Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 17
17
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990.
ir leika um
ti á opna NM
íipað leikmönnum 20 ára og yngri, verður
ð á opna Norðurlandamótinu sem fram fer
óti Svíum í dag því liðið tapaði báðum leikj-
num og töpuðu með þremur mörkum eftir
S því að tapa þessum leik urðu vonir íslend-
u. í gærkvöldu léku piltamir svo gegn Suð-
>ja marka mun, 28-30. íslendingar voru yfir
ifti í síðari hálfleik og náði mest sex marka
egar mjög lélegur og Suður Kórea sigraði í
-BS/HR
• Jesper Olsen
Caen býður gull
og græna skóga
Allt útlit er fyrir að danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jesper
Olsen, leiki áfram í frönsku knattspyrnunni en hann lék eitt sinn með
Manchester United.
Olsen hefur tvö síðustu árin leikiö með Bordeaux og á eitt ár eftir af
samningi sínum við félagið. Þrátt fyrir það eru nú allar líkur á því að
Olsen leiki með franska liðinu Caen en félagið hefur boöið Dananum
gull og græna skóga. „Ég á eitt ár eftir hjá Bordeaux en tilboð Caen er
mjög freistandi. Ég er aö hugsa um að slá til,“ segir Jesper Olsen sem er
29 ára gamall. -SK
ísmeistarar Argentínu unnu enn eftir vítaspymukeppni:
kki kraftaverk11
Vlaradona eftir magnþrunginn sigur á gestgjöfunum ítölum
in var á okkar bandi í vítakeppninni,"
sagði hetjan Goycochea og var hógvær
eftir leikinn og vildi ekki gera of mikið
úr þætti sínum. „Þetta var fyrst og
fremst sigur liðsheildarinnar," sagði
þessi snjalh markvörður ennfremur.
ítalir, sem léku nú í fyrsta sinn í
HM-keppninni annars staðar en í Róm,
virtust ætla að vinna auðveldan sigur
eftir að markahrókurinn Salvatore
Scillachi skoraði snemma leiks. Walter
Zenga, markvörður ítala, virtist vera
jafnöruggur í vítateig sínum og öryggis-
vörður í Fort Knox virki þar til Claudio
Caniggia jafnaði óvænt um miðjan síð-
ari hálfleik.
Eftir það voru Argentínumenn sterk-
ari þar til í framlengingunni að Giusti
var vikið af leikvelh. Itahr sóttu lát-
laust síðustu mínúturnar en náðu ekki
að skora. Argentínumenn sigruðu síðan
í vítakeppninni, skoruðu úr fjórum vít-
um en Italir aðeins úr tveimur. Heims-
meistararnir þurftu ekki einu sinni að
taka síðustu spymu sína því tveimur
ítölum mistókst að skora hjá Coycoc-
hea. Sigurinn reyndist þó Argentínu-
mönnum dýrkeyptur því að fjórir leik-
menn hðsins verða í banni í úrshta-
leiknum, þ.á m. hinn stórhættulegi
framherji þeirra, Caniggia, sem var
einn besti maður hðsins í gærkvöldi.
Draumurinn að
mæta Englendingum
„Sigurinn gegn Brashíu var kraftaverk
en í kvöld þurftum við ekki kraftaverk.
Lið ítahu og Argentínu eru mjög jöfn
en dagsformið skipti sköpum og við
vorum einfaldlega betri,“ sagði Diego
Maradona, en hann átti sinn besta leik
í keppninni til þessa. Mig dreymir um
að mæta Englendingum og ég hef trú á
að þeir vinni Þjóðveijana," sagði Mara-
dona.
Þjálfarinn Carlos Bilardo sagðist hafa
trúað því eftir sigurinn á móti Brasilíu
að lið sitt gæti unnið ítah. „Við lékum
okkar besta leik í keppninni og við verð-
um enn sterkari í úrslitunum," sagði
Bhardo.
Eyddum miklu úthaldi
í sóknaraðgerðir
„Að spila á heimavelh er að mörgu leyti
slæmt. Áhorfendur ætlast th að við
vinnum aha leiki og leikum stífan sókn-
arleik. Ég held aö það hafi skipt sköpum
að við pössuðum ekki nógu vel upp á
vörnina og eyddum stundum of miklum
krafti í sóknaraðgerðum," sagði Azeglio
Vicini, þjálfari ítala, að vonum sár eftir
ósigurinn.
„Það var gífurlega sárt að tapa, sér-
staklega af því að við vorum á heima-
velh,“ sagði fyrirliðinn, Guiseppe Ber-
gomi.
Algerþögn í
borgum og bæjum
Á flestum stöðum á Ítalíu mátti heyra
saumnál detta eftir leikinn. Alger þögn
ríkti í borgum og bæjum en flestir ítal-
ir höfðu gert sér vonir um heimsmeist-
aratitihnn. Margir hljóta að hafa horft
með angist þegar hin misheppnaða víta-
spyma Aldo Serena var endursýnd aft-
ur og aftur í ítalska sjónvarpinu. í ít-
ölskum kvöldblöðum mátti sjá fyrir-
sagnimar „Draumurinn er búinn“.
-RR
• Tékkneski landsliðsmaðurinn
Thomas Skurhavy hefur ákveðið
að ganga th liðs við ítalska knatt-
spymuhðið Genoa og leika með
því á næsta keppnistímabhi.
Skurhavy vakti mikla athygh í
leikjum tékkneska liðsins og er
sem stendur markahæsti leik-
maðurinn á heimsmeistaramót-
inu með 5 mörk ásamt Schhlaci
hinum ítalska. Hinn stóri og
stæðilegi tékki hefur leikið með
Sparta Prag undafarin ár og er
kaupverðið á honum nálægt 150
mhljónum íslenskra króna. Laun
kappans verða sæmileg eða litlar
2 milljónir.
Besta lið Þýskalands
frá því 1974
• Franz Beckenbauer segir að
vestur-þýska landshðið sé það
besta sem komið hefur fram síð-
an 1974 en þá var hann fyrirhði
þýska landshðsins sem varð
heimsmeistari. Um möguleika
þýska landshðsins gegn Englend-
ingum í dag segir Beckenbauer
að enska hðið sé gott, hðið leiki
kraftmikla en árangursríka
knattspyrnu og þeir hafi góðum
skahamönnum á að skipa. Italska
liðið ásamt vestur-þýska hðinu
hafa leikið bestu knattspymuna
á mótinu, segir Beckenbauer.
Rafmagnslaust
á Sikiley
• Það var tvenns konar ógæfa
sem dundi yfir Sikhey í gær-
kvöldi. Það var ekki nóg með að
ítalska landshðið tapaði fyrir
Argentínumönnum heldur fór
rafmagnið af Sikhey rétt á meðan
leikurinn stóð yfir. Eyjarskeggjar
fengu því ekki tækifæri á að sjá
„Sikheyinginn sinn“ Schlachi en
hann skoraði mark ítala í venju-
legum leiktíma. Sumir höfðu á
orði að rafmagnsleysið hefði ver-
ið kraftaverk því að þá hefðu eyj-
arskeggjar ekki þurft að horfa
upp á ósigurinn.
. Diego Maradona og Guiseppe Bergomi í baráttu um knöttinn en Maradona hafði betur í einvíginu sem og leiknum.
Símamynd Reuter
íþróttir
Hrikaleg framkoma
við þjálfara Brassa
• Áhangendur hða á HM svífast
einskis. í mörgum tilfehum fá
dómarar vænan skammt af
skömmum ef hla gengur en þjálf-
arar fá þó gjarnan verstu útreið-
ina. Lazaroni, þjálfara landshðs
Brasihu, hefur ekki hðið vel frá
því að hann kom heim frá Ítalíu.
Hafa árásir á hann gengið svo
langt að stöðugt hefur verið
hringt á heimili hans og börnum
hans hótað lífláti.
Forsætisráðherrann
varð alveg fokvondur
• Forráðamenn írska knatt-
spyrnusambandsins og forsætis-
ráðherra írlands, Charles J.
Haughey, urðu ekki mjög kátir
fyrir leik írlands og Ítalíu í átta
liða úrshtunum á HM á dögun-
um. írum var einungis úthlutað
2000 aðgöngumiðum að leiknum.
Forsætisráðherrann gekk í máhð
og varð æfareiður. Uppskeran
varð sú að írar fengu 12000 miða
á leikinn.
Ótrúlegur áhugi
• Áhugi ítala á HM er gífurlegur
og varla finnst sá maður í landinu
sem ekki fylgist með keppninni
af áhuga. Margir hafa lagt leið
sína á leiki keppninnar en enn
fleiri hafa vitaskuld setið fyrir
framan sjónvarpið. Nýtt met var
sett í horfún á Ítalíu er ítalir léku
gegn Bandaríkjamönnum. Þá
horfðu 25,7 mhljónir knatt-
spyrnuunnenda á sjónvarpið.
Eldra metið var tæpar 20 milljón-
ir þegar Inter Mhan varð Evrópu-
meistari eftir úrshtaleik gegn Ste-
aua Búkarest 24. maí 1989.
Fjórir Argentínumenn
verða af úrslitaleiknum
• Harka getur komið leikmönn-
um í koh í knattspymunni sem
öðrum íþróttum. Heimsmeistarar
Argentínu verða th að mynda án
fjögurra leikmanna er þeir leika
úrshtaleikinn á sunnudag gegn
Vestur-Þýskalandi eða Englandi.
Þeirra bestur er eflaust Caniggia
en hann var ótrúlegur klaufi að
fá gult spjcdd í leiknum í gær-
kvöldi gegn Ítalíu.
„Falklandseyjastríð“?
• Þrátt fyrir að margir séu á því
að Vestur-Þjóðverjar vinni Eng-
lendinga í kvöld eru þeir margir
sem spá því að England mæti
Argentínu í úrshtaleik HM á
sunnudag. Það yrði harður slag-
ur enda htih kærleikur á mhh
þjóöanna þótt ekki væri nema
vegna langvarandi deilna rnn
yfirráðin yfir Falklandseyjum.
Víst er að Argentínumenn fá
harða mótspymu á sunnudag.
Minna má á að Vestur-Þjóðverjar
töpuðu fyrir Argentínu í úrshtum
HM í Mexíkó 1986 og hafa hug á
að hefna.
Hver verður dómari?
• Margir bíða spenntir eftir að
vita hvaða dómari verður vahnn
th að dæma úrslitaleikinn á
sunnudag. Tveir dómarar hafa
komið einstaklega vel frá leikjum
sínum. Það er júgóslavneski dóm-
arinn Petrovic, sem af mörgum
er talinn besti dómari heims í
dag, og mexíkanski dómarinn.
Telja verður mjög líklegt að ann-
ar hvor verði látinn blása í flaut-
una á sunnudag, ahavega ef mark
verður tekið á frammistöðu
manna í keppninni.