Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. Fréttir Margar vikur getaliðiðþar til áfrýjun verður ákveðin „Þeir sem era ákærðir hafa fiórtán daga til að ákveða hvort þeir áfrýja dóminum; Þegar sá tími er liðinn verður ákæruvald- inu sendur dómurinn. Eftir að hann er kominn mega líða þrir mánuðir þar til ákveðiö verður hvortdómmum verður áfrýjaðtil Hæstaréttar," sagði Páll Arnór Pálsson, hæstréttariögmaöur og fulltrúi Jónatans Þormundsson, sérstaks ríkissaksóknara í Haf- skips-og Útvegsbankamálinu. PáH Arnór vildi ekki tjá sig um dóm Sakadoms Reykjavikur í málinu. Þrátt fyrir ítarlegar töraunir tókst ekki að ná í Jónatan Þór- mundsson, sérstakan ríkissak- sóknara. -amé Ingólfur Margeirsson: Farsæl endalok „Ég held það sé ölium mikill létttr, og ekki síst þeim mönnum sem voruákæröir,aðþaðsékom- inn dómur í þessu máli. Það má oiginlega segja að þetta séufarsæl endalok að þ ví leytinu til að þess- ir menn hafa Uðið mikið og nóg, Ég hef ekki kynnt mér forsendur dómsins og get þvi ekki tjáð mig um hann að svo stöddu," sagði Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaösins, en hann var annar ritsrjóra Helgarpóstíns á þeim tíma er það blað skrifaði um Hafskipsmálið. Ingólfur sagði starfl síhu lausu þegar i hós kom að hann haföi þegið ókeypis flutninga fajá fjrcirtækinu. DV tókst ekkiað ná tali af Hall- dóri Haltóórssyni, hinum rit- stjóra Helgarpóstsins. Halldór var höfundur að greinaflokki blaösins um Hafskipsmálið þar sem fyrst var greint frá erfiðleik- um i rekstri fyrirtækisins og ýmsar ásakanir á stjórnendur fyrirtækisins og Útvegsbankann birtust. Þegar HafskipsmáUð var komið öl opinberrar rannsóknar lýsti Þórður Björnsson, þáver- andi ríkissaksóknarL því yfir að greinarfiokkur Helgarpóstsins hefðiflýttfyrirrannsókn. -gse Lárus Jónsson: Feginn hvað dómurinner afdráttarlaus „Þo að ég efeðist aldrei um að þetta yrði niðurstaðan er ég ósköp feginn. Ég önn það vel nú hvað þetta hefur hvflt á mér. Mér finnst gott hvað dómurinn kemst að afdráttarlausri möurstöðu varðandi okkur Útvegsbanka- mennina," sagði Lárus Jónsson, fyrrverandi bankasrjóri Útvegs- bankans, -gse Skagaströnd: Nýr sveitar- ff ráðinn l>óshalh» Áarajndssan, DV, Norðuat Magnus B. Jónsson, fyrrver- andi oddviti Hðfoahrepps, hefur verið ráðinn sveitarstjóri a Skagastrond. 12 umsækjendur yoru um starfið. Það voru fulltrú- ar nýs meirihluta á Skagaströnd sem stóöu að kjöri Magnúsar. Hann er borinn og barnfæddur Skagstrendingar, kennari að mennt en hefur að unaanfðrnu unnið sem bankamaður. Þá var Sveinn öigólfsson á fundi hrepps- neöidar nýlega kjörinn oddviö. HafsMpsþáttuiinn: Sakfellt fyrir 5 af 250 ákæruatriðum Þegar Sverrir Einarsson dóms- formaður las upp dómsorðin í Haf- skipsmáhnu í Sakadómi Reykjavíkur í gærmorgun var greinilegt af við- brögðum ákærðu að þeir töldu sig hafa unnið stórsigur, eða einstefnu- sigur eins og einn orðaði það. Af 255 ákæruatriðum var aðeins sakfellt fyrir fimm. Sautján voru ákærðir og aöeins þrír þeirra voru dæmdir sekir fyrir httnn hluta þess sem þeir voru ákærðir fyrir. Þau 250 atriði ákærunnar, sem þeir ákærðu voru sýknaðir af, þóttu ýmist ekki sönnuð eða með öllu óað- finnanleg. Sex starfsmenn Hafskips og endur- skoðandi félagsins voru meðal ákærðu. Þyngstu ásakanir ákæru- valdsins bemdust gegn þeim. í ákær- unni voru þeir sakaðir um skjalafals, fjárdrátt, blekkingar og bókhalds- svmdl. Dómurinn sýknaði Björgólf og Ragnar af ákærum um misnotkun hinna svokölluðu leynireikninga. Dómurinn taldi að reikningarnir hefðu verið hluti af umsömdum launum forsrjóranna. Þá voru alhr sýknaðir af ákærum um blekkingar gagnvart Útvegs- bankanum, stjórn Hafskips og hlut- höfum. Þessi kafli er margflókinn. Dómurinn segir meðal annars að Hafskipsmenn hafl lagt fram upplýs- ingar um stöðu félagsins og horfur í góðri trú og ekki verði sannað að þeir hafi vitað betur á þeim tíma. Þrátt fyrir þungar ásakanir um bókhaldsóreiðu og slæmar reikn- ingsskilavenjur tekur dómurinn ekki undir þær. Þar á meðal er bók- fært verð skipastólsins en verð skipa hafði hríðfalhð á þessum tíma. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa eignfært gáma, bretti og upphafs- kostnað vegna Atlantshafssigling- anna. Þá voru þeir ákærðir fyrir að færa flutningstekjur á upphafsdag ferða skipanna. Helgi Magnússon var sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um að hann yrði sviptur réttindum sem löggiltur endurskoðandi. Annars staðar á síðunni er fjallaö um þá hði ákærunnar sem Björgólf- ur, PáU Bragi og Helgi voru sakfelld- ir fyrir. -sme Dómaramir þrir. Ingibjörg Benediktsdóttir, Sverrir Einarsson dómsformaður og Arngrimur Isberg. Björgólfur Guðmundsson: Jafngildir sýknudómi - ekki hægt að leggja áfrýjun á flölskylduna „Það er varla hægt að leggja á fólk- ið mitt að halda þessu áfram. Þegar það er skoðað, sem lagt var af stað með, lít ég á þennan dóm, sem ég fékk, sem sýknudóm og ég tel hann jafngildan sýknudómi. Við vorum ákæröir fyrir stórfelld auðgunarbrot og bókhaldsmisferh og fleira. Haf- sMpsþátturinn dettur alveg niður. Ég vil taka það skýrt fram að það er búin að vera saumnálarleit í mörg ár hjá fyrirtækinu og mér persónu- lega. Ég spyr nú bara hvaða fyrir- tæki þyldi þannig rannsókn án þess að eitthvert Utilræði fyndist sem hefði mátt gera öðruvísi," sagði Björgólfur Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóri Hafskips. Björgólfur var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Sakadómi Reykja- víkur í gær. Refsingin er skilorðs- bundin í tvö ár. Brjóti Björgólfur ekki hegningarlög á þeim tíma fellur refsingin niður. „Ég er ekki ósáttur. Ég tel mig vera búinn að taka út, síðan þessi djöfla- gangur byrjaði fyrir flmm árum, mikla refsingu. Þetta er búið að vera sem fangelsi fyrir mig. Ég hef ekki getað komið mér fyrir í þjóðfélaginu. Það er margoft búið að dæma okkur til dauða, af fjölmiðlum og af al- þingismönnum sem lásu úr Helg- arpóstinum yfir þjóðina." - Hvaö tekur við hjá þér? „Ég er ekki búinn að hugsa það. Ég er afskaplega hamingjusamur aö þessi hagstæða niðurstaöa er komin. Hún sýnir hvernig fár er hægt að blása upp í einu þjóðfélagi. Þjóðfélag- ið gekk af göflunum. Þessi eina ávís- un, sem ég er dæmdur fyrir, þar er staðhæfing gegn staðhæfingu, og þessir víxlar, sem ég var beðinn að skila til baka, ef þetta er það eina sem stendur eftir þá megum við vel við una. Hvað varðar áfrýjun þá vil ég segja að ég tel mig vera búinn að taka út dóm. Þessi ár lifi ég ekki upp aftur. Ég vonast til að geta byrjað að lifa eðlilegu lífi með fjölskyldu minm. Þegar ég tek ákvörðun um áfrýjun þá er ég að taka ákvörðun fyrir fjöl- skylduna, hyort ég geti lagt þetta á fólkið mitt. Ég tel að svo sé ekki. Við eigum eftir að ræða þetta. Ég hef fengið dóm götunnar og ég er brenni- merktur fyrir lífstíð. Sakadómur tók á þessu máh af miklu öryggi. Það er ánægjulegt að dómskerfið brást ekki, lét ekki undan þrýstingi, hvað sem segja má um aðra." - Við hvern eða hverja áttu? „Bara allt kerfið, allt kerfið. Það Uður örugglega einhverjum, sem hef- ur komið nálægt þessu máU, verr í dag en mér," sagði Björgólfur Guð- mundsson. NM í bridge: Svartur dagur hjá Islendingunum feak öm Sigurðsson, DV, Færeyjum; Þaö var svartur dagur hjá íslending- unum á NM í bridge í gær. í opna flokknum töpuðu Islendingar flla, fyrst fyrir Noregi, 5-25, og síðan fyr- ir Svíþjóð, 8-22, og möguleikar þeirra til að verja Norðurlandameistaratit- iUnn eru úr sögunni. í kvennaflokki féU ísland úr fyrsta sætinu í það þriðja. Tapaði fyrir Nor- egi, 9-21, í 6. umferð en vann Svíþjóð í gærkvöldi, 16-14. Staðan eftir 7 umferðir. Opinn flokkur: Svíþjóð 139, Noregur 121, Danmörk 118, ísland 100, Finnland 93 og Færeyjar 48 stig. Kvennaflokk- ur: Noregur 137, Danmörk 128, ísland 126, Svíþjóð 107, Finnland 84 og Fær- eyjar 29. Það bar helst til tíðinda í gær að Færeyjar vann Danmörku, 19-11, i opna flokknum og var það fyrsti sigur Færeyinga frá upphafi í opna flokknum á NM. HafsMpsmálið: Fyrir hvað voru þeir dæmdir? Þrir þeirra sautján, sem ákærð- ir voru í Hafskips- og Útvegs- bankamáUnu, hlutu dóma, hinir voru sýknaðir af öllum ákæruUð- ura. Biörgólfur Guðmundsson, fyrr- verandi forstjóri Hafskips, fékk þyngsta dóminn, Hann var dæmdur í flmm mánaða fengelsi sem er skílorösbundið til tveggja ára. Björgótfur var ákærður fyrir margt,þará meðal mánefnafjár- drátt, blekkingar, skilasvik og fleira. BjörgóUur var „aðeins" dæmd- ur fyrir að hafa skrifað tékka, 121.030 krónur, 18, apríl 1983 og leyst hann út. Björgóhur þykir ekki hafa getað skýrt hvaö varð um peningana sem hann fékk þegar hann leysti út tékkann. Björgólfur bjó tíl fylgiskjal um brettakaup sem sett var í bókhald félagsins. Þá var BjörgóUur dæmdur fyrir að hafa tekið ttl eigin nota níu víxla frá Hafskip. Þetta gerði hann 14. november 1985. Víxlarn- ir voru aö fjárhæð 1.442.214 kron- ur. BjörgóÚurgreiddi víxlanasíð- ar og mat dómurinn það honum til refsilækkunar, PáÖ Bragi var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið 1 tvö ár, fyrir að hafa notað sex fálsaða reikninga tii gjaldfærslu i bókhaldi Ilafskips. Helgi Magnússon var dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að hafe ekki sýnt næga varfæmi við undirskrift möU- uppgjörs og ársreiknings. -sme ÁmiÁmason: Einsogég átti voná „Ég hef Utið að segja um þetta. Hvaö mig varðar þá er þetta það sem ég átti von á. Hvað aðra varð- ar þá er ég ekki tilbúinn að segja neitt um það. Ég hef ekki það mikla þekkmgu á því. Ég held að þetta mál hafi fárið eins og menn, sem hafa krufiö það til mergjar, reiknuðu með. Hvað mig varðar þá er þetta eins og ég átti von á," sagði Árni Árnason, fyrrverandi deildarstjori fiárreiðudeildar, en hann var ákærður fyrir skilasvik. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.