Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 3
-------- - --- MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. Fréttir Biskup islands, séra Ólafur Skúlason, og biskupsfrúin, Ebba Sigurðardótt- ir, heilsa kirkjugestum eftir messuna. Biskupinn messaði i tilefni 50 ára afmælis Óspakseyrarkirkju. DV-mynd Guðrún Lára Fimmtíu ára afmæli Óspakseyrarkirkju: Fermingarbörn frá 1945 öll bú- sett í hreppnum „Þaö er skemmtileg tilviljun að allur árgangurinn skuli enn vera í sókninni," sagði Einar Mágnússon oddviti en hann er einn þeirra sex barna sem fædd eru 1931 og fermd voru 1945 í Óspakseyrarkirkju. Þau eru enn öll búsett í hreppnum. „Ég er nú ekki fróður um sögu kirkjunnar en hún hefur verið á sama stað síðan á 13. öld. Hún var síðast endurbyggð fyrir 50 árum. Þetta er alger tilviljun að við skul- um búa hér öll enn. Við hittumst nú ekkert reglulega en þetta er lítið sveitarfélag svo við hittumst alltaf öðru hverju." 1. júh síðastliðinn var haldið upp á 50 ára afmæli Óspakseyrarkirkju. Kirkjukórinn á Óspakseyri söng og Sigmundur og Gunnar Jónssynir, bræðurnir á Gili, sungu dúett. Org- anisti og söngstjóri er Guðrún Kristj- ánsdóttir á Reykjaskóla. Herra Ólafur Skúlason predikaði en hann átti eins árs embættisaf- mæli þennan dag í embætti biskups íslands. Fólk var mjög ánægt að fá tækifæri til þess að samfagna hon- um. Á eftir bauð sóknarnefndin og söfn- uður í veislukaffi á Óspakseyri en alls munu hafa sótt afmælishátíðina upp undir 100 manns. Eftir kafflð var aftur gengið til kirkju þar sem bræð- urnir á Gili sungu aftur nokkur lög við undirleik Guðrúnar Krisrjáns- dóttur. Þess má geta að faðir þeirra, Jón Sigmundsson, söng við kirkju- vígsluna fyrir hálfri öld. ' -PJ Endurreist fyrir hálfri öld Ospakseyrarkirkja í Bitrufirði í Straridasýslu stendur við ákafiega gott rekapláss. Því hefði kannski ver- ið eðlilegt að hafa áfram timbur- kirkju þegar hún var endurreist fyr- ir hálfri öld. Þá voru hins vegar fall- egu, gömlu timburkirkjurnar að hverfa og steinsteypan talin dásam- leg lausn og ákaflega móðins. Við endurbyggjnguna var Gísli Gíslason, bóndi í Gröf, yfirkirkju- smiður. Hann er enn búsettur í sókn- inni. Nýja kirkjan var risin seint á sumri 1939 og allri smíði lokið fyrir jól. Hún var svo máluð að innan vor- ið 1940 þegar vígsludagur nálgaðist. Kirkjan var byggð í útfærðum stíl af hinni alkunnu teikningu Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Merki- legasta breytingin og hrein undan- tekning eru gluggarnir en þeir eru koptískir eða íslamskir. I kirkjunni er falleg altaristafla eftir Jóhann Briem. Kirkjan tekur 60 manns í sæti. Sóknarbúar eru tæplega 50 en voru hálfu fleiri þegar kirkjan var byggð. Kirkjan hefur verið endurnýjuð nokkuð og máluð í tilefni afmætis- ins. Það hefur verið gert á vegum sóknarnefndar og safnaðarfólks en formaður sóknarnefndarinnar er Einar Magnússon oddviti. Guðjón Jónsson frá Einfætingsgih' er eigandi og ábúandi á Óspakseyri. Gamla timburkirkjan var reist 1877. Hún var litlu stærri en núver- andi kirkja. Kirkjusmiður þá var Sig- urður Sigurðsson kirkjusmiður sem talinn er hafa reist 14 kirkjur, þar af 7 í Strandaprófastsdæmi. Sonur hans varStefánfráHvítadal. -pj Haldið var upp á hálfrar aldar afmæli Ospakseyrarkirkju 1. júlí. Biskup íslands heiðraðl kirkju og kirkjugesti með nærveru sinni á eins árs embætt- isafmæli sínu. . DV-mynd Guðrún Lára lll 20" á leikskólanum, beint í æð í bílinn .•*: \^i iQ SPENNANDi LAGALISTI Sex litlar endur Ég œtia aö syngja Það búa litlir dvergar Krumml krunkar útl Ég heftl Kell Með sól í hjarta / Ranka Ein stutt, ein löng Nú skal syngja um dýrin Stíllinn sem endaöi aldrel Fyrst á réttunnl Og nýja lagiö meö Rokkling- unum "Hjálmlnn á!" auk fjölda annarra laga. \m GLEYMUM EKKI GÓÐA SKAPINU HEIMA! Umferðarráði er ánægja aö ganga enn til samstarfs við BG útgáfuna um efni sem hentar yngstu vegfarendunum. Á þessari nýju snældu eru leikir og vinsæl barnalög til þess að stytta yngstu farþegunum stundir á ferðalaginu. Hún er bæði skemmtileg og fræðandi fyrir börnin og gagnleg fýrir fulloröna, því öð'ru hverju heyrist í Edda frænda með léttar ábendingar um umferðarmál. Umferöarráð óskar ungum sem öldnum góörar /Z og slysalausrar feröar. S ÚL*: ^v^^í&W^*<- u Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri UMFERDAR RÁD útgefandi og dreifíng: Hjómplötuútgáfa Birgis Gunnlaugssonar Wrl Vinsælustu barnasnældur síðasta árs, Barnaleiklr 1 og Rokkllngarnlr eru nú aftur fáanlegar. Frábærar barnasnældur frá B.G. útgáfunnl fást í hjómplötuverslunum, bensínstöðvum og stórmörkuöum um alrt land. PONTUNARSIMI: 689440 "^ÆQ^galélag btxindismanna G/obus?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.