Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. Útlönd Fjórir hinna fimmtán vestrænu gísla sem talið er að séu i haldi i Líbanon. Símamynd Reuter Líbanon: Vestrænum gíslum verði sleppt Líbanskir mannræningjar und- irbúa nú að leysa vestrænan gísl úr haldi. Mannræningjamir eru undir miklum þrýstingi frá Teheran um að leysa einn gíslanna úr haldi en ekki hefur verið farið fram á að einhver ákveðinn maður verði leystur úr haldi né ákveðin dagsetning verið nefnd. Búist er við að evrópskum gísl verði sleppt í þakkarskyni fyrir þá aðstoð sem ríki Evrópu veittu Irönum eftir jarðskjálftann á dögun- um. Talið er að 15 menn frá Vesturlönd- um séu í haldi í Líbanon, þar á með- al 7 Evrópubúar. Sagt er að forseta írans, Rafsanj- ani, sé mikiö í mun að bæta sam- skiptinviðVesturlönd. Reuter IVIUI.I.I IHK U beint FLUG Frábært íbúðahótel á eftirsóttum stað, Magalluf. Valkost- ur þeirra sem vilja það besta ÞÚ átt þðð skilið. Stórkostlegt kynningarverð 18. júlí - 3 vikur Fullorðinsverð frá kr. 33.700,- (Nei, ekki prentvilla) 6 i íbúð (3ja herbergja).kr. 33.700,- 5 í íbúð (3ja herbergja).kr. 35.800,- 4 í íbúð (2ja herbergja) ..38.700,- 2 í ibúð (2ja herbergja).kr. 62.700,- Þið þurfið engin börn í hópinn til að fá þetta verð. íslenskur fararstjóri, fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. FLUGFEROIR SOLRRFLUG Vesturgata 12, Rvk, símar 620066 og 15331 DV Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims: Aðstoð við Sovét- ríkin í höfn? - Japanir aflétta banni á lánveitingum til Kína Háttsettur japanskur embættis- maður sagöi í morgun aö Japanir myndu aflétta banni á lánveitingum til Kína fljótlega eftir að fundi leið- toga sjö helstu iðnríkja heims, sem hefst í Houston í Bandaríkjunum í dag, lyki. Þetta kom fram í fjölmiðl- um í Japan í morgim. Á föstudag véu- haft eftir utanríkis- ráðherra Japans að japönsk stjóm- völd myndu aflétta öllum efnahags- þvingunum gegn Kína í kjölfar fund- arins jafnvel þó aö hin ríkin sex myndu ekki gera slíkt hiö sama. Aö sögn japanskra embættismanna lagðist Bush Bandaríkjaforseti ekki gegn áformum Japans þegar hann ræddi við Toshiki Kaifu, japanska forsætisráðherrann, í gær. Sjö helstu iðnríki heims frystu allar lánveiting- ar í kjölfar blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar í Peking í fyrra þeg- ar kínverskir hermenn brutu á bak aftur lýðræðisuppreisn námsmanna. Tahð er að samkomulag hafi náöst milh aðildarríkja fundarins í Hous- ton - Bandaríkjanna, Japans, Bret- lands, Vestur-Þýskalands, Frakk- lands, Kanada og Ítalíu - um efna- hagsaðstoð við Sovétríkin en ekki hvemig staðið skuli að henni. Ljóst var fyrir fundinn að efnahagsaðstoð við Sovétríkin yrði heitasta umræðu- efni leiðtoganna. Gorbatsjov Sovétforseti, sem á undir högg að sækja heima fyrir vegna versnandi efnahagskjara, rit- aöi Bush Bandaríkjaforseta bréf í síð- ustu viku þar sem hann fór fram á aö leiðtogamir samþykktu efnahags- lega aðstoð. Að sögn þjóðaröryggis- ráögjafa Bandaríkjanna, Brent Bush Bandarikjaforseti, til vinstri, ásamt forsætisráöherra Japans, Toshiki Kaifu. Leiðtogafundur sjö helstu iðnrikja heims hefst í Bandaríkjunum í dag. Símamynd Reuter Scowcroft, vill Sovétforseti aöstoð til tveggja ára, eða þar til umbótastefna hans fer aö bera árangur. Vestur-Þjóðveijar, Frakkar og ítal- ir vilja rétta Gorbatsjov hjálparhönd og veita honum fimmtán milljaröa dollara aðstoð til að bjarga efnahagn- um. En hinar þjóðirnar, Bandaríkin, Japan, Kanada og Bretland era treg- ar til að taka þátt í slíkri aðstoð fyrr en markaðshagkerfi hefur verið inn- leitt í Sovétríkjunum. „Við verðum að gera okkur grein fyrir þörfinni og síðan kanna hvort viö getum uppfyllt hana og hvort viö viljum það,“ sagði John Major, fjár- málaráðherra Bretlands, um helg- ina. Að sögn bandarísks embætt- ismanns leggja Bandaríkin sitt af mörkum til slíkrar könnunar með því að styðja við bakið á rannsókn um ástand sovéska efnahagsins sem gerð er á vegum Alþjóöagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans. Hann sagði að stjórnvöld í Washington heföu tryggt sér stuðning Kanada og Japans við þá hugmynd og að Bretar heföu lýst yfir áhuga sínum. Evrópu- bandalagið, sem einnig er klofið í afstöðu sinni til efnahagsaðstoöar við Sovétríkin, hefur þegar hafið slíka könnun. Áætlað er að henni ljúki í október. Reuter Albönsku flóttamönnunum heitið fararleyíi: Umbótasinnar að ná yfirhendinni Vongóðir albanskir flóttamenn klifra upp á og þyrpast i kringum vegg vest- ur-þýska sendiráðsins í Tirana, höfuöborg Albaníu. Myndin er tekin af sjón- varpsskjá og því eru gæðín ekki sem skyldi. Sfmamynd Reuter Yfirvöld í Albaníu segjast munu veita um sex þúsund Albönum, sem leitað hafa hæhs í erlendum sendi- ráöum í landinu, fararleyfi vestur á bóginn. Þau hafa hins vegar gagn- rýnt erlendu sendiráðin, segja þau sein að gefa flóttamönnunum vega- bréfsáritanir og segja tafimar auka á spennuna. Þá hafa albanskir kommúnistar stokkað upp í stjóm- inni og telja fréttaskýrendur þaö merki þess aö umbótasinnar séu aö styrkja stöðu sína. Ekki hafa enn fengist viöbrögð við ásökunum stjómarinnar í Albaníu en franski sendifulltrúinn sagöi aö um eitt hundrað og fimmtíu af rúm- lega fimm hundmð flóttamönnum í sendiráði Frakkiands heföu fyllt út vegabréfsumsóknir í gær. Vestur-þýski utanríkisráðherrann, Hans-Dietrich Genscher, sagði að Vestur-Þýskaland myndi taka við þeim flóttamönnum sem væm í vest- ur-þýska sendiráðinu og óskuðu eftír að komast til Vestur-Þýskalands. Þangað hafa leitaö þijú þúsund Al- banir en auk þess em þrjú þúsund flóttamenn í öðrum sendiráðum, s.s. því ítalska og því gríska. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu í gær að kyrrð hefði ríkt í Tir- ana, höfuðborg landsins, þrátt fyrir að hermenn og lögregla hefðu um- kringt og lokað sendiráðshverfinu. Ástandið í hreinlætismálum innan veggja erlendu sendiráðanna fer aft- ur á móti versnandi. Á laugardag stokkaöi albanski kommúnistaflokkurinn upp í stjóm flokks og lands og rak nokkra harð- línumenn úr embættum, þar á meðal Simon Stefani innanríkisráöherra og nokkra embættismenn í forystu flokksins. Fréttaskýrendur telja að það sé merki þess að umbótasinnar hafi náð yfirhendinni. Straumur flóttamannanna, sem hófst á mánu- dag, hefur loks hrist upp í þessu síð- asta vígi harðlínukommúnismans í Austur-Evrópu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.