Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990.
Útlönd
Samkvæmt nýrrl skoðanakönnun viil meirihiuti ibúa kanadíska fylkisins
I ullveldi. Stmamynd Reuter
Rúmur helmingur íbúa Quebec vill fullveldi fyrir fylkiö að þvi er fram_
kom í nýrri skoðanakönnun. Sextíu prósent íbúa þessa eina frönskumæl-"
andi fylkis Kanada vill fullveidi, tuttugu prósent eru því andvíg en hinir
óákveðnir. Þessar niðurstöður eru svipaöar niöurstööum annarra kann-
ana um afstöðu ibúanna til stöðu fylkisins innan Kanada.
Kónnunin var gerö aðeins örfaum dögum eftir að ekki náðist samkomu-
lag í öllum fylkjum landsins um aö staöfesta Meech Lake sáttmálann en
þar var kveðiö á um sérstööu Quebec innan ríkjasambands Kanada.
Bush Bandarikjaforseti, lengst til vinstri, ásamt Manfred Wörner, framkvæmdastjóra NATO, og Margaret Thatc-
her, breska forsætisráðherranum, i London þar sem ieiðtogar aðildarríkja NATO funda. Símamynd Reuter
Leiðtogar NATO funda:
Vaxandi spenna í Austur-Þýskalandi
Vamarmálaráðherra Austur-Þýskalands sagði í gær aö vaxandi spennu
væri farið að gæta í samskiptum sovéskra hermanna í landinu og Austur-
Þjóðverja. Sovésku hermennirnir haía aldrei staðið nærri hjarta Austur-
Þjóövetja en nú, í kjölfar hruns kommúnista í landinu, láta Austur-
Þjóðverjar í æ meira mæli í ljósi óánægju sína.
Að sögn ráðherrans er vitað um að minnsta kosti eitt ofbeldisverk í
tengslum viö veru sovésku hermannanna í landinu en það var þegar
Austur-Þjóðverjar hentu flöskum og grjóti að hermönnum.
Hryðjuverkamaður framseidur
Susan Albrecht, félagi í hryðju-
verkasamtökunum Rauðu her-
deildinni, var í gær framseld til
Vestur-Þýskalands í kjöifar þess aö
hún ákvaö að áfrýja ekki handtöku
sinni að þvi er ríkissaksóknara-
skrifstofa Austur-Þýskalands
skýrði frá í gær. Talsmaður sak-
sóknara sagöi að Albrecht heföi
þegar verið flutt vestur. Hún var
eftirlýst iyrir aðild að morði á vest-
ur-þýskum bankamanni árið 1977.
Albrecht var handtekin í Aust-
ur-Þýskalandi í síðasta mánuöi eft-
ir aö hafa dvalist þar árum saman
með, að því að talið er, vitneskju
og hjálp fyrrum valdhafa landsins,
komraúnistanna. Auk hennar voru
átta félagar í Rauðu herdeildinni
handteknir. AUir voru eftirlýstir í Susan Albrecht, félagi í Raudu
Vestur-Þýskalandi fyrir aðild aö herdeildinnl, var framseld til Vest-
morðum og hryöjuverkastarfsemi. ur-Þýskaiands.
Bjóða Varsjárbanda-
laginu friðarsáttmála
Aðildarríki NATO, Atlantshafs-
bandalagsins, samþykktu í morgun
friðaryfirlýsingu til hinna sjö ríkja
Varsjárbandalagsins sem og boö til
Gorbatsjvos Sovétforseta að heim-
sækja höfuðstöðvar NATO í Brussel.
Þetta er merki hins vestræna hern-
aðarbandalags um að í augum aðild-
arríkjanna sé nú kalda stríðinu
formlega lokið.
Breskir embættismenn sögðu á
fundi með fréttamönnum í London,
þar sem leiðtogar aðildarríkja NATO
sitja nú fund aö utanríkisráöherrar
hinna sextán aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins heföu komið sér
saman um yfirlýsingu sem næsta
víst er talið að leiðtogar ríkjanna fall-
ist á síðar í dag. Þar er þvi lýst yfir
að bandalögin séu „ekki lengur óvin-
ir“. Þá komu leiðtogarnir sér einnig
saman um leiðir til aö setja þak á
her sameinaðs Þýskalands en það
hefur verið undirrótin að andstöðu
Sovétmanna við hugsanlega aðiid
sameinaðs Þýskalands að NATO.
Samþykktin gerir ráð fyrir að í kjöl-
far yfirstandandi viðræöna í Vín, þar
sem stefnt er að fækkun heföbundins
herafla, verði frekari viðræður þar
sem takmark yrði sett á herafla sam-
einaðs Þýskalands sem og annarra
ríkja.
Fundur leiðtoganna í London nú
er haldinn til að endurskoða stefnu
og markmið NATO í ljósi breyttra
aðstæðna í Evrópu í kjölfar falls
kommúnismans. Þessi fundur er
mikilvægasti fundur bandalagsins
frá stofnun þess áriö 1949. Bandalag-
iö hefur verið að leita leiða til að
breyta stefnu þess, draga úr hemað-
arlegu mikilvægi NATO en auka hið
pólitíska.
Markmið bandalagsins nú er ein-
falt, að sögn heimildarmanna. Það
er að fullvissa Sovétmenn um að
kalda stríðinu sé lokið, þeim stafi
engin hætta af bandalaginu. Þá von-
ast þeir einnig til að sýna almenningi
á Vesturlöndum að NATO gegni enn
mikilvægu hlutverki á alþjóðavett-
vangi.
Á fundinum í gær lagði Bush
Bandaríkjaforseti fram tillögur sem
munu verða lagðar til grundvallar
lokayfirlýsingu leiðtoganna. í þeim
er gert ráð fyrir breytingum á vam-
arstefnu bandalagsins og sagt að
kjamorkuvopnum verði ekki beitt
nema í síöustu lög. Embættismenn
innan NATO sögðu aö nær engin
andstaða væri meðal aöildarríkjanna
við tillögum forsetans.
Embættismenn innan NATO segja
að í lokayfirlýsingu fundarins sé gert
ráð fyrir að RÖSE, ráðstefna um ör-
yggi og samvinnu í Evrópu, verði
styrkt á þann veg að á vegum þess
starfi fastanefnd, haldnir verða
reglulegir leiðtogafundir sem og ráð-
herrafundir allra þrjátíu og fimm
aðildarríkjanna.
Farþegaf lugvélar saknad
Panamískrar farþegaflugvéiar með tíu manns innanborðs er saknað.
Svo kann að vera að vélinni hafi verið rænt að sögn panamísks embætt-
ismanns. Vélin var í innanlandsflugi á leið frá borginni Colon til Panama-
borgar. Einn farþeganna er bandarískur en flestir em panamískir.
Engin merki em þó um að vélinni hafl verið rænt að sögn fyrrnefnds
embættismanns. Veður var gott á flugleið vélarinnar og flugstjórinn til-
kynnti ekki um bilanir.
Moi herðir tökin í Kenýa
Daniel arap Moi, forseti Kenýa.
Damel arap Moi, forseti Kenýa, heröir nú mjög tökin og reynir að
tryggja eins-flokks stjóm sína í sæti þvert á þá lýöræðisbylgju sem geng-
iö hefur yfir heiminn síðustu vikur og mánuði. Eftir heitar umræður um
framtíð eins-flokks kerftsins í Kenýa voru tveir helstu andstæöingar for-
setans og fyrrum ráðherrar handteknir í gær. Ekki er ljóst hvort mennirn-
ír, Kenneth Matíba og Charles Rubia, hafa veriö ákæröir né hvar þeir eru
í haldl Þeir hafa veriö framarlega í flokki þeirra sem vflja koma á fiöl-
flokkakerfi í landinu á ný.
Vaxandi spenna í Júgóslavíu
Aö minnsta kosti fimmtíu manns, flestir Albanir, hafa látið lifið í blóðugum
átökum og baráttu fyrir auknu frelsi siðustu átján mánuði. Simamynd Reuter
Yfirvöld í Serbíu, stærsta og fjöl-
mennasta lýðveldi Júgóslavíu, leystu
upp þing og stjóm sjálfstjórnarhér-
aösins Kosovo í gær. Þessar aðgerðir
komu í kjölfar sjálfstæöisyfirlýsing-
ar héraösins frá því á mánudag. Þá
réðust vopnaðir serbneskir hermenn
inn í byggingar sjónvarpsstöðvar
héraðsins í gær. Fréttamenn neituðu
að starfa undir slíkum kringumstæð-
um og stöðvuðust útsendingar. Þá
réðst lögregla einnig inn í höfuð-
stöðvar dagblaös Albana í Kosovo og
óljóst er hvort blaðið kemur út í dag.
Lögregla stendur nú vörð við allar
opinberar byggingar í héraðinu og
hefur sett vegatálma við alla vegi til
höfuðborgarinnar, Pristinu. Stjóm-
málamenn í Kosovo, sem og blaða-
menn, hafa hvatt íbúa héraðsins til
að sýna stillingu og vonast þannig til
að koma í veg fyrir að átök hefjist.
Ríkjasamband Júgóslavíu stendur
nú æ hallari fæti í kjölfar sjálfstæðis-
yfirlýsingarinnar sem og yfirlýsinga
Slóveníu fyrr í vikunni um fúllt full-
veldi. Þessar yfirlýsingar eru áfall
fyrir stjómina í Belgrad og einingu
landsins að mati fréttaskýrenda.
Yfirvöld í Serbíu, fjölmennasta lýð-
veldis Júgóslavíu, hafa harðneitað
aö faflast á eða innleiða nokkrar þær
breytingar sem kunna að hafa í fór
með sér aukna sjálfstjóm lýðvelda
og héraða Júgóslavíu og hafa enn
ekki heimilað frjálsar kosningar. Þá
hafa þau hert baráttu sína fyrir því
að íbúar Kosovo, sem flestir rekja
sínar ættir til Albaníu, gefi upp sjálf-
stjóm sína.
Ottast er að aðgerðir yfirvalda í
Serbíu kunni að verða kveikjan að
enn frekari róstum í héraðinu þar
sem að minnsta kosti fimmtíu
manns, flestir Aibanir, hafa látið liíið
í blóðugum átökum og baráttu fyrir
auknu frelsi síðustu átján mánuði.
Slóvenía, eitt vestrænasta lýðveldi
Júgóslavíu, vill einnig aukin völd
ráðamanna þar. Slóvenska þingið
samþykkti yfirlýsingu um fullveldi
en gekk ekki svo langt að lýsa yfir
sjálfstæði. Spurningin þar er nú
hvort lýðveldið vilji einungis breyta
Júgóslavíu eða segja skiflð við ríkja-
sambandið.
Að sögn eins fréttamanns í lýðveld-
inu vonast Slóvenar til að yfirlýsing
þingsins gefi þeim meira svigrúm til
samningaviöræðna við stjórnvöld í
Belgrad um stöðu lýðveldisins innan
ríkjasambands Júgóslavíu þegar
fram líða stundir. Slóvenskir ráða-
menn segja að samþykkt þingsins
þýði ekki að Slóvenar vilji standa á
eigin fótum. Vestrænir stjómarer-
indrekar telja að yflrlýsingunni sé
ætlað að vera prófraun á hvernig
stjórnvöld í Belgrad, og ekki síst her-
inn, bregðist við hræringum í sjáif-
stæðisátt.
Reuter