Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. Fréttir______________________________________________________________________________dv Hæstiréttur finnur að vinnubrögðuni ákæruvaldsins: Málum vísað frá eða bættrar vinnu krafist Tveir hæstaréttardómar og einn úrskurður, sem falliö hafa nú nýver- ið, eiga það sammerkt að í þeim öll- um er fundið að vinnu embættis rík- issaksóknara. Þetta eru mál ákæru- valdsins gegn Halli Magnússyni blaðamanni, Hermanni G. Björgvins- syni, fyrrverandi fjársýslumanni, og Kristófer Þorleifssyni, fyrrum hér- aðslækni í Ólafsvík. Alvarlegasti áfellisdómur Hæsta- réttar er í málinu gegn Hermanni G. Björgvinssyni. í því máh segir Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson Hæstiréttur að það verði að telja að þau gögn, sem ákæran er byggð á, séu ekki fullnægjandi og því hafi skort skilyrði til málshöfðunar. Hæstiréttur ómerkti héraðsdóminn í málinu og vísaði ákærunni frá hér- aösdómi. Þetta þýðir aö ef ákæru- valdið vill halda áfram með máhö verður að afla nýrra gagna, annað- hvort sjálfstæðra eða þá til að styðja þau gögn sem fyrir eru. Þetta mál snerist ekki um okurstarfsemi held- ur lýtur það að meintum skilasvik- um Hermanns. Kýs aö segja ekkert Bjöm Helgason saksóknari fór með þetta mál fyrir ákæruvaldið. Hann skrifaði ákæruna og flutti máhð. „Ég kýs aö segja ekkert um þennan dóm,“ sagði Bjöm Helgason þegar DV talaði viö hann í gær. í dómi Hæstaréttar segir að engin gögn hafi fylgt um afdrif verðmæta sem rannsóknarlögreglan lagði hald á vegna ætlaðra okurbrota Her- manns. Þá segir Hæstiréttur einnig að engin gögn fylgi um meðferð á þrotabúi Hermanns en úrskurður um gjaldþrot var kveðinn upp 17. - þetta hefur gerst á aðeins rúmum mánuði Hæstiréttur hefur sett út á vinnubrögð ákæruvaldsins í þremur málum á síðustu vikum. október 1986. Hæstiréttur taldi ekki unnt að taka afstöðu tíl hver hefði verið raunveruleg efnahagsstaða Hermanns þegar hann ráðstafaði eignum sem hann er ákærður fyrir að hafa ráðstafað. Hallur Magnússon Hæstiréttur vísaði máh ákæm- valdsins gegn Hahi Magnússyni blaðamanni frá héraðsdómi. Það var gert vegna þess að ákæruvaldið sóth ekki þing í héraði, það er að saksókn- ari mæth ekki þegar máhð var flutt í Sakadómi Reykjavíkur heldur skh- aði máhnu aðeins inn skriflega. Veij- andinn taldi ákæmatriði óglögg og erfitt væri að koma að vömum með skynsamlegum hætti. „Mál þetta varöar rétt manna th að láta í ljós hugsanir sínar á prenti samkvæmt ákvæði 72. greinar stjómarskrárinnar og ábyrgð sem því fylgir. Er hér um að ræða svo þýðingarmikið úrlausnarefni og shk vafaatriði era í máhnu að ríkissak- sóknara hefði verið rétt að sækja þing í héraði. Með vísan th þess sem að framan er rakið þykir málathbún- aöi ákæravaldsins svo áfátt að feha beri hinn áfrýjaða dóm úr ghdi og vísa málinu frá héraðsdómi." í þessum orðum Hæstaréttar er tekið skýrt fram að ákæmvaldinu bar að vera við málflutning í Saka- dómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir þetta er ákæran ekki fehd úr ghdi. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari samdi ákæruna og flutti máhð í Hæstarétti. Þar sem ákæran í málinu stendur eftir, þrátt fyrir aöfinnslur Hæstaréttar, er líklegt að máhnu verði fram haldið síðar. Spratt af blaðagrein Máhð var höfðað eftir að grein efhr Hah Magnússon blaðamann birtist í Tímaninn. Þar fór hann orðum um séra Þóri Stephensen, staðarhaldara í Viðey. í Sakadómi var Hahur sak- fehdur fyrir ummæhn og þau dæmd dauð og ómerk. Séra Þórir var um- sjónarmaöur með Viðey þegar grein- in var skrifuö. Einn dómara Hæstaréttar tók und- ir með Sakadómi og vhdi sakfeha Hah. Meirihluti Hæstaréttar tók ekki efnislega afstöðu í máhnu heldur vís- aði því frá vegna þess sem getið er um hér að ofan. Mál læknisins í síðustu viku kvað Hæstiréttur upp þann úrskurð að frekari rann- sókn skuh gerð í máh ákæruvaldsins gegn Kristófer Þorleifssyni, fyrrum héraðslækni í Ólafsvík. Bragi Stein- arsson fór með þetta mál af hálfu ákæmvaldsins. Máhð snerist um meint svik lækn- isins við Tryggingastofnun ríkisins. Læknirinn hafði haldið því fram að hann gæti sannað mál sitt með því að bera saman samskiptaseðla og sjúkraskrár. Eitt afrit samskipta- seðlanna, það sem sjúkraskrár vora unnar eför, var ekki thtækt við rann- sókn málsins. Læknirinn sagði afrit- in vera geymd á hehsugæslustöðinni í Ólafsvík. „Við flutning máls þessa fyrir Hæstarétti var fullyrt af hálfu ákæruvalds að þessir samskipta- seðlar hefðu ekki fundist. Af gögnum máls verður hins vegar ekki ráðið að kannað hafi verið hvort seðlar þessir væm th svo að unnt væri að bera þá saman viö reikninga ákærða og sjúkraskrár en á þá kunna að vera ritaðar fyhri upplýsingar en þar koma fram.“ Frekari rannsókn Hæstiréttur fyrirskipaði að fram- haldsrannsókn skyldi gerð. Þar á að kanna hvort samskiptaseðlamir séu thtækir. Sé svo á aö gefa lækninum tækifæri th að tjá sig um þá og hvort þar séu skýringar á misræmi mihi reiknings og sjúkraskrár. Finnist samskiptaseðlamir ekki ber að leita skýringa á því og færa fram gögn um vörslu þeirra. Framhaldsrannsókn hófst í Ólafs- vík í gær. Henni mun ljúka innan skamms og þá verða Hæstarétti send þau gögn sem bætast við. -sme Heilsuleysi háskólamanna Það er ekki sama hvar maður vinn- ur og hvaða menntun maður hefur þegar hehsan er annars vegar. Há- skólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru hehsuminni en fólk er flest og þá sérstaklega þegar formaðurinn í stéttarfélaginu þeirra ákveður að þeir séu veikir. Þannig getur hann sagt fyrir um þaö hvort stéttarfé- lagamir leggist í veikindi eða ekki og hann veit upp á hár hvaða búk- sorgir þeir hafa sem hafa gengið menntaveginn th að komast í starf hjá ríkinu. Það þarf líka hehsuveha menn th að komast í ríkisgeirann og hehsuna missa menn ekki nema með því að stunda langskólanám og auka með þeim hætti við þekk- ingu sína á hvenær þeir eru veikir og ekki veikir. Áður fyrr komust góðir menn th forystu í verkalýðsfélögum sem töluðu með thþrifum um kaup og kjör og hvöttu verkamenn og ann- að launafólk th dáða. Þá var krafan sú að launafólk fengi sanngjcuriar og heiðarlegar greiöslur fyrir vel unnin störf, enda mætti fólkið til vinnu upp á hvem dag og lét sig aldrei vanta. Þá var ekki hehsu- leysinu fyrir að fara og þá komust menn heldur ekki upp með neinn moðreyk. Þá þekktust ekki veik- indafrí eða orlof eöa uppbætur á laun fyrir vel eða hla unnin störf. Svo gerðist það að verkalýðs- baráttan bar slíkan árangur að nú fær launafólk veikindafrí, hvort sem það er veikt eða ekki, og menn era alveg miður sín ef þeir veikjast í veikindafríunum því þá nýtast veikindafríin ekki í annað heldur en að Uggja veikir þegar þeir eiga sín frí. Vinnuveitendur em þar að auki famir að taka upp þá kjarabót að borga fólki fyrir að taka ekki veikindafríin og menn em famir að stórgræða á því að verða ekki veikir og það borgar sig ekki lengur að taka veikindafrí án þess að vera veikur því þá missa menn af bón- usnum fyrir að vera ekki veikir. Það þarf ekki að taka fram að hehsa manna er yfirleitt hin besta enda hefur enginn lengur áhuga á því að vera veikur í veikindafríi. Svona hefur verkalýðsbaráttan þróast á undanfomum áram og ahir hafa tekið þessu meö jafnaöar- geði. Má segja að kjarabætumar í veikindafríum, orlofsgreiðslum, uppbótum og öðm þvíumlíku séu komnar á svo öraggt plan aö þjóðin og verkalýðshreyfingin þarf ekki á verkalýðsforingjum að halda. Eða sú var trú manna. Það hefur hins vegar komið í ljós upp á síðkastið að nýir verkalýðs- foringjar eru komnir th skjalaima sem era ekki lengur að beijast fyr- ir veikindafríum heldur hinu að fólk veikist þegar launabaráttan þarf á því að halda. Nú era veikind- in sem sagt orðin Uöur í lífskjara- baráttunni á íslandi og fer hún þá þannig fram að verkalýðsformaö- urinn gefur út tilskipun um aö stéttarfélagar hans verði veikir á thteknum dögum. Formaðurinn veit nákvæmlega hvort og hvenær fólk er lasið og tilkynnir það fyrir- fram th að hræða líftóruna úr við- semjendum sínum. Nú væri þetta ahs góðs maklegt ef ekki vhdi svo hla th aö það skipt- ir þjóðarbúið og ríkisvaldið ekki nokkum skapaðan hlut hvort rík- isstarfsmenn era veikir eða ekki. Það er jafnvel betra á sumum stofn- unum ef fólkið heldur sig heima við og mætir ekki th aö þvælast fyrir á vinnustað. Það er þá ekki fyrir á meðan og ríkissjóður er af- skaplega feginn því að geta borgað ríkisstarfsmönnum laun fyrir að vera veikir heima, frekar en að borga þeim fyrir að vera th trafala á vinnustað. Sérstaklega á þetta við háskóla- menntaða ríkisstarfsmenn sem hafa verið að halda því fram að menntun þeirra skipti máh fyrir hið opinbera. Sannleikurinn er þvert á móti sá að hehsuleysi há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna og fjarvera þeirra af vinnustað er fyrsti vottur þess að veikindafrí komi að gagni fyrir vinnuveitand- ann. Það er nú fyrst sem kjarabar- átta verkalýðshreyfingarinnar kemur að notum fyrir atvinnurek- endur því loksins nú eru þeir veik- ir heima sem hingað th hafa verið veikir á vinnustað. Það ber hins vegar vott um nauðsyn háskóla- menntunar aö svona almennt hehsuleysi þekkist hvergi nema hjá þeim sem hafa hlotið menntun th að veikjast. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.