Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. Fréttir Mjög góð þátttaka var í hjólreiöakeppninni. Eskifjörður: Vélsleðagallar og skólaskipið Sæbjörg björguðu ökuleikninni Biynjar M. Valdimaisson, DV-ökuleilaú '90; Kuldinn á Eskifirði var þvílíkur að nauðsyn var að klæðast vélsleða- göllum við dómgæslu, þá varð það mönnum til happs aö skólaskipið Sæbjörg var í höfn og gaf áhöfnin kafS sem hitaði bæði starfsmönnum og keppendum. Þrátt fyrir kuldann létu keppendur sig ekki vanta og var þátttaka mjög góð bæði í ökuleikni og hjólreiða- keppni. Sigurvegari í kvennariðli var Bjamey Hallgrímsdóttir, í riðh ný- Uða varð Hugi Árbjömsson fyrstur, í karlaflokki varð Jósep Snæbjöms- son fyrstur með 166 refsistig en ann- ar varð Halldór Ólason, starfsmaður skólaskipsins Sæbjargar, með 188 refsistig. Sást þar að starfsmenn skólans standa sig ekki aðeins vel við kennslu sjómanna heldur einnig við akstur í landi. í hjólreiöakeppni tóku 28 keppend- ur þátt. Efstir og jafnir í riðh 9-11 ára með 58 refsistig voru Stefán Svansson og Stefán Gíslason, þriðji varö Kristján R. Bjamason meö 71 refsistig. í eldri riðli var PáU Braga- son bestur, á 42 sek. sem er jöfnun á besta tímanum yfir landið. Þóra Jóna Árbjömsdóttir varð önnur með 52 refsistig og þriðji varð Guðmundur Einarsson með 56 refsistig. Benni og Svenni á Eskifirði gáfu verðlaunin. FáskrúösQ öröur: Sigraði f jórða árið í röð Brynjar M. Valdimarsson, DV-ökuleikni ‘90: Vegurinn tU Fáskrúðsfjarðar var slæmur að vanda. Við komumst þó með heilan bfi og tjaldvagn sem er Combi-Camp frá Títan hf. en bfiUnn er frá samstarfsaðfia okkar, Heklu hf., af gerðinni Mitsubishi L 300. Keppni í karlariðU var mjög tvísýn og skfidu aðeins 4 stig fyrsta og ann- an mann að. Fyrstur varð Gunnar Skarphéðinsson að vanda með 170 refsistig og með næstbesta tíma í brautinni, 114 sek., en besti tíminn er 105 sek. sem Hafþór JúUusson í Reykjavík á. Þetta var fjórða árið í röð sem Gunnar vinnur þessa keppni. Annar varö Óskar Þór Guð- mundsson. Málfríður H. Ægisdóttir var með fæst refsistig í kvennariðli. Hjólreiðakeppnin fór fram á meðan þeir eldri svöruðu spurningunum. Sigurvegari í 9-11 ára riðU var Gunn- ar ÓU Ólafsson og í eldri Ágúst Mar- geirsson en númer tvö í eldri varð Ragnheiður Ingólfsdóttir. Gefandi verðlauna var Búðahreppur. Siikirr^n l Hér sést hluti verðlaunahafa á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaöur: Ökuleikni á Kaupfélagsplaninu Biynjar M. Valdimaisson, DV-ökuleikni '90 Veðrið var örítið farið að batna þegar ökuleikni var haldin á Neskaupstað. Keppnin fór fram á planinu fyrir framan kaupfélagið. Efstur í karla- flokki varð Grímur Hjartarson, ann- ar varð Ómar Bjamason og þriðji Theodór Alfreðsson. í kvennariðU sigraði Helga Dóra Lúðvíksdóttir, önnur varð Olga Hrund Sverrisdóttir og þriðja Margrét Alfreðsdóttir. í riðU nýliða var Bjöm Stefánsson bestur. Hjólreiðakeppnin fór fram á meðan ökumenn svöruðu spurningum inni í Egfisbúð. Bestur í riðli 9-11 ára var Geir Guðmundsson, annar Ómar Magnússon og þriðji Hafþór Eiríks- son. í eldri riðli sigraði Einar Sveinn Sveinsson, annar varð Davíð Frið- riksson og þriðji Stefán Ríkharðsson. Gefandi verðlauna var OLÍS á staðnum og Ásgeir Sigmarsson. -»!««•¥!! ■■■ i '■ ■ Grímur Hjartarson bar sigur úr býtum á Neskaupstað. Gott verð á Bretlandsmarkaði Fremur lítið hefur verið um fisk á breska markaðnum síðustu viku. Smærri skipin virðast hafa verið á ferðinni meira en þau stóra. Verð hefur haldist gott svo að menn eru ánægðir með sinn hlut. England Bv. Páll ÁR 401 seldi afla sinn í Hull 27.6.1990 alls 106 tonn fyrir 13,2 mifij. kr. Meöalverð 129,75 kr. kg. Bv. Náttfari seldi í Hull 28.6. 1990 alls 139,9 lestir fyrir 16 millj. kr. Meðalverð 123,48 kr. kg. Bv. Otto Wathne seldi afla sinn í Grimsby 28.6.1990 alls 106 lestir fyrir 15 millj. kr. Meðalverð 142,35 kr. kg. Gámasölur 25.-29. júní 1990 vom alls 749 lestir fyrir 98 millj. kr. Meðal- verð 131,03 kr. kg. í júnímánuði var seldur fiskur úr skipum, 6.684.183,75 kg, sem seldust fyrir 819 millj. kr. Meðalverð var 122,88 kr. kg. Gámasölur vora í júnímánuði alls 3.223.583,00 kg sem seldust fyrir 390 mfilj. kr. Þýskaland Bv. Vigri seldi í Bremerhaven aUs 204 lesfir fyrir 23,5 millj. kr. Meðal- verð 114,11 kr. kg. Hæsta verð fékkst fyrir ýsu, 162,07 kr. kg. Fyrir bland- aðan flatfisk fékkst 142,31 kr. kg. Þorskur seldist á 114,47 kr. kg, karfi 114,83 kr. kg, grálúða 115,87 kr. kg og ufsi seldist á 97,28 kr. kg. Bandaríkin Verð á fiski og fiskafurðum hefur farið hækkandi á þessu ári í Banda- ríkjunum. Aðalhækkunin er á venju- legum neyslufiski, svo sem þorski og ýsu, en laxinn hefur átt erfitt upp- dráttar. Eins og fram kom í þessum þáttum í vor þá ásaka Bandaríkjamenn Norðmenn um að vera með undirboð á markaðnum. Nú hafa þeir gert Norömönnum það ljóst aö innflutningi á laxi frá Noregi kunni að verða hætt. Fari svo að Bandaríkjamenn banni innflutn- ing er það að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Norðmenn. Ekki er gott að spá um hvaða áhrif innflutningsbann kann að hafa. í næsta þætti verður birt nýjasta verð á Bandaríkjamarkaði. Fiskaren Fiskimenn læra að blóðga og slægja fisk Samtök kvenna í Husöy í Troms hafa gengist fyrir námskeiði fyrir sjómenn umjneðferð á fiski. Námskeiðið var haldið við AmO verksmiðjuna við Burdufoss fram- haldsskóla. Um fyrsta námskeiðið í Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson Troms skrifar blaðið Nordlys í við- tali við Herolf Johansson. Námskeið- iö er ótrúlega lærdómsríkt segir hinn sextugi nemandi og segir það sína fyrstu skólagöngu síðan hann fermd- ist. Til eru 999 aðferðir tfi að blóðga fisk en mjög fáar gefa fullkomna blóðgun. Blóð í fiskinum lækkar hann í verði. Fólk kaupir nýjan BMW, en ef sprungið er á báðum framhjólum lækkar hann óðfluga í verði, segir kennarinn, Bronx, til samanburðar á góðum og slæmum fiski. Eina ráðið til aö halda tekjunum er að fá hærra verð fyrir minni afla. Leggur hann mikla áherslu áað menn noti vel þá þekkingu sem þeir hafa hlotið á 40 tíma námskeiði. Noregur Hvert skip tapar 10 millj. kr. Gjaldþrot vofir yfir flotanum sem veiðir til bræðslu Minnkandi veiðar á spærlingi og sandsíli eru ógnvekjandi, snertir þaö bæði Norðmenn og Dani. Talið er að flotinn hafi tapað 860 millj. kr. það sem af er árinu, hjá Dönum er þetta miklu meira tap og telst vera 1.260 millj. kr. Samkvæmt þessum tölum má ætla aö tap á hverju skipi sé um 10 mfilj. kr. Minnkun kvótans má reikna með að geri 610 millj. kr., þar að auki hefur verðið lækkað um 25%. Strangari kröfur um gæði Nú hafa verið settar strangari kröf- ur um gæði og er mikil verðfall ef hráefnið er ekki fyrsta flokks. Áður fyrr þurftu skipin aðeins 1-2 daga á miðunum til að fylla en nú þarf 5-6 daga til að fá hálífermi. Tap Tekjur danskra fiskimjölsverk- smiðja hafa minnkaö um 49% og veldur það tapi upp á 1.268 millj. kr. Á síðasta ári greiddu verksmiðjurn- ar 7,20 fyrir kg af fiskinum en nú er verðið 5,80 kr. kg. í apríllok var búið að landa 225.000 tonnum á móti að verðmæti 1.303 millj. kr. en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 356.000 tonnum aö verðmæti 2.572 millj. kr. Ný siglingaleið Sovétmenn opna nýja siglingaleið fyrir verslunarflotann frá Mur- mansk til Japan. Gert er ráð fyrir að fyrsta ferðin verði farin í júlí. Skipin, sem þessar siglingar stunda, verða að vera styrkt sérstaklega til siglinga í ís. Þessi sighngaleið hefur ekki verið notuð áður svo það er ekki fyrir venjuleg skip að leggja í slíkar ferðir. Fyrst um sinn veröur farin ein ferð í mánuði og aðeins yfir sumarmánuðina til að byija með. Ef þörf krefur er ísbrjótur tilbúinn til hjálpar til að ryðja skipunum leið. Erlend skip fá ekki leyfi til að sigla þessa leið, að minnsta kosti ekki strax, og mun það vera vegna hern- aðarmannvirkja í Murmansk. Fiskaren

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.