Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. Spumingin Hver er uppáhalds- liturinn þinn? Anna Katrín Hreinsdóttir nemi: Svartur og hvítur flnnst mér fall- egastir. Ég geng samt í allavega litum fotum. Reynir Guðjónsson, 10 ára: Blár er uppáhaldsliturinn minn. Huldis Þorfinnsdóttir húsmóðir: Blár óg ég á aðallega blá fot. Ég kann líka vel við alla skæra liti. Hafdís Jakobsdóttir, starfsstúlka á barnaheimili: Rauður er upplífgandi og fallegur. Ég geng í rauðum fótum en sparifótin mín eru ekki rauð. Matthildur Gunnarsdóttir félagsráð- gjafi: Það eru svo margir litir, eins og til dæmis grænn. Lesendur Tíminn hirtir framsóknarmenn Hafnfirðingur skrifar: í Tímanum 27. júní sl. birtist at- hyglisverð grein O.Ó. um rándýrt og seinvirkt dómskerfi og eru tínd til nokkur mál sem lengi hafa svifið í dómskerfinu. M.a. er vikið harkalega að máli tengdu Hermanni Björgvins- syni. - En gefum O.Ó. orðið: „En eiga skattgreiðendur þessa lands enga heimtingu á neinni skýringu á hvern fiandann var verið að þvæla þessu máli í fimm ár í fleiri dómsstigum með æmum kostnaði...“ Jú, svo sannarlega. Rannsóknar- lögreglunni hafði verið kunnugt um starfsemi Verðbréfamarkaðarins og starfsmanns hans, H.B., í heilt ár, áður en það hentaði vissum aðilum í kerfmu að blása málið upp. Allur gauragangurinn, m.a. blaða- og sjón- varpsviðtöl, þar sem talað var um að nú skyldi hreinsaö til í undir- heimum fiármálanna, ærðu hálfa þjóðina. Kjaftakerhngár og -karlar unnu kauplaust í eftir- og næturvinnu við að rógbera náungann. Jón Helgason dómsmálaráðherra hreifst með straumnum og sá að ekki mátti minna duga en skipa rannsóknarlög- reglustjóra í embætti ríkissaksókn- ara. - En svo heppilega vildi til að hysterían stóð sem hæst þegar skip- að var í embættið. Allur málatilbúnaður byggðist á vanþekkingu ákæruvaldsins á því hvað væru lög í landinu. Skiljanlegt er að Tímanum blöskri hvemig farið var með fiármuni skattgreiðenda. En hvers vegna í ósköpunum þagði blað- ið þegar framsóknarmenn seldu Víf- ilfelli útgáfufélag Nútímans sem hafði tapað 160 milljónum og margir af forystumönnum flokksins voru í miklum persónulegum skuldbind- ingum fyrir? - Auðvitað átti að lýsa félagið gjaldþrota og láta ábyrgðar- mennina standa við sínar skuld- bindingar. Það er a.m.k. gert ef fá- tækir menn hafa tekið á sig ábyrgð- ir, sbr. greinarlok O.Ó. I stað þess komu „refiamenn, sem hafa próf og embætti upp á að þeir kunni með lög að fara“„.. menn sem voru „útsmognir í að sýna fimleika sína í meðferð laga“ og fóru „glæsi- legan kollskít (!) fyrir framan múginn, sem ekki kann lögfræði og heldur aö þetta sé einhver kúnst“. - Allt orðrétt úr greininni. Þessir menn ráðlögðu að selja Vífii- felli TAPIÐ á kr. 15 milljónir. Vífil- fell hafði grætt svo mikið á kóksölu að í vandræði stefndi með skattinn. Framsóknarmenn höfðu tapað svo miklu á blaðaútgáfu að ábyrgðar- menn örvæntu um sinn hag. Fjár- málaráðherra, Ólafur Ragnar, var með innheimtu á blaöið vegna van- skila við ríkissjóð. - Gjaldþrot blasti við. Ólafur gaf eftir, að eigin sögn 2 milljónir (aðrir segja 6 millj.), til að fá greiddar 2 milljónir! Hann sagöi að ef hann hefði ekki gert það hefði útgáfufélagið orðið gjaldþrota og ríkissjóður ekkert fengið. Þar sem útgáfufélagið var ekki lýst gjaldþrota keypti Vífilfell það daginn eftir, ásamt tapinu, og ríkissjóður tapaði 80 milljónum króna! - Ólafur hélt, aldrei þessu vant, enga vandlætingarræðu á Al- þingi en lögunum var breytt í skyndi um áramót svo ekki er lengur hægt að leggja saman gróða og tap með svona kúnstum og hafa fé af ríkis- sjóði. - Hverjir þögðu þá? Það er ekki einungis í efnahags- málum sem ísland stefnir hraðbyri í ríkisforsjá meðan öll Austur-Evrópa stefnir í frjálsræðisátt. Réttarkerfið, undir væng Framsóknarflokksins, er gjörspillt, samanber t.d. greinina í Tímanum. En það undarlega er að greinin gengur öll út á það að dóms- kerfið sé ekki nógu spillt. Greinar- höfundur hneykslast á því að sak- sóknari skyldi tahnn vanhæfur í Hafskipsmálinu. Allir vita þó ástæð- una. - Samkvæmt greininni virðist það siðlaust að vera að dæma eftir lögum, óþarfa útgjöld að rannsaka mál gaumgæfilega, og nægilegt sé að saksóknari ákveði hverjir séu sekir og hverjir „vahnkunnir sómamenn"! Svar Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri skrífar: í DV 3. þ. m. birtist bréf eftir Gunnar Þórarinsson varðandi vinnubrögð stöðuvarða sem G.Þ. rangnefnir stöðumælaverði, þar sem þeir sinna líka rangstöðum bifreiða, og ekki eingöngu mælunum. Greinarhöfundur byrjar sinn reiði- lestur á því að borgarbúar séu í vand- ræðum með pláss fyrir bílana sína og þurfi því að leggja hingað og þang- að. - Hvemig væri ástandið ef mæl- amir væm ekki og sömu bílamir lægju í götunni hðlangan daginn? í bréfinu kemur fram að höfundur er að ræða plássleysi í miðborginni en sannleikurinn er sá aö nægjleg bílastæði eru þar fyrir hendi, í Kola- portinu, Vesturgötu og í Bakkastæði. Þá ræðir hann um aö stöðuverðir sitji um og hggi í leyni th að koma sektarmiðum á bifreiðar. Hér er um helber ósannindi að ræða því stöðu- verðir hafa ákveðnar starfsreglur sem ekki koma heim við söguburð bréfritara svo að sú lýsing sem hann gefur fær ekki staðist. Bheigandinn, sem fær seðh, bregst misjafnlega við og margir hverjir vanda verðinum ekki kveðjur sínar. - Kurteislegar Vinnubrögð stöðuvarða: frá gatnamálastjóra „Hvernig væri ástandið ef mælarnir væru ekki...?“ segir m.a. í bréfi gatnamálastjóra. útskýringar hans hrökkva því oft skammt. Bhastæðasjóður hefur gert margt th að auðvelda bheigendum notkun stöðumælanna, m.a. gefið bauka sem taka 50 kr. peninga, þá eru stööu- verðir famir að skipta peningum fyr- ir þá sem hafa orðiö uppiskroppa með mynt í mælana. Að lokum skal bréfritari upplýstur um að bæöi sá er þetta ritar svo og stöðuverðir hafa nýlega setið nám- skeið th þess að geta betur komið til móts við ýmsar uppákomur í starfi, hvað varðar thhtssemi við borgar- ana. Já, nú eru þaö 10 aurarnir sem gilda! Bensínlækkun um 10 aura á lítra: Mikil móðgun við almenning Hjörtur hringdi: Ég verð að lýsa megnustu fyrirlitn- ingu minni og móðgun á því athæfi Verðlagsstofnunar (eða ríkisstjóm- arinnar) að tilkynna landsmönnm að lítrinn af bensíni hafi lækkað um heila 10 aura. - Em þeir aðhar sem stjórna þessum verðlagsmálum svo blindir að sjá ekki að svona leikara- skapur gengur ekki í fólk hér á landi? Þar sem vörur hafa hækkað ótæpi- lega síðustu mánuði segir það sig sjálft aö lækkun á einhverri vöruein- ingu um 10 aura er ekki aöeins sýnd- armennska, heldur svo mikhl skort- ur á dómgreind að þeim mönnum sem þetta hefur dottið í hug aö setja fram sem raunhæfa aðgerð í verð- lagsmálum er ekki frekar treystandi en hveiju ööru flóni sem er haft við eitthvert starf fyrir siðasakir. Jafnvel þótt við útreikning kæmi fram að útseldur htri af bensíni (raunar hverju sem er í flokki al- mennrar neysluvöm, t.d. mjólk, gos- drykkjum, o.fl.) skuli lækka um 10 aura, getur það ekki verið þess virði að eyða vinnu í að gera slíkt opin- bert með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. - Hið sama á að sjálfsögðu við þegar vörueining hækkar um 10 aura. - Auk þess sem aurar ættu náttúrlega ekki að viðgangast sem hluti af gjaldmiðh í þeim hmnadansi verðlags og verðmerkinga sem hér er stiginn. En svo er annað; mér var tjáð, að oha og bensín hefði lækkað nýlega um mun hærri upphæðir en fram koma hér á landi, og það er kannski það verkefni, sem opinbert verðlag- seftirht ætti að fara að rannsaka, hvers vegna erlendar verðlækkanir skila sér sjaldan eða aldrei th þegna þessa sérstæða kommúnistaríkis sem við búum í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.