Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. 15 Skattamál vegna hlutabréfa ...liklega er Friðrik Sophusson lagnastur samningamaður í hópi þing- manna Sjálfstæðisflokksins," segir greinarhöfundur m.a. - Friðrik Sop- husson alþingismaður. Einn meginþátturinn í að auð- velda fyrirtækjum að auka eigið fé sitt er breyting á skattamálum vegna hlutabréfa. Á síðasta þingi urðu talsverðar umræður um þessi mál og verulegar breytingar voru geröar. Þrátt fyrir að víðtæk samstaða hafi verið að myndast á undaníörn- um misserum um lagfæringar á skattalögum vegna hlutabréfa er ástæða til að vekja sérstaklega at- hygli á hvernig þessar breytingar gerðust. Ég hygg að það sé óvenju- legt að svo viðamiklar og marg- þættar breytingar á löggjöf séu gerðar með þeim hætti sem raun varð á. En fyrst lýsing á breyting- unum. Breyting á haustþingi Helstu atriði lagabreytinga voru þessi: 1. Heimild til frádráttar frá tekjum einstaklinga vegna íjárfestinga í atvinnulífi voru hækkaðar í 115.000 kr. og 230.000 kr. fyrir hjón. 2. Heimilt er að flytja frádráttinn milh ára og nýta hann á 5 næstu árum. 3. Þau fyrirtæki, sem geta nýtt sér hlutabréfasölu með þessum kjörum, þurfa að stefna að 12 milljóna króna hlutafé í stað 18 milljóna að óbreyttum lögum. 4. Lágmarksíjöldi hluthafa í slíkum hlutafélögum var lækkaður úr 50 í 25. 5. Stimpilgjöld af hlutabréfum lækkuðu úr 2% í 0,5%. Breytingar á vorþingi Helstu atriði lagabreytinga voru Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður þessi: 1. Söluhagnaður einstakhnga af hlutabréfum í almenningshluta- félögum verður skattfijáls fari hann ekki yfir 300.000 kr. eftir 4 ára eignarhaldstíma. 2. Heimilt verður að miða skatt- frjálsar arðgreiðslur við allt að 15% af nafnverði hlutabréfa í , stað 10% í núgildandi lögum. 3. Hjá fyrirtækjum verður úthlut- aður arður frádráttarbær allt að 15% af nafnverði hlutabréfa í stað 10% í núgildandi lögum. 4. Heimilt er fyrir fyrirtæki að draga frá tekjum tapaða hluta- íjáreign, ef hún varð til sem gagngjald fyrir viðskiptakröfu í greiðsluerfiðleikum. 5.74. gr. skattalaganna er breytt til að auðvelda viðskipti með hluta- bréf á Verðbréfaþingi íslands. Sérstaöa breytinganna Það athyghsverða við fram- kvæmd lagabreytinganna er að þær voru alls ekki gerðar að frum- kvæði ríkisstjórnar. Oft er sagt að Alþingi sé af- greiðslustofnun ríkisstjómar. Öh meiri háttar frumvörp og stefnu- markandi mál eru venjulega lögð fram af starfandi ríkisstjóm. Hitt er óvenjulegt að Álþingi eigi sjálft frumkvæði í flóknum og viða- miklum lagasetningum. Þær breytingar, sem hér um ræð- ir, voru gerðar að frumkvæði þing- manna, og það sem meira er, þáttur stjórnarandstöðuþingmanna var þar stór. Eins og flestir vita hefur það lengi verið lenska að fella fmmvörp stjórnarandstöðu. Sú samvinna, sem tókst í þessu máli milli stjórn- arþingmanna og stjórnarandstöðu- þingmanna, er mjög til fyrirmynd- ar. Menn hófu sig yfir lágkúru og umræðu um hver ætti heiðurinn af breytingunum og unnu sam- hentir að lagasetningunni. Um flest atriðin var frumkvæðið að málflutningi á þingi af hálfu sjálfstæðismanna með Friðrik Sophusson í fararbroddi. Þar var um að ræða ýmsar hugmyndir sem mjög voru í umræðunni og margir stjórnmálaflokkar höföu gert að sínum. Til dæmis hafði nefnd þing- manna Framsóknarflokksins und- ir forystu Stefáns Guðmundssonar lagt fram tillögur í svipaða átt og miðstjómarfundur Framsóknar- flokksins samþykkt. Reyndin varð sú á þinginu að fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar flutti frumvörpin sem sam- þykkt voru en þau voru samin upp úr frumvörpum sjálfstæðismanna. Formaður nefndarinnar, Páh Pétursson, vó þungt í því máli, þeg- ar skriður komst á hann. Ég geri mér miklar vonir um að þessar lagabreytingar verði at- vinnuhfinu og almenningi öllum mjög th góðs og auki þátttöku al- mennings í atvinnulífinu. Friðrik Sophusson hefur á und- anfórnum þingum mjög verið tals- maður þess að ná fram breytingum í þessum dúr. Reyndar vhdum við Friðrik ganga lengra í sumum at- riðum en það verður síðari tíma músík. Frumkvæði Alþingis og samstaða stjórnarþingmanna og stjórnar- andstöðuþingmanna eru í mínum huga merkir þættir þessa máls. Mér varð ljóst í þessari vinnu að líklega er Friðrik Sophusson lagn- astur samningamaður í hópi þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Eg held að ég halh ekki á neinn þó ég segi að hlutur hans er stærstur í þessum breytingum. Eftir á að hyggja held ég að slíkir eiginleikar hljóti að vera mikilvæg- ir í embætti varaformanns flokks- ins. Líklega munu margir verða th þess að segja að síst af öhu sé ástæða fyrir mig að hafa áhyggjur af þeim málum. En þá verða menn að hugleiða mikhvægi þess að slíkir hlutir geti gerst sem áttu sér stað varðandi breytingar á skattalögum vegna hlutabréfa á síðasta þingi. Guðmundur G. Þórarinsson „Frumkvæði Alþingis og samstaða stjórnarþingmanna og stjórnarand- stöðuþingmanna eru í mínum huga merkir þættir þessa máls.“ Ef bændur rækt- i uðu salernispappír „Með því að gera landbúnaðinn hagkvæmari getur þjóðin farið að njóta arðsins," segir m.a. í greininni. . Til að sjá betur fáránleika hins ríkishefta landbúnaðar á íslandi má hugsa sér ástandið ef bændur héldu annað en kindur og kýr. Ýmyndum okkur að mjólk og kjöt væru ekki landbúnaðarvörur, heldur ræktuðu bændur salernis- pappír. Segjum að pappírsrúllurn- ar nærðust á grasi, rúlluðu til fjalla á vorin, heföust við í húsi á veturna og fjölguðu sér á vorin. Ræktun á salernispappír væri undirstaða ís- lensks landbúnaðar og hefði verið það í aldaraðir. Kvóti á rúllurnar Skoðum nú ástandið í salernis- pappíslandbúnaðinum og gerum okkur í hugarlund að það sé svipað og nú er í hefðbundnum land- búnaöi: Pappírslandbúnaðurinn er fyrir löngu kominn á heljarþröm. Rækt- unin er óhagkvæm, búin flest of hth, bændur of margir. Ráðstafanir til að bæta ástandið gera illt verra. Reynt er að halda öllum búum gangandi, sama hversu óhagkvæm þau eru. Hver bóndi fær framleiðslukvóta og fast verð fyrir rúllun^. Almenningur kvartar og kveinar undan háu salernispappírsverði. Þá koma niðurgreiðslur. Að vísu lækkar verðið ekkert í raun við niðurgreiðslurnar. Almenningur borgar pappírinn bara í tvennu lagi, annars vegar í búðinni og hins vegar með sköttum. Landráð og mannvonska Allt tal um innflutning á salernis- Kjallarirm Ólafur Hauksson blaðamaður pappír er flokkað undir landráð og mannvonsku. Bent er á að ef th styrjaldar muni koma í heiminum, þá sé ekki gott að reiða sig á inn- fluttan salernispappír. Að vísu rækta nokkrir aðhar eld- húsrúllur án aðstoðar frá ríkinu (þær má kannski saga í tvennt ef til styrjaldar kemur). Framleiðsla á eldhúsrúllum er meira að segja svo hagkvæm að þær eru seldar á lægra kílóverði óniðurgreiddar, en niðurgreiddur salernispappírinn. Hengingarólin Bændur eru að hengja sig í örygg- isneti því sem þeir og stjómvöld hafa sett undir landbúnaðinn. Þeir fá öruggar greiðslur frá ríkinu fyr- ir að framleiða takmarkaðan rúllu- flölda á hverju búi. Greiðslurnar rétt nægja til að bændur og fjöl- skyldur þeirra geti skrimt á óhag- kvæmum búum. Þeir búa í raun í sárri fátækt og geta sig hvergi hreyft. Hagkvæmu búin fara jafnhla út úr miðstýringunni. Þau geta ekki stækkað og dafnað vegna þess að þau fá ekki að framleiða nema tak- markaðan fjölda af pappírsrúllum. Innflutningur og frjáls samkeppni Við gætum keypt salerhispappír frá útlöndum á broti af því verði sem kostar að framleiða hann inn- anlands. Ef innflutningur væri gef- inn frjáls og ríkið hætti að skipta sér af framleiðslunni, myndi hagur almennings batna. Hagkvæmustu búin mundu lifa af samkeppnina við innflutta sal- ernispappírinn. - Óhagkvæmustu búin færu á hausinn. Almenningur telur sér vafalítið skylt að koma þeim bændum til hjálpar sem bregða þyrftu búi. Þeir hafa svo léngi búið í ánauð vegna eigin misskhnings, þingmanna og stjórnvalda. Dýrkeyptur landbúnaður Islendingar vinna hörðum hönd- um til að skapa arð sem síðan er sólundað, meðal annars í óarð- bærum landbúnaði. Með því að gera landbúnaðinn hagkvæmari getur þjóðin farið að njóta arðsins. Engu máli skiptir hvort land- búnaðarframleiðslan heitir salern- ispappír, kjöt eða mjólk. Hún er of háu verði keypt. Foreldrar hafa ekki tíma til að sinna börnunum sínum vegna mikillar yfirvinnu. Fólk verður unnvörpum gjald- þrota, heilsulaust og þunglynt við það eitt að eignast þak yfir höfuðuð. Ástæðan er ekki sú að matur eða húsakynni kosti mikið. En fyrir hverja krónu sem fer til þeirra þarfa verður að greiða aðra til að halda uppi óarðbærum landbún- aði, óarðbærri fiskvinnslu, óarð- bærum loðdýraævintýrum og óarðbærum gæluverkefnum ýmissa stjórnmálamanna sem við höfum verið svo ógæfusöm að velja til forystu. Ólafur Hauksson „Ástæöan er ekki sú að matur eða húsakynni kosti mikið. - En fyrir hverja krónu sem fer til þeirra þarfa verður að greiða aðra til að halda uppi óarðbærum landbúnaði, óarðbærri fiskvinnslu..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.