Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. 3 Er norsk-íslenska síldin að snúa aftur? „Rússamir telja sig hafa séð þarna sOd sem er talsvert vestar en verið hefur undanfarin 20 ár,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar. Sovéskt rannsóknarskip hefur fundið stóra síld úr norsk- íslenska síldarstofninum um 250 sjómílur norðaustur af Langanesi. „Það er ómögulegt að fullyrða nokkuð um hve mikið þetta er en þetta verður kannað í ágúst. Þá ætl- um við að kanna útbreiðslu og göng- ur síldarinnar. Við förum í könnun- arferð 8. júlí, Norðmenn fara 27. júlí, Færeyjar 20. ágúst og Rússar ætla einnig í ágúst. Það verður náin sam- vinna milli Norðurlandaþjóðanna. Rússarnir könnuðu þetta ekkert nákvæmlega en sáu góðar og þéttar torfur. Það er mjög erfitt að meta stofnstærð á sumrin þegar síldin er í þéttum torfum í ætisleit. Stofninn er um l'A milljón tonna sem er svipaö og síðustu 2-3 ár. Fyr- ir 40 árum var þessi sami stofn um 10 milijónir tonna en fyrir 20 ánun aðeins um 70-80 þúsund tonn. Næstu 2-3 árgangar verða slakir en vonir standa til að þetta fari að batna. Norðmenn veiða um 100.000 tonn úr stpfninum. íslenski stofninn er hins vegar um 'A milljón tonna og við höfum veitt um 90-100.000 tonn úr honum.“ -PÍ ^ , < " ' ■ ^ y yj | Brúðubillinn sýnir „Land- ið þitt“ í sumar sýnir Brúðubíhinn tvo söngleiki. „Landið þitt“ er byggt upp á fjórum stuttum leikþáttum og hó- fust sýningar 7. júní með frumsýn- ingu í Hallargarðinum. Helga Stef- fensen er höfundur og jafnframt leik- stjóri sýningarinnar en auk hennar stjórnar Sigríður Hannesdóttir hreyfmgum brúðanna. 10. júlí frumsýnir Brúðubíllinn söngleikinn „Bíbí og blaka“. Brúðu- bíhinn sýnir á öllum gæsluvöllum borgarinnar og öðrum útivistar- svæðum í júní og júlí ár hvert. Að- gangur er ókeypis og sýningarnar eru öllum opnar. -HMÓ Leikarar Bruðubílsins eru ekki eins og leikhúsgestir eiga flestir að venjast. An efa eiga þeir eftir að vekja mikla hrifningu hjá yngstu kynslóðinni. Helga Steffensen er hér í góðum félagsskap brúðanna. DV-mynd BG Fréttir Fellabær: Þorsk- hausarnir renna út Sgiún Björgvmsd., DV, Egflsstöðum; Frá áramótum hafa verið unnin 270 tonn af þorskhausum hjá Heröi hf. í Fellabæ við Lagarfljót og til þess þurfti 1200 tonn af hrá- efni sem kemur viða af Austur- landi. Vel hefur gengið að selja afurðirnar það sem af er þessu ári og má heita að framleiðslan seljist jafnóðvun. A síðasta ári söfnuðust upp all- miklar birgðir og olli það tölu- veröum erfiðleikum i rekstrin- um. Nú er fjárhagsstaðan hins vegar að komast í gott horf. Tíu manns vinna hjá Herði. Hofshreppur hinn nýi: Jón á Óslandi sveitarstjóri ÞórhaBur Asmundsson, DV. Skagafirði: Jón Guðmundsson á Öslandi í Skagafirði hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Hofsósí - í Hofs- hreppi hinum nýja - i stað Björns Nielssonar og tekur viö því starfi 10. júlí. Um leið lætur Jón af staríi framkvæmdastjóra Hér- aðsnefhdar Skagafjarðar. Fyrsti fundur nýkjörinnar hér- aðsnefndar verður 12. júlí og verður þá væntanlega ráðinn framkvæmdastjóri héraðsnefnd- arinnar í stað Jóns á Óslándi. Jón var oddviti í Hofshreppi „hinum forna“ i 20 ár og hreppsnefhdar- maður f jafnlangan tíma. Læknislaust á Þing- eyri og Flateyri - prestar láta málið til sín taka Inga Dan, DV, Vestfjörðum: Eins og Vestfiröingar vita manna best verður sífellt erfiðara að fá lækna til starfa úti á landi, einkum á smærri stöðum. Ástandið hér vestra hefur lengi verið slæmt en í vetur hefur keyrt svo um þverbak að Prestafélag Vestfjarða sá ástæðu til að álykta sérstaklega um málið á fundi sínum fyrir nokkru. Hinir vestfirsku prestar beina þeim eindregnu tilmælum til heilbrigðis- ráðherra og landlæknis að heilsu- gæslustöðvar verði starfræktar meö eðlilegum hætti. í greinargerð segir að ófremdarástand ríki í heilbrigðis- málum á Vestfjörðum, enda sitji læknar t.d. hvorki á Þingeyri né Flat- eyri og lýsir prestafélagið fullri ábyrgð á hendur heilbrigðisráðherra og landlækni. Það er skemmst frá því að segja að ráðherra hefur ekki gefið sér tíma til að svara bréfi prestanna og ráðu- neytið verst allra frétta. V-Húnavatnssýsla: Sambýli fatlaðra að Gauksmýri Þórhallur Aamunds., DV, Norðl. vestra: Á næstu vikum verður hafið sam- býli fyrir fatlaða aö Gauksmýri í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Það er Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra sem stendur fyrir því. Á síðasta ári var gengið frá kaupum félaga Þroskahjálpar í kjör- dæminu á Gauksmýri og fengu félög- in til þess verulegan styrk frá því opinbera. Áætlað er að íbúar í sambýlinu á Gauksmýri verði 5 til 7. Gert er ráð fyrir fimm stöðugildum þar og mun svæðisstjórnin sjá um ráðningar í samráði við forstöðumann sambýhs- ins sem hefur menntun þroskaþjálfa. Búrekstur verður í tengslum við sambýlið og verður ráðinn ráðsmað- ur sem hefur reynslu í búrekstri og hefur auk þess starfað með fotluðum. Vestmannaeyjar: Mikil vinna í humrinum Humarveiði hefur glæðst á ný eftir að hafa verið frekar dræm í júní. Veiðin fór vel af stað seinni hluta maí en í júní var hún léleg. Það er fyrst núna að hún hefur glæðst á ný og sagði Ásmundur Friðriksson í Frostveri að hún hefði snarlagast. Mest er veiðin austur í Breiðamerk- urdýpi en einnig hefur fengist góður afli hér heima við Eyjar. Eru bátarnir að koma með fjögur til átta kör í róðri, miðað er við slit- inn humar, sem er mjög gott. Nú er humarinn smærri en hann var fram- an af og sagði Ásmundur að það væri árvisst. Nokkuð er farið að sax- ast á kvóta humarbátanna. Drífa VE er búin með sinn kvóta sem var 4,6 tonn. Mikil vinna er við humarinn í Frostveri. Lögð er áhersla á að heil- frysta sem mest og sagði Ásmundur að mihi 60 og 70% færu í heilfryst- ingu. □AIHATSU APPLAUSE Á fráh íeru verði fráV*- ft84.0 OO.. ' ^una Fáanlegur fimm gíra eða sjálfskiptur Brimborg hf. Faxafenl 8 • S: 68 5870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.