Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990.
9
Utlönd
Lögreglukona fylgir tveimur ungum konum frá næturklúbbnum I London eftir að byssumaðurinn hafði sleppt þeim.
Simamynd Reuter
Martröð í
næturklúbbi
Vopnaöur Sýrlendingur, undir
áhrifum áfengis og fíkniefna, gafst
upp fyrir lögreglunnni í London um
hádegisbilið í gær eftir að hafa hald-
ið tugum manna í gíslingu í nætur-
klúbbi í Mayfair hverfinu, einu fin-
asta hverfi borgarinnar.
Um tvö hundruð manns voru í
klúbbnum þegarmaðurinn réðst inn
í klúbbinn aðfaranótt sunnudagsins.
Hleypti hann af byssu og kvaðst vera
með sprengju. Mörgum tókst að flýja
en yfir hundrað voru gíslar byssu-
mannsins. Nokkrum tókst að flýja
síðar um nóttina og eftir viðræður
við lögregluna sleppti byssumaður-
inn fleirum. Þegar hann gafst loks
upp var hann með sex menn í haldi,
allt araba. Að sögn lögreglunnar var
Sýrlendirtgurinn, sem krafðist þess
að flogið yrði með hann til Beirút,
vopnaður skammbyssu, haglabyssu,
riffii og byssusting. Hann var hins
vegar bara með eftirhkingu af
sprengju. Lögreglan kvaðst hafa
handtekið tvo aðra menn í sambandi
við rannsókn málsins.
Að sögn eins sjónarvotta talaði
byssumaðurinn tóma vitleysu. Full-
yrti hann meðal annars að guð hefði
sent sig til að framkvæma þennan
verknað.
Maðurinn drakk viskí og neytti
kókaíns í næturklúbbnum sem er
einkaklúbbur og vinsæll meðal gesta
frá Miðausturlöndum. Klúbbinn
sækja hka margir frægir og ríkir,
eins og til dæmis Rod Stewart og
Bianca Jagger. Einn þeirra sem flúðu
úr klúbbnum kvaðst halda að með-
limir konungsfjölskyldunnar í
Kuwait hefðu verið þar um nóttina.
Reuter
Sovéski efnahagurinn:
Versnandi ástand
Verðbólga, viðskiptahalli, erlendar
skuldir og atvinnuleysi jókst allt á
fyrri helmingi þessa árs í Sovétríkj-
unum. Framleiðsla í flestum grein-
um minnkaði aftur á móti. Þetta kom
fram í upplýsingum sovésku hagstof-
unnar nýlega. Þessar tölur sýna að
efnahagsástandið fer versnandi í
Sovétríkjunum þrátt fyrir perestroj-
ku Gorbatsjovs Sovétforseta, eða
umbótaherferðina.
Gorbatsjov hefur áunnið sér virð-
ingu margra með perestrojku en
samkvæmt henni áætla Sovétríkin
að hafa innleitt „stýrt“ markaðshag-
kerfi í landinu á næsta ári. Gagnrýn-
endur forsetans heima fyrir segja að
umbótaherferðin gangi allt of hægt
og nái alls ekki að fullnægja vaxandi
þörf og kröfum almennings né mark-
aðarins.
í upplýsingum hagstofunnar var
ástandið nú borið saman við sama
tíma í fyrra. Þar kemur fram að þjóð-
arframleiðsla hafl minnkað um eitt
prósent, nýbyggingar dregist saman
um sex prósent og verðbólga, þar
sem ekki er tekið tillit til verðs á
matvælum, hækkað um eitt prósent.
Á fyrri helmingi þessa árs voru átta
milljónir manna atvinnulausar og
verkfóll kostuðu alls tíu mihjón
vinnudaga.
Greiðslujöfnuður var óhagstæður
um 6,4 milljarða rúblna, eða 11,01
milljarða dohara, sem er 150 prósent
hækkun. Þá skýrði aðstoðarforsætis-
ráðherra frá því í gær að erlendar
skuldir Sovétríkjanna hefðu hækkað
um tvo mUljarða rúblna, úr 34 í 36
mUljarða, en það samsvarar 61 mill-
jörðum dollara.
Reuter
Jarðskjálítmn á Filippseyjmn:
Fannst á Ifffi eftir 14 daga
Tuttugu og sjö ára maður fannst
á lífi í rústum Hyatt-hótelsins í
borginni Baguio á FUippseyjum,
um 200 kúómetra norður af höfuð-
borginni Manila, snemma í morg-
un. Maðurinn, Pedrito Dy, er lítið
slasaður en mjög þróttlítill. Hann
kvaðst hafa haldið lífi með því að
drekka regnvatn og þvag. Fyrir
aðeins þremur dögum fannst
tvennt á lífi í rústum hótelsins og
höfðu þau þá verið grafin í ellefu
daga. Öll þijú voru starfsmenn
hótelsins.
Dy var einn af tugum gesta og
starfsmanna Hyatt-hótelsins sem
voru niðri í kjallara þess þegar
öflugur jarðskjálfti reið yfir
Fihppseyjar þann 16. júlí. Hyatt-
hótehð ásamt tugum annarra bygg-
inga hrundi. Rúmlega sextán
hundruö manns týndu lífi í skjálft-
anum og enn er eitt þúsund sakn-
að. Skjálftinn mældist 7,7 á Richt-
er-kvarða.
Björgunarmenn fundu fimm
fórnarlömb skjálftans í rústum
Hyatt-hótelsins í morgun en Dy var
sá eini sem var á lífi. Ellefu aðrir
voru í kjallaranum þegar skjálftinn
reið yfir en þeir létust aUir. Tals-
maður hótelsins kvaðst telja að enn
væru rúmlega tuttugu og einn gest-
ur og starfsmaður fastur í rústum
þess. Björgunarmenn, sem berjast
við mikla rigningu og þreytu í
störfum sínum, halda áfram að
leita að lifandi mönnum eftir skjálf-
tann en fyrir viku var talið að eng-
irmyndufinnast. Reuter
Glæsivagnar
á góðu verði
Nissan Patrol dísll, árg. 1987, eklnn
aðeins 60 þ. km, 5 gíra, vökvastýri,
fjórhjóladrifinn, mjög góður kassi
með góðum hurðum. Ath., skipti á
ódýrari eða stærri sendibíl. Verð
1.350 þús.
Mercedes Benz 280GE 4x4, árg.
1985, ekinn 106 þ. km, 4 þrepa sjálf-
skipting, vökvastýri, álfelgur, splitt-
anlegur að aftan og iraman, útvarp
og segulband o.fl. Ath. skipti á
ódýrari, góð kjör. Verð 2.300 þús.
Subaru Legacy 1800 4x4, árg. 1990,
ekinn aðeins 3 þ. km, útvarp og
segulband, rafmrúður, samlæsing,
rafmloftnet, rafdrifin topplúga, 5
gíra o.fl. Ath. skipti á ódýrari nýl.
bfl. Verð 1.500 þús.
Audi 100CC árg. 1986, ekinn 70 þ.
km, 5 cyl., sjálfskiptur, samlæsing,
útvarp og segulband, sumar- og
vetrardekk o.fl. Ath. skipti á ódýr-
ari, verö 900 þús. Auk þess Audi
Quattro árg. 1985, verð 1.500 þús.
Nissan Prarie 2000 4x4, árg. 1988,
ekinn 34 þ. km, 5 gíra, vökvastýri,
rafmrúður, álfelgur, útvarp og seg-
ulband o.fl. Ath. skipti á ódýrari.
Verð 1.060 þús.
Toyota Corolla Touring 4x4, árg.
1989, ekinn 46 þ. km, 5 gíra, sam-
læsing, vökvastýri, sidrif, d-grá-
sans. Ath. skuldabréf eða skipti á
nýl. ódýrari. Verö 1.135 þús.
VÆNTANLEGIR KAUPENDUR, ATH.
Gífurlegt úrval nýlegra bíla er á söluskrá. Ýmiss konar kjör og verð við
flestra hæfi. Bilar gegn staðgreiðslu. Bílar gegn skuldabréfum.
BORGARBILASALAN
GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 83085 OG 83150 • SÆVARHÖFÐA 2, SI'MI 674848
Skógareldar
á Grikklandi
Mikhr skógareldar geisuðu í
Grikklandi um helgina og eyðilögðu
þúsundir hektara skóglendis og upp-
skeru. Samos, einn vinsælasti ferða:
mannastaður landins, varð verst úti
en þar brunnu nærfellt tíu þúsund
hektarar af skóglendi. Lögreglan tel-
ur að brennuvargur hafi þar verið
að verki.
Reuter
"
19 daga lúxusferð 26. ágúst
Egyptalandsferö - Ævintýraheimur
Kaíró - Skemmtiferðaskip á Níl - Baðstrandardvöl við Rauðahafið -
Pýramídar - Gull og grafir faraóanna - Stórkostlegustu söguminjar ver-
aldar - Fagurt landslag og framandi þjóðlíf.
Þið njótið frábærrar þjónustu SAS alla leið frá Kefiavík til Kairó. Fimm stjörnu lúxus-
hótel og fallegasta skemmtiferðaskipið á Níl.
Takmarkaður sætafjöldi. - Hægt að stansa í Kaupntannahöfn á heimleióinni.
íslenskur ----------------— F=lUCFEROIR
raran>ljóri. |JT fl =T SOLRRFLUC
Vesturgötu 12, símar 620066 og 15331