Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Landsmót hestamanna Vel yfir tíu þúsund manns hafa dvalið á Vindheima- melum í Skagafirði þessa helgi. Tilefnið er landsmót hestamanna. Þar mátti finna bæði unga og aldna hesta- menn, íslenska og erlenda, konur og karla. Hestaíþrótt- ir og hestamennska draga æ fleiri til sín og landsmótin eru hápunktur ársins hjá öllum áhugamönnum um hesta og hrossarækt. Þar er valinn hestur í hverju rúmi og mótshaldið allt verður skipulagðara og markvissara með hverju mótinu. Löngum hefur hesturinn verið þarfasti þjónninn. Hann var allt í senn, farartæki, dráttarklár og leiðsögu- maður til sjávar og sveita og hélt bókstaflega lífinu í þjóðinni með sínum fjölbreyttu kostum, hvort heldur í þoli, fyrirvinnu eða afþreyingu. Margar eru frásagnirn- ar af ratvísi hesta, tryggð og húsbóndahollustu og það hefði orðið erfitt fyrir afskekkt býhn og einangraðar fjölskyldurnar að draga björg í bú, nema vegna lið- styrks hestsins með aktygi eða reiðtygi. Hesturinn var ómissandi. Hann var vissulega þarfasti þjónninn. Nú á dögum hafa vélarnar og tæknin leyst hestinn af hólmi. Nú er hann orðinn að heimilisvini og tóm- stundagamni og æ fleiri eru farnir að njóta útreiða til sveita sem í þéttbýh. Hestamennskan er eitt allra vin- sælasta sportið sem stundað er á íslandi og fer vax- andi. Unga kynslóðin, sem varla þekkir skepnur nema af afspurn, kemst í snertingu við dýrahaldið níeð um- gengni sinni við reiðhestana og íslendingar almennt öðlast tækifæri til að njóta útiveru og náttúru í styttri eða lengri reiðtúrum. Að þessu leyti er hesturinn ennþá þarfasti þjónninn. Auk skemmtunarinnar og afþreyingarinnar, sem fylgir hestamennskunni, hafa menn í vaxandi mæh skipulagt ferðalög inn á hálendið og á ókunnar slóðir með marga til reiðar og fá þannig notið stunda og staða sem eha væri nánast ókleift að nálgast. Kappreiðar eru prðnar viðurkennd íþróttagrein innan íþróttasambands íslands og með aukinni hestamennsku hefur hrossa- rækt fleygt fram og er orðin vaxandi atvinnugrein. Merkilegt kynbótastarf fer fram í landinu og allt er þetta th styrktar þessu ágæta sporti og tilveru hestsins. Þá má heldur ekki gleyma því að meðal erlendra þjóða hafa kostir íslenska hestsins verið metnir að verðleikum og þúsundir útlendinga keppast nú um að eignast ís- lenska hesta og rækta þá. Það er meðal annars skýring- in á því að hér er nú staddur fjöldinn ahur af erlendum áhugamönnum sem sækja landsmótið á Vindheimamel- um. Þetta er ánægjuleg þróun. Hér tvinnast saman skemmtunin af útreiðunum, umfangsmikih atvinnuveg- ur og tengsl manna við heim dýra og náttúru. íslenski hesturinn er fjölhæfur, vitur og ehíft viðfangsefni þeirra sem kunna með hann að fara. Ekkert er dýrlegra en að sjá tU töltandi gæðings undir glæsUegum knapa, nema þá það eitt að sitja klárinn sjálfur! Hið Qölsótta og myndarlega landsmót hestamanna í Skagafirðinum ber vott um að hestaíþróttin standi traustum fótum og hestamenn beri nú meiri virðingu fyrir sjálfum sér og hestum sínum en löngum hefur þekkst. Það er vel, enda á íslenski hesturinn það inni hjá þjóðinni að hún sýni honum bæði vinsemd og reisn. Þarfasti þjónninn kemur enn í góðar þarfir þótt hann lifi aðra og betri tíma eins og mannfólkið. Bæði maður og hestur eiga að njóta góðs af því. Ellert B. Schram „Nú getur maður ekki á það treyst að stefnuljós séu notuð og þá að þau séu rétt notuð." Vandamál umferðarinnar Nú fer í hönd tími sumarleyfa og enn einu sinni breytir umferðin um svip og eöli eins og hún gerir eftir árstímum. Það er því nú, eins og raunar alltaf, ástæöa til þess að huga að því hvernig við erum í stakk búin til að mæta breyttum aðstæðum, eða réttara hvemig við erum undir það búin að mæta umferöarvandanum við allar að- stæður. Okkur hættir gjarnan til þess að líta á umferðina sem einhveija ófreskju, sem sé óviðráðanleg, og að eina leiðin til að hemja þá ófreskju sé að koma henni fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öli. íslendingar eru ekki enn vaxnir upp úr draugatrúnni en einhvern tímann veröum við að viðurkenna fyrir sjálfum okkur að öll trú á ófreskjur og drauga byggist á skorti á þroska og þekkingu. Sr. Snorri á Húsafelli gat kveðið niður drauga vegna þess að hann hafði skilning á þessu. Það er ekki hægt að kveöa niður umferðina eins og einhvern draug. Nútíminn, og við verðum aö telja okkur trú um að við tilheyrum honum, gerir kröfur til umferðar, og það mikillar umferðar, og allar hömlur á henni eru til þess að skapa neikvæð viðbrögð ef hófs er ekki gætt. Að læra eða læra ekki af reynslunni Af einhverjum ástæðum er sú skoðun ríkjandi á meðal þeirra sem um þessi mál fjalla að ekki sé hægt að kenna íslendingum siðaðra manna umgengnishætti. En það er nú fjarri sanni. Og það hefur lögreglan sannað. í kringum 1960 tók lögreglan sig til og kenndi íslendingum að nota stefnuljós við akstur og þá notuðum við stefnu- ljós og það meira að segja rétt. En þá var rétt eins og litið væri þannig á aö nú væri í eitt skipti fyrir öll búið að kenna íslendingum notkun stefnuljósa og þyrfti ekki meira um það að hugsa. Og að sjálf- sögöu varð það til þess að á mjög stuttu árabili glutraðist þetta nið- ur. Nú getur maður ekki á það treyst að stefnuljós séu notuð og þá að þau séu rétt notuð. Við undirbúning að umferðar- breytingunni 1968 náðist til vegfar- enda, enda fækkaði slysum þá stór- lega. Þessu var ekki fylgt eftir, enda færðist umferðarvandinn í sama far og áður á tveim árum. Þar var sofandaháttur og ef til vill umhyggjuleysi stjómvalda æði þungt á metum. Aðgerðarleysi löggæslunnar Og það er allt hitt sem hægt er KjáUarinn Benedikt Gunnarsson tæknifræðingur og fyrrv. framkvstj. að kenna okkur í venjulegum sam- skiptum okkar við aðra í umferð- inni. íslenska lögreglan stöövar ekki ökumenn, sem haga sér rangt í umferðinni, til þess að leiðbeina þeim eða benda þeim á brotið. Ef brotið er ekki nægilega alvarlegt til þess að hægt sé að kæra menn þá er það látið afskiptalaust, og þar með hleður vandamáhö upp á sig. En það er margt annaö sem hægt er aö kenna okkur í venjulegum samskiptum okkar viö aðra í um- ferðinni. En það hlýtur að læðast að manni sá grunur að undirstaðan í um- feröarfræðslu og ökukennslu sé ekki markviss, að það sé ekki lögð nægileg áhersla á aðalatriðin í umferðinni, þ.e.a.s. prúðmennsku og tilhliðrunarsemi, og það veiga- mesta að enginn á réttinn í um- ferðinni; hún leggur okkur fyrst og fremst skyldur á herðar; þær skyldur að forðast slys, tjón og meiðsh eftir því sem frekast er unnt, og þá er réttur algjört aukaat- riði. Ahir íslendingar hefðu gott af því að kynnast umferðarháttum í London eða suður á Spáni og til- einka sér hugsunarhátt þeirra og annarra siðaðra þjóða í þessum málum. Spánveijar halda sig aö öðru jöfnu á hægri akrein og aka ekki fram úr öðru ökutæki nema vinstra megin. Þess vegna hggja þeir á flautunni þegar þeir vilja taka fram úr íslenskum ökumanni sem shast á vinstri akrein að íslenskum hætti. í hinni þéttu umferð í London er auðvelt að skipta um akrein. Þegar bílstjóri verður þess var að færa á ökutæki, sem er við hhð hans, yfir á hans akrein, og gefur þaö til kynna með stefnuljósi, þá léttir hann lítillega á bensíngjöfinni og býr til eyðu til að komast inn á. íslendingur stígur þéttar á bens- íngjöfina og eykur hraðann til þess aö „láta ekki ganga á rétt sinn“ og þeytir helst flautuna. Umferðin þama er örugg, róleg og tilhtssöm og vegfarendur komast hnökra- laust leiðar sinnar. Erlendis er fólki ekki trúað fyrir stjórn á bifreið fyrr en það hefur öðlast þá æfingu og reynslu sem gerir það að hæfum þátttakendum. Umferðarhraði er sá þáttur sem mesta athygli vekur, enda sinnir lögreglan honum meira en öðru. Það er ábyggilega spennandi og að auki þægilegt að sitja fyrir „öku- fóntum“ í góðu sæti með radarinn í framglugganum. En það er margt annað sem skap- ar hættur í umferðinni og ekki síö- ur, svo sem: Svigkeppni á akstursbrautum. Akstur á rauðu ljósi sem, ef slys verða, endar með staðhæfingu gegn staðhæfingu um ht á umferð- arljósi. Slóðagangur og ofnotkun á vinstri akrein o.fl., o.fl. Morgunhressir útvarpsmenn Þaö var til fyrirmyndar hjá morg- unhressum starfsmönnum RÚV, rásar 2, í vetur að fá bílstjóra í umferðinni til að lýsa aðstæðum á hverjum rúmhelgum morgni. Þetta var ekki aðeins til þæginda fyrir þá ökumenn, sem voru að leggja út í umferðina, heldur ekki síður þörf vakning um umferðarmálin í heild. Þetta var lifandi og áhuga- vert innlegg í undirbúningi al- mennings fyrir annir dagsins. Skyldu þeir hafa þökk fyrir frum- kvæðið. Benedikt Gunnarsson „Ef brotið er ekki nægilega alvarlegt til þess að hægt sé að kæra menn þá er það látið afskiptalaust, og þar með hleður vandamalið upp á sig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.