Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 9. JÚU 1990. r Knattspyman: Eggjum kastað í vestur-þýska ' ■■ f tveir handteknir Eggjum var kastað að vestur-þýska sendiráðinu í morgun. Tveir menn mættu þar um klukkan fimm. Auk þess að kasta eggjum voru þeir með alls kyns læti og háreisti mikla. Mennimir voru að mótmæla sigri þýska Uðsins í heimsmeistarakeppn- inni á Ítalíu. Lögregla var kölluð til. Mennirnir voru handteknir og fluttir í fanga- geymslur. Þeir sváfu þar þangað til runnið var af þeim. Ekki veitti þeim af svefninum þar sem þeir voru báð- ir talsvert við skál. k Þegar þeir verða komnir til lífsins á ný þurfa þeir að standa fyrir máli sínu. -sme Ferjuílugvélin: Leit hætt Skipulagðri leit að ferjuflugvéhnni, sem fór í sjóinn vestur af Islandi á laugárdagskvöld, hefur verið hætt. Meö vélinni voru tveir Bandaríkja- menn og em þeir taldir af. Seinni- partinn í gær sáu flugmenn vélar 6 Landhelgisgæslunnar hlut í sjónum á svæðinu þar sem vélin hvarf er gæti hafa verið óuppblásinn gúm- björgunarbátur. Ekki vom tök á að kanna það nánar. Sjá nánar frétt á bls. 2. -hlh Reykjavík: Eldur í eldhúsi Eldur varð laus í eldhúsi einbýhs- húss við Byggðarenda í Reykjavík um klukkan tvö í nótt. Þegar slökkvi- hö kom að lagði mikinn reyk frá húsinu. Heimihsfólkinu hafði tekist að komast út úr húsinu. Því varð ekki meint af. Reykkafarar fóm inn í húsið og 1 gekk þeim vel að ráða niðurlögum eldsins. Tahð er að upptök eldsins hafi verið í bilaðri eldavél þannig að þrátt fyrir að tahð væri að slökkt hafi verið á vélinni hafi svo ekki ver- ið. Talsverðar skemmdir urðu á hús- inu vegna reyks, hita og vatns..Sme Framfærsluvísitalan: Á rauðu striki Framfærsluvísitala fyrir júh hækkaði um 0,7 prósent og er 146,4 stig og hefur þar með náð rauða strikinu. Ef laun eiga ekki að hækka í september má vísitalan því ekkert hækka næstu tvo mánuði. Verð- tbólguhraði vísitölunnar er 8,6 pró- sent. -gse LOKI Fótboltinn búinn - hvað eiga menn nú að gera af sér? Óli Kr. keypti þrota bú Skrifstofuvéla „Ég hef trú á fyrirtækinu. Þetta er leiðandi fyrirtæki á þessum markaði og því ekki aö kaupa það?“ sagöi Óh Kr. Sigurðsson, for- stjóri Olís, í samtali við DV í morg- : Sund jif., sem á öll hlutabréfin í OIís og Óli Kr. Sigurðsson er stjórn- arformaðurí, keyptiþrotabú Skrif- stofuvéla-Gísla J. Johnsen um helgina. Óh Kr, vildi ekkert gefa upp um kaupverð fyrirtækisins, Sagði hann það vera trúnaðarmál þar til skiptaráöandi gengi frá þrotabúinu. Friðrik Friðriksson, sera stjórn- aði hlutafiárútboði iyrir Qlís á dög- unum og fyrrum framkvæmda- stjóri h)á IBM, hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Skrifstofuvéla -Gísla J. Johnsen til bráöabirgða. - Kaupin hafa gengiö hratt fyrir sig þar sem fyrirtækið var lýst gjaldþrota á miðvikudaginn var? „Já, þetta gerðist aht n\jög fljótt.; Við fórum að skoða máhð um helg- ina og tókura ákvörðun. Það er nauðsynlegt að svona hlutir gangi fljótt fyrir sig. Það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva í þessu hfi.“ Óli Kr. bauð öllum starfsmönn- um Skrifstofuvéla-Gísla J. John- sen, um 70 manns, vinnu aftur í gær. - Það er óvænt að þú skuhr hasla þér.völl í tölvugeiranum: „Eg kann varla á tölvu en Friðrik þekkir þetta allt og auk þess er mikið af fólki með reynslu í fyrir- tækinu.“ Skrifstofuvélar-Gísh J. Johnsen hf. var lýst gjaldþrota á miðviku- dagskvöld. Gísh J. Johnsen keypti Skrifstofuvélar fyrir þremur árum. Meöal aðalkröfuhafa í þrotabúið voru fyrrverandi eigendur Skrif- stofuvéla, vegna vanefnda á kaup- samningi. Skrifstofuvélar-Gísh J. Johnsen er meö mörg þekkt um- boð, þar á meðal emkasöluley fi fyr- ir ÍMB/PC og Microsoft. Meðal helstu eigna eru umboðin og hús- eign að Hverfisgötu 33. -hlh Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: f f i f í í f i f f i i i Ríkisstjómin hefur i staðið viðsinn þátt i „Þegar rætt er um verðhækkanir og samningana vil ég taka það skýrt fram að ríkisstjórnin hefur staðið við sinn þátt af samningunum og reynd- ar gert gott betur,“ sagði forsætisráð- herra við hlaðamann DV þegar hann var inntur eftir ráðstöfunum gegn verðhækkunum á næstunni. „Ríkisstjórnin lét taka saman hsta sem fylgdi samningunum þegar þeir voru undirritaðir. Hér var um að ræða hsta yfir þær opinberu hækk- anir sem fyrirhugaðar voru en þær eru bundnar fjárlögum. í stuttu máli sagt hefur ríkisstjórnin ekki staðið fyrir hækkunum umfram þær sem getið er um á listanum. Þvert á móti höfum við gengið skemmra í verð- hækkunum en th var ætlast. Ég held hins vegar að almennar hækkanir skipti hér mun meira máh en hækkanir hins opinbera,“ sagði Steingrímur. „Ég er nú til dæmis með hér fyrir framan mig tveggja blaðsíðna hsta yfir nýlegar almennar verðhækkanir sem m.a. aðilar innan VSÍ hafa tekið sér að undanfórnu." í dag fundar ríkisstjórnin með VSÍ og ASÍ en þar verður farið ítarlega í saumana á öhum verðhækkunum að undanfórnu. -KGK Mannmargt í Þórsmörk um helgina: i i i i i Lögreglumaðurinn er ekki að hneigja sig fyrir þjóðskáldinu Jónasi Hall- grímssyni - þar sem hann stendur á stalli í Hljómskálagarðinum - heldur að svipta skáldið höfuðfatinu og innkaupapokanum sem einhver „spaug- samur" borgari hafði látð á höfuð og hönd styttunnar. DV-mynd S Einn var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi með skurði í andhti og tveir á heilsugæslustöðina á Hellu með áverka eftir slagsmál í Þórsmörk á laugardagskvöld. Mikið fjölmenni var í Þórsmörk um helgina, sérstak- lega í Húsadal. Var ölvun töluverð og slagsmál og stimpingar. Gæsla var aukin í Húsadal um helgina og tókst því að hafa hemil á hópnum þrátt fyrir mikla ölvun. Þá valt bíh með fjórum við Land- vegamót á Suðurlandsvegi um mið- nætti á laugardagskvöld. Var einn fluttur til skoðunar á Selfossi eftir óhappið. Lögreglan á Hvolsvelli tók þrjá fyrir ölvunarakstur og mikill erill var um nóttina vegna mann- fjöldans í Þórsmörk og dansleikja. -hlh Veðrið á morgun: Hlýnandi veður norðanlands og austan Þykknar upp með vaxandi sunnanátt á landinu í nótt, fyrst suðvestanlands. í fyrramálið fer að rigna um landið sunnan- og vestanvert og síðar um daginn má einnig búast við htilsháttar úrkomu á Norður- og Austur- landi. Hlýnandi veður norðan- lands og austan. iabriel HÖGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum varahlutir Hamarshöfða 1 - s. 67-67-44 Kgntucky Fried Ghicken Faxafeni 2, Reykjarík Hjallahrauni 15, Hafnaríirði Kjúklingar sem bragó er að Opið alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.