Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Side 6
6
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
Utlönd
Saddam Hussein Iraksforseti:
Hvetur til uppreisnar
gegn erlendum heraf la
Breskir sjóliðar á HMS York á leið til Persaflóa senda ástvinum kveðjur. Saddam Hussein íraksforseti hefur hvatt
araba til að rísa gegn erlendum herafla við Persflóa. Símamynd Reuter
Saddam Hussein íraksforseti
hvatti í gær alla araba til uppreisnar
gegn erlendum herafla við Persaflóa.
I ræðu, sem forsetinn hélt, hvatti
hann trúbræður sína tii heilags
stríðs gegn bandarísku hermönnun-
um og ásakaði leiðtoga araba um
spillingu. Fréttaskýrendur segja að i
ræðunni hafi forsetinn því sem næst
verið að hvetja til þess að leiðtogum
nokkurra arabaríkja, s.s. Fahd kon-
ungi Saudi-Arabíu, yrði steypt af
stoli. Hussein sakar konunginn um
að hafa „opnað dyrnar" fyrir banda-
rísku hermönnunum og erlendum
herskipum sem nú eru í þessum
heimshluta.
Mörg þúsund Jórdanir hafa þegar
lýst yfir heilögu stríði gegn Banda-
ríkjunum og hvatt jórdönsku stjórn-
ina til að senda sjálfboðaliða til að
berjast fyrir írak. Rúmlega fjörutíu
þúsund Jórdanir hafa boðist til að
fara til írak og berjast gegn Banda-
ríkjunum komi til átaka við Persa-
flóa. Þúsundir komu saman í Amm-
an, höfuðborg Jórdaníu, í gær til að
lýsa yfir reiði sinni með aðgerðir
Bandaríkjanna og krefjast þess að
verða sendir til íraks. Margir arabar
hafa, þvert á stefnu leiðtoga sinna,
lýst yfir stuöningi við innrás íraka í
Kuwait og síðar innlimun landsins.
Arabaleiðtogar funda
Hussein íraksforseti hélt ræðu sína
á sama tíma og leiðtogar Araba-
bandalagsins hittust í Kaíró í Egypta-
landi til að ræða hið viðsjárverða
ástand við Persaflóa. Á fundinum
sýndu fulltrúar íraka þess engin
merki að þeir hygðust gefa eftir í
þessari deilu eða fallast á málamiðl-
un. Leiðtogar arabaríkja vilja að
írakstjóm dragi til baka hermenn
sína frá Kuwait, að sögn heimildar-
manna.
Ráðamenn í Egyptalandi hvöttu
fundarmenn í Kaíró til að samþykkja
beiðni Saudi-Araba og ráðamanna
annarra ríkja að senda herlið araba
til þessara landa ‘Persaflóa til að
vernda þau komi til árásar íraka.
Hafnbann íhugað
Utanríkisráðherrar NATO komu
einnig saman til neyðarfundar í gær.
Ráðherrarnir, sem sátu á rökstólum
í Bmssel, lýstu einróma yfir stuðn-
ingi við aðgeröir Bandaríkjanna við
Persaflóa. Þá hétu þeir því að vernda
Tyrkland, eitt aðildarríkja NATO,
komi til árásar íraka en landamæri
Tyrklands liggja að írak. Fregnir
hafa borist af því að Irak hafi flutt
hermenn til landamæranna. Þá sagði
talsmaður Bandaríkjaforseta að í
íhugun væri að setja hafnbann á írak
til að auka þrýsting á Hussein.
Ráðherrarnir sögðu að efnahags-
Saddam Hussein, forseti Íraks.
Teikning Lurie
refsiaðgerðum Oryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna yrði að halda til streitu
en þær aðgerðir fela í sér algert við-
skiptabann, þar á meðal bann við
sölu vopna til íraks. Manfred Wörn-
er, framkvæmdastjóri NATO, sagði
að ráðherrarnir hvettu Hussein ír-
aksforseta til að leysa úr haldi alla
erlenda ríkisborgara í írak og Kuwa-
it.
íraska stjórnin hefur vísað því á
bug aö Vesturlandabúarnir séu gísl-
ar og hafa flestar vestrænar ríkis-
stjórnir varast að kalla erlenda ríkis-
borgara í löndunum tveimur því
nafni. En írakstjórn hefur, sam-
kvæmt upplýsingum bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins, gert ljóst að
fæstum Vesturlandabúanna, utan
sendiráðsstarfsmönnum, sé heimilt
að yfirgefa landið.
Aðildarríki Evrópubandalagsins,
sem og Japan, hafa neitað að ganga
að kröfu íraka um að loka sendiráð-
um sínum í Kuwait og færa sendi-
ráðsstarfsemi til írak.
Þrátt fyrir að margir íbúa Kuwait
hafi flúið yfir landamærin til Saudi-
Arabíu eru margir eftir sem enn
veita írösku hermönnunum and-
spyrnu nú, rúmri viku eftir innrás-
ina. Að sögn eins andspyrnumann-
anna skutu íraskir hermenn á fjölda-
fund í Kuwaitborg sem haldinn var
til að mótmæla innlimun landsins í
írak. Að minnsta kosti þrír létust,
sagði hann.
írakar efla herinn
írakar hafa styrkt hernaðarlega
stöðu sína í Kuwait. Heimildir herma
að nú séu að minnsta kosti 120 þús-
und íraskir hermenn þar, auk þess
sem um fimmtíu þúsund hermenn til
viðbótar stefna suður á bóginn. Þá
hafa íraskir hermenn einnig eflt liðs-
afla sinn við landamæri Saudi-Arab-
íu, að sögn talsmanns bandaríska
varnarmálaráðuneytisins. írakar
hafa hótað því að beita efnavopnum
verði ráðist á þá.
Bandaríkjamenn styrkja einnig
herafla sinn á þessum slóðum, sagði
talsmaðurinn í gær, og eru fleiri her-
menn á leið til að styðja við bakið á
þeim fjögur þúsund sem þegar hafa
náð áfangastað. Fjöldi bandarískra
hermanna við Persaflóa getur orðið
allt að flmmtíu þúsund, segja emb-
ættismenn bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán.uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5,5 Ib
18mán. uppsögn 11 lb
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlan verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6,75-7,5* Lb
Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13.75 Bb.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupqenqi Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10.10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17
Vestur-þýsk mörk 9.9-10,5 4,0 Bb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. ágúst 90 14,0
Verðtr. ágúst 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánsxjaravísitala ágúst 2925 stig
Lánskjaravísitalajúli 2905 stig
Byggingavísitala ágúst 550 stig
Byggingavísitala ágúst 171,9 stig
Framfærsluvísitala jí|lí 146,8 stig
Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% l .júlí.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,035
Einingabréf 2 2,741
Einingabréf 3 3,314
Skammtímabréf 1,700
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,174
Kjarabréf 4,988
Markbréf 2,653
Tekjubréf 2,005
Skyndibréf 1,488
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,421
Sjóðsbréf 2 1,783
Sjóðsbréf 3 1,689
Sjóðsbréf 4 1,438
Sjóðsbréf 5 1,015
Vaxtarbréf 1.7090
Valbréf 1,6070
Islandsbréf 1,044
Fjórðungsbréf 1,044
Þingbréf 1,043
öndvegisbréf 1,042
Sýslubréf 1,046
Reiðubréf 1,032
HLUTABRÉF
Söluverð' að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv :
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 488 kr.
Flugleiðir 191 kr.
Hampiðjan 170 kr.
Hlutabréfasjóður 162 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr.
Eignfél. Alþýðub. 126 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 162 kr. ~
Eignfél. Verslunarb. 138 kr.
Olíufélagið hf. 515 kr.
Grandi hf. 184 kr.
Tollvörugeymslan hf. 107 kr.
Skeljungur hf. 546 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
alpen kteuzer tjaldvagnar
VORUM AÐ FÁ SÍÐUSTU SENDINGUNA í
SUMAR - TRYGGIÐ YKKUR VAGN í TÍMA Á
SAMA GAMLA, GÓÐA VERÐINU.
Opið í dag, laugardag, til kl. 16.00.
Nokkrir vagnar til ráðstöfunar ef pantað er strax.
Staðalbúnaður er m.a. fullkomið eldhús, fortjald, dúkur í fortjald, sól-
tjald, innitjöld, gardínur, varadekk, 13" bíldekk, sjálfstæð íjöðrun, öryggis-
hólf, hjálpar- og öryggishemlar, rúmgott farangursrými o.fl. o.fl.
Vagnarnir eru sterkbyggðir og liggja sérlega vel á vegi.
Alpen Kreuzer umboðið
Skipholti 33 - sími 629990