Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990.
9
Utlönd
Erlend sendlráð í Albaníu:
Þrýsta á albönsk
stjórnvöld
Frá Tirana í gær þar sem hundruð pólitiskra flóttamanna hafast við i erlend-
um sendiráðurn. Símamynd Reuter
Ríkisstjómir margra Evrópuþjóöa
hafa þrýst á albönsk stjómvöld um
aö leyfa hundmðum póhtískra flótta-
manna aö flytja úr landi. En flótta-
menn streyma enn til erlendra sendi-
ráöa í höfuðborginni, Tirana.
Evrópubandalagiö hefur einnig
hvatt stjómvöld Albaníu til þess
sama og segir í yfirlýsingu aö al-
mennum mannréttindum sé ekki
fylgt í landinu.
Vestur-þýsk stjórnvöld hafa til-
kynnt aö um 200 flóttamenn hafi í
gær komið í þýska sendiráðið í Alba-
níu. Frá Frakklandi berast fregnir
um að hundraö manns hafi komið í
franska sendiráðið og hundmð
streyma til sendiráða ítahu og
Tékkóslóvakíu. Póhtískir flóttamenn
hafa einnig fengið inni í gríska sendi-
ráðinu.
Vestur-þjóðverjar sendu í morgun
í annað sinn farþegaþotu th Albaníu
til að flytja flóttamennina til Bonn
en véhn fékk ekki lendingarleyfi.
Albönsk stjómvöld hafa reynt að
stöðva flóttamenn á leið í erlend
gendiráð og hafa borist fregnir af því
að til blóðugra átaka hafi komið af
því tilefni. Ekki hefur þó verið stað-
fest að nokkur hafi látist í átökum
við öryggissveitir.
í-frétt í útvarpi Tírana var haft eft-
ir starfsmanni albanska utanríkis-
ráöuneytisins að flóttamönnum í
sendiráðunum yrðu fengin ný vega-
bréf þegar opinber fyrirskipun kæmi
þar um.
Reuter
Verkföll í Nicaragua
Stuöningsmenn sandínista taka þátt i mótmælum í Managua f gær.
Stmamynd Reuter
Verkaiýðsfélög hhðhoh sandínistum í Nicaragua hafa staðið fyrir íjög-
urra daga verkfalh í landinu sem leiddi til þess aö í gær vora bankar og
flestar opinberar stoihanir lokaðar.
Mikhl þrýstingur er á Violetu Chamorro, forseta landsins, að hefja
samníngaviðræður. Samkvæmt heimhdum verkalýösfélaganna eru um
65.000 manns i verkfalli og er með því verið að mótmæla stefnu forsetans
í ýmsum málum. Einkum er mótraælt reglulegum gengisfellingum, kraf-
ist minnst 12.000 íslenskra króna i laun fyrir verkamann á mánuði og
hvatt er th þess að jörðum, sem sandínistar tóku eignamámi er þeir vora
við stjóm, verði ekki skilaö.
Borguð laun en vann ekkert
Mariu Agache, systur hins alræmda Nicolae Ceausescu fyrrum forseta
Rúmeníu, voru greidd laun í fjölda ára, sem yfirmanni í rafmagnsvörufyr-
irtæki án þess að mæta nokkum tíma th starfa eða sinna þvi á annan hátt.
Maria hefur veriö sökuð um að hafa misnotað rikisvaldiö og notað að-
stöðu sina th að komast yfir rafmagnsvörar fyrirtækisins sem hún seldi
síðan. Talið er að hún hafi tekiö sér sjónvarpstæki, frystiskápa og fleira
og selt fyrir andvirði um tveggja mhljóna íslenskra króna.
Líberíu
Hermenn lögðu í rúst verslanir í
Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í
gær. Hermenn skutu sér leið inn í
verslanir, vörahús og veitingahús
snemma í gærmorgun í kjölfar þess
að yfirmaður hers landsins flýði
land. Enn era engin merki þess að
Samuel Doe, forseti Líberíu, hygg-
ist láta af völdum. Doe, sem hefur
verið við völd í landinu frá árinu
1980, sagði fyrr í vikunni að hann
myndi segja af sér ef ættflokki hans
yrði þyrmt. En hann hefur ekki
sýnt nein merki þess að hann æth
að standa við þau orð og hefur neit-
að aðstoð Bandaríkjanna th að flýja
land.
Harðir bardagar mhh stjómar-
hersins og skærahða, undir stjóm
Charles Taylors, hafa geisað í
landinu og fara þeir harðnandi. í
úthverfum höfuðborgarinnar vora
hörð átök, fjórða daginn í röð.
Reuter
Hermenn
Sovéskir fahhlífarhermenn voru
fyrr í vikunni sendir th Eistlands
samkvæmt fyrirskipunum um að
stöðva fund fyrram yfirmanna í flug-
her Hitlers eins og yfirmenn hersins
orðuðu það. Þetta kemur fram í yfir-
lýsingum frá stjómvöldum Eistlands
í gær.
Yfirvöldum í bænum Tori, þangað
sem hermennimir voru sendir, var
ekki gefin nein viðvörun um komu
þeirra.
Yfirvöld Eistlands munu halda
fund um málið og verður að öhum
líkindum mótmælum vegna komu
hermanna komið áleiðis. En stjóm-
völd Eistlands og aðrir Eistlendingar
era mjög óánægðir með að hermenn-
irnir skuh hafa verið sendir þangað
fyrirvaralaust þegar friður ríkir í
landinu.
Litið er á þessar aðgerðir sem ógn-
un og að verið sé að undirstrika
hernaðarmáttinn og völdin sem hon-
um fylgja.
Eistland
sendir til mótmæla
Eistland hefur lýst yfir vilja til sjálfstæðis sem hefur leitt til átaka við stjórn-
ina í Kreml. Simamynd Reuter
Eistland, líkt og nágrannaríki þess, stæði. En sú áhersla hefur leitt til
hefurlagtmiklaáhersluáaðnásjálf- átakaviðKremlsijórnina. Reuter
Harðnandi átök
Charles Taylor, leiðtogi skæruliða i Liberíu. Simamynd Reuter
Krefjast afsagnar Búlgaríuforseta
Fulltrúar eins forystuflokks rik-
issijórnar Búlgaríu komu saman í
gær ásamt mörg hundrað öðrum
mótmælendum og kröfðust þess að
Petar Mladenov, forseti landsins,
segði af sér. Helstu ástæðu þess
segja þeir vera þá staðreynd að for-
setinn hafi kahaö til skriðdreka og
notað þá th að kveða niður mót-
mæh gegn ríkisstjórninni í des-
ember síðastliðnum.
Til eru myndbandsupptökur af
því þegar forsetinn kahaði á skriö-
drekasveitir á vettvang cr andófs-
menn mótmæltu þáverandi eins
flokks stjórnarfari í landinu. Þegar
myndbandsupptökumar vora
gerðar opinberar fyrir þremur vik-
um fullyrti forsetinn aö þær væru
falsaðar. En hann stóð ekki við þær
fuhyrðingar sínar í yfirheyrsium í Peter Mladenov, forseti Búlgariu.
útvarpi og sjónvarpi síðasthðinn Teikning Lurje.
miðvikudag. í gær safnaðist saman flölmenni fyrir utan skrifstofu forset-
ans og mótmælti.
Fjöldasamkomur bannaðar
Fjöldasamkomur voru bannaöar í Kashmírhéraði á Norður-Indlandi
i gær. Þá var lögreglunni veitt leyfi th aö nota skotvopn sín. Þessar sam-
þykktir eru liður í nýjum aðgerðum th að kveða niður uppreisnir aðskiln-
aðarsinna. Með þessum nýju lögum getur lögreglan skotið niður hvern
þann semjekur þátt í samkomum eða aögerðum sem leitt gætu th ófrið-
ar eftir aðv viðkomandi hefur fengið viðvörun.
Síðasta hálfa áriö hafa fjöldasamkomur verið tíðar í Kashmir þar sem
ófriðarseggir hafa verið í forsvari og hvatt th að Kashmir lýsi yfir sjálf-
stæði.