Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. 35 Lífsstm KARTOFLUR to 3 C 'O 0Q 129 89.50 SVEPPIR 780 460 Allt grænmeti hefur hækkað í verði frá því í síðustu viku. Nemur hækkunin allt frá 4,9% upp í 56,7%. DV kannar grænmetismarkaðinn: Grænmeti hækkar í verði - 57% hækkun á tómötum Allt það grænmeti, sem DV kannar reglulega, tómatar, gúrkur, sveppir, græn vínber, græn paprika, kartöfl- ur, blómkál, hvítkál og gulrætur, hefur hækkað mikið frá því í síðustu viku. Að vanda var verð fimm versl- ana kannað. Þær verslanir, sem nú voru athugaðar, eru Bónus í Faxa- feni, Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Hag- kaup í Skeifunni, Mikhgarður í vest- urbænum og Matvörubúðin, Gríms- bæ, plúsmarkaður. í síðustu viku höfðu tómatar lækk- að um 42% í verði en sú verðlækkun stóð stutt við. Núna er meðalverð þeirra 140,4 krónur en var í fyrri viku 89,60 krónur. Hækkunin er gífurleg eða um 57%. Bónus er að vanda með lægsta kíló- verðið á tómötunum eða 80 krónur. Matvörubúðin, Grímsbæ, plúsmark- aður er með hæsta verðið, 229 krón- ur. Munurinn á hæsta og lægsta verði á tómötunum er því rosalegur eða 186,3%. í Grímsbæ er hægt að kaupa tómata í kílópokum og er kfló- verðið þá 195 krónur. Fjarðarkaup eru með næstlægsta verðið á tómöt- unum, 97 krónur. Síðan koma Hag- kaup og Mikligarður sem selja tóm- atana á 148 krónur kílóið. Gúrkur hafa hækkað um 10%. Meðalverð á kflói af gúrkum var 214,8 krónur en er nú komið í 226,8 krónur. Lægst er verðið í Bónus en hæst í Grímsbæ og munar 109% á verði í þessum tveimur verslunum. Gúrkumar eru langlægstar í Bónus því næstlægsta verðið var 219 krónur í Hagkaupi, 225 krónur í Fjarðar- kaupum og 248 krónur í Miklagarði. Meðalverð á sveppum hefur hækk- að úr 539,4 krónum í 565,80 krónur. Bónus selur sveppina í 250 gramma öskjum á 115 krónur. Kílóverðið í Bónus er því 460 krónur. í Mikla- garði kostar kflóið 525 krónur, í Hag- kaupi 529 krónur, í Fjarðarkaupum kosta sveppimir 535 krónur og í Grímsbæ eru seldir erlendir sveppir á 780 krónur. Græn vínber fást hvorki í Bónus né í Grímsbæ. í Miklagaröi eru græn og blá vínber á tilboðsverði og þar eru grænu vínberin ódýrust, 185 krónur kflóið. Síðan kemur Hagkaup með vínber á 289 krónur og dýrust eru grænu vínberin í Fjarðarkaup- um, 308 krónur kflóið. Meðalkflóverð grænu vínbeijanna er 260 krónur. Græna paprikan hefur hækkað um 30% í verði frá því í síðustu viku. Meðalverðið er 333,75 krónur kílóið en var 257,40 krónur. Gífurlegur verðmunur er á hæsta og lægsta verði papriku eða 101,6%. Þessi mikh munur virðist vera tilkominn vegna þess aö Bónus selur paprikumar á mun lægra verði en allir aðrir. Þar kostar kílóið af fallegum paprikum 191 krónu. Næst kemur svo Hagkaup með kílóið á 379 krónur, Fjarðarkaup á 380 krónur og Mikligarður með papriku á 385 krónur kílóið. Grænar paprikur voru ekki til í Matvömbúð- inni, Grímsbæ. Um 12% hækkun hefur orðið á kartöflum frá fyrri viku. Meðalverð- ið er núna 108,90 krónur fyrir kílóið en var 97,20 krónur. Bónus er með ódýrastu kartöflurnar. Þær era þýskar og kosta 89,50 krónur kílóið. Fjarðarkaup eru hins vegar með dýr- ustu kartöflurnar sem eru búlgarsk- ar og kosta 128,50 krónur kflóið. Hag- kaup er með þýskar kartöflur á 99,50 krónur kílóið og Mikilgarður selur franskar kartöflur á sama verði. í Matvörabúðinni, Grímsbæ, plús- markaði kostar kílóið af kartöflun- um 127 krónur. -BÓl Sértilboð og afsláttur: Ávaxtasafi, kiwi og kol Appelsínur verða á tilboðsverði í Miklagarði vestur í bæ um helgina og munu þá kosta 109 krónur kflóið. Þar er einnig hægt að fá ódýrar gular melónur á 185 krónur kflóið. 1 'A lítri af RC Cola er á 98 krónur og 1 'A lítri af Sinalco kostar 99 krónur. 700 ml af Spar uppþvottalegi með sítrónu- ilmi kosta 69 krónur og grihkolin era á tilboðsverði. 2,3 kflóa pokar kosta 199 krónur og pokar með 4,5 kflóum kosta 389 krónur. í Hagkaupi, Skeifunni, era íjögur vikutilboð í gangi. Hrís, Malta og Óðalsbitar í 400 gramma poka kosta 269 krónur og 'A dós af Malee mangó- sneiðum (425 grömm) kostar 49 krón- ur. 400 gramma Dahli sítrónukaka kostar 129 krónur og Palmohve rak- gel í 200 ml dunk kostar 199 krónur. Af öðrum tilboðum má nefna krydd- aðan grillborgara á 44 krónur stykk- ið, morgunveröarkornið Ota Havre Fras í 375 gramma pökkum á 159 krónur og Pfanner eplasafa á 85 krónur lítrann. Á tilboðstorgi Fjarðarkaupa er ný- komið sérlega ódýrt Honig spaghetti í 500 gramma pökkum á 59 krónur. Þar er einnig mikið úrval af kexi á tilboðsverði. Tuc kex með ýmsum bragðtegundum, svo sem með salti eða úr heilhveiti, með beikon-, pitsu- eða karríbragði, kostar 39 krónur pakkinn. Le Prince kex, 200 grömm með vanfllu- eða súkkulaðikremi kostar 77 krónur. í Fjarðarkaupum er einnig hægt aö gera góð kaup í ávaxtasafa. Þar kostar epla- og app- elsínusafi frá Sól 91 krónu htrinn og Trópíkal nektar, einnig frá Sól, kost- ar 93 krónur htrinn. í Bónus í Faxafeni má kaupa 2 htra af Fanta á 95 krónur og Nektar-safa frá Sól á miklum afslætti eða á 59 krónur því að 5% vantar upp é lítr- ann í fernunum. Bónus er einnig með nýjung á boðstólum sem er A kók- lítri í dós á 54 krónur. Kiwi er sér- staklega ódýrt í Bónus og kostar þar 18 krónur stykkið eða því sem næst 189 krónur kflóið. Kelloggs Korn Flakes í 750 gramma pakka kostar 243 krónur. Grihvörurnar eru mjög ódýrar í Bónus. 4,5 kflóa poki af Roy- al Oak kolum kostar 269 krónur og 1 lítri af uppkveikivökva frá Ohs kostar 138 krónur. -BÓl Vínber Verð í krónum Nóv. D»*. Jan. Fab.MertAprHtleí Júnf Júlí C-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.