Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 32
t m/
.
LOKI
Keisarinn af Atlantis ætti
að helga sér Kolbeinsey-
hún er líka að sökkva í sæ!
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Riistjórn - Auglýsingar -
Frjálst, óháö dagblað
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚU 1990.
Ríkisendurskoðun:
Rannsakar
Gunnarsholt
Tveir harðir
árekstrar
Malarflutningabíll og fólksbíll
lentu í árekstri á mótum Hafnarveg-
ar og Stapafellsvegar á Reykjanesi á
mánudag. Fólksbíllinn er mikið
skemmdur. Tvennt var flutt á
sjúkrahús. Fólkið reyndist ekki vera
alvarlega slasað.
Þá var rútu ekið aftan á fólksbíl í
gær. Fólksbíllinn er mikið skemmd-
ur ef ekki ónýtur.
við Hveragerði
Jarðskjálfta varð vart við Hvera-
gerði um kl. 9.15 í morgun. Sam-
kvæmt upplýsingum veðurstofunnar
í morgun er ekki vitað um stærð
skjálftans en ljóst að hann var ekki
stór. Smáskjálftar hafa fundist und-
anfarna daga um 5 kílómetra frá
Hveragerði. Skjálftinn í morgun var
á svipuðum slóðum. Kona í Hvera-
gerði lét veðurstofuna vita.
-JH
„Ég er búinn að gefa yfirmönnum
mínum svör við þessu öllu. Ég vil að
rannsóknin gangi fljótt og vel. Við
höfum engu að kvíða. Þessar ásakan-
ir eiga sér enga stoð. Ég tel að þetta
sé komið frá fólki sem hefur verið
vísað héðan vegna síendurtekinna
brota á heimilisreglum. Þetta er mjög
veikt fólk,“ sagði Þorsteinn Sigfús-
son, forstöðumaður á Gunnarsholts-
hælinu.
Að ósk Ríkisspítalanna hefur Rík-
isendurskoðun nú til rannsóknar
rekstur hæhsins og þungar ásakanir
vistmanna á forstöðumann og starfs-
menn. Vistmenn á Gunnarsholti eru
áfengissjúklingar og eins fólk sem
hefur ánetjast öðrum vímuefnum.
Ásakanir á hendur forstöðumanni
og starfsmönnum snúast meðal ann-
ars um að vistmenn séu notaðir til
að vinna fyrir starfsmennina fyrir
óvenju lág laun. Þá eru eins uppi
ásakanir um stjórnleysi og einnig
vegna lyfjagjafa og meðferðar lyíja á
heimihnu.
Þorsteinn Sigfússon forstöðumað-
in* hefur gefið heilbrigðisráðherra,
Guðmundi Bjamasyni, og forstjóra
Ríkisspítalanna, Davíð Á. Gunnars-
syni, svör við ásökununum og eins
vegna reksturs vistheimihsins í
Gunnarsholti.
150 milljónir í kynningarátak vegna landafunda:
Leifur Eiríksson
gegn Kólumbusi
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra lagði til á ríkisstjórn-
arfundi i gær að íslendingar tækju
þátt í alþjóölegu kynningarátaki
vegna Leifs heppna ásamt Norð-
mönnum á árinu 1992. Ástæðan er
sú að þetta ár munu spænskumæl-
andi þjóðir halda upp á minningu
Kólumbusar en þá verða hðin 500
ár frá því að hann sté á land í Vest-
ur-Indíum. Með kynningarátakinu
munu Norðmenn og Islendingar
ætla að láta heimsbyggðina vita af
því að það var íslendingurinn Leif-
ur Eiríksson sem fann Ameríku um
500 árum á undan Kólumbusi.
Stærsti liðurinn í kynningarátak-
inu felst í þvi að knörrum verður
siglt frá Noregi til íslands og síðan
til Vesturheims. Þetta mun gerast
á svipuðum tima og spænskumæl-
andi menn sigla suðurleiðina yfir
hafið á karavehum.
Framlag íslenska ríkisins verður
aht að 10 mihjónum en Norðmenn
munu leggja til aht að 140 milljón-
ir. Samtals verða því um 150 millj-
ónir settar til höfuðs Kólumbusi.
Upphaf þessa máls má rekja til
umræðna í Noregi en ýmsir áhuga-
menn þar hafa rætt um að halda á
lofti minningu landafunda nor-
rænna manna. í gegnum íslenska
sendiráðið í Osló hafa islensk
stjórnvöld síðan blandast í málið;
utanríkisráðuneytið og mennta-
málaráöunsytið ásamt forseta ís-
lands, útflutingsráði og fleiri aðil-
um. íslendingarnir hafa lagt á það
áherslu að fram komi að kynning-
arátakiö sé vegna landafunda ís-
lendingsins Leifs Eirikssonar og
annarra norrænna manna.
-gse
Vöruskipti:
Kreppan J
að hverfa w
Innflutningur tók stökk í maí síð-
astliðnum og reyndist verða tæplega
19 prósent meiri en í sama mánuði í
fyrra. Sömu sögu er að segja af út-
flutningi sem varð 23 prósent meiri
en í maí í fyrra. Eins og fleira þá
benda utanríkisviðskiptin þvi til að
kreppan sé að hverfa og uppgangur
að taka við.
Á fyrstu fimm mánuðum ársms
hefur innflutningurinn verið 36,7
mihjaröar en það er um 10,3 prósent
meiri innflutningur en í fyrra. Út-
flutningurinn hefur aukist minna
eða um 3,8 prósent. Útflutningurinn
varð 37,4 mllljarðar.
Vöruskiptajöfnuður var ekki hag-
stæður um nema 750 mihjónir en
hann var hagstæður um rétt tæpa 3
mihjarða í lok aprh.
-gse
Breskir hermenn á I
ferð um hálendið i
„Þessar andstæður sem eru ríkj-
andi í náttúrunni hér eru alveg stór-
kostlegar. Undirlendið er fagurgrænt
og síðan taka við svartir eyðisandar
og loks skjannahvítir jöklarnir. Inni
á mhh er síöan ótrúleg fjölbreytni.
Svo er ekki síður stórkostlegt að hafa
upplifað alla þessa náttúrufegurð í
glaðasólski upp á hvern dag,“ sagði
Robert Longhorn með hrifningu í
röddinni. Hann er einn ellefu breskra
hermanna sem hafa eytt síðustu 10
dögum í gönguferð um óbyggðir.
Flokkurinn lagði upp frá Eldgjá og
þrammaði síðan sem leið lá í vestur,
norður fyrir Torfajökul, að Álfta-
vatni og síðan niður á láglendið í
áttina að Hvolsvehi. Þaðan kom
flokkurinn með rútu undir hádegi í
gær.
- Hvað eru ellefu breskir hermenn
að gera á íslandi?
„Við fórum alltaf í gönguleiðangra,
þetta eru eins konar æfingar fyrir
okkur. í ár vorum að velta því fyrir
okkur að reyna eitthvað alveg nýtt
og öðruvísi. Marokkó og ísland voru
inni í myndinni en á endanum völd-
um við ísland. Við sjáum ahs ekki
eftir því.“
Eins og fram kemur var sól upp á
hvern dag í gönguferðinni. Rigndi
aðeins líthlega á kvöldin og á morgn-
anna þegar mannskapurinn var inni
í tjaldi.
Robert Longhorn var ánægður með
veðrið og fannst ekkert gera th þótt
blési svolítið, loftið væri hreint. Hon-
um fannst verðlag hins vegar vera
mjög hátt miðað við í Englandi, sér-
staklega á matvælum, en þó væru
sumir hlutir ódýrari. Nefndi hann
sérstaklega samgöngur og var hrif-
inn af því að komast vegalengdina
frá Hvolsvelh til Reykjavíkur í rútu
fyrir 700 krónur. „Það getur maður
ekki í Englandi."
Bretarnir verða í Reykjavík fram á
föstudag en þá halda þeir heim á leið.
-hlh
i
Robert Longhorn skoðar leiðina sem hann og tíu félagar hans úr breska
hernum gengu í óbyggðum. Félagarnir voru að ná i tjöldin og útbúnaðinn
svo hann var einn á tjaldsvæðinu. DfV-myndir Brynjar Gauti
Veðrið á morgun:
Áfram-
haldandi
bjartviðri
Norðan og norðaustan átt, hæg-
viðri eða gola fram eftir morgni
en víða kaldi síðdegis. Skýjað og
sumstaðar súld norðaustanlands,
einkum í útsveitum, en um aht
sunnan- og vestanvert landið lít-
ur út fyrir áframhaldandi bjart-
viðri. Svalt verður norðanth á
landinu, einkum á annesjum en
12-18 stiga hiti að deginum syðra.
Steingrímur og Jón
á leiðtogafund NATO t
,1
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra flaug utan í morgun á
leiðtogafund NATO-ríkja.
Með í fór er Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra og aðstoð-
armenn ráðherranna og heira fylgd-
arhð úr utanríkisráðuneytinu.
-gse
labriel
HÖGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
varahlutir
Kentucky
Fried
Ghicken
Faxafeni 2, Reykjarík
Hjallahrauni 15, Hafnarfirði
Kjúklingar sem bragó er að
Opið alla daga frá 11-22