Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. JÚLl 1990. Fréttir Sandkom dv MeðferðarheimHi fyrir krabbameinssjúklinga fyrirhugað að Sogni: SÁÁ missir aðstöðu fyrir 30 sjúklinga Um næstu áramót ætlar Náttúru- lækningafélag íslands aö setja á lagg- irnar eftirmeðferöarheimili fyrir krabbameinssjúklinga. Heimili þetta veröur það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Því hefur verið fundinn staður að Sogni í Ölfusi. NLFÍ á bæði jörðina og húsnæðiö að Sogni. Þar rekur SÁÁ nú með- ferðarheimili fyrir drykkjusjúka. SÁÁ leigir Sogn af NLFÍ og hefur leigusamningnum verið sagt upp frá 1. október á þessu ári. Að sögn Jónasar Bjamasonar, for- manns NLFÍ, hafa krabbameinsmál verið ofarlega á dagskrá félagsins og hjá aðstandendum þess. „Snorri Ingimarsson, læknir á Heilsuhælinu í Hveragerði, er sérhæfður í málefn- um krabbameinssjúklinga og hann verður okkar sérfræðingur við nýja heimiliö. Á Heilsuhæhnu hefur verið almenn meðferö fram að þessu en stofnunin hefur nú verið greind í sérsvið. Ein deild þess verður heimil- ið að Sogni. Það kemur til með að lúta yfirstjórn Heilsuhælisins 1 Hveragerði. Það er enginn vafi á því að þörf er á heimili sem þessu og við emm bjartsýn á að þetta gangi.“ Af hálfu NLFÍ hefur þegar verið tekin ákvörðun um heimilið en að sögn Jónasar á eftir að sjá hvort stjórnvöld vilja taka þátt í þessu. Fyrir fólk sem er á leið út í lífið aftur „Starfsemi hins nýja heimilis hefur ekki verið mótuö í smáatriðum en er hugsuð sem styttri meðferð, bæði eftir nýgreiningu krabbameins og eftir krabbameinsmeðferð. Þetta er hugsað sem meðferð fyrir fólk sem er á leið út í lífið aftur,“ sagði Jónas Bjamason. Sem fyrr segir hefur SÁÁ veriö sagt upp húsnæðinu að Sogni í Ölf- usi frá 1. október. Nýtt húsnæði hef- ur ekki fundist ennþá. Að sögn Þór- arins Tyrfmgssonar, formanns SÁÁ, er ekki ljóst hvað verður ef nýtt hús- næði finnst ekki fyrir þann tíma. „Við erum ekki farnir að hugsa svo langt. Þau 30 rúm, sem við höfum að Sogni, eru helmingurinn af þvi sem við höfum í landinu fyrir endur- hæfingu áfengissjúklinga," sagöi Þórarinn. -hmó Vigdís Finnbogadóttir gróðursetti tré fyrst gesta en alls voru um 700 tré gróðursett i Vigdísarlundi á laugardag. DV-myndir Hanna Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, blessaði krossinn og gróður- setti tré að Úlfljótsvatni. Fremur kalt var í veðri en gestir létu það ekki á sig fá. Um 700 manns voru saman komin að Úlfljótsvatni á laugardag. Landsmóti skáta að Úlíljótsvatni lokið: Forsetinn gróðursetti tié í Vigdísarlundi Landsmóti skáta lauk nú um helg- ina. Á laugardag var margt um manninn að Úlfljótsvatni. Biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, kom og blessaði krossinn stóra sem páf- inn vígði á Landakotstúni fyrir rúmu ári. Ætlunin er að blessun krossins verði árlegur viöburður. Eftir það gróðursetti Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, tré í svo- kölluðum Vigdísarlundi. Var það fyrsta tréð í gróðurreitnum sem kenndur er við forsetann. Allir við- staddir gróðursettu svo eitt tré hver og urðu trén alls um 700. Meðal við- staddra voru Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi svo og ráöherrar. Að gróðursetningu lokinni gekk Vigdís forseti um svæðið og spjaUaði viö skáta. Hún átti ekki í vandræðum með að tala við þá erlendu og brá meðal annars fyrir sig frönsku. Að kvöldi laugardagsins var stór varð- eldur. Var þaö lokakvöld mótsins. Hannes Hilmarsson mótstjóri kvaðst mjög ánægöur með mótið. „AIls tóku 2500 manns þátt í mótinu um helgina auk gesta. Þetta gekk allt mjög vel. Veðrið var gott, skipu- lagningin, maturinn og gestirnir. Allt gekk eins og í sögu.“ Mótinu var slitið á sunnudag. -hmó Halldór Nú.þegar dómur-saka- dómsíHaf- skipsmálinu hefurverið kveðimntpp,. leysast tnörg málsombeðið háfáúrlausnár mnlanganald- ur. Eitfjteirra erráðningað- stoðarframkvæmdastjóra Fram- kvæmdasjóðs en henni var frestaö á sínum tíma þó að staðan væri aug* lýsL Samkvæmt heimildum Sand- kornsritaravar ástæðan sú að beðið var úrskurðar sakadóms um hvort Halldór Guðbjamason, fyrrverandi bankastjóri Útvegsbankans, yrði sak- felldur. Nú þegar liggur fyrirað hann var sýknaður getur stjórn Fram- kvæmdasjóðs tekiö málið upp að nýju. , Verðlagning sakadómsá tlmaHelga Mngnússonar, fyrrverandi endurskoðanda Hafskips.erdá- litiðraögnuð. Helgi var dæmdurtillOO þúsuttdkróna _________sektar.Hann þarfhins vegar ekki að borga hana þarsem dómurinn taidi að hún væri að fuliu greidd með tuttugu daga gæsluvarðhaldi. Helgi hefur því unn- ið sér inn fimm þusund krónur á dag í Síðumúlafangelsinu. Það eru lág laun þar sem menn, sem eru stans- laust í vinnu og fá ekki hvíld, eru venjulega á tvöföldu næturvinnu- kaupi. Miðað við jtað var dagvinnu- taxönn hjá Heiga um 56 krónur á tím- ann. Þó að blaðamenn séu ekki ofald- iraflaunum sínum er nokkuð víst að Heigi hefur hækkað í launum þeg- ar hann fór til Frjálsrar verslunar eftlrgæsluvarðhaldið. Hiðversta mál Hafskipsmál- iðhefurmeitt fleirienþásem voruákærðir oghafandver- iðsýknaðir. ; Þannigmissti AlbertGuö- tmmdssonráð- horrastólinn á sinumtimaog Sjálfslæðis- flokkurinn missti fimm þingmenn. Ingólfur Margeirsson missti rit- stjórastólinn hjá Helgarpóstinum vegna viðskipía sinna viö Hafskip. Þá var Hallvarður Einvarðsson dæmdur óhæfur sem saksóknari í málinuog hefur vart náð sér aftur. Nú virðist Jónatan Þórmundsson hafa sett niður sem fræöimaður en afsautján mönnum, sem hann ákæröi, voru fjórtán sýknaðir og þeir sem fengu dóm fengu þá fyrir smá- vægileg brot miðað vlð það sem þeir voru ákærðir fyrir. Haískipsmálið virðist því hafa verið hið versta mái fyrir ílesta þá sem komu nærri því. Mávanesveikin ímálsskjöl- um Hafskips- málsinskemur fyrireittnýyrði semvarðtilhér ISandkomi. Þannigvaraö þeirPétur Björnssoní KókogJón HelgiíBykó bárufyrirsig minnisleysi i vitnaleiðslum um fjöl- mörg atriöL Þeir búa báðir í Máva- nesi og eru þvi nágrannar Steingrims Hermannssonar forsætisráðberra. Hann hafði einmitt borið fyrir sig minnisley si í vitnaleiðslum í Magn- úsar Thoroddsen-málinu í borgar- dómi, eíns og svo oft áður. Sandkom greindi þetta minnisleysi nágrann- anna ogkaUaði „Mávanesveiki". Þeg- ar Davíð Scheving Thorsteinsson í Sólkomí vitnastukuna síðar sagðist hann ekki muna ákveðið atriði, sem hann var spurður um, og bar fyrir sig, ,Mávanesveiki“ en hann er ein- mitt nágramn Stemgríms í Mávanes- inu. Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.