Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. Skeljungur h.f. AUGLÝSING um starfslaun til listamanna Samkvæmt reglum, sem samþykktar voru í borgar- stjórn 3. maí sl., er heimilt að veita starfslaun til 12 mánaða hið lengsta. Menningarmálanefnd velur listamennina sem starfslaun hljóta. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir úthlutun sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Menningarmálanefnd auglýsir hér með eftir rök- studdum ábendingum frá Reykvíkingum, einstakl- ingum, sem og samtökum listamanna, eða annarra, um hverjir skuli hljóta starfslaunin. Menningarmála- nefnd er þó ekki bundin af slíkum ábendingum. Ábendingar sbr. ofanritað sendast Menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16, fyrir 25. júlí 1990. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar Austurstræti 16 Blómin sjá um sig sjálf í sumarfríinu! Einn poki af Water Works kristöllunum dugir í 24 venjulega potta en kristallarnir eru virkir í fimm ár á plöntunni og jafnvel lengur. Fást í stærstu blómaverslunum í Reykjavík og á Akureyri og einnig í póstversluninni Greiða, s. 91-641299, símboði 984-50099 - fax 641291. er margra böl! tías6 Frá Gautaborg. - 700 þúsund íbúar, þar af 600 íslendingar, orðnir sænskir í útliti og hugsun, segir Ásgeir meðal annars i pistli sínum. Gautaborg: Litla stóra borgin Útlönd í glugga Asgeir Hvítaskáld heima í veikindum. Og nú hefur stjóm Volvo ákveðið að fækka verksmiðjunum í Svíþjóð og flytja höfuðstöðvarnar hægt og rólega til Belgíu. Annað áfallið var þegar hluta- bréfin í Volvo hrundu um 25%. En flestir Svíar leggja spariféð sitt ein- mitt í þessi bréf. Allt bendir til aö Svíþjóð sé á nið- urleið. Vöruverð hraðhækkandi, og íslenskir námsmenn verða að herða sultarólina því námslánin fylgja ekki verðbólgunni. En samt streyma íslendingar til Gautaborgar. Það hafa aldrei verið fleiri íslendingar hjá Volvo, 70 manns, sem er 1% af verksmiðju- fólkinu. íslendingar, sem koma úr skuldabaslinu heima, kaupa sér bíl á lánum, sófasett og sjónvarp og „Allt bendir til að Svíþjóð sé á niður- leið. Vöruverð fer hraðhækkandi og íslenskir námsmenn verða að herða sultarólina þvi námslánin fylgja ekki verðbólgunni.“ Stolt Gautaborgar er þrennt, Poseidon-styttan á Gautatorgi, stærsta íshokkíhöll Svíþjóðar, nefnd Skandinavium, og svo eru það Volvo-verksmiðjurnar frægu. Poseidon stendur risastór með fiskinn sinn í annarri hendi, ljótur í framan eins og fúll Svíi, horfir niður aðalgötuna og vatnið bunar á kopargulan líkamann. En ákveð- inn líkamshiuti á styttunni truflaði fínar frúr á sunnudagsgöngunni. Nefnilega tippið á styttunni þótti ógnandi og ósæmilega stórt. Þó var það í réttu hlutfalii við stærð stytt- unnar. En það óx í augum ákveöinna kvenna og um langt tímabil skrif- uðu þær kvartanir í blöðin og jög- uðust í kóngum og prinsessum. En margir Gautaborgarbúar fara yfir Gautatorg á sunnudagsspássitúm- um. Frúmar linntu ekki látum fyrr en tippið var minnkað og nú er það minna en litlifmgur Poseidons. Þetta er fyrsta stolt Gautaborgar. Missti statusinn Skandinavium hefur hingað til verið stærsta íshokkí- og hljóm- leikahöll Svía, þar sem Paul McCartney og Rofling Stones hafa haldið tónleika. En skemmtilegasta afþreyingin er þó að horfa á ís- hokkí. Svíum finnst það spennandi því oft kemur fyrir að einhver drepst í átökunum, það er lélegur leikur ef enginn slasast eða missir tennurnar. Þeir standa í röðum í marga daga til að fá miða. En nú fyrir stuttu missti Gautaborg stat- usinn þegar vígð var ný íshokkí- höll í Stokkhólmi sem er eins og kúla í laginu og miklu stærri. Þar með fluttust stóru íshokkíleikamir þangað. Svo nú ganga Gautaborg- arbúar niðurlútir. Volvo-verksmiðjumar hafa að- albækistöðvar sínar í Gautaborg. Vegna jafnaðarlaunastefnu Svía hefur verkamaður hjá Volvo jafn- mikil laun og útlærður viðskipta- fræðingur eða tannlæknir. Og ef einhver skyldi hafa hærri laun en náunginn þá er skattakerfið þannig að það er tekið samstundis. Mest vinna útlendingar hjá Volvo því það þykir mannskemmandi að vinna á bandinu. íranar, írakar, Finnar og íslendingar skrúfa sam- an Volvo-bílana sem em þjóðar- stoltið. - En margir eru samt lærð- ir tölvufræðingar eða læknar. Sprenglærður Suður-Ameríkubúi, sem ég þekki, efnaverkfræðingur frá Bólivíu, fær enga vinnu aðra en þá að sópa gólf. Ef hann ætlar að vinna við efnaverkfræði verður hann að læra allt upp á nýtt. Svíar viðurkenna nefnilega ekki aðra skóla en þá sem eru í Svíþjóö. Annað áfallið 25% af starfsfólkinu hjá Volvo em stöðugt heima að taka út sína veikindadaga. Ég endurtek: einn fjórði er heima með veikindavott- orð og við rannsóknir kemur í ljós að þeir sem segjast veikir era ekki heima. í Belgíu er alveg sams kon- ar verksmiðja og þar em aðeins 5% video og leigja stóra íbúð í blokk. Sex mánuðum seinna komast þeir að því að launin duga ekki til og það er alveg sama hve mikið þeir vinna í eftirvinnu, allt er tekið í skatt. í Gautaborg búa um 700.000 manns. Sagt er að þar innan um séu 600 íslendingar sem eru sestir að og orðnir sænskir í útliti og hugsun. Einnig þeim finnst Gauta- borg miðpunktur alheimsins. Borg sem samanstendur af gráum blokkum, löngum biðröðum og mörgum bannskiltum. í miðborg- inni finnst bara ein aðalgata og þar em veitingastaðimir og búðirnar, þar efst trónir Poseidon með of lítið tippi. Nei, þaö er í Stokkhólmi þar sem Bjöm Borg býr. Ásgeir Hvítaskáld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.