Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 9. JÚLl 1990. Afmæli Þorvarður R. Elíasson Þorvarður Rósinkar Elíasson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, Blikanesi 1, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Þorvarður fæddist 1 Hnífsdal og ólst þar upp til fimm ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Skagastrandar. Fjölskyldan flutti síðan til Akureyrar og loks til Reykjavíkur en þangaö kom Þor- varður 1960 er hann hafði lokið stúdentsprófum frá MA, tveimur árum eftir að foreldrar hans fluttu suður. Þorvarður stundaði nám í við- skiptafræðideild HÍ og lauk þaðan prófiíjanúarl965. Hann var starfsmaður hagfræði- deildar Seðlabanka íslands 1963-64, starfsmaður Kjararannsóknanefnd- ar frá ársbyrjun 1965 til ársloka 1970, starfsmaður og einn af eigend- um Hagverks sf. frá ársbyrjun 1971 til ársloka 1972, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands 1973-79 og - skólastjóri Verslunarskóla islands frá miðju ári 1979 til áramóta 1989- 1990 en hann hefur veriö sjónvarps- stjóri Stöðvar 2 frá 1.2. sl. Á námsárum sínum sat Þorvarður í Stúdentaráði og í stjóm Félags við- skiptafræðinema. Hann hefur verið formaður menntamálanefndar Sjálfstæöistlokksins og situr í nor- rænni nefnd verslunarskóla á Norð- urlöndum auk þess sem hann hefur unnið ýmis nefndarstörf er varða lagasetningu og lagabreytingar á sviði efnahags- og verðlagsmála. Þorvarður kvæntist 17.6.1963 Ingu Rósu Sigursteinsdóttur, f. 8.12.1942, dóttur Sigursteins Þórðarsonar verkamanns og Alfhildar Kristjáns- dótturhúsmóður. Böm Þorvarðar og Ingu Rósu era Einar Eyjólfsson, f. 26.11.1958, frí- kirkjuprestur í Hafnarfirði, kvænt- ur Eddu Möller, framkvæmdastjóra Skálholts, og eiga þau tvö börn; Guðný Rósa, f. 12.12.1963, viðskipta- fræðingur hjá Eimskipafélagi ís- lands í Gautaborg, gift Ágústi Má Jónssyni, knattspymumanni í Gautaborg; Bjarni Kristján, f. 22.12. 1966, rafmagnsverkfræðingur við framhaldsnám í Bandaríkjunum, kvæntur Katrínu Helgadóttur, og Elías Þór, f. 31.12.1971, nemandi við Verslunarskólann. Systkini Þorvarðar era Jónas, prófessor í verkfræði við HÍ, kvænt- ur Ásthildi Erlingsdóttur, húsmóð- ur og kennara og eiga þau tvö börn; Halldór, prófessor í stærðfræði við HÍ, kvæntur Björgu Stefánsdóttur húsmóður og eiga þau þijú böm; Elías, yfirverkfræðingur Lands- virkjunar, kvæntur Rannveigu Eg- ilsdóttur og á hann fimm böm, og Margrét, listamaður í Stokkhólmi. Foreldrar Þorvarðar: Elías Kristj- án Ingimarsson, f. 11.1.1903, d. 4.8. 1965, kaupfélagsstjóri og útgerðar- maður í Hnífsdal, síðast yfirverk- stjóri í Reykjavík, og kona hans, Guðný Rósa Jónasdóttir, f. 28.12. 1906, húsmóðir. Föðurforeldrar Þorvarðar voru Ingimar Bjamason, skipstjóri og útgerðarmaöur í Fremri-Hnífsdal, og Halldóra Halldórsdóttir, hús- móöirþar. Föðursystur Þorvarðar era Margrét, giftist Hallgrími Guð- mundssyni, togaraskipstjóra og framkvæmdastjóra Togaraaf- greiðslunnar í Reykjavík, og Rósa, kona Sigurðar ísólfssonar, organ- ista í Fríkirkjunni og úrsmiðs í Reykjavík. Föðurbræður Þorvarðar voru Bjarni, skipstjóri og landsfræg aflakló og útgerðarmaður ásamt Tryggva Ófeigssyni hjá Júpiter og Mars, Halldór, skipstjóri i Reykja- vík, og Ingimar, starfsmaður hjá SÍS. Bróðir Ingimars Bjarnasonar var Jón, afi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- ílokksins. Ingimar var sonur Bjama, b. í Tannanesi í Önundar- firði, Jónssonar og konu hans, Rósa- mundu Guðmundsdóttur, læknis í Nesdal, Guðmundssonar. Halldóra var dóttir Halldórs, b. í Fremri-Hnifsdal, Sölvasonar, b. á Kirkjubóli í Skutulsfirði, Sveinsson- ar, bróður Rannveigar, ættmóður Thorsteinsson-ættarinnar, ömmu Péturs Jens Thorsteinssonar á Bíldudal sem var faðir Muggs, afi Péturs Thorsteinssonar sendiherra og langafi Ólafs B. Thors forstjóra. Þá var Rannveig amma Davíös Schevings Thorsteinssonar læknis, afa alnafna síns, forstjóra Sólar hf. Móðurforeldrar Þorvarðar voru Jónas Marías Þorvarðarson, útgerð- armaður á Bakka í Hnífsdal, og kona hans, Guðný Jónsdóttir. Móð- ursystkini Þorvarðar voru Elísabet María, skólastjóri Húsmæðraskól- ans í Reykjavík og seinni kona Aðal- steins Pálssonar skipstjóra, Helga, kona Bjarna Snæbjörnssonar, al- þingismanns og læknis í Hafnar- firði, Kristjana er lést 1918, Jónas Janus, sem lést ungur, Bjarni Öss- ur, bókhaldari og kaupmaður í Þorvarður Rósinkar Elíasson. Hafnarfirði, ogBjörg, tannsmiður í Hafnarfirði. Jónas var sonur Þorvarðar, b. í Hrauni, Sigurðssonar b. í Eyrardal, Þorvarðarsonar, ættföður Eyrar- ættarinnar. Móðir Jónasar útgerð- armanns var Elísabet Kjartansdótt- ir, b. í Hrauni, Jónssonar. Móðir Kjartans var Sigríður Sigurðardótt- ir, systir Sveins á Kirkjubóli. Móðir Elísabetar var Margrét Pálsdóttir, b. í Arnardal, Halldórssonar og konu hans, Margrétar Guðmunds- dóttur, b. 1 Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal, Illugasonar, ættföður Amardalsættarinnar. Kristín Rut Jóhannsdóttir Kristín Rut Jóhannsdóttir hús- móðir, Eyjavöllum 1, Keflavík, er fimmtugidag. Kristín fæddist að Syðri-Ósi og ólst upp á Höfðaströnd í Skagafirði. Hún starfaði um skeið á Dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði hjá Lín- ey Kristinsdóttur sem þá gegndi þar starfi forstöðukonu. Þá hefur Krist- ín Rut starfað við fiskiðnað frá því hún hóf vinnu utan heimilis, lengst af hjá Keflavík hf. Kristín Rut giftist 11.10.1962 Lár- usi Amari Kristinssyni, f. 14.8.1937, Gríma Bolladóttir Thoroddsen Gríma Bolladóttir Thoroddsen, Vallargötu 20, Keflavík, er sextug í dag. Gríma er fædd í Reykjavík og ólst þar upp, en hefur búið í Kefla- víkfrál964. Gríma giftist 12. nóvember 1948 fyrri manni sínum, Valdimari Kristjánssyni, f. 30. október 1925, d. 30. ágúst 1984, vélvirkja. Þau slitu sambúð 1955. Böm Grímu og Valdi- mars era: Kristján, f. 1947, vélstjóri, böm hans era: Valdimar og Vigdís, f. 16. nóvember 1978; Bolli Thór, f. 10. september 1950, vélstjóri, kvænt- ur Helgu Guðjónsdóttur, börn þeirraera: Ingibjörg, f. 13. mars 1973, Grímur, f. 12. júní 1977, BoUi, f. 23. apríl 1986 og Guðjón, f. 13. nóv- ember 1988 og Þorvaldur Emil, f. 6. október 1954, drukknaði í Bláa lón- inu29. janúar 1986, vélstjóri. Gríma giftist 14. mars 1959 seinni manni sínum, Sumarhða Gunnarssyni, f. 11. ágúst 1927, vélstjóra og bifvéla- virkja. Foreldrar Sumarhða eru: Gunnar Sæmundsson, b. á Borgar- fehi í Skaftártungu og kona hans Kristín Sigurðardóttir. Böm Grímu og Sumarliða era: Gunnar, f. 13. desember 1958, matsveinn, var gift- ur Margréti Hjörleifsdóttur, sonur þeirra er Amar, f. 6. júní 1980; Ingi- björg, f. 15. janúar 1961, þroskaþjálfi í Njarðvík í Noregi, gift Jarle Lars- en, synir þeirra era: EmU, f. 9. nóv- ember 1986 og Sturla, f. 16. nóvemb- er 1988; Kristín, f. 29. júní 1963, gift Þorsteini jónssyni, veitingamanni í festi í Grindavík, böm þeirra era: yfireldvamaeftirlitsmanni, en hann er sonur Kristins Helgasonar og Málfríðar Lárasdóttur í Keflavík. Kristín Rut og Lárus Arnar eiga þijá syni. Þeir era Jóhann Lárus- son, f. 14.9.1958, kvæntur Kolbrúnu Kristinsdóttur og era börn þeirra Lárus Kristinn, Helgi og Kristín Rut; Hafsteinn Lárasson, f. 13.7. 1960, kvæntur HöUu Benediktsdótt- ur, f. 28.6.1963, og er dóttir þeirra Heiðrún; og Sigvaldi Arnar Láras- son,f. 9.7.1974, nemi. Kristín Rut á tvo bræður. Þeir era Jóhann Eggert Jóhannsson, f. 23.11. 1935, var kvæntur Öldu Jóhanns- dóttur frá Hofsósi, en hún er látin, og Kristinn Björn Jóhannsson, f. 2.5.1942, kvæntur Agnesi Jónu Gamalíelsdóttur, f. 2.12.1942. Foreldrar Kristínar Rutar: Jó- hann Kristinsson, f. 5.5.1905, bóndi að Syðri-Ósi, og Guöleif Jóhanns- Kristín Rut Jóhannsdóttir. dóttir, f. 8.12.1912, d. 20.8.1987, hús- móðir. Andlát Gríma BoliadóttirThoroddsen. Bergþóra, f. 1. maí 1981 og Sumar- liði, f. 1. júní 1987; Ragnhildur, f. 16. desember 1965 gift í New Jersey og ÁsthUdur, f. 16. desember 1965. Bræður Grímu eru: BoUi, f. 13. mars 1933, kvæntur Ragnhildi Helgadótt- ur, og eiga þau einn son: Helga Konráð og Þorvaldur, f. 29. ágúst 1937, kvæntur Guðnýju Guðmunds- dóttur, og eiga þau tvö böm: Guð- mund og Ægi. Bróðir Grímu sam- feðra er Skúli, f. 6. ágúst 1949 lög- fræðingur og á hann þijú börn. Foreldrar Grímu vora Bolli Thor- oddsen, f. 26. apríl 1901, d. 31. maí 1974, borgarverkfræðingur og kona hans Ingibjörg Tómasdóttir, f. 31. október 1905, d. 20. júní 1962. Ingi- björg var dóttir Tómasar trésmiðs í Rvík, Tómassonar, og konu hans, Sigríðar Grímsdóttur. Gríma verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju meö afmælið 9. júlí 75 ára Einar Sigurösson, Miögarði, Stafholtstungnahreppi. Júlúuut EgilHdóttir, Hringbraut 50, Reyýavík. 60 ára 70 ára Baldur Snorrason, Vestaralandi 1, Öxarfiarðarhreppi. Slgriður Þorkelsdóttir, Rauðahek 32. Reykjavlk. Dagbjörg Guðjónsdóttir, Miðvangi 65, Haftiarfiröi. Helga Hólmfiríður Frítnannsdóttir, Eyjavöllum 3, Kefiavík. Magnea D. Þórðardóttir Magnea D. Þórðardóttir, fyrrv. ráð- herrafrú, Lynghaga26, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 2. júh sl. en útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, þriöjudag- inn 10. júlí, klukkan 10.30. Magnea fæddist 10. október 1901 á Holtastöðum við Laufásveg í Reykjavík og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hún var viö nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og vann síðan í símstöðinni í Vestmannaeyjum frá vori 1918 og fram á haust næsta ár. í Vestmannaeyjum kynntist hún til- vonandi manni sínum, sem hún gift- ist 22. maí 1920, en eiginmaður Magneu var Jóhann Þ. Jósefsson, f. 17. júní 1886, d. 15. maí 1961, al- þingismaöur Vestmanneyinga fyrir Ihaldsflokkinn og síðar Sjálfstæðis- flokkinn 1923-1959 ográðherra 1947-1950. Jóhann var sonur Jósefs, skipstjóra í Vestmannaeyjum sem var sonur Þorgerðar Guömunds- dóttur frá Efstadal í Laugardal og launsonur Jóns, prófasts í Reyk- holti, Þorvarðarsonar, prests í Holti undir Eyjafjölium, Jónssonar en móðir Jóhanns var Guðrún Þorkels- dóttir. Magnea og Jóhann eignuðust þrjú börn. Börnþeirra: Svana Guðrún, f. 20. febrúar 1921, var gift Sturlaugi Böðvarssyni, útgerðarmanni á Akranesi, og eignuðust þau eina dóttur en shtu samvistum og er seinni maður Svönu Guðrúnar Roger B. Hodgson, verkfræðingur í Bandaríkjunum og eiga þau fimm böm; Ágústa, f. 10. desember 1922, var gift Isleifi A. Pálssyni, verslun- armanni í Reykjavík, og eiga þau þrjá syni, þau shtu samvistum; Ólaf- ur, f. 20. september 1928, fórst með flugvélinni GUtfaxa 31. janúar 1951, flugstjóri, var kvæntur Ellen Sig- urðardóttur Waage og áttu þau sam- an einn son. Þá ólst upp hjá Magneu og Jóhanni dóttir Jóhanns, Unnur, f. 27. júní 1911, d. 4. nóvember 1931. Magnea átti eina systur, Guðrúnu Ágústu Þórðardóttur, f. 16. desemb- er 1903, d. 13. desember 1979, en maður hennar var Ásgrímur Sigfús- son, útgerðarmaður í Hafnarfirði, og eignuðust þau tvö böm. Foreldrar Magneu voru Þórður Helgi Þórðarson, f. 6. ágúst 1868, sjó- maður í Reykjavík, og kona hans, Verónika Hallbjörg Einarsdóttir, f. 4. febrúar 1877. Systir Þórðar var Guðrún, amma Trausta Einarsson- ar prófessors. Þórður var sonur Þórðar, b. á Króki í Holtum, Þórðar- sonar, b. á Syöri-Hömrum, Jónsson- ar, b. á Syðri-Hömrum, Gíslasonar, bróður Jóns í Sauðholti, föður Þórð- ar, langafa Helgu, móður Einars Sveinssonar, forstjóra Sjóvár, föður Ástu Sigríðar fegurðardrottningar. Móðir Þórðar á Syðri-Hömrum var Vigdís Sigurðardóttir, hreppstjóra í Borgartúni, Ámasonar og konu hans, Vigdísar Þórðardóttur, lög- réttumanns og Skálholtsráös- manns, Þórðarsonar. Móðir Þórðar Helga var Steinunn Stefánsdóttir, b. í Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöll- um, bróöur Guðmundar á Keldum, langafa Jóns Helgasonar, prófessors og skálds. Guðmundur var langafi Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis. Þá var Guömundur langafi Sigurö- ar, afa Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. Stefán var sonur Brynjólfs, b. í Vestri- Kirkjubæ, Stefánssonar, b. og hreppstjóra í Árbæ, Bjamasonar, b. og hreppstjóra á Víkingslæk, Halldórssonar, ættföður Víkings- Magnea D. Þórðardóttir. lækjarættarinnar. Móðir Brynjólfs var Guðrún Jónsdóttir, b. í Bolholti, Þórarinssonar, ættfööur Bolholts- ættarinnar. Móðir Magneu var Verónika Ein- arsdóttir, systir Katrínar, móður Einars Ásmundssonar í Sindra og amma Gylfa Ásmundssonar sál- fræöings. Verónika var dóttir Ein- ars, b. á Skrauthólum á Kjalarnesi, Magnússonar. Móöir Einars var Steinvör Jónsdóttir, b. í Hábæ, Oddssonar. Móöir Jóns var Steinvör Jónsdóttir, systir Guðrúnar í Árbæ. Móðir Steinvarar var Þóra Þórðar- dóttir, systir Jódísar, langömmu Magnúsar, afa Sveins Þorgrímsson- ar, staðarverkfræðings Blöndu- virkjunar. Móðir Veróniku var Guðrún Jónsdóttir, b. á Miðengi í Grímsnesi, Erlendssonar og konu hans, Ingibjargar Sæmundsdóttur, systur Gróu, ömmu Einars Amórs- sonar ráðherra, föður Loga hæsta- réttardómara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.