Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. Skák Dregið í fyrstu lotu áskorendaeinvígjanna: Tiimnan mætir Húbner og Kortsnoj teflir við Sax - Óvæntur sigurvegari áWorld Open-skákmótinu Flestir veðja á Timman i einvigi hans og Hiibners en þeir eru annars prýðisgóðir vinir. DV-mynd EJ Skákunnendur mega eiga von á mörgum spennandi einvígjum í fyrstu lotu áskorendakeppninnar ef marka má svissneska skákritið Die Schachwoche sem birti útdrátt- inn í vikunni. Hins vegar er hætt við aö skákmeistararnir sjálflr hefðu sumir hverjir kosið aðra nið- urröðun því að í nokkrum einvígj- anna þurfa landar og vinir að berj- ast. Fjórtán stórmeistarar standa- nú eftir í áskorendakeppninni. Þeir munu heyja einvígi þar til sjö standa eftir og þá bætist sá í hópinn sem lægri hlut bíður í heimsmeist- araeinvíginu í október (Karpov eða Kasparov). Síðan er teflt þar til einn stendur eftir og hann hefur unnið sér rétt til að skora á heims- meistarann. Samkvæmt Die Schachwoche tefla þessir saman í fyrstu umferð: Timman - Húbner Ivantsjúk - Judasin Dolmatov - Jusupov Short - Speelman Gelfand - Nikolic Kortsnoj - Sax Dreev - Anand Af bræðravígum er fyrst að nefna einvígi Englendinganna Shorts og Speelmans sem eru búsettir í sama hverfi í Lundúnaborg. Skemmst er að minnast einvígis þeirra í síðasta hring heimsmeistarakeppninnar en þá vann Speelman öllum að óvörum. Short er almennt álitinn honum fremri og hann fær nú tækifæri til að sýna fram á það. Þá er hætt við að sovéski skák- þjálfarinn snjalli, Mark Dvoretsky, viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga. Frægustu nemendur hans eru Dolmatov og Jusupov og nú þurfa þeir að heyja einvígi upp á líf og dauða! Dvoretsky hefur náö frábærum árangri með þjálfunar- aðferðum sínum og eru stórmeist- ararnir tveir lýsandi dæmi um það. Vitaskuld gjörþekkja þeir hvor annan og hefðu áreiðanlega kosið annan mótherja. Timman og Húbner eru einnig prýöisgóðir vinir én engu að síður er þetta eitt athyglisverðasta ein- vígið. Flestir veðja væntanlega á Timman en hann er mistækur eins og dæmin sanna. Einvígi Kortsnojs við Sax gæti oröið fjörugt. Sax teflir léttan sókn- arstíl og Kortsnoj er þekktur fyrir að taka hraustlega á móti. Kortsnoj hefur sýnt að hann er til alls vís en spurningin er hvort aldurinn fari ekki að segja til sín. Sovésku stórmeistaramir Ivant- sjúk og Gelfand eiga „léttustu“ andstæðingana að minu viti og eru líklegir til að komast áfram í 2. lotu. Landi þeirra, Alexei Dreev, gæti hins vegar átt í vandræðum með Indveijann snjalla, Anand, sem hefur sérlega næmt auga fyrir flétt- um og brellum og er þekktur fyrir aö tefla hratt. Erfiður mótherji sem gæti hæglega slegið Sovétmanninn út af laginu. Það er fróðlegt að sjá hvort ein- hver þessara fjórtán nær aö ógna veldi K-anna tveggja. Eða stefnir í sjötta einvígi Karpovs og Kas- parovs að þremur árum liðnum? Óvæntúrslit á World Open íslendingar hafa löngum verið tíðir gestir á World Open-skákmót- inu í Philadelphiu og oftsinnis náð framúrskarandi árangri. Ingvar Ásmundsson varð þar t.a.m. efstur ásamt öörum 1978 og Haukur Ang- antýsson endurtók afrek hans árið eftir. í ár bar hins vegar svo við að enginn íslendingur var á þátttak- endalistanum en þeim mun fleiri Sovétmenn sem gera nú strand- högg víða. Alls tefldu 1160 skák- menn í fjölmörgum flokkum. í efsta flokki voru 210 keppendur, þar á meðal fjölmargir stórmeistarar. En stórmeistararnir urðu að sjá á eftir fyrsta sætinu í hendur al- þjóðameistara frá Sovétríkjunum, Igor Glek aö nafni. Hann varð einn efstur á mótinu, hlaut 7,5 v. og tæp- lega átján þúsund Bandaríkjadali að launum, eða ríflega eina milljón íslenskra króna. Má nærri geta hvílík upphæð þetta er austur í Sovétríkjunum. Glek gæti nú sest í helgan stein og lifað í vellysting- um til ævikvölds og jafnvel lengur. Hálfum vinningi á eftir Glek komu bandarisku stórmeistararnir Joel Benjamin, Larry Christiansen og Walter Browne; Svíinn Hellers, Hodgson, Englandi, og Sovétmenn- irnir Rashkovsky, Shabalov, Jer- mohnsky og Smirin. Neðar voru kunnir stórmeistarar, s.s. Mal- anjúk, Tseshkovsky, Kudrin, D. Gurevits, Alburt, Dlugy og Lein. Óvæntur sigur Gleks gegn Tsesh- kovsky í lokaumferðinni fleytti honum upp í efsta sætið óskipt. Glek hafði svart í þessari skák en það kom ekki að sök. Hann náði snemma myljandi sókn og Tsesh- kovsky fékk ekki neitt við ráðið. Hvítt: Vitaly Tseshkovsky Svart: Igor Glek Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd6 7. 6-0 Rf6 8. Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 Bd7 11. b3 0-0-0!? Athyglisverð tilraun til að blása lífi í þetta afbrigði sem er spilað á rólegri nótum ef svartur hrókar stutt. Þannig hefur Glek teflt áður Skák Jón L. Árnason en samt er eins og hann komi Tseshkovsky á óvart. 12. Bb2 Dc7 13. De2 h5! 14. Rf3 Geller reyndi 14. a4 Rg4 15. g3 a6 16. Rb5!? gegn Naumkin á opna mótinu á Mallorca í fyrra en tapaði skákinni. Mannsfórn hans er þó ekki alveg út í bláinn. 14. - Rg4 15. Hadl? Betra er 15. h3 Bc6! 16. Hfdl Bc5 17. Hxd8 Dxd8 18. hxg4!? hxg4 19. Bxe6 fxe6 20. Dxe6+ Bd7 21. Dc4 gxf3 22. Dxc5 Bc6 (Lanka - Glek, Moskva 1989) og að sögn Gleks heföi hvítur nú með 23. Df5 + getað haldið jafnvæginu. 15. - Bd6 16. h3 Bc6! 17. Hxd6 Hvað átti hvítur til bragðs að taka? Ekki gekk 17. hxg4 Bxf3 18. Dxf3 hxg4 19. Dxg4 Bh2+ 20. Khl Bgl + ! og mátar. 17. - Dxd6 18. hxg4 hxg4 19. Re5 Hh4! 20. Rxg4 Svartur vinnur eftir 20. f4 g3 21. De3 Hdh8 22. Dxg3 Dc5+ o.s.frv. 20. - Hdh8 21. f3 Eftir 21. f4 er 21. - Hhl+ 22. Kf2 Dxf4 + 23. Kel Hxfl + 24. Dxfl Dxg4 einföld vinningsleið en nú verða endalokin enn sneggri. X Á Á Á Á ' AWá Jl £>I A A sifl • A 24? ABCDE FGH 21. - Dg3! Hótunin 22. - Hhl mát er nú óviðráðanleg. Hvítum tekst ein- ungis að tefja fyrir úrslitunum. 22. Bxe6+ fxe6 23. Dxe6+ Bd7 24. Dc4+ Kd8 Og hvítur gafst upp. Önnur skák frá World Open flýt- ur með. Svartur fórnar hrók til að opna kóngsstöðu hvíts en sjálfur á hann eftir að finna konungi sínum skjól. Það tekst hvítum að færa sér í nyt. Hann snýr vörn í sókn og þegar svartur hefur þegið nokkrar fórnir blasir hrun stöðunnar við. Hvítt: Alexander Shabalov Svart: Maxim Dlugy Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Be3 Rxd4 10. Bxd4 b5 11. De3 Bd7 12. e5! dxe5 13. Dxe5 Hc8 14. Re4 Rxe4 15. Dxe4 Bc6 16. De3 Da5 17. Kbl Bd5 18. b3 Hxc2?! Freistandi fórn en varla þarf að líta lengi á stöðuna til að skynja aö hvítur eigi góða varnarmögu- leika. Svartur á enn eftir að koma kóngi sínum í var og opna eftirlif- andi hrók útgönguleiö. 19. Kxc2 Dxa2+ 20. Bb2 Ba3 21. Hxd5! Þá eru aöeins drottning og biskup eftir í sókninni. Nú leiðir 21. - Dxb2+ 22. Kdl Dbl+ 23. Ke2 Bcl til sömu stöðu og í skákinni. 21. - Bxb2 22. Kdl Dbl+ 23. Ke2 Bcl 24. De5 Dc2+ 25. Kf3 Dc6 Leppar hrókinn og er ekki svart- ur aö vinna lið sitt til baka með peð í kaupbæti því að 26. Db8 + Ke7 29. Dxh8? Dxd5+ getur hvítur ekki leyft sér? Nei, hvítur lumar á lag- legri leið: # 1 Á Á á m Á Á á 2 W A & A A A A S abcde fgh 26. Db8+ Ke7 27. Da7+! Ke8 Eða 27. - Kf6 28. Dd4+ Kg6 (ef 28. - Ke7 29. Dc5+ og forðar hróknum) 29. Bd3 + f5 30. Hxcl og vinnur létt. 28. Bxb5! axb5 29. Hxcl Dxd5+ 30. Ke2 Og svartur gaf. Hvíti kóngurinn er á leiö í fylgsni sitt en sá svarti situr eftir berskjaldaður. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.