Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. 11 í leðurjakkanum og með kaskeitið á höfðinu. Hulda við bilinn sem hún keyrði um götur borgarinnar er hún seldi smjörlíkið. hvort ég vilji ekki taka að mér að, keyra hann og dreifa smjörlíki í verslanir. Mér fannst þetta svo stór- kostlegt að ég vissi ekki hvort ég ætti að hljóöa eða hvað. Ég segi auðvitað eins og er að ég sé búin að keyra í tvö ár með pabba en hafi ekkert keyrt í bænum því ég hafi ekki próf. Pabbi vildi ekki gefa mér próf. Forstjórinn sagði mér þá bara að fara til einhvers sem mér lík- aði við og biðja hann um að gefa mér próf, fyrirtækið skyldi borga það. Ég var nú ekki lengi aö því og fékk und- anþágu 19 ára að taka próf þar sem ég átti að fara að starfa við akstur. En þá var aldurstakmarkið tuttugu ár. Og svo kom þessi litli bíll og ég fór að keyra hann um bæinn. Það var bara eitt sæti í bílnum, bílstjórasæt- ið. Hitt var pláss fyrir smjörlíkið." Strákamir urðu súrir Hulda lýsir því þegar hún keyrði í allar búðir frá Hverfisgötu og Laugavegi, um Holtin upp úr og nið- ur úr og endað jafnan í versluninni Herðubreið þar sem nú er Listasafn íslands. Með fangið fullt af smjörlíki heillaði hún kaupmennina enda seg- ir hún strákana frá hinum smjörlík- isgerðunum oft hafa orðið heldur súra þegar kaupmennimir keyptu af henni en ekki þeim. „Það var mikil samkeppni í smjör- hkissölu á þessum tíma. Fyrir utan okkur Svaninn voru Smárinn, sem síðar varö Blái borðinn, Ljómi og Ásgarður. Við sem keyrðum út smjörlíkið vorum alltaf á hælum hvort annars og mættumst oft. Það var auðvitað mikill sigur fyrir mig að sjá strákana koma ergilega út úr búðunum og hafa ekki selt neitt og selja búðunum svo sjálf," segir Hulda og ánægjusvipurinn leynir sér ekki þegar hún rifjar þetta upp. A þessum tíma var hún með 150 krónur í laun á mánuði sem þótti mikið þá. Segir hún Ragnar í Smára hafa boöið sér 300 krónur ef hún vildi koma í vinnu hjá sér. „Ég gat það alls ekki. Hjarta mitt sagði nei. Eg gat ekki farið inn í búð- irnar og sagt að nú væri Smárinn bestur þegar ég var búin að koma því inn í alla kaupmennina að Svan- urinn væri bestur. Hólmjám var líka fljótur að hækka við mig kaupið þeg- ar þetta kom til.“ Hulda vann við það í 3 ár „að henda smjörlíki inn í búðirnar" eins og hún segir sjálf. En hún segir piltana í búðunum, einkum sendisveinana, hafa verið ósköp almennilega og oft borið smjörlíkið inn úr bílnum fyrir sig. Vinnuveitandinn kunni vel að meta það sem vel var gert og segir Iiulda hann hafa verið góðan hús- bónda. En hún segist þó hafa verið óánægð með það að hann skyldi aldr- ei hafa leyft henni að setja keðjur undir bíldekkin. Skipti sjálf um dekk „Hann sagði að keðjurnar myndu eyðileggja göturnar. Én þetta voru um götumar var mikið glápt á hana. Ekki síður þegar hún kom út úr bíln- um og burðaðist með smjörlíkið „eins og ég veit ekki hvað“ eins og hún segir. Ungu piltarnir í mennta- skólanum létu hana heldur ekki í friði og héngu aftan í bílnum hjá henni. Segist hún þá bara hafa hrekkt þá á móti. Minnist hún einnig tveggja lítilla drengja sem ólmir vildu fá að keyra um með henni. Þeir biðu á náttíotunum úti í glugga á morgnana eftir því að ég kæmi. Eg var stundum með þá í bílnum allan daginn. Þeir voru svo indælir. Móðir mætir mér þá eldri maður á hjóli og var hann með málningarfótu á stýr- inu. Sem við mætumst fellur hann á hjólinu og tekur rauð málningin að renna niður brekkuna. Mér varð auðvitað um þetta og heimsótti ég hann í heila viku á eftir til að fylgj- ast með því hvernig honum liði. Þá segir eiginkona hans, sem tók alltaf á móti mér, það ástæðulaust að vera að heimsækja hann því hann hafi ekkert meitt sig, honum hafi bara brugðið svo við það að sjá mig keyra þarna.“ En litli, létti Svansbíllinn, sem var Litli Svansbillinn. Eins og sjá má voru götur Reykjavikur ekki mjög glæsilegar á þessum tíma. „Eg reyndi að þræða á milli pollanna til að skíta ekki út bilinn," sagði Hulda. nú eingöngu moldargötur og pollar alls staðar og það var bara látið vaða yflr. Ég þræddi þó oft á milli polla því ég vildi ekki skíta út bílinn. Ann- ars skipti ég sjálf um olíu, smurði hann og skipti um dekk ef þess þurfti. Þegar ég tók prófið voru einungis tvær, þijár konur búnar að taka próf en þegar ég fór að aka um göturnar var engin önnur kona sem keyrði bíl hér á götunum. Svo eftir að ég fór að keyra spruttu upp kvenbílstjórar. Þetta þótti svo spennandi en fæstar keyrðu lengi. Þær fóru yfirleitt fljótt aö hugsa um eitthvað annað, heimil- i.börn og þess háttar.“ Þegar Hulda keyrði Svansbílinn annars þeirra var svo farin að segja við mig: „Heyrðu, þú verður að passa að hann Gulli litli pissi.“ En hann átti það til að bleyta sig, auminginn. Og vissulega lenti hún í ýmsu og segist hún eiga margar góðar minn- ingar frá þessum tíma. Segir hún frá einu atviki sem nú sé hægt að hlæja að þótt henni hafi ekki þótt það fynd- ið er það gerðist. Málninglakniður Bakarabrekkuna „Ég var eitt sinn að keyra upp Bakarabrekkuna svokölluðu og aðeins sjö hestöfl, keyrði ekki svo ýkja lengi um götur borgarinnar. „Það var einu sinni að ég var á leið- inni niður í bæ og hafði vinnuveit- andinn fengið far með mér. Fyrir framan okkur var bíll sem nánast var kyrr. Ég var að hugsa um að keyra fram úr honum en þá brunar hann skyndilega afstað. Ég keyri svo beint á eftir honum. En allt í einu snarstöðvar bíllinn og ég lendi aftan á honum. Og allt í mask. Ég hélt bara að ég yrði ekki eldri og fór á hverjum degi að skoða hann þar sem hann var geymdur þangað til fenginn var nýr bíll. Þessi atburður kenndi mér mikið.“ Hulda vann í 12 ár alls hjá Svanin- um. Eftir þrjú ár á bílnum fór hún að vinna við ýmis störf innandyra. Frá því fyrirtæki lá leiðin til fyrir- tækis frænda hennar, Ásbjörns Ól- afssonar, en hjá honum vann hún næstu 40 árin. Saumaði þvottapoka og keypti bíl Sinn fyrsta bíl eignaðist Hulda árið 1940. Það var Standard. „Mig langaði alveg óskaplega til að eignast sjálf bíl. Ég tók þá upp á því að sauma þvottapoka í frístundum og saumaði hundruð dúsína af þeim. Ég fékk sjö krónur fyrir dúsínið og er ég hafði safnað nóg varð draumur- inn að veruleika. Standardinn kost- aði 35.000 krónur. Hann var notaður og leit afskaplega vel út. Nokkrum árum síðar keypti ég mér svo nýjan Popita sem kostaði 55.000 krónur. Mér finnast bílar alveg dásamlegir. Ég verð alltaf glaðari í hjarta mínu er ég sest undir bílstýri. Hér áður fyrr söng ég alltaf er ég keyrði um göturnar. En ég er svakalega hrædd með öðrum í bíl.“ Hulda talar mikið um það hversu ofsaleg henni finnst umferðin vera orðin. „Ég er alveg á móti því að börn fái bílpróf 17 ára gömul. Það er orðinn svo mikill ofsi í börnum í dag. Ég þori varla orðið að keyra lengur vegna látanna í umferðinni. Það ligg- ur öllum svo á og það er ekkert tekið tillit til annarra. Fólk æðir áfram eins og það eigi lífið að leysa. Svo þegar komið er að rauðu ljósi er stöðvað og ekkert hefur áunnist með látunum." Hulda hefur síðastliðin 22 ár átt fallega rauða Volkswagen bjöllu sem hún segir voða gott að keyra. „Hann er alveg eins og hugur manns þessi bíll. Mér þykir voða gott að hafa hann er ég fer í kirkju eða út að versla. En ég reyni að vera á feröinni þegar umferðin er sem minnst." Og það sýnir sig að bíladellan er enn á háu stigi í huga Huldu. Sýnir hún blaðamanni og ljósmyndara gamlar bílamyndir og hefur auösýni- lega mjög gaman af. En næst þegar sést til einnar 78 ára gamallar hressi- legrar konu á rauðri bjöllu, R-966, þá vitið þið hver hún er. Okuskírtein- ið hennar er númer 2481. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.