverslanirnar Brá, Top Class og Glæsibær með 415 krón- ur en verðið er hæst í Hagkaups- verslununum eða 429 krónur. Þegar verðið á Hudson glamour er athugað bregður hins vegar svo við að það er lægst í Hagkaupi. Athygli vekur hins vegar að það munar 100 krónum á milli Hagkaups á Lauga- vegi, sem selur buxurnar á 599 krón- ur, og Hagkaups í Kringlunni þar sem þær kosta 699 krónur. Snyrti- vöruverslunin Brá selur þessar sokkabuxur á 703 krónur, Snyrti- vörubúðin Top Class á 710 krónur og Snyrtivöruverslunin í Glæsibæ á 729 krónur. Apótekin tvö seldu hins vegar ekki þessa tegund sokka- buxna. -BÓl Bækling- ur um sjóngler Félag íslenskra sjóntækjafræðinga hefur gefið út bækling um hinar ýmsu gerðir sjónglerja. í bæklingn- um er fjallað um gleraugna gler, plastgler, breytileg gler, sólgler, glampafrí gler, les- og vinnugler- augu, tvískipt gler og margskipt gler. Sjóntækjafræðingar verslananna sjá um að veita allar upplýsingar varðandi val á glerjum og umgjörð- um, einnig að vinna glerin í umgjörð- ina sem er mikið nákvæmnisverk. Fólki er því bent á að snúa sér til þeirra ef það hefur spumingar varð- andi gleraugun sín. Félag íslenskra sjóntækjafræöinga hefur gefið út bækling sem án efa mun svara spurningum margra um sjóngler. Kortskannar fyrir greiðslukort - spara tíma og fyrirhöfn Nu hafa verið teknir i notkun hérlendis svokallaðir kortskannar fyrir greiðslukort. Þetta er hand- hæg tækni í greiðslukortastarfsemi sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn. Kortskannar þessir gera kleift að nema upplýsingar af segulrönd greiðslukortanna og tölvuvæða þannig viðskiptin beint frá sölu- stað. Kortskanninn veit hvaða kort eru gild og hvaða reglur gilda um þau. Heimildarmörk verslana eru sett inn í skannann og hann leitar sjálfvirkt eftir heimild þegar úttekt fer yfir þessi mörk. Með þessum búnaði styttist sá tími sem'fer í að útbúa úttektarnó- turnar og að auki felst engin töf í því að hringja inn og fá heimild þar sem skanninn gerir það sjálfvirkt. Öll færslan er svo geymd inni í tækinu og sölunótan er send sím- leiðis til Reiknistofnunar bank- anna, samdægurs. Verslanir spara þannig tíma í uppgjöri því óþarfi er að flokka allar greiðslukortanót- ur og reikna sérstaklega. Neytendur Vákortaeigendur mega núna fara að vara sig því að um leið og kort- skanninn hringir inn til að fá heim- ild er athugað hvort kortið sé á svörtum lista. Jafnvel þó að upp- hæðin fari ekki yfir úttektarheim- ildina hringir kortskanninn með reglulegu millibih og athugar hvort viðkomandi kort sé gilt. Svona kortskannar eru mjög al- gengir erlendis en það var fyrst í marsmánuði að slíkt tæki var tekið í notkun hérlendis. Núna eru rétt rúmlega 100 skannar í notkun en örugglega er stutt í það að gamla strauborðið víki að mestu leyti. Kortskannamir taka bæði Visa og Eurocard og Samkortin bætast brátt í hópinn. Að auki gilda þessi tæki fyrir öh algengustu greiðslu- kortíheiminum. -BÓl Greiðslukortinu er rennt í gegnum vélina sem leitar sjálfvirkt eftir heim- ild og prentar út nótu. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.