Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. 15 Rekstur þjóðarskútunnar Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig standi á því aö verð- bólga þurfl aö vera svona mikil á íslandi og kemst yfirleitt að sömu niðurstöðu. Hún er sú að stjórnvöld með aðgerðum eða aögerðarieysi beri ábyrgðina en hvers vegna? Því langar mig að svara með nokkrum dæmum: Ef árar vel til sjávar eru tilhneig- ingar hjá stjómvöldum til að slaka á stjómtaumunum en þá ríður ein- mitt mest á að vaka yfir velgengn- inni og veita aðhald. Þá eru menn yfirleitt svo bjartsýnir og veitulir á fé í allar áttir til hinna ýmsu mála, en fjárfestingamar oft illa ígmnd- aðar áður. Og engum dettur í hug að leggja fé til hliðar til mögra ár- anna. Spennu á vinnumarkaði er haldiö uppi með því að ausa fjár- magni í arðlitlar framkvæmdir sem virka verðbólguhvetjandi. Þegar árar illa hafa menn til- hneigingu til að auka á rekstur rík- isins með alls konar óarðhærum framkvæmdum. Má þar nefna Kröfluævintýrið, Þörungaverk- smiðjuna að Reykhólum, saltverk- smiðju á Reykjanesi (er nú í eigu Ðana og rekin af þeim með góðum árangri), undirbúningsfram- kvæmdir fyrir álver við Reyðar- Qörð o.s.frv. Þetta kallar á erlend lán til greiðslu á gælu-málefnum stjórnmálamanna. Enginn virðist bera ábyrgð á ævintýrunum, en stjórnmálamenn eru fljótir að þakka sér ef vel gengur. Þenslan ríkir meðan á framkvæmdum stendur og stjórnmálamenn baða sig í ljóma afreka sinna en þegar að gjalddaga kemur er óráðsíunni velt yfir á fólkið í landinu í formi beinna eða óbeinna skatta. Þegar illa gengur í sjávarútvegi hafa menn góð áform um að hyggja upp íslenskan iðnað, eins og áður var efnt, en þetta vill allt gleymast um leið og betur gengur. Líkt og þegar stjórnmálamenn fara af stað í kosningabaráttu að loknu kjör- tímabili og eru þá búnir að gleyma gömlu kosningaloforðunum og KjaJlajdim Kristján Bjarnar Þórarinsson verkstjóri vanefndum á þeim. Verðtrygging Versta hugmynd stjórnmála- manna á þessari öld er vafalaust verðtryggingin. Þeir sem komu henni á ætluðu að keyra niður verðbólguna en hún er enn og verð- ur alltaf einhver, það sjáum við í nágrannalöndum okkar. Þar er hún ekki eins mikil og hér enda meiri stöðugleiki í stjómmálum. í þessum nágrannalöndum okkar, þ.e. Skandinavíu og V-Evrópu, er lítil verðbólga og þar með stöðugt verðlag, mun hærri laun en hér, lágt vöruverð. Vel á minnst; vöru- verð á íslandi er meö því hæsta sem gerist og er á góðri leið með að gera út af við atvinnuveg ferðamála sem annars gæti aflað okkur mun meiri gjaldeyristekna. Þegnarnir í þessum löndum virð- ast einnig meðvitaðri og veita kjörnum fulltrúum sínum meira aðhald en hér tíðkast. Síðast en ekki síst í þessum samanburði má geta þess að nágrannar okkar geta hæglega sparað og varðveitt sitt sparifé án þess að þar ríki hið sérís- lenska furðufyrirbæri sem verð- trygging nefnist. En verðtrygging lánsfjár án verð- tryggðra launa leiðir til eignaupp- töku þeirra sem skulda og það era einmitt þeir sem stuðla að upp- byggingu í landinu; unga fólkið og atYinnufyrirtækin. Ég fullyrði að stór hluti íslend- inga er nú í þrælkun þeirra sem eiga verðtryggt fé í geymslu fjár- málastofnana. Ég sé fyrir mér stærstan hiuta þegna landsins, sem fæddir eru í kringum 1960 hneppta í þrældóm þeirrar stéttar, sem hleypur nú með skjalatöskur milli banka og verðbréfasala í leit að betri ávöxtun, og fara til þeirra sem auglýsa hnattferöir o.fl. fyrir arð- semi fjárins. Þessi 1960-kynslóð og þéir sem koma á eftir era nýlenduþrælar fjármagnsins. Ungu hjónin leggja nótt við dag til að borga af íbúðinni sinni sem þau keyptu fyrir skyldu- sparnaðinn en mismuninn fjár- mögnuöu þau með verðtryggðum lánum. Lánum sem hækka og hækka meir og hraðar en launin og verð íbúðarinnar. Þetta ástand veldur ungu hjónunum auknum áhyggjum, þau eru minna og minna heima, hafa engan tíma fyr- ir sig, bömin og heimilið. Árangurinn er oft upplausn heimilisins, skilnaður eða fjöl- skylduóhamingja, en eigendur hinna gulltryggu fjársjóða, verð- tryggðu bréfanna spóka sig um víða veröld í alls konar lystisemd- um á kostnað þrælanna ungu. Er ekki mál að hnni? Arfur unga fólksins Við eigum að búa í haginn fyrir börnin okkar, komandi kynslóð og reyna að sjá aðeins lengra nefi okk- ar og hugsa ekki bara um skyndi- gróða á kostnað þeirra sem erfa landið. Hver er arfur unga fólksins í dag? Jú, hægt er að vísa í dæmið um ungu hjónin hér að framan sem er því miður allt of algeng saga. Við skulum bera saman hag þess fólks, sem hélt út í lífsbaráttuna fyrir 20-30 áram og nú. Þá var verð- bólga í hámarki og þeir, sem þá keyptu íbúð eða þurftu að taka lán, höföu ekki stórar áhyggjur af af- borgunum lánanna því verðbólgan át upp eftirstöðvarnar á stuttum tíma. Þeir, sem þá eignuðust sínar íbúðir fyrirhafnarlítið, gátu fljót- lega farið að hafa það gott, bjuggu við fjárhagslegt öryggi, skuldlausir og áttu jafnvel afgang af kaupinu sínu um hver mánaðamót, upplagt að spara til að mæta óvæntum út- gjöldum og eiga til ævikvöldsins. En þá tóku þeir eftir því að spariféð góða rýrnaði jafnhræðilega hratt og skuldirnar höfðu áður á svo þægilegan hátt gufað upp. Nú voru góð ráð dýr og fóru að heyrast háværar raddir um sparifé „gamla“ fólksins og fleira í þeim dúr. Ráðið sem gripið vai' til reynd- ist dýrt og mun dýrkeyptara en menn í upphafi sáu fram á. Ég full- yrði að meirihluti sparifjáreigenda sé ekki gamla fólkið, heldur sú kynslóð sem vill halda áfram að hlaða utan á verðbólgugróðann með verðtryggingunni illræmdu sem virðist lifa sjálfstæðu lífi og er ekki í neinum tengslum við verð- bólgustig hverju sinni. Erfiðleikar unga fólksins við að eignast húsnæði í dag eru gífurleg- ir og hafa verið reyndar ýmsar leið- ir til að létta róðurinn, t.d. kaup- leiguíbúðir verkalýðsfélaganna, en á því húsnæði eru miklar kvaðir og endursölumöguleikar tii skammar. Búseti virðist ágæt lausn en hefur átt andstöðu að mæta m.a. frá sjálfstæðismönnum. Rökin sem Halldór Blöndal al- þingismaður færði opinberlega í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum árum fyrir þeirri andstöðu var sú að hann og hans kynslóð hefðu haft svo óttalega mikið fyrir því að kaupa sínar íbúðir og unga fólkið í dag væri ekki of gott til að leggja út í íbúðarkaup á frjálsum markaði eins og hann heföi gert. - Halldór Blöndal hafði e.t.v. ekkert frétt um verðtrygginguna eða fylgst með því aö aðstæður allar hafa breyst mjög til hins verra á þessum vettvangi. Lærum af nágrönnum okkar Verðtrygginguna verða stjórn- völd skilyrðislaust að afnema og leysa verðbólguvandann með öðr- um og markvissari hætti. Lausnirí liggur ekki í því að fjölga ráðuneyt- um eða þenja ríkisbáknið út. At- vinnumálum þjóðarinnar verður að finna þann farveg sem farsæl- astur er með markvissum aðgerð- um, t.d. þýðir ekkert að leggja stóra fiármuni í byggingu orkuvers ef engin orkufrek fyrirtæki eru til að kaupa orkuna. Sama aflamagn og kom á land fyrir 10-20 árum brauðfæðir ís- lensku þjóðina ekki endalaust því íslendingum fiölgar jafnt og þétt. ÍCf við viljum aukið fiármagn inn í andið verðum við að framleiða vörur til útflutnings, sem afla okk- ur gjaldeyris, t.d. íslenska lamba- kjötið, það er hágæðavara, sem er offramleiðsla á og endar þar af leið- andi oft á sorphaugum eða sem dýrafóður. - En þar strandar allt á markaðssetningu erlendis eins og svo margt annað sem íslendingar gætu haft gjaldeyristekjur af. Reynum að læra af nágrönnum okkar og koma jafnvægi á efna- hagslíf þjóðarinnar, styrkja iðnað- inn og umfram allt afnema verð- trygginguna - þrælahaldið sem mergsýgur blóma þjóðarinnar. Kristján Bjarnar Þórarinsson „Verðtrygginguna verða stjórnvöld skilyrðislaust að afnema og leysa verð- bólguvandann með öðrum og mark- vissari hætti. Lausnin liggur ekki í því að fjölga ráðuneytum eða þenja ríkis- báknið út.“ Erum Ég átti heima í New York í sex ár og tók eftir hve sparsamir Bandaríkjamenn eru, sérstaklega konur, sem þá og líklega ennþá stjómuðu heimilisútgjöldum og fengu einnig allar upplýsingar um tekjurnar. Þær útskýrðu fyrir mér t.d. að ódýrara og hollara væri að kaupa frosið grænmeti en nýtt. Skýringin var að frystifyrirtækin voru í landbúnaðarhéruðum, hrá- vörur ódýrar og nýjar, frystikostn- aðurinn lágur og kostnaður við geymslu lægri. Ég bjó í þorpi Sameinuðu þjóð- anna og var oft í heimsókn hjá barnafiölskyldum. Ég tók þá eftir að böm máttu ekki svara í síma en áttu leiksíma sem þau „töluðu í“. Skýring vina minna var sú að fólk sem væri að hringja borgaði á meðan það biði eftir að barnið kall- aði á mömmu eða pabba. Sams konar hugsun stjómaði samtölum við opinberar stofnanir eða fyrir- tæki: Ekki mátti nota tíma til einskis. En hvernig er hugsunarháttur hér? Þegar hringt er heim til barna- fiölskyldna svarar oftar en ekki barn, jafnvel ungt barn. Ég tek dæmi; Ég „Er pabbi heima?" Barn- ið; „Hvað heitir þú?“ Ég svara. Nú heyri ég að barnið kallar: „Mamma, er pabbi heima?" (langt hlé). Barnið: „Pabbi er ekki heima.“ Ég: „Viltu kalla á mömmu?" Barnið: „Kona vill tala við þig.“ (Hlé) Barnið: „Mamma er við virkilega svona rík? KjaUarinn Eiríka Á. Friðriksdóttir hagfræðingur finnst leiðinlegt að svara og segja oft aðeins: „Mamma er ekki heima, veit ekki hvenær hún kemur heim. Viltu ekki bara hringja aftur?“ Símnotandi myndi hringja oft og nauðsynlegt er að leggja til að ungl- ingur skrifi niður skilaboð. Hjá opinberum skrifstofum o.þ.h. er skiuplagið undarlegt. Sem dæmi vil ég nefna reynslu mína fyrir stuttu. Ég hringdi í skrifstofu og skýrði frá að ég ætlaði að panta viðtal við forstjóra. Stúlkan við skiptiborðið svaraði kurteislega að aðeins ritari forstjórans gæti svar- að en hún væri á tali. Ég ákvað að bíða og beið í um 15 mínútur. Svar- ið var að forstjórinn væri ekki í borginni og myndi því e.t.v. veita viðtal í næstu viku. Ég bað þá um viðtal í næstu viku, en svarið var, „Ég bjó í þorpi Sameinuðu þjóðanna og var oft í heimsókn hjá barnafjöl- skyldum. Ég tók þá eftir að börn máttu ekki svara í síma.“ Lönd: Sjálfvirkt: Handvirkt: Danmörk, Noregur, Svíþjóð 69,50 100,50 Finnland, Holland 76,50 107,50 England, Spánn, V-Þýskaland Austurríki, Belgía, Frakkland írland, Lúxemborg, Sviss, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, 84,50 115,50 A-Þýskaland Búlgaría, Grikkland, Júgóslavía Pólland, Rúmenía 98,50 129,50 Rússland, Kanada 110,00 141,00 USA 128,50 159,50 Japan 254,00 316,00 Hér gildir vísast annar hugsunarháttur gagnvart símnotkun en annars staðar. - „Til útlanda gildir tvenns konar verð,“ segir m.a. í greininni. ingar og þá hefði ég fengið einfalt svar: „Forstjórinn er ekki í bæn- um. Pantanir viðtala teknar í næstu viku.“ - Tímasparnaður hefði þá verið 15 mínútur -1 mín- úta, alls 14 mínútur. Upplýsingaskortur Síðustu daga hef ég reynt að iá nokkra hugmynd um hvað símtal kostar innan Reykjavíkur og til útlanda. Það var alls ekki létt verk. Hér eru nokkrar upplýsingar fyrir lesendur. ið 8 mínútur. Af hverju þessar upplýsingar eru ekki í símaskrá skil ég ekki. Skrefið kostar núna kr. 2,99 með virðisaukaskatti. 2) Til útlanda er tvenns konar verð: Sjálfvirkt símtal og handvirkt (þ.e.a.s. beðið er eftir ákveðnum manni og símtal kallað gegnum símstöðina). „Skref til útlanda er ein mín- úta“ - Gildir frá 1. janúar 1990 og verðið það sama allan sólar- hringinn. - Hér er verð fyrir eitt skref. ekki heima.“ Ég: „Hvenær kemur mamma heim?“ Bamið: „Veit ekki“ (leggur símann á). Samtahð sýnir greinilega að börnin eru oft ein heima. Samtölin taka langan tíma og taka vinnu- tíma þess sem hringir. Unghngum, sem svara í síma, að það gæti ég ekki gert fyrr en í næstu viku. Hvað kostaði skipu- lagsleysið? 15 mínútna bið er fiögur skref 15/4. Skrefið kostar kr. 3. Tap- ið var því 3x3 kr. = kr. 9 aukalega vegna tímataps. Hefði það ekki ver- ið skynsamlegra skipulag að láta stúlku við skiptiborðið fá upplýs- 1) Innan Reykjavíkur: Mánudag - fostudags milU kl. 8 og 18, var „skref ‘ 240 sekúndur (4 mínútur) frá kl. 18-8 var skrefið 480 sekúndur (8 mínút- ur). Og frá föstudagskvöldi kl. 18 til mánudags kl. 08 var skref- Erum við svo rík að það skipti ekki máU hvort við bíðum innanlands í margar mínútur eða vitum ekki að símtal eftir kl. 18 innanlands er ódýr- ara? Eiríka A. Friðriksdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.