Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990.
Smáauglýsingar
Mazda 929, árg. '82, til sölu, tveggja
dyra, hardtop, sjálfskiptur, cruise-
control, vökvastýri, sóllúga, rafmagn
í öllu. Á sama stað er til sölu MMC
L200 árg. ’81, 4x4, upphækkaður, stór
dekk, krómfelgur, rafmagnsspil. Uppl.
í síma 75242.
70 Camaro RS 454. Einstakur á Is-
landi, óhemjumikið af sérstökum bún-
aði, ekinn aðeins 36 þús. mílur. Til
sýnis og sölu í kvöld kl. 18-20 á
Skemmuvegi 22, Kópavogi, sími
91-73287.
Mercedes Benz 280 GE, árg. ’85, tií
sölu, ekinn 100 þús. km, skipti á
skuldabréfi. Uppl. í síma 96-24443 eða
96-24646.
Til sölu: Plymouth Reliant, árg. ’83,
ekinn 65 þús. míl., beinskiptur, vökva-
stýri, öll skipti á ódýrari ath. Uppl. í
síma 53931 e. kl. 17.
Mercedes Benz 230E, árg. ’86, til sölu,
ekinn 44 þús. km, sjálfskiptur, vökva-
stýri, topplúga, álfelgur, leðurinnrétt-
ing. Uppl. í síma 74182.
■ Ymislegt
ffúsfreyjxm.
?
Atvinnumal kvenna Jurtafæöí
T3uörvkk Ferð30janu$ta bænrto
Fosfot i þvottaefnl
Sumarblað Húsfreyjunnar er komið út
með uppskriftum af jurtafæði, grein-
um um þvottaefni, Ferðaþjónustu
bænda, auk margs annars. Á handa-
vinnusíðunum eru mn.a. stuttir og síð-
ir peysujakkar í stærðum 38 og 42.
Sniðörk fylgir. Áskriftargjald fyrir
árið 1990 er kr. 1200 og fá nýirkaup-
endur 2 blöð frá því í fyrra í kaup-
bæti. Áskriftarsími er 17044.
Tímaritið Húsffeyjan.
Torfærukeppni JR verður haldin í Jós-
efsdal lau. 14/7 kl. 13. Keppt verður í
tveimur flokkum, götubílaflokki og
flokki sérútbúinna bíla. Skráning
keppenda fer fram í s. 689945, Addi,
og 672407 eða 673771, Árni. Skráningu
keppenda lýkur lau. 7/7 kl. 22.
Fréttir
Glæsilegir gæðingar og háar eink-
unnir setja svip sinn á landsmótið á
Vindheimamelum. í A-flokkskeppn-
inni setti Svartur frá Högnastöðum
(Fákur), sem Sigurbjörn Bárðarson
sýndi heimsmet er hann fékk 9,27 í
einkunn. Muni frá Ketilsstöðum
(Hörður), sem Trausti Þór Guð-
mundsson sýndi, hafði skömmu áður
slegið heimsmetsmetið og þá um leið
íslandsmet og landsmótsmet er hann
fékk 9,26 í einkunn. Hæsta einkunn
til þessa var 9,24, en þá einkunn fékk
Núpur frá Kirkjubæ á landsmótinu
á Vindheimamelum 1974.
Sýningarnar á Svarti og Muna
voru einstaklega glæsilegar. Svartur
var með jafnar og háar einkunnir.
Muni fékk 10,0 hjá tveimur dómur-
um fyrir tölt og 10,0 hjá einum dóm-
ara fyrir fegurð í reið.
Einkunnir annarra A-flokks gæð-
inga voru einnig háar. Til dæmis
fékk tíundi hæst dæmdi gæðingur-
inn 8,64 í einkunn, en sú einkunn
nægði til að komast í úrslitakeppn-
ina.
Efstu hestamir voru: Svartur og
Muni en í þriðja sæti var Gímir (Fák-
ur), sem Trausti Þór Guðmundsson
sýndi, með 8,99. Fengur (Sörli), sem
Sigurbjöm Bárðarson sýndi, var
fjórði með 8,89. Þorri (Funi), sem
Jóhann G. Jóhannesson sýndi, var
fimmti með 8,74. Hugmynd (Frey-
faxi), sem Bergur Jónsson sýndi, var
sjötta með 8,70. Sörli (Faxi), sem Olil
Amble sýndi, var sjöundi með 8,70.
Mímir (Sleipnir), sem Einar Öder
Magnússon sýndi, var áttundi með
8,68. Fjölvi (Andvari), sem Hinrik
Bragason sýndi var níundi með 8,64.
Dagfari (Fákur), sem Aðalsteinn Að-
alsteinsson sýndi var tíundi með 8,64
í einkunn.
Edda Rún fékk 9,04 í unglinga-
keppninni
Unghngamir fengu einnig háar
einkunnir fyrir gæðinga sína. Edda
Rún Ragnarsdóttir (Fákur) var efst á
Sörla með 9,04 í einkunn. Reynir
Aðalsteinsson (Dreyri) var annar á
Dreyra með 8,72. Gísli Geir Gylfason
(Fákur) var þriðji á Ófeigi með 8,71.
Hesturinn Blettur er glæsilegur enda afkvæmi Gáska frá Hofsstöðum. Strákarnir Stefán Hilmir Stefánsson og
Þorkell Bjarnason yngri suðuðu i Þorsteini Vigfussyni, hestamanni frá Húsatóftum á Skeiðum, þar til hann leyfði
þeim að fara á bak. Bjarni Bjarnason stendur stendur hjá og ræðir við Blett. DV-mynd EJ
Daníel Jónsson (Fákur) var fjórði á
Geisla með 8,68. Gríma Sóley Gríms-
dóttir (Gustur) var flmmta á Sikli
með 8,68. Theodóra Mathiesen (Hörð-
ur) var sjötta á Faxa með 8,67. Sig-
urður Vignir Matthíasson (Fákur)
var sjöundi á Bróður með 8,59. Edda
Sólveig Gísladóttir (Fákur) var átt-
unda á Janúar með 8,57. íris Svein-
björnsdóttir (Sleipnir) var níunda á
Þokka með 8,50 og Elín Rós Sveins-
dóttir (Fákur) var tíunda á Rispu
með 8,48.
Kjarni efstur í töltkeppninni
Tuttugu og fimm knapar voru
skráðir í töltkeppni úrvalshesta.
Ekki mættu allir knaparnir til leiks
enda margir hestanna ofarlega í gæð-
ingakeppninni og því vissara að fara
varlega svo ekki henti slys. Sævar
Haraldsson var efstur á Kjama,
Rúna Einarsdóttir var önnur á
Dimmu, Unn Kroghen þriðja á
Kraka, Hinrik Bragason fjórði á
Darra og Örn Karlsson fimmti á
Golu. Fjórir þessara hesta eru í úr-
slitum í B-flokki, en úrslit í tölt-
keppninni fara fram á laugardags-
kvöld.
Toppur ekki sýndur
vegna greddu
Einn þeirra hesta sem var spáð
miklum frama á landsmótinu var
Toppur frá Eyjólfsstöðum en honum
var spáð efsta sætinu í flokki fimm
vetra stóðhesta. Toppur fékk geysi-
háa einkunn, 8,46, á sýningu stóð-
hestastöðvarinnar í Gunnarsholti í
vor.
Er Toppur var sýndur á landsmót-
inu gekk hvorki né rak. Hann var
eirðarlaus og lét ekki að stjórn. Að
lokum var hann tekinn af sýningar-
skrá og munu dómar á honum ekki
gilda og hann ekki keppa til verð-
launa. Skýringin á eirðarleysi Topps
mun vera líffræðileg. Vegna of mik-.
illar framleiðslu hormóna ruglaðist
hann í ríminu og má því segja að
greddan hafi orðið honum að falli.
-EJ
Landsmót hestamanna:
Svartur setti heims-
met í A-flokknum
Dómur í Útvegsbankaþættinum:
Björgunaraðgerðir í
þágu Útvegsbankans
- segir um þær ákvarðanir sem bankastjóramir voru ákærðir fyrir
í dómi Sakadóms í Útvegsþætti
Hafskipsmálsins segir að þær að-
gerðir sem bankastjóramir flórir
voru ákærðir fyrir hafi verið björg-
unaraðgerðir sem voru ekki síður í
þágu Utvegsbankans en Hafskips.
Fyrri fyrirgreiðsla bankans til fyrir-
tækisins hafi verið að mestu leyti
veitt af annarri bankastjórn. Hinir
ákærðu hafi því á vissan hátt staðið
frammi fyrir gerðum hlut. Áhætta
hafi verið tekin með aukinni fyrir-
greiðslu en hún nægði ekki og leiddi
til meira taps fyrir bankann. Dómur-
inn telur hins vegar að þetta tap verði
ekki skrifað á reikning bankastjóm-
arinnar sem stórfelld og ítrekuö van-
ræksla eða hirðuleysi.
Bankastjórarnir voru sýknaðir af
öllum ákæruatriðum, eins banka-
ráðsmennirnir fimm og endurskoð-
andi Útvegsbankans. Þeim Halldóri
Guðbjamasyni, Ólafi Helgasyni og
Lárasi Jónssyni bankastjórum og
Axel Kristjánssyni aðstoöarbanka-
stjóra var gefið að sök að hafa sýnt
af sér stórfellda og ítrekaða van-
rækslu og hirðuleysi í viöskiptum
bankans við Hafskip. í ákærunni er
þessi vanræksla talin hafa leitt til 422
milljóna tjóns fyrir bankann.
Sakadómur sýknaði þá af öllum
ákæmatriðum. Mest er flallað um
þátt Axels Kristjánssonar aðstoðar-
bankastjóra í dómnum enda var
hann tengiliður Útvegsbankans og
Hafskips. Dómaramir segja eina
ákvörðun Axels vafasama og aðra
óvarlega en að öðru leyti er fátt eitt
fundiö að störfum hans og sumum
ákvörðun hans hrósað þó ákæm-
valdið hafi talið ástæöu til að ákæra
hann fyrir þessar sömu ákvarðanir.
Bankaráðsmönnunum, Valdimar
Indriðasyni, Arnbirni Kristinssyni,
Garðari Sigurðssyni, Jóhanni Ein-
varðssyni og Kristmanni Karlssyni
var gefið af sök að hafa hafa sýnt af
sér saknæma vanrækslu við yfir-
stjórn Útvegsbankans.
Dómararnir taka fram að hafa beri
í huga það bankakerfi sem var við
lýði hér á landi á þessum árum og
þau lögmál er þar giltu. Þeir telja að
ekki verði tahð að bankaráðið hafi
vanrækt að flalla um viðskipti bank-
ans við Hafskip miðað við lagaskyld-
ur þess og starfshætti. Bankaráöið
hafi ekki haft tilefni til að ætla að
þessi viðskipti væra áhættusamari
en þau höfðu alla tíð verið. Inga R.
Jóhannssyni, endurskoðanda Út-
vegsbankans, var gefiö að sök að
hafa látið undir höfuð leggjast að
rækja eftirlitsskyldu sína en dómar-
amir kvarta undan því að þess sé að
engu getið í hvaöa atriðum utan einu
semhannvarsýknaðuraf. -gse