Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. Andlát Jóhann Guðmundsson bæklunar- læknir, Mávanesi 14, Garðabæ, lést 2. júlí. Elísabet Bjarnveig Guðbjörnsdóttir lést mánudaginn 2. júlí að Hraun- búðum, Vestmannaeyjum. Guðrún S. Þórðardóttir, Bogahlíð 11, lést 2. júlí. Kristinn Björnsson, Hvassaleiti 58, lést á heimili sínu 1. júlí. Kristjana G. Þorvaldsdóttir, dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi, lést 3. júlí. lést 29. júní, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fóstudaginn 6. júlí kl. i5. Guðmunda Ágústa Jónsdóttir frá Þingeyri, er andaðist í Sjúkrahúsi Akraness hinn 30. júní, verður jarð- sungin frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 5. júlí kl. 14. TiJkynningar Frá Breiðfirðingafélaginu Farið verður í árlega sumarferð félagsins í Þórsmörk helgina 6.-8. júlí. Upplýsingar eru veittar í síma 41531 eða 33789. Jarðarfarir Guðrún Þorgerður Jónsdóttir frá Súðavík verður jarðsungin frá Súða- víkurkirkju þriðjudaginn 10. júlí kl. 14. Einar Benedeiktsson, Garði, Kópa- skeri, sem andaðist aðfaranótt 26. júní, verður jarðsunginnfrá Snartar- staðakirkju laugardaginn 7. júlí kl. 14. Guðrún Nikulásdóttir, Drápuhlíð 42, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 15. Benedikt Guðni Oskarsson frá Eski- firði, Hraunbæ 110, Reykjavík, sem Digranesprestakall. Árleg sumarferð Digranessafnaðar verð- ur farin nk. sunnudag, 8. júlí, um upp- sveitir Ámessýslu. Nánari upplýsingar gefa: Elin, sími 41845, Guðlaug Einars- dóttir, sími 40863, og Guðlaug Þórðardótt- ir, sími 42759, fyrir miðvikudagskvöldið. Þú getur öðlast heilbrigða sjón í september 1990 kemur út bók á íslensku sem ber nafnið Þú getur öðlast heilbrigða sjón og þar er kynnt einfalt og áhrifamik- ið kerfi til að losna við gleraugu og lins- ur. Þessi bók verðrn- til sölu í flestum betri bókaverslunum og í tengslum við útkomu bókarinnar mun höfundurinn, Martin Brofman, koma til íslands. Mart- in Brofman mim dagana 15. og 16. sept- ember vera með 20 klst. helgamámskeið sem ber yfirskriftina Þú getur öðlast heil- brigða sjón. Þar mun hann fara djúpt í saumana á þessu kerfi og gefa þátttak- endum kost á að upplifa af eigin raun þá gífurlegu breytingu og vellíðan sem okk- ur öllum stendur til boða. Gronn-brauð Gronn-brauð em athyglisverð nýjung á íslenska brauðmarkaðinum. Þessi brauð em hugsuð sérstaklega fyrir ofætur og því bökuð án þess að nota hvítt hveiti, sykur eða fitu. Ofætur þola ekki þessi efni frekar en alkóhólisti þolir alkólhól og því hefur það verið mikið vandamál fram að þessu að finna brauð fyrir ofætrnr hér á landi. Nú hefur þetta vandamál verið leyst á Reykjavíkursvæðinu og á Reykjanesi. í Reykjavík em Gronn-brauð bökuð og seld í Bjömsbakarii, Hring- braut 35 og Austurströnd 14. í Keílavik em Gronn-brauð bökuð og seld í Sigur- jónsbakaríi, Hólmagarði 2. Annars staðar á landsbyggðinni er þetta vandamál enn óleyst en bakarar, sem hafa áhuga á að bjóða upp á Gronn-brauð, geta hringt í Gronn allt lífið, s. 625717, og fengið upp- skriftina þar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hjálparstofnun Ananda Marga á íslandi Frá 1970 hefur Ananda Marga rekið al- þjóðlega þjálparstofnun, AMURT (An- anda Marga Universal Relief Team), og samsvarandi kvennadeild, AMMURTEL. Ananda Marga á íslandi hefur innan sinna vébanda hjálparstarfsemi í tengsl- um við Amurt/el. Um þessar mundir stöndum við fyrir söfnun á fótum og leik- fóngum fyrir böm í Rúmeníu þar sem enn er brýn þörf fyrir slika aðstoð á mörgum hinna yfirfullu bamaheimila þar. Vegna aðsteðjandi skorts hefur Amurt/el einnig á prjónunum að stofna skóla og bamaheimili í Rúmeníu. Hjálp- arstarf Amurt/el er komið undir stuðn- ingi almennings. Framlög stuðnings- manna munu því koma að beinum notum til að búa bömum í Rúmeníu mannsæm- andi líf. Beinum fiárframlögum til hjáip- arstarfsins er veitt viðtaka á tékkareikn- ingi nr. 189 í miðbæjarútibúi Búnaðar- bankans, Laugavegi 3. Hluti af fénu mun einnig renna til svæða í Tansaníu þar sem mikil flóð urðu fyrir nokkm. Tekið er á móti leikföngum og bamaíötum og næringar- og tjörefnum í miðstöð Ananda Marga í Skerjafirði, Þorragötu 1, 101 Reykjavík. Frekari upplýsingar fást hjá Dídí, í síma 27050, og hjá Álfdísi, í síma 20139. Einfarar l í íslenskri myndlist Einfarar í íslenskri myndlist eftir Aðalstein Ingólfsson er bók sem Almenna bókafélagiö hefur gefið út. í bókinni er að finna fyrstu úttekt á list nokkurra utangarðsmanna í íslenskri myndlist sem venjulega era nefndir næf- ir eða einfarar. Bókin hefst á ítarlegmn inngangi eftir Aðalstein um myndlist ís- lenskra einfara. Þá fylgja æviágrip og kynning á ellefu einfóram og 95 litljós- myndir af verkum þeirra. Þessa dagana stendur yfir sýning á verkum einfara í íslenskri myndlist 1 Hafnarborg, lista- safni Hafnfirðinga. í bókinni era lit- myndir af mörgum þeim verkum er þar era, auk margra annarra. Einfarar í ís- lenskri myndlist var mánaðarbók Bóka- klúbbs AB í maí. Gjafirtil Grensásdeildar Borgarspítalans. Félagar í Lionsklúbbnum Ægi hafa kom- ið tvisvar á þessu ári í Grensásdeild Borg- arspítalans. í fyrra skiptið með tvo Mo- lift lyftara. Þeir era notaðir við flutning og böðun mikið fatlaös fólks. í seirrna skiptiö færðu þeir deildinni þrjá OMRON tölvublóðþrýstingsmæla. Nýlega komu félagar úr Kiwanisklúbbnum Eldey fær- andi Macintoshtölvu fyrir iðjuþjálfun Grensásdeildar. þetta er ekki fyrta tölva iðjuþjálfunar á deildinni. Hins vegar bætir hún úr þörf fyrir fleiri gerðir tölva. Starfsþjálfun lamaðs fólks krefst nýjustu tækni. Borgarspítalinn þakkar þessar gjafir og aila velvild. Gjöf dr. Jóns Steffensen til Háskóla ísiands Hinn 15. maí sl. afhenti dr. Jón Steffen- sen, prófessor emeritus, Háskóla íslands, vegna Háskólabókasafns, að gjöf húseign sína, einbýlishús að Aragötu 3 í Reykja- vik. í húsinu er, og verður enn um sinn, varðveitt mikið og fágætt bókasafn dr. Jóns sem fjallar að mestu leyti um sögu læknisfræði, um sjúkdóma og heilbrigð- ismál en jafnframt m.a. um náttúra- Tapað-fundið Fréttir úr Tækniskóla ísiands Tækniskóla íslands var slitið í 26. sinn við hátiðlega athöfn þann 26. maí sl. Brautskráðir þennan dag vora: 28 raun- greinaprófsmenn, 7 byggingatæknifræð- ingar, 3 byggingaiðnfræðingar, 10 iðn- rekstrarfræðingar, 5 útvegstæknar. Á fórum til Danmerkur til að ljúka þar tveim síðustu námsáram til tæknifræði- prófs era 8 í rafmagnstæknifræði og 8 í véltæknifræði. Skólanum bárast góðar gjafir. Frosti Bergsson, framkvæmda- stjóri Hewlett Packard, færði skólanum HP 9000/340 tölvu ásamt öflugu tækni- kerfi að verðmæti fjórar milljónir króna. fræði. Þar era einnig merkar ferðabækur um ísland, íslensk tímarit, þ. á m. mörg hin verðmætustu frá fyrri tíð, svo og ís- lensk fornrit og heimildarrit um sögu íslands. Ráðgert er að safni dr. Jóns verði komið fyrir í Þjóðarbókhlöðu þegar þar að kemur og myndi þar sérdeild er beri nafn hans. Mundi andvirði húseignar- innar að Aragötu 3 síðar ganga til efling- ar og viðgangs því sérsafni og til styrktar útgáfu íslenskra handrita sem tengjast sögu heilbrigðismála. Við þetta tækifæri afhenti Sveinn Frí- mannsson, formaður Tæknifræðingafé- lags íslands, 100 þús. kr. til bókakaupa og era þess háttar gjafir frá félaginu orðnar árvissar. Fyrir hönd 10 ára út- gerðartækna afhenti Birgir Guðmunds- son einnig peningagjöf til bókakaupa. Hjóli stolið Eftir kl. 00.30 aðfaranótt 4. júli var hjól tekið á tröppunum við Vesturberg 147. Þetta er blátt BMX-hjól fyrir 8-9 ára dreng. Þeir sem geta gefið einhveijar upplýsingar um hjólið era vinsamlega beðnir að hririgja í síma 985-22070 eða 73309. Fjölmiðlar í þessum stuttu pístlum hafa mennstöku sinnum verið með landsföðurlegar áhyggjur af framtíð trjálsrar og ábyrgrar blaða- mennsku. Ég held að alvarlegasta ögrunin viö slíka framtíð felíst i þeim mögu- leika að á næstu árum og með svo- kallaðafjölmiölafræöi aö vopni, nái tiltölulega fámennur hópur lélegra blaðamannaað loka stéttinnifyrir almenningi. Þar með yrðu fyrir borð borin aðalsmerkí góðrar blaöa- mennsku - frelsi hennar og ábyrgö. Auðvítað viðurkennir enginníjöl- miölafræðingur þennan ásetning nú i dag enda væru það alvarleg mistök áþessustigimálsins. En i öllu sínu siöleysi og forheimskan er slikt markmið engu að síður augljóst hagsraunamál flölmiðlafræöinga og það verður raunhæfara með degi hvetjum eftir því sem fjölgar í iðn- greininni. Nái þessi óheillaþróun fram að ganga verður hún í veigamiklum atriðum hliðstæð þeirri þróun sem á endanum lokaði íslenskri kenn- arastétt: Það er t.a.m. athyglisvert að frumherjar iöngreina á borö við uppeldis- og kennslufræði og íjöl- miðlafræöi eru yfirleitt slakir í sjálfri starfsgreininni þvi þeirsem hafa hæfileikami, framkvæma, en þeir sem hafa hann ekkí, segja öðr- um ti). Það eru gömul saga og ný. Með sívaxandi fjölda fjölmiðla- fræðinga verða kröfur þeirra há- værari um umbun fyrir námið, uns þeir í kjarasamningum knýja fram einokunarrétt á starfsgreininni og síöan lögverndun þar að lútandi. Á nútíma islensku heitir þetta „lögvernduð starfsréttindi" enþau eru auðvitað ekkert annað en sið- laus forréttindi sem byggja á órétt- lætanlegri frelsisskerðingu annarra einstaklinga. Rétt eins og hjá kennurum yrði slíkt samsæri framið vegna hins þjóðfélagslega mikilvægis starfs- groinarinnar og meö hagsmuni les- enda i huga. Þannig er leiðin til ábyrðgarleysis og óréttiætis jafnan vörðuð göfugum ásetningi. Kjartan Gunnar Kjarfansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.