Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. 13 Fréttir Hjólförin eru orðin að djúpum, Ijótum sárum i landinu. Ljót aðkoma undir Selflalli í landi Kópavogs: Jeppahjólför, rusl og drasl Húsarústir fullar af rusli og sundurskorinn jarðvegur. Fjærst eru elstu og dýpstu hjólförin. Jafnóðum og þau hafa orðið ófær hafa ný verið búin til við hliðina. Gamlar olíutunnur, vaskaföt og annað drasl liggur eins og hráviði út um allt. DV-myndir Styrmir Sigurðsson „Ég ætlaði að fara í náttúruskoðun 17. júní en það eina sem hægt var að skoða voru illa farin hjólför, rusl og drasl. Ferðin snerist því upp í myndatökur af þeirri hörmung sem við mér blasti,“ sagði Styrmir Sig- urðsson náttúruunnandi. Þessi ljóta aðkoma blasti við hon- um undir Selljalli rétt utan við fólk- vangsgirðinguna í Heiðmörk. „Ég fékk alveg sjokk yfir því hvað þetta leit illa út. Þarna eru hjólför og slóð- ar upp um alla fjallatoppa og búið að rótast í viðkvæmum rofabörðum. Vatnið hefur svo tekið við og aukið á landspjöllin svo að sést í beran mehnn.“ Um það bil 18 kílómetra frá Reykja- vík liggur vegur upp frá Lækjarbotn- um að rimlahhði undir Selfjalli. Að sögn Styrmis er þar bílastæði og skhti frá Náttúruverndarráði sem kveður á um að öll umferð sé bönnuð utan vega. Hins vegar virðast fáir fara eftir þessu skilti þar sem hinum megin við hliðið byrja landspjöhin: vegaslóðar og hjólför. Ekki bætir það aðkomuna að undir Selfjahi eru hálíhrundar rústir gam- als farfuglaheimhis, fuhar af ryðg- uðu rusli og drash sem borist hefur um aht svæðið. Þóroddur Þóroddsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, sagði að Reykjanesskaginn væri meira og minna orðinn aö leiksvæði jeppamanna. Hann vísaði hins vegar þessu sérstaka máh tíl umhverfis- ráðs Kópavogs þar sem Selfjallið væri innan þeirra bæjarmarka. „Okkur var bent á þetta svæði í byrjun júní en við höfum ekki kom- ist ennþá í að athuga þetta,“ sagði Einar Sæmundsen, garðyrkjustjóri hjá Kópavogi. „Það er í bígerð að kanna staðhætti og meta spjöUin áð- ur en gripið verður tU aðgerða." -BÓl Kennarar Kennara vantar aö Grenivíkurskóla í hannyrðum og almennri kennslu, gott frítt húsnæði. Upplýsingar gefur Björn ingólfsson skólastjóri í síma 96-33118 eða 96-33131. HÓÍMf 20" ELTA 2027 LITASJÓNVARPSTÆKI • Þráðlaus fjarstýring • Stafrænn rásarkvarði • Sjálfvirk stöðvaleitun • 16 minni • Monitor útlit • Inniloftnet • Tengi fyrir heyrnartæki VERÐ AÐEINS kr. 38.980,— * Meðan takmarkaðar birgðir endost. Kodak ■ 1 * ■ ■ I l ■ I ■ i i n mmiiimimiiiiiii Þúfæ,6myúútmmré QQ mínúam. Opnum kl. 8.30 i ■ ■ ■ ■ hrri ri ■ ■ ■ LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Sími 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.