Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 6. JÚLl 1990.
3
I>V
Fréttir
Lífiö getur veriö unaðslegt í sólskininu: legiö í volgu vatni, slappað af og
sólargeislarnir látnir leika um kroppinn. DV-mynd JAK
Einstakt sólar-
tímabil syðra
- en þó kaldara en 1 meðallagi
Síöustu daga hefur veriö meö af-
brigðum gott veöur hér suðvestan-
lands. Sérstaklega hvað sólarstuind-
ir varðar.
Á tímabilinu frá 26. júní til 4júlí
hafa sólarstundir aldrei verið færri
en 11,6 en farið upp í 17,8. Það er með
því allra mesta sem gerist. Annað
eins tímabil hefur ekki mælst síðan
1957.
Hitastigið hefur hins vegar ekki
verið hátt og rétt hangir í meðallagi
enda norðanátt rikjandi. Meira að
segja var frost við jörðu sumar næt-
ur.
í júní voru sólarstundir 12 umfram
meðaltal eða 186 sem er svipað og í
júní í fyrra. 1988 mældust aðeins 88
sólarstundir en árið áður voru 223
sólarstundir í júní. Mest hefur mælst
338 sólarstundir í júní 1928.
-PÍ
Rafn hf. í Sandgerði:
Kröfurnar eru
570 milljónir
- búið að selja frystihús og tvo báta
Fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæk-
ið Rafn hf. í Sandgerði er til gjald-
þrotaskipta. Búið er,að selja frysti-
hús fyrirtækisins og tvo báta, Víði
annan og Barðann GK.'fyrir 370
milljónir króna. Kaupandi eignanna
er útgerðarfyrirtækið Barðinn í
Kópavogi.
Lýstar kröfur í þrotabúið eru 569
milljónir króna. Hluta þeirra hefur
verið hafnaö og eins hafa kröfur ver-
ið afturkallaðar.
Ekki er búið að selja allir eignir.
Eitthvað af afurðum eru óselt og eins
á þrotabúið útistandandi kröfur.
Fyrsti skiptafundur í þrotabúinu
verður hjá bæjarfógetanum í Kefla-
vík á morgim. Á fundinum skýrist
væntanlega hversu stórt þetta gjald-
þrpt er.
Áður en Rafn varð gjaldþrota sóttu
forsvarsmenn þess um fyrirgreiöslu
frá Atvinnutryggingasjóði. Vilyrði
fyrir fyrirgreiðslu lá fyrir en það
dugði ekki til að bjarga fyrirtækinu
frágjaldþroti. -sme
Sláttuvélarslys:
Táin hékk á skinninu einu saman
Emil Thorarensen, DV, Eskifiröi:
Togarasjómaður á Eskifirði lenti illa
í því á dögunum þegar hann var aö
slá garðinn sinn. Hann var rétt byij-
aður á verkinu þegar hann rann til
í brekkunni og lenti með vinstri fót-
inn undir bensínsláttuvélinni með
þeim afleiðingum að stóra táin fór
nánast af. Hékk á skinninu einu sam-
an.
Sjómaðurinn var strax fluttur til
héraöslæknisins á staðnum og tókst
lækninum að tjasla tánni saman. Það
var mikiö og vandasamt verk því
táin var fjórbrotin og í tveimur pört-
um, auk þess sem talsvert var af
grasi í sárinu. Tíminn sker svo úr
hvort táin tollir á eður ei.
Þorvaröur Elíasson sjónvarpsstjóri skarst hættulega á handlegg:
„Hjálparhöndin var
nærri farin af“
- fyrrverandi sjónvarpsstjóri meö tæmar í sláttuvél
ann, það þýðir ekkert annað. Það
er bara ólán að hjálparhöndin var
nærri farin af.“
Tærnar í sláttuvél
Jón Óttar Ragnarsson, fyrrver-
andi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2,
lenti einnig í óhappi um síðustu
helgi. Samkvæmt heimildum DV
var Jón Óttar að slá blettinn uppi
í sumarbústaö þegar tærnar lentu
undir vélinni með þeim afleiðing-
um að hann slasaðist nokkuð. Að
sögn lögreglu var komið með Jón
Óttar á sjúkrahúsið á Selfossi og
gert að sárum hans þar. Hann mun
vera á batavegi en ekki hefur náðst
til hans vegna þessa.
-hlh
„Ég var að reyna að hjálpa
mönnunum svolítið með rúðu en
þá vildi svo illa til að rúðan brotn-
aði og datt á handlegginn á mér og
skar hann næstum í sundur. Ég fór
í margra klukkustunda aðgerö á
sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti
saman sinar, taugar og fleira. Núna
er ég heima í gifsi og þrír fingur
eru tilfinningalausir. Ég verð í gifs-
inu í fjórar vikur og verð vonandi
góður eftir það,“ sagði Þorvarður
Elíasson, sjónvarpsstjóri Stöðvar
2, í samtali við DV.
Þorvarður var hinn brattasti eftir
þetta óhapp sem átti sér stað um
síðustu helgi. Þorvarður hefur ver-
ið að flytja og var að stússa í nýja
húsinu þegar óhappið varð.
„Ég hef verið brattur allan tím-
Þorvarður Elíasson missti nær
handlegginn í slysi heima hjá sér
um siðustu helgi.