Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 9
MÁNUDAGIÍR ð. JÚLÍ 1990. Lech Walesa, fyrir miðju, og Tadeusz Mazowiecki, til vinstri, funduðu um helgina til að reyna að leysa pólitískan ágreining sinn. Símamynd Reuter Klofningurlnn innan Samstööu: Friðarviðræður deiluaðila - Walesa gagnrýnir enn á ný stjómina Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, og pólski forsætisráðherr- ann, Tadeusz Mazowiecki, hittust um helgina til að reyna að leysa hinn alvarlega póhtíska ágreining sín á milli. Þessir tveir helstu forystu- menn Samstöðu, sem nú er við völd í Póllandi, eru á öndverðum meiði og hefur það leitt til klofnings innan samtakanna. í fréttum PAP, hinnar opinberu pólsku fréttastofu, sagði að mennim- ir hefðu náð samkomulagi um að vinna saman að frekari umbótum í Póllandi og sjá til þess að póUtískur ágreiningur þeirra og mismunandi sjónarmið hinna ýmsu hópa grafi ekki undan þróun mála í þar í landi. Heimildum ber hins vegar ekki sam- an um hvort þeim hafi tekist að leysa djúpstæðan ágreining sinn. Sumir segja að mennirnir hafi í raun gert Utið annað en ýta deilum sínum til hUöar, að sinni. Walesa og Mazowiecki unnu náið saman á þeim tíma er Samstaða var helsta stjórnarandstöðuaflið í Pól- landi. Við stjórnarmyndun á síðasta ári ákvað Walesa, sem vonast eftir forsetaembættinu, að vera utan stjórnar. Hann lýsti aftur á móti yfir stuðningi sínum við Mazowiecki til embættis forsætisráðherra. En síðustu mánuði hefur mátt greina vaxandi ágreining miUi þeirra og hefur það leitt til klofnings innan samtakanna. Walesa hefur gagnrýnt stjórn Mazowieckis harölega fyrir að innleiða umbætur í landinu of hægt og sagt að stjórnvöld séu að reyna að koma á nýju pólitísku einræði. Og í gær, í kjölfar viðræðnanna, gagnrýndi Walesa enn á ný stjóm Samstöðu. Hann gaf í skyn að enn væri lýðræði í Póllandi í hættu. Fyr- ir helgi tók Mazowiecki til sinna ráða, stokkaði upp í stjóm sinni og rak m.a. þrjá fyrrum kommúnista úr embættum sínum. Þá lagði ráð- herrann til að kosningar færu fram hið fyrsta en Walesa og stuðnings- menn hans hafa mjög þrýst á það. Reuter Stjórnarandstaðan í Kosovo: Hvetur til verkfalls Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í júgóslavneska héraðinu Kosovo í lýðveldinu Serbíu hafa hvatt til verkfalls meðal íbúa héraðsins til að mótmæla yfirráðum Serba. Serbnesk yfirvöld hafa hótað á móti að allir sem þátt taka í slíkum verkföllum muni missa vinnuna. Lýðræðislegur vettvangur, stærsta stjórnarandstöðuaflið í Kosovo, hefur hvatt Albani í hérað- inu að leggja niður vinnu í klukku- stund á hverjum degi. Albanir eru í miklum meirihluta í Kosovo, hér- aðinu sem lýtur að mestu stjórn Serba. Einn embættismaður stjórnar- innar í Serbíu sagði aftur á móti í gær að yfirvöld myndu grípa til sinna ráöa komi til verkfalls, reka verkfallsmenn og halda eftir laun- um þeirra. Ráðamenn í Serbíu leystu upp þing og stjórn Kosovo fyrir helgi í kjölfar þess að fulltrúar á þingi héraðsins lýstu yfir sjálfstæði þess frá Serbíu. Um helgina hertu serb- nesk yflrvöld mjög öryggisgæslu í héraðinu og vaktar vopnum búin lögregla nú götur flestra stærri borga. Lögregla hefur enn ekki yfirgefið höfuðstöðvar fjölmiðla í Pristina, höfuðborg Kosovo, en hún réðst þar inn fyrir helgi. Á mótmælafundi í Kosovo í gær hvatti Veton Surroi, einn leiðtoga stjórnarandstæðinga, Sameinuðu þjóðirnar til að grípa inn í þróun mála í héraðinu. Lögregla leysti upp fundinn. Reuter , 9 Útlönd Sigur Vestur-Þjóðverja á HM: Gífurleg fagnað- arlæti í gærkvöldi Það var ákaft fagnað í Austur- og Vestur-Berlín í gærkvöldi eftir sigur Vestur-Þjóðveija í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu. í austri og vestri keyrðu fánum prýddir bílar um göturnar og hópar fólks gengu um og hrópuðu: „Þýskaland, Þýska- land.“ Var það áht manna að sigurinn væri sérstaklega sætur nú, á ári sam- einingar þýsku ríkjanna. En fagnaðarlátunum fylgdu einnig nokkrar róstur og til vandræða kom í nokkrum borgum Þýskalands. Skemmdarverkastarfsemi, þjóðem- ishyggja og kynþáttahatur settu svip sinn á fagnaðarlætin. Hópar fólks brutu rúður í verslunum og flöskur fengu að fljúga um götur borganna. Óeirðalögreglu í Vestur-Berlín tókst að koma í veg fyrir frekari ólæti en í Hamborg slösuöust nokkrir lög- reglumenn í átökum við óeirðaseggi. Þá urðu útlendingar fyrir aðsúgi kynþáttahatara og ofbauð mörgum hvernig fagnaöarlætin þróuöust. Tveir áhangendur vestur-þýska liðsins fagna sigri liðs sins á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu. Haft var á orði að Þýskaland mætti á þessari stundu ekki við því að sýna neikvæða hliö og að Þjóðverjar ættu erfitt með að gera sér grein fyrir því Simamynd Reuter hversu langt mætti ganga í þjóðern- ishyggjunni. Reuter ALTECH SUPER-FAX 22 ★★ MYNDSENDITÆKI = FAX ★★ Fax/sími/símsvari/ijósrit = ailt í sama tækinu = Verð kr. 71.486,- án/VSK kr. 89.000,- með/VSK Pöntunarþjónusta MARKAÐSÞJÓNUSTAN Skipholti 19 3. hæð sími: 2 69 11 Utsölustaðir: Lyfjaberg, Hraunbergi 4. Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68. Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76. Snyrtivöruverslunin Thorella, Laugavegsapóteki, Laugavegi 16. Snyrtivöruversiunin Stella, Bankastræti 3. Vesturbæjarapótek, Melhaga 26-22. Garðsapótek, Sogavegi 108. Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b. Apótek Garðabæjar, Hrísmóum 4, Garðabæ. Apótek Mosfells, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Akureyrarapótek, Hafnarstr. 104, Akureyri. Apótekið Siglufirði, Norðurgötu 4, Sigluf. Dalvikurapótek, Goðabraut 4. Dalvik. Essoskálinn (snyrtivörudeild), Flateyri. Nesapótek, Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi. Snyrtivöruversl. Sandra, Reykjavíkurvegi 50. HEILDIN sf. sími 656050 Fcest aðeins í apótekum og snyrtivöruverslunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.