Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990.
Fréttir
Ingi R. Jóhannsson:
Höfum yfir
í hálfleik
„Ég segi tiú bara eíns og knatt-
spyrnumennimir.-Við höfum yfir
í hálfleík. Síöah bíður raaður eftir
áfrýjuninni," sagði Ingi R. Jó-
hannsson, fyrrverandi endur-
skoöandi Útvegsbankans.
- Þú telur að þið hafið ekki gert
út um leUdnn í fyrrí hálfleik?
„Það er alltaf betra að hafa und-
irréttinn með sér. Ég segi það
ekki. En óg œtía að sjá hvertúg
saksóknari bregst við þessu en
hann hefur þtjá mánuði til þess.
Ég held að menn megi vara sig á
að fara of geyst í sakimar,“ sagöi
Ingi.
-gse
Ólafur Helgason:
„Ég er auðvitaö ánægður með
dóminn. Ég bjóst nú satt segja
alitaf við þessari niðurstöðu,"
sagði Ólafur Helgason, fyrrver-
andi bankastjóri Utvegsbankans.
„Ég vil nú ekkert frekar um
þetta segja. Ég hef ekki lagt þaö
í vana minn að ræða þessi mál
frekar. Ég ætía að halda því
áfram,“ sagði Ólafur.
-gse
Sigurþór C. Guömundsson:
Kýs að tjá
mig ekki
„Ég held ég kjósi aö tjá tnig
ekkert um þennan dóm,“ sagði
Sigurþór Cbarles Guðmundsson,
fyrrverandi aðalbókari Hafsklps.
-gse
Garðar Sigurðsson:
Er rólegur
yf ir þessu
„Ég hef nú lítiö um þetta aö
segja. Ég er ósköp rólegur yfir
þessu. Þetta em niðurstöður sem
ég er ánægður með ög bjóst viö,“
sagöi Garðar Sigurðsson, fyrr-
verandi bankaráðsmaður Út-
vegsbanka.
Axel Kristjánsson:
Þakklátur
fyriraðtil
skuli vera
svona fólk
„Ég er fegiim að komin er sú
niðurstaða sem ég vissi alltaf að
var sú rétta. Ég ber viröingu fyr-
ir því fólki sem kveður upp þenn-
an dóm og lætur ekki ailt mold-
viðriö og ruglið, sem er búið að
vera í kríngum þetta allt saman,
rugla sig í mati sínu á málinu.
Ég er afskaplega þakklátur fyrir
að til skuli vera fólk sem lætur
ekki gemingaveðrið, sem stjóm-
málamenn og fjölmiðlar komu af
stað á sínum tima, mgla sig,“
sagðí Axel Krístiánsson, fyrrver-
andi aðstoðarbankasfjórí Ötvegs-
bankans og forstöðumaður lög-
fræðideildar bankans.
-gse
Alla tíð viss um
að ég gerði rétt
sagði Þórður H. Hilmarsson eftir sýknudóminn
„Varðandi sjálfan mig þá var ég
ákærður fyrir atriði sem ég hef aldr-
ei nokkurn tíma neitað að hafa fram-
kvæmt. Ég hef alla tíð verið viss um
að það sem ég gerði var rétt og ég
myndi gera þaö aftur. Ég hef hins
vegar ekki þorað að vona, frekar en
aðrir í þessu máh, að allir væm því
sammála og skildu þetta þrátt fyrir
allan hamaganginn," sagði Þórður
H. Hilmarsson, fyrrverandi deildar-
stjóri hagdeildar Hafskips og núver-
andi framkvæmdastjóri Glóbusar.
„Þetta er mikill léttir og ég er þakk-
látur öllum þeim sem hafa trúað á
mig og alla þessa menn ailan þennan
tíma. Það er ótrúlega margt fólk sem
hefur greint þetta mál í réttu ljósi
þrátt fyrir allt þetta fár sem hefur
veriö í kringum þetta. Það hefur gíf-
urlega mikið legiö á fjölskyldunni en
hún hefur staðið eins og klettur á bak
við mig. Þessi dómur sýnir að þrátt
fyrir þetta ofurfár, sem skapaðist
kringum þetta mál, þann almenn-
ingsdóm, sem kveðinn var upp, og
ummæh margra merkra manna í
þjóðfélaginu á sínum tíma þá hefur
dómurunum tekist að dæma algjör-
lega óháð öllu öðru en réttlætinu,“
sagði Þórður.
rgse
Ragnar Kjartansson og Lárus Jónsson takast í hendur i Sakadómi Reykjavíkur. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum
kröfum ákæruvaldsins. Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og verjandi Ragnars er lengst til hægri.
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Lýsi yfir mikilli ánægju
„Ég lýsi mikilh ánægju með dóms-
niöurstööuna. í dóminum er alfarið
sýknað af öllum ákæruefnum í þeim
þætti málsins sem er kallaður Haf-
skipsmál, það er blekkingar í við-
skiptum við Útvegsbankann,“ sagði
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta-
réttarlögmaður og verjandi Helga
Magnússonar.
„Minn sKjólstæðingur er sakfelld-
ur fyrir að hafa ekki gætt ýtrustu
varfærni í áritun á milliuppgjör og
ársreikning. Þetta er algjört smáat-
riði og skiptir í sjálfu sér engu máh.
Það sem skiptir öllu er að hann og
aðrir eru sýknaðir af öllum ákærum
tun hegningarlagabrot sem voru höfð
uppi.“
Að öðru leyti vil ég segja að með-
ferð þessa máls fyrir dómi sé til mik-
illar fyrirmyndar og þessum dóm-
stóh til sóma. Alveg frá því málsmeð-
feröin hófst hefur hún verið hlutíaus
af hálfu dómsins. Dómararnir stýrðu
þessu með miklum sóma þannig að
ég er mjög ánægður með þetta ailí
saman,“ sagði Jón Steinar Gunn-
laugsson.
-sme
Davíð Scheving Thorsteinsson:
Hver er ábyrgð
þeirra sem ollu
þessum
hörmungum?
„Ég varð afskaplega ánægður þeg-
ar ég las þetta í DV. Ég var viss um
að réttiæti myndi sigra. Það á
kannski eftir aö sigra enn ef málinu
verður áfrýjað," sagði Davíð Schev-
ing Thorsteinsson en hann átti lengi
sæti í stjóm Hafskip.
„Það er ein spurning. Þeir voru
sýknaðir. Hvað verður um þá menn
sem ollu þeim hörmungum sem
mennimir hafa gengið í gegnum?
Hvað verður um þá menn? Hver er
þeirra ábyrgð? Ég vona að þú takir
þetta ekki til þín. Menn vora fangels-
aðir, settir í einangrun. Hver er
ábyrgð þeirra sem ollu því? Hvenær
verða þeir teknir fyrir?“ sagði Davíð
SchevingThorsteinsson. -sme
Kristmann Karlsson:
Sól í heiði og
sól í sinni
„Það er sól í heiði og sól í sinni,
það er ekki hægt annað,“ sagði Krist-
mann Karlsson, fyrrverandi banka-
ráðsmaður Útvegsbankans.
„Ég leyfði mér alltaf að hafa þá trú
á íslensku réttarfari sem nú hefur
komið í ljós.“
-gse
Jóhann Einvarðsson:
Óánægður
með sviptingu
þinghelgi
„Auðvitað varð ég afar ánægður
þegar ég frétti af niðurstöðum dóms-
ins. Eins og ég sagði í upphafi máls-
ins, þegar ég fékk ákæmna, þá
treysti ég íslenska dómskerfinu og
sú von mín til þess hefur ræst. Fyrir
hönd okkar ailra er ég mjög ánægð-
ur,“ sagði Jóhánn Einvarðsson, al-
þingismaður og fyrrverandi banka-
ráðsmaður Útvegsbankans.
„Fyrir mig sjálfan get ég sagt að
mín staöa er nokkuð sérstök, án þess
að ég sé á nokkum hátt að gera lítið
úr félögum mínum. Ég var sviptur
þinghelgi fyrir löngu og það hjó
nærri mér að sjálfsögðu'. Reyndar
kom í ljós að það ekki var mjög brýnt
aö gera það á þeim tima og hefði vel
mátt fresta því. Ég er að sjálfsögðu
ánægður með að niðurstöður dóms-
ins en ég er alls ekki ánægður með
að vera fyrsti og eini maður íslands-
sögtmar sem hefur verið sviptur
þinghelgi fyrir brot sem komið hefur
í ljós að ég var saklaus af eins og ég
var alltaf sannfærður um,“ sagöi
Jóhann. -gse
Helgi Magnússon:
Hafskipsmálið var ekkert mál
„Ég fagna þessari niðurstöðu.
Hún er eins og ég bjóst viö. Það er
komin viðurkenning á því sem ég
hef sagt í þau fjögur ár sem þetta
mál hefur staðið yfir. Ég hef alltaf
sagt að Hafskipsmáhð væri ekkert
mál. AUavega ekki sakamál eða
svikamál. Með þetta höfum við
þurft aö druslast í fjögur ár. Ég hef
þurft að sætta mig við ænuneið-
andi ummæli, atvinnuróg og sví-
virðingar. Vömum hefur verið
haldiö uppi. Nú er loks komin við-
urkenning á því að Hafskipsmálið
var aldrei neitt mál,“ sagði Helgi
Magnússon sem var endurskoð-
andi Hafskips.
„Varðandi þessa 100 þúsund
króna sekt vil ég segja að það er
algjört aukaatriði í þessu s'am-
hengi. Þama er um að ræða ákveð-
ið formsatriði sem menn era ekki
sammála um. Þetta er smáatriði.
Þessi niðurstaða er ekki einungis
miktíl sigur fyrir mig og aðra sem
hafa verið bornir þungum sökum
heldur einnig fyrir réttarfarið í
landinu. Eftir að máhð komst til
meðferðar hjá Sakadómi Reykja-
víkur fékk það fyrst réttiáta og
æsingalausa meðferð. Eftir að það
komst í þann farveg hlaut hið
sanna að koma í ljós eins og raun
er orðin á og niðurstaðan er í sam-
ræmi við þaö. Þetta er tnikUl styrk-
leiki fyrir réttarfarið í landinu og
það er mikið gleðiefni."
- Saksóknari gerði kröfu um að þú
yrðir sviptur réttindum sem lög-
gjltur endurskoðandi. Þeirri kröfu
var hafnað. Ferð þú aftur tU fyrri
starfa?
„Ég er í góðu starfi og mjög
áhugaveröu. Ég hef ekki gert nein-
ar áætianir um annað en að vera
áfram í þvi starfi sem ég gegni nú,“
sagði Helgi Magnússon.
-sme