Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Page 3
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
3
;r________________________________________________Fréttir
Hátt matarverð beinir sölu íslandsferða úr landi:
Verðum að fflytja inn mat
fyrir erlenda ferðamenn
- segir Halldór Bjarnason, deildarstjóri Iceland Safari
„Við gætum flutt inn 16 tonn af
mat á sumri ef við færum að eins og
erlendu ferðaskrifstofurnar. Það
verður ef til tifl þrautalending ís-
lensku ferðaskrifstofanna að stofna
ferðaskrifstofur ytra og flyta matinn
til landsins með ferðamönnunum,"
sagði Halldór Bjarnason, deildar-
stjóri hjá Úrvali-Útsýn sem sér um
sölu íslandsferða undir vörumerk-
inu Iceland Safari.
Hafldór sagði að vegna reglna um
matarinnflutning erlendra ferða-
manna hafi íslensku ferðaskrifstof-
urnar smátt og smátt verið að tapa
markaðnum fyrir íslandsferðir og nú
sé svo komið að meira en helmingur
ferðanna sé á vegum erlendra að-
ila.
„Þetta er búið að vera vandamál
síðan árið 1970 en hefur ekki keyrt
um þverbak fyrr en nú síðustu sum-
ur. Síðustu árin höfum við tapað að
jafnaði 350 ferðamönnum á ári vegna
þess að maturinn hjá okkur er miklu
dýrari en sá sem erlendu ferðaskrif-
stofurnar flytja inn,“ sagði Hall-
dór.
„Ég vil fá að flytja inn mat tfl að
sitja við sama borð og erlendu keppi-
nautarnir. Það eru allaf fleiri erlend-
ir aðila sem leita inn á þennan mark-
að vegna þess að þeir flnna að við
stöndum höllum fæti. Ef innflutning-
ur á mat er eina leiðin til að stöðva
þetta þá er ég til í að reyna hann,“
sagði Halldór.
Þær reglur hafa gilt frá árinu 1970
að hver ferðamaður má hafa með sér
til landsins 10 kíló af mat en þó ekki
hráan. Fjármálaráðuneytið telur að
þetta eigi við um einstaklinga sem
koma til landsins en tollayfirvöld
telja að þetta sé sá skammtur sem
ætla má hverjum ferðamanni. Er-
lendar ferðaskrifstofur hafa því flutt
til landins 10 kíló fyrir hvern mann
Veiddi 5 punda
bleikju í Þing-
vallavatni
„Þingvallavatn hefur að geyma
einn og einn stórfisk en mest eru
þetta murtutittir sem veiðast þessa
dagana,“ sagði okkar maður á bökk-
um Þingvallavatns í gærdag.
Á miðvikudagskvöldið veiddi
Bjami Harðarson 5 punda bleikju úti
á vatni á báti en fyrr í sumar veidd-
ist 9 punda urriði á fluguna Wat-
sons’s Francy. Svo þeir eru ennþá til
vænir í vatninu þó mikið sé af murtu.
Er DV ætlaði að ná í veiðigarpinn
fengsæla í fyrradag var hann farinn
úr bænum og líklega til veiða.
-G. Bender
• Bjarni Harðarson með bleikjuna
vænu, 5 punda, i fyrradag úr Þing-
vallavatni, rétt áður en hann fór úr
bænum. DV-mynd JAK
sem kemur hingað í hópferðum.
„Þetta hefur gengið svo langt að
útlendingarnir eru farnir að sjá sér
hag í að vera með pökkunarstöðvar
ytra sem búa út 10 kílóa nestispakka
sem passa nákvæmlega fyrir tollinn
hér. Ég hef fulla trú á að stjórnvöld
komi í veg fyrir þetta því málið þolir
enga bið. Að öðrum kosti flyst sala
íslandsferða endanlega úr landi,“
sagði Halldór Bjarnason
-GK
MUNAR ÞIG UM 340.000.- krónur?
Brimborg hf. hefur náð samningum við VOLVO um að sérsmíða þessa glæsilegu og ríkulega
útbúnu lúxusbifreið fyrir íslenskan markað. Við köllum bifreiðina VOLVO 740 GLTi þar sem hún
er byggð á VOLVO 740 GLi ogsíðan útbúin öllum þeim aukabúnaði sem prýðir VOLVO 740 GLT.
Einnig er í bifreiðinni búnaður sem pantaður er sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.
Aukabúnaður er m.a.:
■■■■■■■■■■■
wmm Sjálfskipting
mmr Læsivarið "ABS" hemlakerfi
mm Læst drif (auðveldar vetrarakstur)
mm Álfelgur
ms VOLVO hljómflutningstæki með fjórum hátölurum
mm Pluss innrétting
m Upphituð sæti
m Samlæsing á hurðum
■ Rafdrifnar rúður og speglar
Þessi búnaður gerir bifreiðina bæði öruggari og margfalt þægilegri í akstri við hvers konar
aðstæður. Það sem kemur hvað mest á óvart, við jafn vel útbúna bifreið og hér um ræðir, ertvímæla-
laust mjög hagstætt verð: kr. 2.069.000 stgr. á götuna.
Þetta frábæra verð fékkst aðei ns á takmarkað magn og með því að panta al lan au kabú naði nn í ei nu
lagi. Sem dæmi má nefna að þetta verð er 340.000 krónum hagstæðara en verð á VOLVO 740 GLi
semkeypturyrði meðsamaaukabúnaði samkvæmtverðlista. Viðhvetjumeinnigtii verðsamanburðar
við aðrar bifreiðar með sambærilegum búnaði.
VOLVO
- Bifreið sem þú getur treyst!
Kynnið ykkur glæsilega bifreið á einstöku verði.
Brimborg hf.
Faxafeni 8, sími 685870