Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. 5 I>v Vidtalid Hjálparstarfið köllun Nafn: Jónas Þórisson Slaða: Framkvæmdastjóri Hjálp* arstofnunar kirkjunnar Atóur:45ára „Ég tók við nýja starfinu nú um mánaöamótin og er lítið kominn inn í mál hérsagði Jónas Þóris- son sem nýráðinn er fram- kvæmdastjóri Hjálparstofhunar kirkjunnar. „Mér líst vel á starf- ið. Verkefnin eru næg og mikil- vægt er að geta fylgt þeim vel eft- ir. Hjálparstarfið er mikilvægur þáttur í starfi kirkjunnar og von- andi njótum við áframhaldandi stuönings fólks.“ Meira „sjokk“ að koma heim Jónas er fæddur og uppalinn á Akureyri. Þar gekk hann í skóla og iauk gagnfræðaprófi. Eftir það fór hann eitt ár til Bandaríkjanna sem skiptinemi og vann svo tvö ár við verslunar- og bankastörf. Þá settist Jónas aftur á skólabekk og nú í Kennaraskólann, las þar námselhi tveggja ára utanskóla og lauk náminu á tveimur og hálfu ári. Árið 1973 hélt jónas svo með fjölskylduna til Eþíópíu til kristniboðsstarfa á vegum Sam- bands íslenskra kristniboðsfé- laga. „Ég ólst upp í KFUM og kynnt- ist hjálparstarftnu þar. Við fund- um að starfskrafta vantaði í Eþí- ópíu og tölum um köllun til starfa. Eg vann aðallega kristni- boðsstörf á vegum kirkjunnar en einnig hjálparstörf í hungurs- neyð, þróunarstörf í samvinnu við norsku kirkjuna, var skóla- stjórí og siðustu tvö árin var ég fjármálaráöunautur. Þaö var gott að vera í Eþíópíu. Þetta er gott og krefjandi starf. Maður er meira upptekinn af þörfura annarra en eigin þörfum og það er öllum gott að prófa það. Okkur leið ágætlega en við vor- um vel undirbúin áður en við fór- um ÚL Það er meira „sjokk“ að koma heim aftur en aö koma til Eþíópiu. Hér þarf maöur að laga sig að islensku velferðarþjóðfé- lagi sem hefur mikið breyst á þessum tíma og ekki allt til batn- aðar. Dætrunum leið vel þama úti og ef þær mættu ráða færum við aftur til Eþíópíu. Þær voru í heimavistarskóla sem var um 600 kílómetra frá heimili okkar. Erá ágúst tíl jóla komu þær eínu sinni heim í frí ogsvoumjólogpáska. Við reyndum svo að fara að heim- sækja þær. Þær voru í norskum heimavistarskóla og skólinn var eins og ein stór fiölskylda.“ Það þarf engum aö koma á óvart hver áhugamál Jónasar eru. „Þetta starf er mitt áhuga- mál og köllun. Maður kynnist fólki og misjöfnum lifnaðarhátt- um. Það er fyrst og fremst þetta sem á mig allan.“ Sumarfrí er ekki fyrirhugað þettaáriðhíá Jónasi. „Þaðverður að bfða þangaö til á næsta ári.“ Ingibjörg Ingvarsdóttir er kona Jónasar. Þau eiga sex böm, Huldu Björgu, 19 ára, Hönnu Rut, 17 ára, Hrönn, 16 ára, Höllu, 14 ára, Þóru, sem er 12 ára, og yngstur er Jónas Ingi en hann er tveggjaára. -hmó Fréttir Saga af mistökum: Fékk rangt hús sent á milli landshluta biga Dan, DV, ísafiröi: Það kemur fyrir að menn taka hluti í misgripum, ellegar fá skakka send- ingu í pósti. En að fá sent rangt hús, það er nýlunda hér fyrir vestan. Jóhann Marvinsson í Heimabæ í Amardal keypti sér á dögunum Við- lagasjóðshús úr Vestmannaeyjum. Það var ekki fyrr en búið var að stilla húsinu upp á grunninum að mistök- in komu í ljós: Þetta var rangt hús og innvolsið allt annað en til stóð. Sendandinn varð auðvitað að leið- rétta mistökin og Jóhann er um þaö bil að fá rétta húsið (vonandi) með skipi. Blaöamaður spurði Jóhann Mar- vinsson hinnar klassísku spuming- ar: - Hvemig tilfinning var það þegar mistökin komu í ljós? Skakkt hús sent í Arnardal - kom i Ijós þegar húsið var komið á grunninn DV-mynd Inga „Það var algjört „sjokk“,“ svaraði Jóhann. „Sjokkiö“ er nú um garð gengið. Það er eins gott að hér var ekki um að ræða fjölbýlishús frá Suðurhafs- eyjum. Það var friðsælt við bæinn Efri-Núp í Miðfiröi þegar myndasmiður átti þar leið framhjá. Lífið gekk sinn vanagang og verið að mjólka kúna á bænum úti á túni. DV-mynd G. Bender Búðahreppur: gengu af fundi Óháðir Ægir Kristmssan, DV, Fáskrúðsfirði: Fyrsti fundur nýkjörinnar hrepps- nefndar Búðahrepps var haldinn 25. júní. Meirihluta eftir kosningamar 1986 mynduðu Alþýðubandalag og Framsókn en upp úr slitnaði á miðju kjörtímabih og þá tóku sjálfstæðis- menn sæti Alþýðubandalags í meiri- hluta til loka kjörtímabils. í upphafi fyrsta fundar nýkjörinn- ar hreppsnefndar óskaði Eiríkur Stefánsson, efsti maður á lista óháðra, eftir því að greidd yrðu at- kvæði um hvort fundinum yrði fram- haldið þar sem hann hefði ekki verið auglýstur opinberlega og var það samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Eiríkur spurðist fyrir um hvort nýr meirihluti lægi fyrir og er svo var þá neitaði Eiríkur að taka þátt í kosningum á fundinum. Meirihluta mynda svo þrír fulltrú- ar Framsóknar og einn alþýðu- bandalagsmaður. Oddviti var kjör- inn Lars Gunnarsson af B-hsta en Valur Þórarinsson af G-hsta vara- oddviti. Síðan gerði Eiríkur Stefánsson að umræðuefni myndim nýja meiri- hlutans. Var gerð löng bókun um það mál og þar m.a. að Eiríkur harmar þá niðurstööu sem orðið hefur í myndun meirihluta Alþýðubanda- lags og Framsóknar í Búðahreppi að loknum kosningum. Eiríkur lýsti skömm sinni á fulltrúum Framsókn- ar í hreppsnefnd vegna þess að þeir skyldu shta viðræðum við óháða, þaö er F-lista, á síðustu stundu vegna embættis formanns hreppsráðs og varaoddvita og bjóða síðan fulltrúa Alþýðubandalagsins nákvæmlega það sama og F-hstamönnum þó Al- þýðubandalagið heföi tapað 41% af fylgi frá síðustu kosningum og heföi nú aöeins 15% fylgi sem væri ekkert annaö en vantraust á G-hstann en F-hsti bætti við sig um 54% atkvæða frá síöustu kosningum og hefði nú 30% fylgi. F-hstinn vildi fá varaoddvita og formann hreppsráðs en því neituðu framsóknarmenn sem stöðugt voru að minna F-hsta menn á styrk sinn og mátt eins og segir í bókuninni. Framsóknarmenn fengu , þessa kveðju frá Eiríki: „Hafið skömm fyr- ir þá niðurlægingu sem þið sýnið kjósendum F-hstans og einnig fyrir það að hafna eindregnum vilja bæj- arbúa sem var einfaldlega meirihluti óháðra og Framsóknar." Eiður Sveinsson, annar fulltrúi óháðra, sagði í einni bókun á fundin- um að íbúum Búðahrepps heföi verið gróflega misboðið með þeirri máls- meðferð sem höfö var við myndun meirihlutans og lýsti síðan yfir van- trausti á hann. Síðan gengu fuhtrúar óháðra, Eiríkur Stefánsson og Eiður Sveinsson, af fundi. BreiöaQarðarfeijan: Viðskiptin blómstra í Vatnsfirði Inga Dan, DV, Vestfjörðum: Nýja Breiðafjarðarferjan Bald- ur nýtur mikiha vinsælda. Þeim fjölgar sem fara yfir Breiðafjörð í stað þess að keyra fyrir hann. Rútuferðir hafa verið skipulagð- ar í tengslum við ferðir Baldurs, bæði á vegum Vestfjarðaleiðar og Torfa Andréssonar. Á Brjánslæk í Vatnsfirði er risinn nýr veit- ingastaður og þjónustumiðstöð, sem ber nafnið Flakkarinn, og þar og í Flókalundi blómstra við- skiptin. Innar við Breiðafjörðinn er ekki eins gott hljóð í mönnum. Jóni í Bæ og Alla í Bjarkarlundi ber saman um að umferöin væri þar óvenjulega lítíl. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að þessir staðir missi eitthvað við breytingima fyrst í stað. Vonandi er það þó tímabundið. Flestir hafa eflaust hugsað sér að hinnnýi kostur laði fleiri gesti til Vestfjarða en áður og varla færu þeir þá allir með Baldri báðar leiðir. Það er því ekki fráleitt að ætla aö ferjan geti komið fleirum tíl góða þegar fram í sækir en þeim sem næstir henni eru. Ólafsvlk: Búið að ráða bæjarstjóra Bæjarstjóm Ólafsvíkur hefur ráðið Stefán Garðarsson, útibús- stjóra íslandsbanka á Selfossi, sem bæjarstjóra th næstu fjög- urra ára. Ekki er ákveðið hvenær Stefán hefur störf. Stefán er 36 ára gamall. Meirihluta í Ólafsvík mynda framsóknarmenn, sjálfstæðis- menn og Alþýðubandalag. Kristj- án Pálsson, fráfarandi bæjar- stjóri, er bæjarfuhtrúi lýðræðis- sinna og situr í minnihluta ásamt fyrrverandi forseta bæjarstjóm- ar, Sveini Þór Elínbergssyni, bæj- arfuhtrúa Alþýðuflokks. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.