Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. 17 dv Lesendur . , . y f==^^===^=; enn mem hattar Það er þarna við Ánanaust sem átak verður gert i hreinsun á sjávarkantin- um. - Girða verður fyrir að fólk geti óhindrað komið og hent þarna rusli og öðrum úrgangi. 0STATILB0Ð nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka af rækjuosti eða 3 mismunandi tegundum Aður kostuðu 3 dósiru.þ.b JíCTkr., nú 345 kr.* um 25% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Tilboðið stendur til 15. júlí Strandlengja vest urbæjar í rusli Ólöf hringdi: Ég las bréf frá Páli Ólafssyni í DV hinn 27. júní sl. um vesturbæjar- strandlengjuna við Ánanaust og spyr hann þar hvað hafi orðið um hug- myndina varðandi það að gera þarna átak um að ganga frá sjávarkantin- um og koma fyrir bekkjum eða a.m.k. sléttum gangstíg svo að fólk geti gengið þarna óhult og notið þess undurfagra útsýnis sem þarna er. Ég hringi nú vegna þess að mér er málið skylt eins og mörgum sem húa þarna nálægt og horfa á fjölda veg- farenda, innlendra og erlendra, sem stansa þarna til að njóta útsýnisins. Þarna koma stundum rútubílar fullir af ferðamönnum sem láta sig hafa það að stíga út og taka myndir af sjónum og fjallahringnum en geta 'varla fótað sig á svæðinu fyrir rush og óhrjálegheitum. Ég hélt satt að segja að þegar áð- umefnt lesendabréf birtist myndu fylgja skýringar hvenær úrbóta væri að vænta eða hvort þetta ætti að vera svona framvegis. Ég skora á ykkur hjá DV að kanna málið hjá viðkom- andi ráðamönnum borgarinnar og birta þá svar þeirra viö fyrsta tæki- færi. Lesendasíða DV aílaði sér nokkurra upplýsinga um máhð og eftir því sem næst verður komist hefur þetta verið tekið fyrir nýlega á borgarráðsfundi og í framhaldi af því er fyrirhugað að gera þarna skyndiátak í hreinsun á götukantinum sjávarmegin. - Heildarvinnsla á þessu svæði er svo á áætlun síðar og verður þá gengið frá breikkun þessarar götu, frá Mýr- argötu og áfram í vestur, aht að Hringbraut eða þar sem fram- kvæmdir enduðu síðast, á svokah- aðri Sólarlagsbraut. Skrýtnar áherslur í kjaramálum: Talað út og suður Magnús Björnsson skrifar: Það er undarlega hljótt um það sem er að gerast í kjaramálum þessa mánuðina. Að frátöldu upphlaupi BHMR-manna sem fengu samúð flestra í byrjun vegna þess óréttlætis sem sá hópur var beittur nýlega þeg- ar viðsemjendur þeirra, ríkisvaldið, brutu á þeim samninga með því að hýrudraga hópinn á fólskum for- sendum. - Óvenjuleg framkoma og sjaldgæf á seinni árum! Að vísu hef ég séð þess merki að einhverjir eru að vakna upp við það að ekki er allt með felldu, sem orsak- ast náttúrlega af þvi að nú er fólk farið að fmna verulega fyrir verð- hækkununum sem gengið hafa yfir látlaust þrátt fyrir thmæli frá stjórn- völdum um að menn reyni að semja sig að hinni svoköhuðu „þjóðarsátt". Menn sjá að allt ætlar að faha í sama gamla farið. - En fleira kemur th. Verkalýðsforingjar launþegasam- taka, allt frá þeim smæstu th stórra landssambanda, hafa nefnhega bognað fyrir þrýstingi stjómvalda sem leggja áherslu á að gera ekki veður út af smámunum eins og þau kaha það þegar t.d. frcunfærslukostn- aður fer fram úr því sem stefnt var að. Öll „markmiðin náist“ og hths háttar framúrakstur sé ekki þess virði að gera veður úr! - Þetta virð- ast verkalýðsforingjar ætla að láta sér lynda. Þannig er nú farið að tala út og suður þegar launa- og kjaramál ber á góma og t.d. þykir ásættanlegt að láta bara lögfræðinga annast karp um hýrudrátt og spjótunum beint að öðrum málum sem sýnt þykir að eigi upp á pallborðið hjá öðrum starfs- hópum í þjóðfélaginu. - Nýjasta bar- áttumálið er það að koma í veg fyrir að fólki á miðjum aldri - eins og það er kahað - sé sagt upp störfum við endurskipulagningu eða gjáldþrot fyrirtækja! Ef þetta er það sem koma skal í staö ábyrgrar kjarabaráttu og ,að ganga til samninga samkvæmt til- lögum Þjóðhagsstofnunar, prókúru- hafa ríkisstjórnarinnar, þá getum við eins jarðsett launþegasamtökin og pótintáta þeirra með pomp og prakt. Producc of Iceland ostur Produce of lceland Produce of lceland Tilvallð í ferðalagið! STURTUKLEFI M/OLLU! FLAIR STURTUKLEFI MEÐ ÖLLUM FYLGIHLUTUM Á HREINT FRÁBÆRU VERÐI KR: ivm & t.þorlaksson & Norðmann ht ALLT Á “BAÐÍ® Suðurlandsbraut 20 • Sími 83833

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.