Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Page 27
ÍÍAUÖÁÍIDAGUR ll. ÁGÚST 1990.
39
LífsstíU
Tyrkland:
Land andstæðnanna
Við hlið hótelsins í Alanya er lítill
akur þar sem tyrkneskar konur
koma og tína agúrkur, vafðar sjölum
og í síðbuxum undir skærlitum pils-
unum. Seinna um daginn kemur þar
líka kýr og baul hennar má auðveld-
lega greina í gegnum tónlistina á
barnum.
Andstæðurnar blasa hvarvetna
við. Til Miðjarðarhafsstrandar Tyrk-
lands koma þúsundir ferðamanna til
að sóla sig og til að baða sig í hreinum
sjó. Það spillir heldur ekki fyrir dvöl-
inni að vöruverð er lágt, hversu lengi
sem það nú endist, og náttúra lands-
ins er óspillt.
Hafnarborg
Alanya var fyrir áratug ósnortin
hafnarborg, umkringd sögulegum
minjum frá tímum heimsveldis Róm-
verja. En hlutirnir hafa tekið stór-
stígum breytinum. Nú er erfiðasta
vandamálið að hafa hemil á öllum
þeim sem vilja fá að byggja hótel á
ströndinni út frá borginni.
Heimamenn vilja sporna við því að
ströndin verði eins og sólarstrendur
Spánar og Kanaríeyja þar sem risa-
stórir steinklumpar, sem áttu í fyll-
ingu tímans að verða hótel, standa
auðir og yfirgefnir af því að ferða-
mannaþjónustan er jafn fallvölt og
hvað annað í heiminum og ferða-
mönnum á þessum slóðum hefur far-
iö fækkandi.
Á síðustu árum hafa verið hertar
mjög allar reglur um hótelbyggingar
í Alanya og nágrenni. Það má til
dæmis ekki byggja fleiri hótel niðri
á ströndinni og það er einungis hægt
að fá lán til að byggja hótel af ákveð-
inni stærð og gerð. Nú þegar standa
nokkur hálfkláruð hótel við strönd-
ina, hótel þar sem byggingarfélög
luku ekki við því þau fóru á hausinn
áður en hótelin voru fullkláruð. Það
getur liðið langur tími uns byggingu
þeirra verður lokið eða tekin ákvörð-
un um að rífa þau. Ákvarðanataka í
tyrknesku samfélagi gengur fremur
hægt.
Ibúarnir sýna hús sín brosandi.
Ferðamannaþjónusta
ný af nálinni
Ferðamannaþjónusta er ný af nál-
inni á þessum slóðum. Fyrir fimm
árum klifruðu börn upp í fjallshlíð-
arnar og köstuðu steinum að bílum
ferðamanna. í dag standa börnin
brosandi við veginn og rétta fram
hendurnar í þeirri von að ferða-
mennirnir gauki að þeim peningum,
sígarettum eða tyggigúmmí. Foreldr-
ar þeirra hafa komið á fót litlum
matsölustöðum eða þá að þeir bjóða
ferðamönnunum að skoða heimili
sín gegn þóknun. Þeir sem hafa opn-
að heimili sín ferðmönnum eru
bændur og verkamenn sem búa í litl-
um timburkofum í íjallshlíðinni, þar
sem húsakynnin skiptast í stofu og
lítið herbergi. í þessum kofum búa
yfirleitt 6-3 manns.
Húsgögnin eru ekki margbrotin,
kannski einn skápur fyrir föt, hilla
fyrir eldunaráhöld og ofnar mottur á
gólfum. Ferðamennirnir kíkja og
hafa gaman af að skoða og íbúarnir
brosa ánægðir yfir að fá smávegis
aura fyrir viðvikið.
Undarlegir farfuglar
Fjöldi barna er sendur úr sveitun-
um niður til strandarinnar til að
vinna á hótelum og á veitingastöð-
um. Skólaskyldan er fimm ár og þeg-
ar börnin eru orðin 12 ára þurfa þau
ekki lengur að ganga í skóla. Það er
algengt að tólf ára drengir vinni á
börum, þrátt fyrir að einkennis-
búningurinn sé alltof stór. En dreng-
irnir kunna að lesa og skrifa og þeir
skilja pantanir þessara undarlegu
farfugla sem fá sér áfenga drykki
hvenær sem er dagsins og eru svo
ríkir að þeir hafa efni á að liggja í
sólbaði.
Sólin er heit og hún hitar Miðjarð-
arhafið. í kaldasta mánuöinum, sem
er janúar, er meöalhiti sjávar um 18
gráður en í águst er hitastigið rétt
tæpar 30 gráður.
Sumarið er langt, byijar í apríl og
endar í nóvember. Það er því auðvelt
Klámmyndir
Hún er líka ekta stemmningin á
litlu börunum sem eru eins og gor-
kúlur hvert sem litið er. Þar sitja
karlarnir, spila, drekka te og horfa á
klámmyndir af myndböndum. Raun-
ar hefur verið talað um að banna
slíkar sýningar, því þær eru taldar
hafa orsakað umferðarslys þegar bíl-
stjórar hafa gleymt sér við að kíkja
á myndirnar. Hins vegar hefur ekki
verið rætt um að banna þær af sið-
ferðilegum ástæðum. Jafnvel þrátt
fyrir að trúin leggi ekki blessun sína
yfir sýningar af þessu tagi. Margir
taka létt á trúmálum, hins vegar hef-
ur það verið að breytast dálítið upp
á síðkastið því í Alanya og nágrenni
hafa risið 120 skólar íjármagnaðir af
nágrannalandinu íran og þar eru
múslímsk fræði í hávegum höfð.
Margtaðskoða
Það er mýmargt að skoða í Alanya
og nágrannabæjunum. Þar er mikið
um alls kyns fornminjar og gamli
bærinn er að stofni til frá árinu 1200
en elstu minjarnar eru frá árinu 200.
Gamlar sagnir herma að Kleopatra
drottning hafi komið til Alanya og
baðað sig í sjónum þar. í um 20 kíló-
metra fjarlægð er svo bærinn Side,
hafnarborg frá dögum Rómverja, og
þar er ýmsar merkar fornminjar að
sjá. Oft ber það við að innfæddir
reyni að selja ferðamönnum forn-
minjar en samkvæmt tyrkneskum
lögum er bannað að flytja þær úr
landi. Ef upp kemst er fólk umsvifa-
laust fangelsað og tyrknesk fangelsi
eru víst ekkert grín.
Það er mýmargt að sjá og skoöa á
þessum slóðum og ferðamenn ættu
ekki að vera í vandræðum með að
eyða fríinu sínu þar.
Tyrkneskir handverksmenn.
Það er ódýrt að fara út að borða i Alanya.