Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. 31 Meiming Matthías Johannessen Tómas og Kjarval Hér eru endurútgefnar tvær viðtalsbækur Matthías- ar, Svo kvað Tómas frá 1960 og Kjarvalskver frá 1968, áður endurútgefið 1974. Nú munu viðtalsbækur seljast öðrum bókum betur og þaö er þá fróðlegt að sjá viðtalsbækur við tvo ólíka menn eftir þann samtímahöfund sem einna frægastur hefur orðið fyrir góð viðtöl. Sá hróöur er verðskuldað- ur, það sannast þegar á fyrri bókinni. Svo kvað Tómas Bókin segir ekki ævisögu Tómasar og einnig það er til fyrirmyndar því það er ekki viðburðaríkt líf sem gerir skáld merkileg. Þess í stað snýst þetta rit um helsta viðfangsefni mannsins, ljóðagerð. Bókin er skipulega upp byggð svo að hver kaíli beinist að sér- stöku sviði. Hér kemur fram óvenjumargt merkilegt um hvað Tómas hefur hugsað um verk skálda, er- lendra sem innlendra, um vinnuaðferðir hans sjálfs og viðhorf. Auk þess segir hann frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið þótt ekki verði það samfellt yfirlit. En ritið er þá þeim mun hnitmiðaðra um það sem Tómasi þótti merkilegast til frásagnar. Og Matthías lætur sér ekki nægja að fá fram þekkingaratriði, allt er þetta með málfari Tómasar, sem yfirleitt talar í spumingaformi. Hins vegar lætur spyrjandi sem minnst á sér bera, yíirleitt birtist bara frá honum ein spurning í byrjun kafla. Útkoman er óvenjulifandi mynd af viðmælandanum svo ég efast ekki um að þetta rit lifi eins lengi og ljóð Tómasar. Kjarvalskver Þetta er geróhkt rit. Og þó eru vinnubrögð Matthías- ar áf sama tagi. Hann fylgist með viðmælanda sínum og rekur tilsvör hans af trúnaði við málfar og stíl, hvað þá annað. Munurinn virðist einkum hggja í viö- mælandanum. Nú veit ég ekki hverjar spurningar Matthías lagði í heild fyrir Kjarval en oft er svarað út í hött. Og útkoman er mjög takmörkuð. Ritið segir sáralítið um ævi Kjarvals og það sem verra er, enn minna um starf hans og viðhorf til myndlistar. Hann hefur væntanlega tekið afstöðu til annarra málara, íslenskra og danskra, a.m.k. framan af starfsævi. Og það hefði sagt mikið um stefnu hans sjálfs að fá eitt- hvað slíkt fram. En hann hefur e.t.v. átt erfitt með að tjá sig í orðum, a.m.k. bendir þessi bók tii þess. En þá getur viötal við hann ekki orðið ýkja merkilegt. Kjarval. Bókmenntir Örn Ólafsson Auk þess að vera mjög virtur málari gegndi hann lengi trúðshlutverki meðal reykvískra borgara og það kem- ur glöggt fram hér en er bara ekkert sérlega skemmti legt í orðum eingöngu. Það hefði þurft a.m.k. video til að hann nyti sín. Nú eru vissulega kaflar innan um þar sem persónu- leiki Kjarvals birtist í því sem Matthías rekur af við- brögðum hans á hðandi stund, í tilfallandi oröum Kjarvals. Mest ber þar á þunglyndi og einmanakennd á bak við trúðsgrímuna. Þetta er vel heppnað en er ekki efni í heila bók, aðeins í gott blaðaviðtal, því það er svo bundið við skynjun hðandi stundar. Líklegt þykir mér að það sé til að bæta úr þessu sem Matthías eykur bókina frásögnum af ýmsum kunningjum Kjarvals, kunnum borgurum í Reykjavík. En því mið- ur hafa þær frásagnir afar lítið gildi í sjálfu sér og varpa svo sem engu ljósi á Kjarval heldur, þær eru svo yfirborðslegar. Sama gildir um spyijanda, hann er hér miklu meira áberandi en í ritinu um Tómas. Mest segir frá hrifningu hans af Kjarval sem virðist stundum tilefnislítil. En viö fáum einnig að vita t.d. að svanasöngur minnir Matthías á „Satchmo", þ.e. söng Louis Armstrong. Svona atriði getur farið vel í ljóði en kemur Kjarval ekkert við. Og til hvers er hér verið að segja frá því að á kreppuárunum hitti Bjarni Ben. flóttalegan fátækling með kött sem hann ætlaði líklega að fara að éta? Fyrst ekki er gefið í skyn að þetta hafi'verið Kjarval þá virðist sagan vera til þess eins að sýna að forsætisráðherra íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins hafi getað fundið til með þeim sem áttu bágt. Svona er ritið tætingslegt, fullt af atriðum sem eru til þess eins falhn að fela sjálft viðfangsefnið. Því er illa farið að það skuli nú gefið út þriðja sinni því það er alveg misheppnað, bara til viðvörunar um bókagerð. En niðurstaðan verður sú að í heild sýni þessi bók samtalsformið bæði í bestu mynd og svo takmarkanir þess. Matthías Johannessen: Vökunótt lugPsins, AB 1990, 236 bls. Tómas Guðmundsson. i / /banfi HEILBRiGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 Váþona 1 FiyKMJLBt iShelltox Anti-Roach \V Vapona og Shelltox Lyktaitausu flugnafælumar fAst A öllum helstu shell-stöðum og i FJÖLDA VERSLANA UM LAND ALLT. V Skeljungur h.f. SMÁVÖFtUDEILD — SÍMI: 603870 / lOdaga 14. - 23. júlí Fárið verður um helstu héruð landsins þar sem fótki gefst kostur á að skoða fagra og merka staði, rifja upp atburði og sögur þeim tengdar og njóta náttúru landsins áhyggjulaust um mat, nætur- stað og leiðir. Gist verður á Laugarbakka, 14' f f Siglufirðiv Hrafnagili, Stóru Tjörnum, Elð- um <2 nætur), Homaflrði, Kirkjubæjar- klaustri og Skógum. Fararstjóri verður Guðmundur Guðbrandsson. Verð kr. 58.850.-. Aukagjald fyrir eins manns herbergi kr. 7.950,—. Veittur er 1096 afsláttur fyrir lífeyrisþega. lnnifalið í verði: Akstur og leiðsögn; 9 gistinaetur með morgunverði, 9 kvöldverðir og hádegisverður síðasta daginn. Allar nánari upplýsingar veitir: FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS Skógarhlfð 18, 101 Reykjavík, sími 91 -25855.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.