Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990.
Afmæli
DV
Oddgeir
Guðjónsson
Oddgeir Guðjónsson, b. í Tungu í
Fljótshlíð, er áttræður í dag. Odd-
geir er fæddur í Tungu og var til
sjós í Vestmannaeyjum og í Grinda-
vík 1928-1941 og smiður í Rvík 1941-
1942. Hann hefur verið b. í Timgu
frá 1942 og var hreppstjóri Fljóts-
hliðarhrepps 1959-1984. Hann var í
stjóm Búnaðarfélags Fljótshlíðar-
hrepps 1946-1976 og í stjóm Kaup-
félags Rangæinga 1956-1980. Odd-
geir var i stjóm Sjúkrasamlags
Fljótshlíðarhrepps í mörg ár og for-
maður þess þar til sýslusamlögin
tóku til starfa. Hann var formaður
Ungmennafélagsins Þórsmerkur
um skeið og í skólanefnd Fljóts-
hlíðarskóla frá 1954, formaður
1958-1962. Oddgeir er í sóknamefnd
Breiðabólstaðarsóknar, í stjóm
Kirkjukórasambands Rangár-
vaUaprófastsdæmis og í stjóm
Kirkjukórs Fljótshlíðar. Hann hefur
verið formaður gróðurvemdar-
nefndar Rangárvallasýslu frá 1967,
var endurskoðandi hreppsreikn-
inga og matsmaður fyrir bruna-
tryggingar í Fljótshlíðarhreppi.
Oddgeir var í sveitarstjóm Fljóts-
hlíðarhrepps 1974-1982 og í sýslu-
nefnd 1977-1987. Hann er í sátta-
nefnd, stjórn nautgriparæktarfélags
Fljótshlíðarhrepps og forðagæslu-
maður Fljótshlíðarhrepps. Oddgeir
var í varastjóm Mjólkurbús Flóa-
manna, formaður ritverksins Sunn-
lenskar byggðir 1977-1987 og hefur
verið í útgáfustjóm Goðasteins frá
1987. Hann hefur skrifað greinar 1
Goðastein, á ljóð í Rangæskum ljóð-
um og hefur samið nokkur sönglög.
Oddgeir hefur stimdað ættfræði-
störf og önnur fræðistörf, fengist við
ömefnasöfmm og safnað þjóðlegum
fróðleik. Hann hefur samið tvö
niðjatöl, Niðjatal Jóns Ólafssonar
og Guðrúnar Oddsdóttiu- og Guðna
Guðmundssonar og Steinunnar
Halldórsdóttur. Oddgeir hefur unn-
ið mikið við smíöar ásamt búskapn-
um.
Oddgeir kvæntist 2. maí 1942 Guð-
finnu Ólafsdóttur, f. 19. júlí 1922,
ljósmóður. Foreldrar Guðfinnu
vora Ólafur Sveinsson, b. á Syðra-
Velli í Gaulverjabæjarhreppi, og
kona hans, Margrét Steinsdóttir.
Böm Oddgeirs og Guðfinnu era:
Guðlaug, f. 8. maí 1945, bankamaður
á Hvolsvelli, gift Sigurði Sigurðs-
syni byggingameistara, og Ólafur
Sveinn, f. 9. janúar 1951, dr. vet.
met., forstöðumaður Rannsókna-
stofnunar mjólkuriðnaðarins í
Rvik, kvæntur Fionu Mac Tavish
geðhjúkrunarfræðingi.
Systur Oddgeirs era: Guðrún, f.
17. mars 1908, ráðskona í Þorláks-
höfn, nú á Kirkjuhvoli, dvalar-
heimih aldraðra á Hvolsvelli; Sigur-
laug, f. 8. júní 1909, gift Guðmundi
Guðnasyni, b. í Fögruhlíð í Fljóts-
hlíð, nú á Kirkjuhvoh, og Þórann,
f. 11. ágúst 1911, nú á Kirkjuhvoh,
gift Kristni Jónassyni, rafvirkja-
meistara og organista í Eyrarbakka.
Foreldrar Oddgeirs vora Guðjón
Jónsson, f. 20. mars 1872, d. 5. apríl
1952, bóndi, og Ingilaug Teitsdóttir,
f. 4. ágúst 1884, d. 26. júlí 1989, elsta
kona á íslandi; þegar hún lést, vant-
aði hana 9 daga í að verða 105 ára.
Guðjón var sonur Jóns, b. í Tungu.
Ólafssonar, b. á Torfastöðum í
Fljótshlíð, Einarssonar, b. á Efra-
hvoh, Ólafssonar. Móðir Jóns var
Vigdís Jónsdóttir, b. á Lambalæk,
Einarssonar, hreppstjóra á Stóra-
Moshvoh, Hahssonar. Móöir Vigdís-
ar var Ingibjörg Ambjamardóttir,
b. í Kvoslæk, Eyjólfssonar. Móðir
Guðjóns var Guðrún Oddsdóttir,
hreppstjóra á Sámsstöðum, Eyjólfs-
sonar, hreppstjóra á Torfastöðum,
Oddssonar. Móðir Eyjólfs var
Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi,
Bjarnasonar, b. og hreppstjóra á
Víkingslæk, Hahdórssonar. Móðir
Guðrúnar var Ragnhildur Bene-
diktsdóttir, b. í Fljótsdal, bróður
Helgu, ömmu Þorsteins Erlingsson-
ar. Benedikt var sonrn- Erhngs, b. í
Fljótsdal, Guðmundssonar, b. í
Fljótsdal, Nikulássonar sýslumanns
Magnússonar, b. á Hólum, Bene-
diktssonar klausturhaldara Páls-
sonar sýslumanns Guðbrandssonar
biskups Þorlákssonar. Móðir Bene-
dikts var Anna María Jónsdóttir,
systir Páls skálda. Móðir Ragnhild-
ar var Sigríður Eyjólfsdóttir, b. á
Heylæk, Nikulássonar, b. á Rauð-
nefsstöðum, Duggu-Eyvindssonar.
Ingilaug var dóttir Teits, b. á
Gijótá, Ólafssonar, b. á Grjótá, Ól-
afssonar, b. í Teigi, Jónssonar, b. á
Heylæk, Ólafssonar, hreppstjóra á
Heylæk, Amgrímssonar, prests á
Heylæk, Péturssonar. Móðir Ólafs í
Teigi var Þorbjörg Þorláksdóttir,
systir Jóns skálds á Bægisá. Móðir
Ólafs á Grjótá var Ástríður Hall-
dórsdóttir, b. í Hlíðarendakoti,
Oddssonar, prests á Reyðarvatni,
Þórðarsonar. Móðir Ástríðar var
Ingveldur Teitsdóttir, b. á Sand-
hólaferju. Móðir Teits var Þórunn
Jónsdóttir, b. á Kirkjulækjarkoti,
Jónssonar, b. á Barkastöðum, Páls-
sonar. Móðir Jóns Jónssonar var
Anna Ögmundsdóttir frá Stóru-
Mörk. Móðir Þórunnar var Guö-
björg Jónsdóttir, b. á Háamúla, Ey-
jólfssonar, bróður Ambjarnar.
Móðir Ingilaugar var Sigurlaug
Sveinsdóttir, b. á Lambalæk, Jóns-
Oddgeir Guðjónsson.
sonar, b. á Varmadal, Sveinssonar,
b. í Gröf, Guðbrandssonar. Móðir
Sveins var Guðrún Jónsdóttir, b. á
Stórhofi, Einarssonar og Guðlaugar
Jónsdóttur. Móðir Sigurlaugar var
Sigríður Jónsdóttir, systir Vigdísar
áTorfastöðum.
Oddgeir verður að heiman á af-
mælisdaginn.
OddgeirJónsson,
Teigaseli5, Reykjavík.
80 ára
Friðrik Bjarnason,
SléttabóhH,
Hörgslandshreppi.
Jóhannes Sigurðsson,
Öldugötu 25, Reykjavík.
Inga G. Þorsteinsdóttir,
Tunguvegi 54, Reykjavík.
Haukur Guðmundsson,
Sigluvogi 8, Reykjavík.
Bogi Þ. Finnbogason,
Höfðavegi 17,
Vestmannaeyjum.
Bry ndis Stefánsdóttir,
Rjúpufelh 29, Reykjavík.
Þórunn Friðfinnsdóttir,
Tjamarstíg30, Seltjamarnesi.
- Guðbjörg Jóelsdóttir,
Drápuhlíö 48, Reykjavík.
Svava G. Friðgeirsdóttir,
Hrauntúni 46, Vestmannaeyjum.
Margrét Vilhjólmsdóttir,
Garðabraut27, Akranesi.
Anna Vigdís Ólafsdóttir,
Engjaseh 35, Reykjavík.
Jónas Þórðarson,
Austurgöröum 2, Kelduneshreppi.
Sigurður Þ. Helgason,
Hraunholti, Kolbeinsstaðahreppi.
Magnús Helgi Ólafsson,
Laugargötu 1, Akureyri.
Helen Þorkelsson,
Beykilundi 1, Akureyri.
Nauðungaruppboð
Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður hl. úr fasteigninni Drápuhlið
I, þingl. eign Jónu Kr. Jónsdóttur, boðinn upp að nýju og seldur á nauð-
ungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júlí 1990 kl.
II. 30. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Á. Jónsson hdl., Helgi V. Jónsson
hrl„ Eggert B. Ólafsson hdl. og Sigurður Sigurjónsson hrl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
Gunnar B. Guðmundsson
Gunnar B. Guðmundsson frá
Heiðarbrún er fimmtugur í dag.
Gunnar fæddist í Litlu-Tungu í
Holtum í Rangárvahasýslu. Hann
stundaði nám við KÍ1961-65 og við
KHÍ1977-78.
Gunnar var kennari við Barna- og
unglingaskóla Mýrasýslu að
Varmalandi 1965-67, skólastjóri að
Flúðum í Hrunamannahreppi
1967-72, skólastjóri að Laugalandi í
Holtum 1972-77, kennari við sama
skóla 1978-80, kennari við grann-
skólann á Hehu á Rangárvöllum
1980-84 en hefur síðan verið gæslu-
maður við Gunnarsholtshælið á
Rangárvöhum. Þá var hann eftir-
Utsmaður og veiðivörður við Veiði-
vötn á Landmannaafrétti frá 1967
og á hvetju sumri fram til 1980.
Sonur Gunnars og Þóra Þórarins-
dóttur, síðar húsfreyju á Helgastöð-
um í Hraunhreppi, er Högni, f. 2.2.
1968, starfsmaður hjá Loftorku í
Borgarnesi. Sambýhskona Högna er
Sigríður Kristín Hahdórsdóttir, vél-
stjóra á Hehissandi, Kristjánssonar.
Böm Sigríðar frá fyrri sambúð eru
Andrés Pétur, f. 1.4.1982, og Guðný
Dóra.f. 22.1.1986.
Foreldrar Gunnars eru Guðmund-
ur Haraldur Eyjólfsson, f. 18.3.1901,
d. 15.9.1983, bóndi í Litlu-Tungu og
síðar á Heiðarbrún í sömu sveit, og
kona hans, Jóhanna Bjarnrós
Bjarnadóttir, f. 30.6.1907, d. 5.5.1943.
Systir Jóhönnu var Sigurborg,
móðir Brynjólfs Gíslasonar, fyrrv.
formanns Vörubifreiðastjórafélags-
ins Þróttar. Faðir Jóhönnu var
Bjami, b. í Frakkanesi á Skarðs-
strönd og víðar, bróðir Eyjólfs frá
Dröngum sem ævisagan Kaldur á
köflum íjallar um. Eyjóflur var um
skeið formaður Verkamannafélags-
ins Hlífar en hann var faðir Magn-
úsar, kennara og símstöðvarstjóra í
Hafnarfirði.
Móðir Jóhönnu Bjarnrósar var
Guðrún, dóttir Jóseps Jónssonar af
Geitastekksætt, náfrænda Jóns frá
Ljárskógum.
Bróðir Guðmundar Haraldar var
Finnbogi, leigubifreiðastjóri í
Reykjavík, faðir Jakobínu, konu
Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors en
meðal barna Jakobínu frá fyrra
hjónabandi er Guðrún, kona Hall-
dórs Reynissonar, prests í Hrana.
Önnur dóttir Finnboga er Ásdís,
kona Þórs Oddgeirssonar, fram-
leiðslu- og sölustjóra ÁTVR.
Guðmundur Haraldur var sonur
Eyjólfs, b. á Bjalla og í Litlu-Tungu,
Finnbogasonar. Systir Eyjólfs var
Margrét, móðir sr. Finnboga Kristj-
ánssonar. Bróðir Eyjólfs var Finn-
bogi, afi Finnboga Vikar, b. á Hjalla
í Ölfusi. Eyjólfur í Litlu-Tungu var
sonur Finnboga á Galtalæk, Árna-
sonar. Bróðir Finnboga var Jón á
Lágafelli, faðir Auðuns í Svínhaga,
föður Minni-Valla systkina í Land-
sveit. Annar bróðir Finnboga var
Árni á Skammbeinsstöðum, faðir
þeirra Páls „pólití" ogMargrétar,
móður Valdimars í Hreiðri í Holt-
um. Þá var Jón í Skarði í Landsveit
bróðir Finnboga. Hann var faðir
Guðna í Skarði, afa Guðna sem nú
býr í Skarði. Dóttir Jóns í Skarði
var Guðbjörg, amma Eyjólfs
Ágústssonar í Hvammi í Landsveit.
Finnbogi á Galtalæk var sonur
Árna, b. á Galtalæk, Finnbogasonar
á Reynifehi á Rangárvöllum, Þorg-
Ussonar á Reynifelh sem ReynifeUs-
ættin er frá komin. Bróðir Árna á
Galtalæk var Jón í Mörk í Land-
sveit. Dóttir Jóns í Mörk var Guð-
rún, amma þeirra Bjarna á Árbakka
og Bjöms í Efra-SeU í Landsveit.
Móðir Eyjólfs í Litlu-Tungu var
Guðríður Eyjólfsdóttir frá Minni-
Völlum í Landsveit. Hálfbróðir Eyj-
ólfs á Minni-VöUum var Guðlaugur
á HeUum, langafi FUippusar er nú
býráHellum.
Móðir Guðmundar Haraldar var
Helga Sigurðardóttir, systir Sigur-
geirs, kennara í Holtum í Landsveit
og víðar. Systir Helgu var Sigríður,
formóðir Lýðsættarinnar frá Hjalla-
nesi í Landsveit. Sigríður er amma
Bergsteins Sigurðssonar, bygginga-
eftirlitsmanns í Reykjavík, fóður
Gunnar B. Guðmundsson.
Sigurðar fornleifafræðings og sagn-
fræðings. Sigríður var amma Krist-
ins Olsen flugstjóra.
Móðir Helgu var Kristín, dóttir
Magnúsar á Kirkjubæjarklaustri.
Systir Kristínar var Guðríður, móð-
ir Jóns eldra í Seglbúðum, afa Jóns
Helgasonar alþingismanns. Systir
Magnúsar á Kirkjubæjarklaustri
var Guðný, móðir Magnúsar í Króki
í Holtum, afa Haraldar Halldórsson-
ar á Efri-Rauðalæk. Móðir Magnús-
ar á Klaustri var Guðríður, systir
Hahdóra, ömmu Jóns Einarssonar
í Holtsmúla í Landsveit, föður
Guðnýjar á Skammbeinsstöðum,
Ólafs í Árbæjarhjáleigu og þeirra
mörgu systkina.
Faðir Helgu var Sigurður í Haga
í Holtum, sonur sr. Sigurðar í Gutt-
ormshaga Sigurðssonar, prests á
Heiði í Mýrdal, Jónssonar, prests á
Mýrum. Móðir Sigurðar í Haga var
Sigríður, systir Steingríms biskups.
Móðir sr. Sigurðar í Guttormshaga
var Sigríður, dóttir Jóns „eld-
klerks" Steingrímssonar.
Frá klukkan 16.00 á afmælisdag-
inn, 4.7., verður Gunnar á heimili
sínu, að Freyvangi 15 á Hellu.
SMÁAUGLÝSINGAR
Mánudaga - föstudaga,
9.00 - 22.00
Laugardaga, 9.00 - 14.00
Sunnudaga, 18.00 - 22.00
Þverholti 11
s: 27022