Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. 41 Sviðsljós Kvikmyndir sumarsins: Slá þær í gegn? Kvikmyndaframleiðendur vestan- hafs velta því mikið fyrir sér hvaða myndir slái í gegn í sumar. Miklir hagsmunir eru í húfi því kvikmynda- gerð er fjárfrek. Bandaríska tímarit- ið US hefur skoðað þetta nokkuð gaumgæfilega, auk þess sem fariö er ofan í saumana á því hvaða leikarar eiga upp á pallborðið hjá áhorfend- um. Ekki e^ hægt að gefa eina ákveðna formúlu fyrir því hvaða kvikmyndir verði vinsælar. Þó má segja að ævin- týramyndir með köldum körlum á borð við Rocky séu ekki lengur í tísku. Nú vilja áhorfendur sjá mýkri karlmenn sem kunna að tjá tilfinn- ingar sínar með öðrum hætti en slagsmálum. Ekki er verra að spenna og ást fléttist skemmtilega inn í. En ekki er nóg að söguþráðurinn sé góður, það þarf hka leikara. Þekkt- ir leikarar geta oft dregiö aö sér ótrú- legan fjölda áhorfenda. Leikarar stóru myndanna Kvikmyndaframleiðandi einn hef- ur sagt Mel Gibson góðan spennu- myndaleikara. Ung kona segir Gib- son hins vegar vera hinn fullkomna karlmann, bæði í hugsun, orðum og úthti. í nýrri mynd, Air America, sýnir Mel svo á sér nýja hhð þar sem hann leikur þyrluflugmann CIA í Víetnamstríðinu. Tom Cruise er leikari sem komið hefur á óvart. Hann hafði á sér orð fyrir að vera stjama unghnganna en í myndinni Fæddur fjórða júh sýndi hann að hann er til ahs líklegur. Fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut hann óskarsverðlaun. Ný mynd með Cruise, Days of Thunder, er væntan- leg. Þar er Tom í hlutverki kappakst- urshetjunnar en hann átti sjálfur hugmyndina að handritinu. Fram- leiðandi myndarinnar segir áhorf- endur koma að sjá myndina af því að Tom Cruise leiki í henni og dugi það til þess að draga áhorfendur að. Michael J. Fox heldur sig enn við framtíðarmyndimar. Nú í sumar verður myndin Aftur til framtíðar Hl sýnd og undrast margir hvað hægt er að teygja söguþráðinn endalaust. Sú mynd sem spáð er hvað mestri aðsókn vestanhafs í sumar er Dick Tracy. Warren Beatty leikur þar að- alhlutverkið og leikstýrir einnig myndinni. Warren, sem kominn er á sextugsaldurinn, leikur á móti Ma- donnu í myndinni. Segja má að óbeinar auglýsingar fyrir myndina hafi byijað þegar sögur fóru að ber- ast af ástarsambandi Madonnu og Beatty. Ekki er lengur einblínt á samband þeirra heldur myndina sjálfa sem fmmsýnd hefur verið í Bandaríkjunum og fengið góðar við- tökur. Dick Tracy er byggð á teikni- myndasögu líkt og Batmanmyndin en Warren segir þetta þó vera óhkar myndir. Annar leikari, sem leikstýrir mynd með sjálfan sig í aðalhlutverki, er Jack Nicholson. Tökur á mynd hans, The Two Jakes, hafa gengið illa en þær hófust fyrir fimm árum. í myndinni Total Recall leikur Arn- old Schwarzenegger aðalhlutverkið. Ekki hefur verið farið stórum orðum um þá mynd sem er spennumynd. Amold hefur gengið misjafnlega á leikhstarbrautinni og nú er að sjá hvernig honum tekst til í nýju mynd- inni. Að framan er aðeins fátt eitt talið af nýjum myndum sem frumsýndar verða vestanhafs í sumar. Eílaust líð- ur ekki á löngu þar til við hér á ís- landi fáum að sjá þessar myndir. Þá fáum við tækifæri til að vega og meta hvaða myndir em góðar og hvernig leikarar hafa staðið sig. Við verðum bara að bíða þolinmóð þang- að til. Tom Cruise þykir myndarlegur mað- ur og í myndinni Fæddur fjórða júli sýndi hann að hann er meira en súkkulaðidrengur sem kemst áfram á andlitinu. Leikarinn Mel Gibson þykir standa sig vel bæði í spennumyndum og sem hinn „mjúki“ maður. Warren Beatty er kominn aftur á hvfta tjaldið eftir nokkurt hlé. Hann fram- lelðir, leikstýrir og leikur annað aðalhlutverkið i mynd sinni, Dick Tracy. Hressir krakkar hlupu til þegar þeir sáu Ijósmyndarann koma og allir vildu vera með á myndinni, litli bróðir og bangsi líka. DV-mynd S Hressir krakk- ar aö leik í Breiðholti búa Hressir krakkar. Um daginn tóku krakkarnir sig til og gerðu sér dagamun, klæddu sig upp í ahs kyns furðufot og máluðu sig listilega í framan. Hópurinn kom saman á leikvelh í Holtaseh í Breiðholti og lék þar við hvem sinn fingur í veðurbhðunni. Farið var í leiki og allir skemmtu sér hið besta. Þessi jákvæði félagsskapur heitir Hressir krakkar og er það rétt- nefni. Gítareffecta tækin sem allir hafa beðið eftir eru komin. 13 innbyggðir effectar • 40 minnisbankar • fjarstýring# Útsölustaðir: Reykjavík Húsavík Atari-umboðið Radíóver Akureyri Japis HF. Langholtsvegi 111 s. 687970 og 687971

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.