Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990.
.iiniiuiimu nmrnri Mtnmt n
Fréttir
Biskup íslands, séra Ólafur Skúlason, og biskupsfrúin, Ebba Sigurðardótt-
ir, heilsa kirkjugestum eftir messuna. Biskupinn messaði i tilefni 50 ára
afmælis Óspakseyrarkirkju. DV-mynd Guðrún Lára
Fimmtíu ára afmæli Óspakseyrarkirkju:
Fermingarböm
frá 1945 öll bú-
sett í hreppnum
„Það er skemmtileg tilviljun að
allur árgangurinn skuli enn vera í
sókninni," sagði Einar Mágnússon
oddviti en hann er einn þeirra sex
barna sem fædd eru 1931 og fermd
voru 1945 í Óspakseyrarkirkju. Þau
eru enn öll búsett í hreppnum.
„Ég er nú ekki fróður um sögu
kirkjunnar en hún hefur verið á
sama stað síðan á 13. öld. Hún var
síðast endurbyggð fyrir 50 árum.
Þetta er alger tilviljun að við skul-
um búa hér öll enn. Við hittumst nú
ekkert reglulega en þetta er lítið
sveitarfélag svo við hittumst alltaf
öðru hveiju.“
1. júlí síðastliðinn var haldið upp á
50 ára afmæh Óspakseyrarkirkju.
Kirkjukórinn á Óspakseyri söng og
Sigmundur og Gunnar Jónssynir,
bræðurnir á Gih, sungu dúett. Org-
anisti og söngstjóri er Guðrún Kristj-
ánsdóttir á Reykjaskóla.
Herra Ólafur Skúlason predikaði
en hann átti eins árs embættisaf-
mæh þennan dag í embætti biskups
íslands. Fólk var mjög ánægt að fá
tækifæri til þess að samfagna hon-
um.
Á eftir bauð sóknamefndin og söfn-
uður í veislukaffi á Óspakseyri en
alls munu hafa sótt afmælishátíðina
upp undir 100 manns. Eftir kaffið var
aftur gengið th kirkju þar sem bræð-
umir á Gih sungu aftur nokkur lög
við undirleik Guðrúnar Kristjáns-
dóttur. Þess má geta að faðir þeirra,
Jón Sigmundsson, söng við kirkju-
vígsluna fyrir hálfri öld.
-PÍ
Endurreist fyrir hálfri öld
Óspakseyrarkirkja í Bitrufirði í
Strandasýslu stendur við ákaflega
gott rekapláss. Þvi hefði kannski ver-
ið eðlilegt að hafa áfram timbur-
kirkju þegar hún var endurreist fyr-
ir hálfri öld. Þá voru hins vegar fall-
egu, gömlu timburkirkjumar að
hverfa og steinsteypan talin dásam-
leg lausn og ákaflega móðins.
Við endurbygginguna var Gísh
Gíslason, bóndi í Gröf, yfirkirkju-
smiður. Hann er enn búsettur í sókn-
inni. Nýja kirkjan var risin seint á
sumri 1939 og ahri smíði lokið fyrir
jól. Hún var svo máluð að innan vor-
ið 1940 þegar vígsludagur nálgaðist.
Kirkjan var byggð í útfærðum stíl
af hinni alkunnu teikningu Guðjóns
Samúelssonar húsameistara. Merki-
legasta breytingin og hrein undan-
tekning em gluggamir en þeir eru
koptískir eða íslamskir. i kirkjunni
er faheg altaristaha effir Jóhann
Briem.
Kirkjan tekur 60 manns í sæti.
Sóknarbúar eru tæplega 50 en vom
hálfu fleiri þegar kirkjan var byggð.
Kirkjan hefur verið endurnýjuð
nokkuð og máluð í thefni afmælis-
ins. Þaö hefur verið gert á vegum
sóknamefndar og safnaðarfólks en
formaður sóknarnefndarinnar er
Einar Magnússon oddvih. Guðjón
Jónsson frá Einfætingsgili er eigandi
og ábúandi á Óspakseyri.
Gamla timburkirkjan var reist
1877. Hún var htlu stærri en núver-
andi kirkja. Kirkjusmiður þá var Sig-
urður Sigurðsson kirkjusmiður sem
talinn er hafa reist 14 kirkjur, þar af
7 í Strandaprófastsdæmi. Sonur hans
varStefánfráHvítadal. -pj
Haldið var upp á hálfrar aldar almæli Óspakseyrarkirkju 1. júli. Biskup
íslands heiðraði kirkju og kirkjugesti með nærveru sinni á eins árs embætt-
isafmæli sínu. DV-mynd Guðrún Lára
3
im
Vinsælustu barnasnældur síöasta árs, Barnaleiklr 1
og Rokkllngarnlr eru nú aftur fáanlegar.
Frábærar barnasnældur frá B.G. útgáfunni fást í
hjómplötuverslunum, bensínstöövum og
stórmörkuöum um allt land.
PÖNTUNARSÍMI: 689440
Globus!
Abtmw E
Tryggmgafélag bndndismanna
VtSA
"Topp 20"
á leikskólanum,
beint í æð í bílinn
m
Ik 5
SPENNANDI LAGALISTI
Sex litlar endur
Ég ætla að syngja
Það búa litlir dvergar
Krummi krunkar útl
Ég heiti Keli
Með sól í hjarta
Ranka
Eln stutt, ein löng
Nú skal syngja um dýrin
Stíllinn sem endaði aldrei
Fyrst á réttunni
Og nýja lagið með Rokkling-
unum "Hjálminn á!" auk
fjölda annarra laga.
GLEYMUM EKKI GÓÐA SKAPINU HEIMA!
Umferðarráöi er ánægja aö ganga enn til samstarfs viö BG
útgáfuna um efni sem henta.r yngstu vegfarendunum.
Á þessari nýju snældu eru leikir og vinsæl barnalög til þess
aö stytta yngstu farþegunum stundir á feröalaginu. Hún er
bæöi skemmtileg og fræöandi fyrir börnin og gagnleg fyrir
fulloröna, því öö'ru hverju heyristí Edda frænda meö
léttar ábendingar um umferöarmál.
Umferöarráö óskar ungum sem öldnum góörar
og slysalausrar feröar.
Óli H. Þóröarson
framkvæmdastjóri
UMFERÐAR
I 3 /V ij útgefandi og dreifing:
| Hjómplötuútgáfa Birgis Gunnlaugssonar