Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 9. JÚLl 1990. Sviðsljós Ólyginn sagði... Edward prins hefur sagt upp störfum hjá Andrew Lloyd Webber leikhús- fyrirtækinu. Edward er yngsti sonur Elísabetar II drottningar og hertogans af Edinborg. Hann og fleiri vinnufélagar hans hafa ákveðið að stofna annað fyrir- tæki tengt leikhúsiðnaði. Elísabet drottning og hertoginn eru sögð styrkja þessa ákvörðun Edwards. Oft hefur prinsinn verið borinn saman við eldri bræður sína, þá Karl og Andrew, og hefur ekki komið vel út úr þeim saman- burði. Edward er 26 ára gamall og hefur unfllð hjá Lloyd Webber frá því hann hætti í hemum árið 1987. Sumir eru farnir að hafa áhyggjur af kvenmannsleysi hans. Hann er sjálfur ekki farinn að örvænta. Karl, bróðir Ed- wards, var kominn á fertugsald- urinn þegar hann giftist Díönu prinsessu. Chuck Berry, rokkarinn mikli, er nú kominn í mikla klípu. Nýlega gerði lögregl- an húsleit á heimih hans og fann þá fikniefni, ólögleg vopn, klám- myndbönd og mikla peninga. Chuck var ekki heima er leitin fór fram og hefur neitað því að eiga neitt af því sem fannst. Lögreglan hefur grunað Chuck um fikniefn- amisferli frá 1987 en hefur ekki tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Brooke Shields, sem sló í gegn hér um árið í myndinni Bláa lónið, hefur nú fundið hina einu sönnu ást. Hinn heppni, Kelly Gaines, er 25 ára en faðir hans er góður vinur Bush forseta. Brooke segir hér vera kominn manninn sem hún vill giftast en brúðkaup hefur þó ekki enn veriö ákveðið. Móðir Brooke, Teri, hefur lagt blessun sína yfir sambandið. Hún kveðst vel geta hugsað sér Kelly sem tengdason. Meðal gesta voru Ólafur B. Thors forstjóri Sjóvá-Almennra, Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Kristján Jónsson, rafmagns- veitustjóri rikisins, og Ólafur Gíslason verkfræðingur. Homsteinn að Blöndu- yirkjun Landsvirkjun hélt mikla veislu er forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, lagði homstein að Blönduvirkjun. Hátíðarhöldin voru í tilefni tuttugu og fimm ára afmælis Landsvirkjun- ar. Eftir að gestir höfðu hlýtt á ávörp forseta íslands, Jóhannesar Nordal og Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, í stöðvarhúsinu var virkjunarsvæðið skoðað. Gestum var að því loknu boðið í glæsilegan há- degisverð í íþróttahúsinu á Húna- völlum. Veður var gott og fordrykkur var borinn fram utandyra. Um 200 manns var boðið til veislunnar. isnsapwj. P.íl;!:l;!;!j Boðið var upp á dykk utandyra fyrir matinn og kunnu gestir vel að meta það. L' MLI ■ÉfeÉnilÍÉ » Ung stúlka bauð Vigdisi Finnbogadóttur velkomna og færði henni blóm. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, og Dóra Nordai fylgj- ast með. DV-myndir GVA McCartney umhyerfisvemdarsinni Paul McCartney og Linda kona hans ásamt öðrum hljómsveitarmeðlimum. Paul hefur ákveðið að eyða kröftum sínum í fleira en tónlist. Paul McCartney hélt fyrir nokkr- um dögum fyrstu tónleika sína í Bandaríkjunum síðan á sjöunda ára- tugnum. Fengu Paul og hljómsveit hans góðar undirtektir í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Áheyr- endur virðast ekki hafa gleymt gömlu og góöu lögum Bítlanna. Einn- ig tók hljómsveitin lög Wings. Paul hefur ákveðið að nota frægð- ina í baráttunni fyrir verndun nátt- úrunnar. Hann hefur sérstaklega áhyggjur af ósonlaginu. Paul varð óttasleginn þegar í ljós kom að stórt gat er á ósonlaginu. „Margir eru í sömu sporum og ég og vilja vernda náttúru okkar. En fæstir gera eitt- hvað í málinu, horfa bara á fréttir af versnandi ástandi. Ég vil verða talsmaður þessa hóps og nota frægð mína til að vernda náttúruna. Nú er komið að fólki í skemmtanaiðnaðin- um að beita sér fyrir betri heimi.“ McCartney ætlar að byrja á að snúa sér að ósonlaginu en það er aðeins byrjunin. Honum finnst alla yfir stjórn vanta í umhverfisvernd. „Gott dæmi um þaö er olíuslys sem verður og alhr rífast og skammast yfir þvi hver á að hreinsa upp olíuna." Hljómleikaferðalagi Pauls og hljómsveitar hans lýkur seinna í þessum mánuöi. Þau eru búin að vera á ferðinni síðan í apríl og hefur verið vel tekið. Sumarferð 1 fögru veðri Sumarferð Parkinsonsamtakanna á íslandi var farin nýlega. Lagt var af stað frá Reykjavík laugardag einn og var ferðinni heitið 'til Þingvalla þar sem hópurinn snæddi saman. Ekiö var um Kjósina að Þingvöllum og Nesjavallavirkjun. Eftir gott stopp í þjóðgarðinum var haldið áleiðis heim aftur um Grímsnesið og að lok- um var ísstopp í Hveragerði. 43 hressir félagar voru með í ferðinni. Parkinsonsamtökin á íslandi eru tæplega 7 ára gömul. Félagar eru 175 og 25 á Akureyri. Þetta er í fjórða skipti sem farið er í sumarferð á veg- um félagsins og stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði. Á vetuma eru haldnir fræðslu- og skemmtifundir á vegum samtak- anna, auk þess sem fréttabréf er gef- ið út. Formaður er Áslaug Sigur- björnsdóttir. Meðal ferðalanga voru, talið frá vinstri, Brynhildur Jónsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir, Magnús Guðmundsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, Ás- laug Sigurbjörnsdóttir formaður samtakanna, Hólmfríður Gisladóttir farar- stjóri, Guörún Jónsdóttir og Sigurður Þorvaldsson. Ferðafélagar saman komnir á Þingvöllum. Myndir Matthias Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.