Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. Utlönd Nárosmenn í Sófiu, hofuöborg Búlgaríu, krötöust í gær ai'sagnar fleiri valdamanna úr rööum sósíal- ista en fbrseti landsíns, Petar Mlad- enov, neyddist til aö segja af sér á föstudag eftir almenn mótmæli gegn honum. Mótmælin og kröfurnar um að Mladenov segöi af sér fóru af stað vegna þess aö upp komst aö hann heföi kallað til skriðdrekasveitir er mótmæli gegn stjóm landsíns brut- ust út i desember síöastliðnum. Námsmennimir hafa nefnt nöfn Pe*ar Mladenov, forseti Búlgariu, nokkurra ráðherra sem þeir viija sa9ði a» sér á föstudag í kjöffar sjá hverfa úr valdastöðum sínum á mlkilla mótmæla gegn honum. næstunni. Sfmamynd Reuter Þýskalands. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. Þrir fjórðu hlutar Vestur-Þjóðveija voru á þessari skoðun og fleiri en níu af hverjum tíu Austur-Þjóðverja. Einhverjar raddir höföu heyrst sem vildu Bonn sem höfuðborg þegar sameiningin yröi að veruleika en nú tala stjómmálamenn nærri ein- göngu um Berlín í þvi tilliti. mótmæll sem áttu sér stað í Nairobf GeiröalögregJan í Simamynd Reuter sem en ekki er vitað til þess aö nokkur haii látist. ins, sem handteknir vom síöastliðino miðvikudag. Ráðherramir fyrrverandi fyrir vikið. Býdur sig fram tii formennsku Pyrram orkumálaráðherra ísra- els, Moslie Shahal, hefur tilkynnt framboð sitt til forystu i Verka- mannaflokki landsins. Segist hann einkum munu leggja áherslu á að koma á friði mílli Bandartkjanna og Palestínu. Shahal segist vera fulltrúi ungu kynslóðarinnar en hann myndi eiga erfitt með að sigra Shimon Peres núverandi leiðtoga flokksins ef til kosninga kæmi á milli þeirra. Peres nýtur mikilla vinsælda og " .„. . , . “ " ~ skoraö hefur veriö á hann aö halda MA°?he Shaha ’ *rrum orkumala' áfram formennsku. ráðherra Israels. Símamynd Reuter Strætisvagn og lest í árekstri cr strætisvagn og gærkvöldi með þessum afleíðlngum. Þeir sero særðust og létu lestarferþegana sakaði ekki. Reuter Mikhail S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins og forseti Sovétrikjanna (til vinstri), ásamt fulltrúum á yfirstandandi þingi kommúnistaflokksins. Símamynd Reuter Þing sovéska kommúmstaflokksins: Skipan miðstjórn- ar skiptir sköpum Mikhail Gorbatsjov er næsta ör- uggur með að halda forystuembætti sovéska kommúnistaflokksins en sigur hans eða ósigur á yfirstandandi þingi flokksins veltur á skipan mið- stjómar flokksins þegar fram líða stundir. Kosið verður til hinnar 249 manna miðstjórnar á flokksþinginu síðar í vikunni. Gorbatsjov hefur fengið vilyrði bæði harðlínumanna og umbóta- sinna á þingi flokksins fyrir áfram- haldandi setu í embætti leiötoga þeg- ar gengið verður til kosninga síðar í þessari viku, hvað sem líður gagn- rýni á hann og stefnu hans. En sigur hans veltur á hvemig miðstjórn flokksins verður skipuð. Gorbatsjov og stuðningsmenn hans, í miklum minnihluta á þessu þingi, hafa staðið að mestu af sér harðorða gagnrýni harðlínumanna. En margir frétta- skýrendur óttast að það kunni að vera of seint fyrir leiðtogann að koma í veg fyrir kosningu miðstjórn- ar þar sem harðlínumenn verða í meirihluta. íhaldsmenn era þegar í meirihluta á þinginu og hafa hvatningar um róttar umbætur á flokknum að mestu fallið í grýtta jörð meðal hinna rúmlega fjögur þúsund þingfulltrúa. Jafnvel tillaga Borisar Jeltsin, for- seta rússneska lýðveldisins, um stofnun bandalags lýðræðisafla með þátttöku annarra flokka var varla rædd. Erlendir fréttaskýrendur segja að sigur hægrimanna muni án efa leiða til fjöldaúrsagna úr flokknum og tryggja að fullu hnignun kommún- ismans í Sovétríkjunum. Nokkrir fé- lagar í Bandalagi lýðræðissinna, hópi umbótasinna innan sovéska kommúnistaflokksins, hafa hótað því að segja sig úr flokknum og stofna eigin stjórnmálaflokk verði umbætur á stefnu og markmiðum kommúnista ekki samþykktar á þessu þingi. Fréttaskýrendur segja að Gor- batsjov hafl lagt áherslu á að halda leiðtogaembætti sínu ásamt embætti forseta Sovétríkjanna vegna þess að hann telur nauðsynlegt að hann haldi völdum innan flokksins. En þessir sömu fréttaskýrendur segja einnig að ef flokkurinn láti ekki af andstöðu við umbótastefnu Gor- batsjovs muni leiðtoginn einfaldlega beita valdi sínu sem forseti landsins og þegar fram líða stundir láta flokksforystuna sigla sinn sjó. Reuter Uppreisnarmenn í Líberíu: Vilja ekki vopnahlé Uppreisnarmenn, sem bola vilja Samuel Doe, forseta Líberíu, úr valdastóli, sögðust í gærkvöldi ekki myndu láta yfirlýsingu stjómvalda um vopnahlé hafa áhrif á sig. En átök hafa átt sér staö milli uppreisnar- manna og hers landsins undanfarið hálft ár. Uppreisnarmenn bíða eftir því að stjómvöld gefist upp. Erlendir sendifulltrúar í landinu álíta að það sé aðeins dagaspursmál hvenær forsetinn hrökklist frá völd- um. Eftir að uppreisnarmenn réðust ínn í höfuðborgina, Manrovíu, fyrir viku hefur forsetinn setið inni í höll sinni umkringdur herskara og líf- vörðum. En uppreisnarmenn hafa setið um höll forsetans þennan tíma. Forsetinn hefur látiö hafa eftir sér að hann sé tilbúinn til að segja af sér svo lengi sem öryggi hans verði tryggt. Átök héldu áfram í nokkrum hlut- um borgarinnar um helgina og eru flestar verslanir og þjónustustofnan- ir enn lokaðar. Rafmagn og vatn hef- ur verið af skornum skammti frá því í síðustu viku og fæðuskortur er orð- inn nokkur. Þegar tilkynning barst í útvarpi á Uppreisnarmenn í Líberiu á leið tii höfuðborgarinnar þar sem uppreisnar- menn sitja um höll forseta landsins. Símamynd Reuter fóstudag um að vopnahlé væri fyrir menn hafa ekki hug á því á næst- höndum brutust út fagnaðarlæti. En unni heldur bíða þeir eftir uppgjöf eins og áður segir var sá vilji ekki forsetans. gagnkvæmur þar sem uppreisnar- Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.