Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91 )27022- FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Hafskipsmenn sýknaðir Dómur hefur gengið í undirrétti í Hafskipsmálum. Af þeim sautján einstaklingum, sem ákærðir voru fyrir meint misferli í málefnum Hafskips og Útvegsbankans, hefur sakadómur Reykjavíkur sýknað fjórtán. Þrír voru fundnir sekir fyrir minni háttar afglöp en í öllum megin- atriðum hafnaði sakadómur þeim sakargiftum sem bornar voru á hina ákærðu. Hér er að vísu um undirréttardóm að ræða og máhð á væntanlega eftir að ganga til Hæstaréttar. En engu að síður er dómsniðurstaðan mikill sigur fyrir sak- borninga og að sama skapi áfall fyrir ákæruvaldið. Ekki síst í ljósi forsögu málsins. Fá mál hafa vakið jafnmikla athygli og þetta Hafskips- mál. Frá fyrstu tíð hefur það verið dramatískt og póh- tískt. í upphafi voru málefni Hafskips blásin upp í hálf- gerðum galdraöfsóknum og fóru þar fyrir stjórnmála- menn og rannsóknarblaðamenn sem þóttust sjá svik og spilhngu í hverju skúmaskoti þessa fyrirtækis. Einkum áttu forsvarsmenn Hafskips að hafa gabbað bankastjórn Útvegsbankans, makað sinn eigin krók og misnotað póhtíska aðstöðu sína th fyrirgreiðslú og framdráttar á kostnað almennings. Sjö einstakhngar, tengdir Hafskip, voru hnepptir í gæsluvarðhald í margar vikur og um- fangsmikil rannsókn var sett í gang á skjölum, bókhaldi og samskiptum Hafskips við Útvegsbankann. Var ekki annað að skhja en hér væru stórglæpamenn á ferð sem áttu skihð hina verstu meðferð. í skugga umræðunnar og umtalsins magnaðist al- menningsáhtið gegn Hafskip og gjaldþrot þess var talið eitt mesta íjármálahneyksh aldarinnar og var þá ekki hlíft æru eins eða neins sem fyrirtækinu tengdist. Eng- inn griður var gefmn th endurreisnar fyrirtækisins, eignir seldar fyrir shkk og á endanum var gefin út ákæra á bankastjóra og lögfræðmga Útvegsbankans tU við- bótar við forsvarsmenn Hafskips. Engum skyldi hlíft. Offorsið var svo mikið að saksóknari sást ekki fyrir og hann lét það ekki aftra sér frá málshöfðun, þótt aug- ljósir ágaUar væm á málsmeðferð hans og tengslum við máhð að því leyti að ríkissaksóknari hafði áður stjórnað rannsókninni sem rannsóknarlögreglustjóri og bróðir hans sat í bankaráði Útvegsbankans. Þessar yfirsjónir saksóknara kostuðu endumpptöku málsins með öllum þeim töfum, óþægindum og kostnaði sem því fylgdi. Sérstakur saksóknari var skipaður til að rannsaka máhð upp á nýtt og gefa út 'nýjar ákærur. Nú em að minnsta kosti fimm ár hðin síðan Hafskips- máhð hófst. MálatUbúnaðurinn aUur hefur verið eins- dæmi en gjaldþrot Hafskips er ekki neitt einsdæmi og jafnvel spurning um það hvort fyrirtækið hafi yfirleitt verið gjaldþrota og hvort ekki hefði mátt bjarga þvi frá falli ef æsingur og ofsóknir hefðu ekki komið í veg fyr- ir yfirvegaðar aðgerðir. Vera má að gjaldþrot Hafskips hafi þótt stórt á sínum tíma, en á þeim fimm árum, sem hðin em, hafa stærri og alvarlegri skellir átt sér stað sem nú þykja ekki tUtökumál. Dómur sakadóms er sigur fyrir réttlætið, sigur fyrir réttarkerfið. Það kennir okkur enn einu sinni að allir em saklausir þar til þeir em fundnir sekir. Það segir okkur að emstaklingar eiga vörn í dómskerfinu, enda þótt almenningur, stjómmálamenn og Qölmiðlar hafi þá fyrir rangri sök með sleggjudómum og galdraofsókn- um. Æra hinna ákærðu hefur verið hreinsuð. Dómurinn hefur verið kveðinn upp. EUert B. Schram Lýðræði og flokksræði Enda þótt Mikhail Gorbatsjov hafi verið við völd í Sovétríkjunum í full flmm ár og gjörbylt á þeim tíma sovésku samfélagi, hefur komm- únistaflokkurinn sjálfur, sem hann var valinn til að veita forstöðu, á engan hátt breytt sjálfum sér á þeim tíma. Það er fyrst nú á yfirstandandi flokksþingi, sem breytingar sem endurspegla þjóðfélagsþróunina í Sovétríkjunum verða gerðar. Þær breytingar munu umbylta komm- únistaflokknum og hann verður eftir í allt annarri mynd en hingað til þrátt fyrir tilraunir íhalds- manna til að halda öllu óbreyttu. Það er í flokknum, eða öllu heldur hluta flokksins, sem andstaðan gegn umbótastefnu Gorbatsjovs er sterkust og það er líka í flokknum sem stuðningur við perestrojku er sterkastur. Það er óvíst að andstæðar fylk- ingar rúmist lengur í sama flokki, það eru sterkar líkur til að flokkur- inn klofni og þeir sem lengst vilja ganga sjái sig tilneydda til að starfa á öðrum vettvangi því að flokkur- inn sem stofnun er orðinn helsti þröskuldur í vegi raunverulegra lýðræðisumbóta í Sovétríkjunum. Vinstri menn til hægri Frá því síðasta flokksþing var haldið, árið 1986, hefur kommún- istaflokkurinn afsalað sér stjómar- skrárbundnum einkarétti á völd- um og tugir smáflokka hafa verið stofnaðir. Einstakir kommúnista- flokkar, eða öllu heldur útibú sov- éska flokksins í einstökum lýðveld- um, hafa sagt sig úr lögum við móöurflokkinn, svo sem kommún- istaflokkar allra Eystrasaltsríkj- anna þriggja. Þessi ólga hefur haft mikil áhrif í móðurflokknum þar sem nú eru gagnstæðir straumar. Það eru íhaldsmenn, þeir sem oft erú kall- aðir harðlínumenn eða hægri menn, sem hafa undirtökin í flokknum, vinstri menn, sem í vest- rænum skilningi eru til hægri, eru í minnihluta. - Á milh þessara póla er allur íjöldinn, sem vill umbætur, en er ekki endilega reiðubúinn til að yfirgefa flokkinn ef sjónarmið þeirra verða ekki ofan á. Harðlínumenn Harðlínumenn svokallaðir eru þeir sem kalla sig Marxískan vett- vang og krefjast þess að lenínísk grundvaharatriði um strangan flokksaga og alræði flokksins yfir ríkisstjóm, ráöuneytum, verk- smiðjum og öllum þáttum daglegs lífs verði fylgt strangt eftir. Þeir vilja síður en svo að kommúnista- flokkurinn verði aðeins einn af mörgum flokkum, hann á að verða ahsráðandi. Æðsta ráðið, eða þing- ið, á að vera valdalaust að kaha. Úr þessari átt kemur sterkasta and- staðan við Gorbatsjov því að það er einmitt alræði flokksins sem stendur umbótum í Sovétríkjunum fyrir þrifum meira en nokkuð ann- að. En þessi armur flokksins, með mestan hluta skrifræðisveldisins innan sinna vébanda, er lang- áhrifamestur allra flokksstofnana í Sovétríkjunum enda þótt hann komi ekki fram á öllum sviðum sem skipulegt flokksbrot. Þekktasti talsmaður þessara sjónarmiða er Jeyor Lítgatsjov, og þessi hluti flokksins á flesta fuhtrúa á flokks- þinginu í Moskvu, eða um 44 pró- sent. Margir úr þessum armi tala um nauðsyn úrbóta og segjast styðja perestrojku en þær umbæt- ur eiga að vera innan núverandi kerfis, kerfinu sjálfu á ekki að breyta. Flokkabandalag Andstæð fylking róttækra um- Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna. - „Ekki vilji fyrir því að fella hann á þessu þingi, en staða hans er veikari en fyrr,“ segir m.a. í greininni. bótasinna kahar sig Lýðræðislegan vettvang og þeir menn vhja breyta flokknum i venjulegan stjómmála- flokk sem berst fyrir sínum sjónar- miðum á fundum æðsta ráðsins eins og hver annar stjórnmála- flokkur í lýðræðisríki. Forystu- menn þessa arms kommúnista- flokksins vilja að flokkurinn afsali sér öhum sérréttindum og völdum utan þings, svo sem yfirráðum yfir flokksdeildum í KGB, innanríkis- ráðuneytinu og hernum. Og í stað þess að kommúnistaflokkurinn sé einn flokkur ahra Sovétríkjanna með útibú í lýðveldunum, eigi hann að verða flokkabandalag sjálf- stæðra flokka í lýðveldunum. Þessi sjónarmið eiga miklu fylgi að fagna í Eystrasaltsríkjunum og einnig í Moskvu og Leningrad og meðal formælenda þeirra er Júrí Prokofíéf, leiðtogi kommúnista í Moskvu. Jeltsín og Lígatsjov Það er fullvíst, vegna þess að harðlínumenn eru í meirihluta á flokksþinginu, að stefna Lýðræðis- legs vettvangs veröur ekki ofan á sem stefna flokksins. Þar af leiðir að miklar líkur eru á að þessi hluti flokksins, sem er í rauninni sósíal- demókratar, segi skihð við komm- únistaflokkinn. Þar með er ekki sagt aö umbætur á vettvangi kommúnistaflokksins séu úr sög- unni. Lýðræðislegur vettvangur hefur aðeins 140 fuhtrúa af 4700 á flokksþinginu en þeir eiga mikinn fjölda bandamanna. Tahð er að um þriðjungur allra flokksmanna kommúnistaflokks- ins, sem í eru um 18 milljónir manna, sé hahur undir sjónarmið Lýðræðislegs vettvangs en sé ekki endilega reiðubúinn til að kljúfa flokkinn þeirra vegna. Meðal þess- ara umbótasinna eru fræg nöfn svo sem Boris Jeltsín, forseti Rúss- lands, og Gavril Popov, borgar- stjóri í Moskvu. Þetta er sá hluti kommúnistaflokksins sem Gor- batsjov verður að höfða th ef hann ætlar sér að eiga meirihlutastuðn- ing í valdastofnunum flokksins. Nú eru allar horfur á að þaö mis- takist. Lígatsjov og harðlínumenn eiga flesta fuhtrúa á flokksþinginu og talið er víst að það verði hans menn sem fái meirihluta í mið- stjóm. Þá er útht fyrir aö staða Gorbatsjovs verði veikari eftir flokksþingið en fyrir það. Hugsanlegt er talið að kommún- istaflokkurinn klofni upp úr þess- um landsfundi og harðlínumenn verði allsráðandi í langstærsta hluta hans. Lýðræðislegur vett- vangur verði að sósíalistaflokki, sem starfi í samvinnu við suma af nýju flokkunum sem upp hafa sprottið, og í framtíðinni komi til flokkabandalag andkommúnískra flokka. En að því er engan veginn komið. Flokksræði Þótt Gorbatsjov missi völd innan flokksins hefur hann stöðugt unnið að því aö efla stjóm landsins á lýð- ræðislegum gmndvehi, utan flokksins. Hann er forseti, með meiri völd en nokkur fyrri forseti, og sem slíkur getur hann miklu komið th leiðar. Hann hefur stefnt að því að draga úr stjórn flokksins á landsmálum og koma á lýðræðis- legum stjórnarháttum. Sú lýðræðisbylting í Sovétríkjun- um sem hann hefur sjálfur komið á er nú að grafa undan völdum hans. Andstæðingar hans em í meirihluta í valdastofnunum flokksins en fylgismenn hans em í fararbroddi í umbótastarfi hinna einstöku lýðvelda. Þá kemur það Gorbatsjov í koll að hafa ekki látið kjósa sig í lýðræðislegum kosning- um til forseta. Ef svo væri stæði hann með pálmann í höndunum. En völd hans byggjast á kommúni- staflokknum og þar á hann sterk- ari andstæðinga en nokkru sinni fyrr. Hann verður að tryggja völd sín með því að höfða til fyrrum andstæðinga sinna, svo sem Jelts- íns, og jafnframt reyna að friða fylgismenn Lígatsjovs. Haim verð- ur að hafa stuðning beggja. Það virðist ekki vhji fyrir því meðal flokksmanna að feha Gor- batsjov á þessu þingi en hitt er ljóst að staða hans er veikari en fyrr. Það var flokkurinn sem skapaði Gorbatsjov, hann á ekki um annað að velja en fara að vhja flokksins og þaö em harðlínumenn sem hafa nú styrkt stöðu sína. Gunnar Eyþórsson „Það var flokkurinn sem skapaði Gor- batsjov, hann á ekki um annað að velja en fara að vilja flokksins, og það eru harðlínumenn sem hafa nú styrkt stöðu sína.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.