Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Side 39
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. 51 Afmæli Leifur Blumenstein Leifur Blumenstein byggingafræð- ingur, Brekkustíg 10, Reykjavík, er sextugur á morgun, sunnudaginn 12. ágúst. Leifur er fæddur í Rvík og lauk próíi í húsgagnasmiði í Iðnskólan- um í Keflavík 1954. Hann tók próf í byggingariðnfræði í Staatliche Technikerschule Alsfeld/Hessen í Þýskalandi 1957 og var í námi og starfi á Teiknistofu Hannesar Kr. Davíðssonar arkitekts 1957-1962. Leifur vann hjá Reykjavíkurborg 1962-1986, lengst af sem tæknideild- arstjóri byggingardeildar borgar- verkfræðings. Hann lét af störfum hjá Reykjavíkurborg 1986 vegna af- leiðinga vinnuslyss 1980. Leifur hef- ur verið kennari í Meistaraskólan- um í Reykjavík frá 1965 og kennir nú í Tækniskóla íslands og Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann var í stjórn Steinsteypufélags íslands 1974-1976 og varaformaður bygginngafræðifé- lags íslands 1972-1974, formaður 1974-1976. Leifur var í nefnd sem samdi drög að byggingalögum er tóku gildi 1979 og fékk viðurkenn- ingu umhverfismálaráðs 1981 fyrir hstræna endurbyggingu Tjarnar- götu 33. Leifur hlaut menningar- verðlaun DV í byggingarhst 1989 ásamt Þorsteini Gunnarssyni arki- tekt fyrir endurbyggingu Viðeyjar- stofu og Viðeyjarkirkju. Meðal fjöl- margra bygginga sem Leifur hefur endurbyggt eru, Miðbæjarskólinn, hús Sigurðar Thoroddsen við Frí- kirkjuveginn, Thor Jensen-húsið við Fríkirkjuveg, Iðnskólinn við Vonarstræti og Söluturninn við Lækjargötu. Leifur kvæntist 10. október 1959 Bergljótu Sigfúsdóttur, f. 31. ágúst 1938, deildarstjóra teiknistofu Pósts og síma. Foreldrar Bergljótar voru Sigfús Jónsson, trésmíðameistari í Fjölni í Fjalakettinum í Rvík, síðar b. á Laugum í Hraungerðishreppi, og kona hans, Henny fædd Ekanger. Synir Leifs og Bergljótar eru: Bragi Börkur, f. 15. maí 1960, nemi í bygg- ingarlist, sambýliskona hans er Guðbjörg Hrafnsdóttir, Bragi á einn son, Örn Smára; Sigfús Tryggvi, f. 28. maí 1968, nemi í rafvirkjun; og Eiríkur Freyr, f. 5. desember 1969, nemi í húsasmíði. Sonur Bergljótar er Hlynur Trausti Tómasson, f. 14. maí 1956, í framhaldsnámi í flug- virkjun, kvæntur Særúnu Ingi- mundardóttur og eiga þau tvö börn. Systur Leifs eru Kristín Doris, f. 9. desember 1928, gift Uno Nilsson, deildarstjóra hjá Stokkhólmssíma í Svíþjóð, og eiga þau tvo syni; og Nina Carla Marie, f. 28. mars 1950, gift Ingimundi T. Magnússyni, við- skiptafræðingi í Rvík, og eiga þau þrjárdætur. Foreldrar Leifs eru Andrés Karls- son, húsgagnasmiður og fyrrver- andi byggingaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, og kona hans, Jónína Jósefsdóttir. Andres var sonur Karls Blumenstein, skor- steinamúrara í Kassel í Þýskalandi, og konu hans, Anne Marie Mall- asch, af þýskum aðalsættum. Móð- ursystir Leifs er Kristín og synir hennar eru Ingólfur Guðnason, sparisjóðsstjóri á Hvammstanga og fyrrverandi alþingismaður, Guðni E. Guðnason, aðalbókari hjá Eim- skip, og Samúel Guðnason skip- stjóri. Jónína er dóttir Jósefs, b. í Lambadal í Dýrafirði, Jesperssonar, b. og formanns í Hólsbúð, Jónsson- ar, verslunarmanns á Vatneyri, Ól- afssonar, lögsagnara í Hjarðardal í Önundarfirði, Erlendssonar, sýslu- manns í Hjarðardal, Ólafssonar, bróður Jóns frá Grunnavík, forn- ritafræðings í Kaupmannahöfn. Móðir Jóns var Ástríður, systir Sig- ríðar, langömmu Þóru, ömmu Sól- veigar Ólafsdóttur, móður Jóns Baldvins Hannibalssonar. Ástríður var dóttir Magnúsar, prófasts í Vatnsfirði, Teitssonar, bróður Jóns, biskups á Hólum, langafa Einars Benediktssonar skálds. Jón var einnig langafi Margrétar, móður Jóns Þorlákssonar forsætisráð- herra og Guðrúnar, ömmu Sigurðar Nordals. Móðir Magnúsar var Ragn- heiður Sigurðardóttir, prófasts í Vatnsfirði, Sigurðssonar, og konu hans, Helgu Pálsdóttur, prófasts í Selárdal, Björnssonar. Móðir Páls var Helga Árngrímsdóttir lærða, vígslubiskups á Meðstað, Jónsson- ar. Móðir Ástríðar var Ingibjörg Markúsdóttir, sýslumanns í Ögri, Bergssonar, og konu hans, Elínar Hjaltadóttur, prófasts og málara í Vatnsfirði, Þorsteinssonar. Móðir Jósefs var Kristín Önundardóttir, hreppstjóra á Brimilsvöllum, Jóns- sonar, og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Sölvahamri, Svartssonar, b. á Hálsi, Pálssonar, bónda í Miðgörðum, Svartssonar, bónda í Miðgörðum, Pálssonar, bróður Sigurðar, langafa Péturs, langafa Friðriks, föður Sturlu erfðafræðings. Móðir Guðrúnar var Kristín Guð- mundsdóttir, b. á Svarthamri í Álftafirði, bróður Efemíu, langömmu Óskars Vigfússonar, for- manns Sjómannasambands íslands, og Gunnars Hanssonar, forstjóra IBM. Guðmundur var sonur Jó- hannesar, b. á Folafæti í Seyðis- flrði, Jónssonar. Móðir Jóhannesar Leifur Blumenstein. var Guðrún Sigurðardóttir, systir Þorláks, langafa Guðmundar, afa, Guðmundar Inga skálds, Halldórs rithöfundar, Jóhönnu Þórðardóttur og Ólafs Þ. skólastjóra, afa Ólafs Harðarsonar stjórnmálafræðings. Guðmundur er einnig langafi Krist- ínar Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa. Leifur tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í Baðstofu iðnaðar- manna (í gamla Iðnskólanum), Lækjargötu 14A, Reykjavík, klukk- an 16.00-19.00 Magnús B. Guðmundsson Magnús B. Guðmundsson, fyrr- verandi verkamaður og bóndi, Skúlagötu 15, Stykkishólmi, er sjö- tugurídag. Magnús fæddist í Stykkishólmi en ólst upp í Breiðafjarðareyjum; Bjarneyjum, Akureyjum og Fagur- ey. Hann var lengst af verkamaður og í 15 ár var hann bóndi að Kljá í Helgafellssveit. Magnús kvæntist þann 11. júlí 1953 Halldóru Þórðardóttur, f. 15. janúar 1924, húsfreyju. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Pálmadóttir og Þórður Jónsson bóndi. Börn Magnúsar og Halldóru eru: Kristján Breiðíjörö, f. 2. apríl 1953, bílstjóri; Ingibjörg, f. 25. júní 1954, sjúkraliði; Þórður Sigurbjörn, f. 22. október 1955, bifreiðasmiður; Guð- mundur Karl, f. 30. ágúst 1958, raf- magnsiðnfræðingur; Dagbjört, f. 7. nóvember 1961, kjólameistari; Þröstur, f. 27. mars 1965, stýrimað- ur. Barnaböm Magnúsar og Hall- dóm eru tíu. Magnús á tólf hálfsystkini. Faðir Magnúsar er Guðmundur Kristinn Kristjánsson. Móðir hans er Dag- björt Hannesína Andrésdóttir. Fóst- urforeldrar Magnúsar eru Kristján Hreinsson, bóndi í Bjarneyjum, og Kristjana Jónsdóttir. Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, sími 670760 Blómaskreytingar við öli tækifæri. 90 ára______________________ 75ára__________________ Eyjólfur Gíslason, JóhannaHelgadóttir, Njálsgötu 82, Reykjavík. Hamraborg 18, Kópavogi. KarlSigurðsson, Gnoöarvogi 32, Reykjavík, Sólveig Hallgrímsdóttir, 70 át3 Austurbyggð 19, Akureyri. --------------------- __________ ______________________ Pétur Aðalsteinsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Tjarnargötu 10A, Reykjavík. BjarniSigurðsson, Vígdísarstöðum, Kirkjuhvamms- hreppi. Guðmundur Jónsson, Nýbýlavegi 28, Hvolsvelli. Þyri Marta Magnúsdóttir, Tjarnargötu 16, Reykjavik, verður 80 ára á mánudaginn, 13. ágúst. Hún tekur á móti gestum í Kiwanishús- inu, Skemmuvegi 13Á, Kópavogi, á morgun, sunnudag, milli klukkan 15.00 og 19.00. Hjallavegi 4, Hvammstanga. Sigríður Guðmundsdóttir, Smáratúní 6, Keflavík. Ásta Ólafsdóttir, Mörtungu 2, Kirkjubæjarklaustri. Margrét L. Eggertsdóttir, Drápuhlíð 13, Reykjavík. 60ára________________________ Ásdis Klara Enoksdóttir, Búðum, Grindavík. Maria Helgadóttir, Sogavegi 202, Reykjavík. Guðjón Jónsson, Víðilundi 11, Garðabæ. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Sævangi 23, Hafnarfirði. Sveinn Þórarinsson, Þiljuvöllum 24, Neskaupstað. 50 ára Guðný Ragnarsdóttir, Einimel 13, Reykjavík. Hún ogeigin- maður hennar taka á móti gestum á heimili þeirra á afmælisdaginn milli klukkan 16.00 og 19.00. James Arthur Bray, Tjarnargötu 24, Keflavík. 40ára_________________________ Ægir Ómar Hraundal, Hafharbraut 36, Neskaupstað. Símon Baldur Skarphéðinsson, Daltúni 8, Sauðárkróki. Kolbrún Guðmundsdóttir, Hafnarstræti 79, Akureyri. Brynhildur Sigurðardóttir, Háaleitisbraut 39, Reykjavik. Konráð Gíslason, Engjavegi 32, ísafirði. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Skammtímavistun Álfalandi 6 óskar aö ráða þroskaþjálfa eða annað uppeldis- menntað starfsfólk nú þegar. Um hlutastörf er að ræða. * 20% starf sem er eingöngu helgarstarf, ^ aðra hverja helgi *-60% starf sem er kvöld- og helgarvinna. Einnig kemur til greina að ráða starfsfólk með góða starfsreynslu. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 32766 Heilsugæslustöð á Seltjarnarnesi Tilboð óskast í 3. áfanga framkvæmda við heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi. Um er að ræða innanhússfrágang af hluta hús- næðisins sem nú er tilbúinn undir tréverk og nokkrar breytingar á þeim hluta hússins sem verið hefur í notkun. Heildarflötur heilsu- gæslustöðvarinnar er um 1000 m2 en hlutinn sem tilbúinn er undir tréverk er um 350 m2. Verkinu skal skila í tvennu lagi, fyrri hluta 15. janúar 1991 en verkinu öllu 2. apríl 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar rikisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, til og með mánudegi 27. ágúst gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 31. ágúst 1990 kl. 11.00. IIMNKAUPASTOFIMUN RlKISINS BORGARTUNI 7, 105 REYKJAVIK Tji/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.