Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. Afmæli Eggert G. Þorsteinsson Eggert Gíslason Þorsteinsson, for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Móafiöt 59 í Garðabæ, er sextíu og fimm ára í dag. Eggert er fæddur í Keflavík og tók próf frá Iðnskólan- um í Rvík 1946. Hann tók sveinspróf í múrsmíði 1947 og var múrari í Rvík 1947-1953 og að nokkru næstu ár. Eggert var alþingismaður Seyð- firðinga, síðar Reykvíkinga 1953- 1978 og sjávarútvegs- og félagsmál- ráðherra 1965-1971. Hann var skrif- stofustjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins 1961-1965 og framkvæmda- stjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1972-1979. Eggert hefur ver- ið forstjóri Tryggingastofnunar rík- isins frá 1979. Hann var formaður FUJ1948-1950, síðar SU J og var í miðstjórn Alþýðuflokksins í tæpa hálfa öld frá 1948. Eggert var ritari Múrarafélags Reykjavíkur 1949- 1953 og formaður 1953-1958. Hann var ritari fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Rvík 1956-1958 og vara- forseti ASÍ1958-1960. Hann var í húsnæðismálastjórn í áratug og fjöl- mörgum öðrum nefndum og ráðum og hefur verið kosinn til ótal trúnað- arstarfa á vegum Alþýðufiokksins og verkalýöshreyfingarinnar. Egg- ert kvæntist 10. janúar 1948 Jónu Jónsdóttur, f. 2. apríl 1922, d. 19. október 1981, hárgreiðslukonu. For- eldrar Jónu eru: Jón KorneUus Pét- ursson, sjómaður í Rvík, og kona hans, Ágústa Gunnlaugsdóttir. Börn Eggerts og Jónu eru: Þor- steinn, f. 30. maí 1948, hdl. í Rvík, kvæntur Mörtu Rögnvaldsdóttir; Jón Ágúst, f. 20. ágúst 1953, tollvörð- ur í Rvík, kvæntur Þórdísi Helga- dóttur skrifstofumanni; Eggert, f. 4. október 1956, rafeindavirki í Rvík, kvæntur Þórhöllu Magnúsdóttur skrifstofumanni, og Guðbjörg, f. 11. október 1958, sjúkraþjálfari í Björg- vin, gift Gunnari Jónassyni lækni. Sambýhskona Eggerts er Helga Ein- arsdóttir, f. 22. nóvember 1924, kennari. Foreldrar Helgu voru: Ein- ar Jóhannsson, múrarameistari á Akureyri, og kona hans, Ingibjörg Austfjörð. Bróðir Eggerts er Guð- björn, f. 30. október 1927, skipstjóri í Rvík, kvæntur Svanhildi Snæ- björnsdóttur. Bróðir Eggerts sam- mæðra er Trausti Traustason, f. 18. ágúst 1945, trésmiður á Selfossi, kvæntur Hrefnu Hektorsdóttur. Foreldrar Eggerts voru: Þorsteinn Eggertsson, f. 4. júní 1905, d. 26. nóv- ember 1940, skipstjóri í Keflavík, og kona hans, Margrét Guðnadóttir, f. 12. janúar 1906, d. 25. september 1963. Þorsteinn var m.a. bróðir Gísla skipstjóra, föður Þorsteins fiski- málastjóra og Eggerts, skipstióra og afiakóngs. Systir Þorsteins var Guð- munda, amma Gunnars Arnar Gunnarssonar listmálara. Þor- steinn var sonur Eggerts, b. í Kot- húsum í Garði, Gíslasonar, b. í Steinskoti á Eyrarbakka, Gíslason- ar, b. í Bjóluhjáleigu í Holtum, Gíslasonar, bróður Margrétar, langömmu Þorgríms, fóður Sveins, staðarverkfræðings Blönduvirkj- unnar. Móðir Eggerts var Gróa Egg- ertsdóttir, b. í Haga í Holtum, Egg- ertssonar og konu hans, Þorbjargar Brandsdóttur, skipasmiðs og skálds í Kirkjuvogi í Höfnum, Guðmunds- sonar, b. í Kirkjuvogi, Brandssonar, b. á Felli í Mýrdal, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt- föður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Þorbjargar var Gróa Hafliða- dóttir, b. í Kirkjuvogi, Árnasonar, b. í Hábæ, Þórðarsonar, bróður Haf- liða, afa Þorleifs ríka á Háeyri, lang- afa Jóns Sveinbjörnssonar prófess- ors. Hafliöi var einnig langafi Ein- ars, langafa Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns. Móðir Gísla Árna var Guðríður Árnadóttir, b. í Lun- ansholti á Landi, Jónssonar og konu hans, Helgu Gísladóttur, b. í Flag- veltu, bróður Guðmundar á Keld- um, langafa Jóns Helgasonar, próf- essors og skálds. Gísli var sonur Brynjólfs, b. í Vestur-Kirkjubæ, Stefánssonar, b. í Árbæ, Bjarnason- ar, bróður Brands á FelU. Margrét var dóttir Guðna, verk- stjóra i Keflavík, Jónssonar. Móðir Guðna var Ragnheiður, systir Run- ólfs, langafa Sigurðar A. Magnús- sonar rithöfundar. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. í Háarima í Þykkvabæ, Guðnasonar. Móðir Jóns var Kristín Bjarnadóttir, systir Brands á Felli. Móðir Margrétar var Sigurbjörg Jónsdóttir, b. í Glaumbæ í Langadal, Jónssonar, b. í Almenn- ingj á Vatnsnesi, bróður Ara, lang- afa Láru Júhusdóttur, lögfræðings ASÍ. Jón var sonur Halldórs, b. í Helguhvammi, Samsonarsonar, bróður Jakobs, langafa Sigurðar Eggert Gíslason Þorsteinsson. Eggerz ráðherra og Ragnhildar, móður Kristjáns Thorlacius, fyrrv. formanns BSRB. Jakob var einnig langafi Búa, fóður Ásgerðar vef- Ustakonu. Annar bróðir Halldórs var Jónas, langafi Karls, fóður Guð- laugs Tryggva hagfræðings. Móðir Halldórs var Ingibjörg Halldórs- dóttir, systir Hildar, móður Jóns, langafa Ólafs Friðrikssonar verka- lýðsleiðtoga og Haraldar Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haralz. Eggert verður að heiman á afmæhs- daginn. Jón Guðmundsson Jón Guðmundsson, verkstjóri í Hampiðjunni, Skógarlundi2, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Jón er fæddur í Sandgerði og ólst þar upp. Hann varð gagnfræðingur í Reykholtsskóla í Borgarfirði 1957 og bifreiðastjóri hjá íslenskum aðal- verktökum 1957-1960. Jón var bif- reiðastjóri hjá Vörubílastöð Sand- gerðis 1960-1962 og sjómaður í Sand- gerði 1962-1970. Hann var netamað- ur í Netaverkstæði Suðurnesja 1970-1977 og togarasjómaður í Sand- gerði 1977-1981. Jón var lagermaður í Hampiðjunni 1981-1986 og hefur verið verkstióri þar frá 1986. Hann var í stjórn Nótar, félags netagerð- armanna 1985-1987. Dóttir Jóns og Jóhönnu Óladóttur, f. ll.júlí 1949, verslunarmanns á ísafirði er: Guðbjörg Sigríður, f. 22. maí 1975. Sambýliskona Jóns er Oddný S. Gestsdóttir, f. 14. septemb- er 1940, forstöðumaður Dagheimihs- ins Sunnuhvols á Vífilsstöðum. For- eldrar Oddnýjar eru: Gestur Sölva- son, sjómaður í Rvík, og kona hans, Kristiana Steinunn Ingimundar- dóttir. Foreldrar Jóns eru: Guðmundur Jónsson, f. 5. júlí 1897, d. 24. maí 1971, bílstjóri í Sandgerði, og kona hans, Guðbjörg Sigríður ÞorgUs- dóttir, f. 4. febrúar 1904, d. 16. októb- er 1964. Guðmundur var sonur Jóns, smiðs í Eldhúsinu í Keflavík, Jóns- sonar, b. Pétursssonar, b. í Sviðu- görðum, Guðmundssonar, b. á Galtastöðum, Björnssonar, b. á Efra-VeUi, Þórólfssonar, lögréttu- manns í Vorsabæ í Flóa, Guð- mundssonar. Móðir Jóns Péturs- sonar var Elín Jónsdóttir, b. í Vestra-Geldingaholti, Jónssonar og konuhans, EUnar Sigurðardóttur, b. á Minna-Núpi, Jónssonar, lög- réttumanns í Bræðratungu, Magn- ússonar, b. í Bræðratungu, Sigurðs- sonar. Móðir Jóns var Þórdís (Snæ- fríður íslandssól) Jónsdóttir, bisk- ups á Hólum, Vigfússonar. Móðir Péturs í Sviðugörðum var Guðlaug Pétursdóttir, systir Sigurðar, fóður Bjarna Sívertsens riddara. Móðir Jóns í Eldhúsinu var Elín Sveins- dóttir, Sigurðssonar og konu hans, EUnar Þorbjörnsdóttur, b. í Siglu- vík, Þorkelssonar. Móðir Guðmund- ar var Þóra EyjóUsdóttir, vinnu- manns á Ysta-Skála, Jónssonar og konu hans, Þórdísar Guðmunds- dóttur, b. í Hlíð í Ásasókn, ísleifs- sonar, b. á Hryggjum í Mýrdal, Guð- mundssonar á FelU í Mýrdal, Vig- fússonar, prests á FeUi, ísleifssonar. Guðbjörg var dóttir ÞorgUs, b. á Bala á Miðnesi, Árnasonar, b. í Eystri-HóU í Vestur-Landeyjum, Sveinbjörnssonar. Móðir Arna var Gróa Guðmundsdóttir, b. í Önund- Jón Guðmundsson. arholti í VUUngaholtshreppi, Gunn- arssonar og konu hans, Ólafar Guð- mundsdóttur. Móðir ÞorgUs var Helga Ingvarsdóttir, b. í Eystri-Hól í V-Landeyjum, RunóUssonar og konu hans, Kristínar Sigurðardótt- ur, b. í Ártúnum, Þorsteinssonar. Móðir Kristínar var Kristín Guð- mundsdóttir, b. á KáUsstöðum í Landeyjum, Sigurðssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, b. í HaUgeirsey, Ólafssonar, bróður Jóns, afa Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Móðir Guðbjargar var Unnur Sigurðardóttir, b. í Há- holti á Miönesi, BjörgóUssonar. Móðir Sigurðar var Sigríður Þor- steinsdóttir, b. í Kuðungi í V-Land- eyjum, Símonarsonar. Jón tekur á móti gestum föstudag- inn 6. júU kl. 17-20 á heimiU sínu. Tll hamingju með afmælið 6. júlí 85 ára 60ára Aldís Pálsdóttir, Litlu-Sandvík, SandvíkurhreppL 80ára Halidóra Halldórsdóttir, Freyvangi5,HeUu. 75ára Syeuiveig Sigurðardóttir, : Mölavegi 9, Seyöisfirðí. Maggý H. Kristjánsdóttir, Aðalstræti 90, Patreksfirði. Björn Benedik tsson, SandfeUshaga EE, Öxarfjarðar- hreppi. Auður Guðjónsdóttir, Stapasíðu 15D, Akureyri. Betúel Betúelsson, FjarðarseUll.Reykjavík. Júiíus Einarsson, Baugsholti 21, Keflavík. Sigu rjón Guðj ónsson, Hraunbæ 84, Reykjavik Hannverður aðheiman í dag. 50ára 70ára Bragi Sigfússon, Syðra-Kálfsskinni, Árskógshreppi. Jóhannes Leifsson, Ljárskógtim26, Reykjavík. Steinuun Thorarensen, BirMteigi 1Á, MosfeUsbæ. Erlingur Sigurðsson, SörlaskjöU 8, Reykjavík. Kristin Jón sdó U ir, Ártröð 14, Egilsstöðum. Björu Haraldur Sveinsson, Hafnarstræti 3, Akureyri. Sigurður R. Guðmundsson Sigurður R. Guðmundsson, fyrrv. íþróttakennari og skólasljóri, Haga- mel 10, SkUmannahreppi, er sextug- urídag. Sigurður fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1946M8, lauk kennaraprófi 1950, íþróttakennaraprófi 1951, stundaði nám við Statens Gymnastikskole í Osló 1955 og var á fimmleikanám- skeiðum í LUlsved í Svíþjóð 1952 og í Horten í Noregi 1958, auk þess sem hann hefur kynnt sér skólamál víð- ar á Norðurlöndunum, svó og á Englandi, í Mið-Evrópu, Bandaríkj- unumogíKína. Sigurður var kennari við barna- og miðskólann á Ólafsfirði 1951-56, stundakennari við Iðnskólann á ÓÍ- afsfirði 1951-52, kenndi fimleika og leiki hjá íþróttafélaginu Letftri á Ólafsfirði og var formaður þess í þrjú ár, kenndi við Héraðsskólann á Núpi 1956-65, var skólastióri Heið- arskóla í Borgarfirði 1965-87 og námssljóri í félagsmálum frá 1987. Sigurður starfrækti íþróttaskóla Siguröar Guðmundssonar 1958-81, fyrst fyrir börn og ungUnga en 1976-81 fyrir fatlaða. Hann var einn af stofnendum Skíðaskólans í Kerl- ingarfjöUum 1961 og var þar við kennslu og stjórnun á sumrin. Sigurður var formaður Héraðs- sambands Vestur-ísfirðinga 1958-65, formaður Ungmennafélags Mýra- hrepps 1957-60, meðhjálpari í Núps- kirkju 1956-65 og gjaldkeri Núps- sóknar á sama tima. Hann var for- maður Ungmennafélagsins Hauks 1966-70, sat í stiórn Ungmennasam- bands Borgfirðinga um árabU og var formaður borðtennisnefndar í tótf ár. Siguröur sat í stiórn Ungmenna- félags íslands 1969-75, var formaður Kennarasambands Vesturlands 1972-76 og Skólastjóra- og yfirkenn- arafélags íslands 1981-83. Kona Sigurðar er Katrín Árna- dóttir, f. 10.8.1930, kennari, dóttir Árna Jónssonar, verkamanns í Stykkishólmi, og konu hans, Guð- bjargar Guðmundsdóttur. Börn Sigurðar og Katrínar eru Guðbjörg, f. 27.5.1951, kennari; Guö- mundur, f. 13.6.1955, íþróttakennari í Njarðvík; Reynir, f. 25.2.1957, nemi í Reykjavík; Eria, f. 18.10.1963, íþróttakennari á Akranesi, og Ragn- hUdur, f. 18.10.1963, íþróttakennari á SeUossi. Sonur Sigurðar utan hjónabands er Haukur, f. 26.3.1956, trésmiður í Ólafsvík. Bræður Sigurðar: Ólafur, fram- kvæmdastjóri BútæknideUdar Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins, og Ásgeir námsgagnastjóri. For- eldrar Sigurðar voru Guðmundur Jónsson, f. 2.3.1902, skólastjóri á Hvanneyri, og kona hans, María RagnhUdur Ólafsdóttir, f. 16.2.1896, húsmóðir. Föðurbræður Sigurðar: Jónas, fyrrv. fræðslustjóri, faðir Ögmund- ar.formanns BSRB; Björn, veður- fræðingur og læknir, faðir Guð- mundar verkfræðings; Jóhann Frí- mann, umsjónarmaður hjá Reykja- víkurborg; Ingimundur, og Torfi, b. á Torfalæk, faðir Jóhannesar, fram- kvæmdasijóra Framleiðsluráðs landbúnaöarins, og Jóns skák- manns. Faðir Guðmundar var Jón, b. á Torfalæk á Ásum, hálfbróður Páls Kolka læknis. Jón var sonur Guð- mundar, b. á Torfalæk, bróður Sig- fúsar, langafa Ingimundar Sigfús- sonar í Heklu. Guðmundur var son- ur Guðmundar, b. á Nípukoti, Jóns- sonar, bróður Sveins, langafa Guö- mundar Björnssonar, prófessors í læknisfræði. Móðir Jóns á Torfalæk var Sigurlaug Jónsdóttir, b. á Sauðanesi, Sveinssonar. Móðir Jóns á Sauðanesi var Halldóra Sigurðar- dóttir, b. í Grundarkoti, Jónssonar, Harðabónda í Mörk, Jónssonar, ætt- föður Harðabóndaættarinnar. Móðir Guðmundar var Ingibjörg, sysfir Guðmundar landlæknis. Ingi- björg var dóttir Björns, b. á Marð- arnúpi í Vatnsdal, Guðmundssonar. Móðir Björns var Guðrún Sigfús- dóttir Bergmanns, b. á ÞorkelshóU, ættföður Bergmannsættarinnar. Móðir Ingibjargar var Þorbjörg Sigurður R. Guðmundsson. Helgadóttir, systir Sigurðar, afa Sig- urðarNordal. Foreldrar Ragnheiðar voru Ólaf- ur, b. í Brimnesgerði, Finnbogason og Sigríður Bjarnadóttir. Þau hjónin, Sigurður og Katrín, taka á móti gestum í FélagsheimU- inu Heiðarborg á afmæUsdaginn frá klukkan 20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.