Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 44
Einn sá ódýrasti i bænum ÍSVAL v/Rauðarárstíg 11. AGUST 1990. Böðvar lögreglu- stjóribaðst afsökunar Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, hefur beðist afsökunar á því fyrir hönd lögregluembættisins í Reykjavík að sjónvarpsmenn skyldu hafa verið í íör með lögreglunni þeg- ar hún fór í fyrirtæki vegna vanskila á opinberum gjöldum. Böðvar sagði við DV í gær aö lög- reglan hefði gefið leyfl fyrir því að sjónvarpsmenn frá Stöð 2 fengj u að fylgjast með aðgerðum lögreglunnar gegn því að í sjónvarpsútsending- unni kæmi ekkert það fram sem gæfi visbendingu um hvaða verslun væri að ræða eða hver væri eigandi hennar. Að sögn Böðvars reyndist ekki vera farið eftir þessu samkomulagi í út- sendingu sjónvarpsmanna. „Engu að síður bar lögreglan ábyrgð á málinu, hún gaf leyflð og því hef ég beðið viðkomandi aðila velvirðingar." -JGH Í i i i i i i i Vöruskiptaj öfnuður: Minni afgangur enífyrra íslendingar fluttu út vörur fyrstu sex mánuði ársins fyrir um 46,4 millj- arða króna en inn fyrir rösklega 44 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuð- urinn fyrri hluta ársins reyndist því hagstæður um tæplega 2,3 milljarða króna en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 4,2 milljarða krónaásamagengi. -JGH LAUGARDAGUR S351 Jón Bjarnasoi úrsmiður, s. 96-25400 LOKI Það eftirsóttasta í apótekinu í dag mun vera svokölluð skipverja! Tveir stuttir snáðar, tveggja og fjögurra ára gamlir, urðu heldur skelkaðir þegar bíllinn, sem þeir biðu i eftir mömmu sinni, rann skyndilega af stað á bak við hús að Laugavegi 176 í gær. Billinn stóð i brekku og fór hann úr gír hjá strákunum. Það skipti síðan engum togum, bíllinn rann um 40 metra niður brekku og endaði á kyrrstæðum mannlausum bíl á stæði fyrir neðan. Báðir bílarnir skemmdust lítils háttar. Á myndinni er lögreglan komin á stað- inn og drengirnir búnir að jafna sig eftir áfallið. DV-mynd S Veðrið á sunnudag og mánudag: Áf ram svalt norðanlands en sæmilega hlýtt syðra Á sunnudag verður hæg norðlæg átt, sums staðar súld við norðurströndina, annars yfirleitt bjart veður á landinu. Fremur svalt verður í veðri, einkum norðanlands. Á mánudag verður austan- og norðaustan átt, súld eða rigning á Norðurlandi, hætt við skúrum á Suður- og Austurlandi en líklega þurrt á Vesturlandi. Áfram verður svalt norðanlands en sæmilega hlýtt syðra. Steinþóra Sigurðardóttir sem býr 1 Stokkhólmi: Stóð á milli tveggja vopn aðra bankaræningja horfði í hlaup silfurlitaðrar skammbyssu „Ég vinn á hárgreiðslustofú sem er beint á móti bankanum. Ég var að ná í skiptimynt um fimmtán mínútnra eftir að bankinn var opn- aöur. Þegar ég var komin að af- greiðslukassanum stökk grímu- klæddur maður yfir afgreiðslu- borðið. Ég hugsaði meö mér hvaða fiflalæti þetta væru eiginlega. Ég heyrði að fyrir aftan mig var eitt- hvað kallað á ensku. Þegar ég sneri mér við stóð annar grimuklæddur maður fyrir aftan mig. Ég horfði inn i silfurlitað byssuhlaup,“ sagði Steinþóra Sigurðardóttir sem býr í Stokkhólmi í Svíþjóð. Steinþóra var stödd í einni af- greiðslu Svenska Handelsbanken í Stokkhólmi þegar tveir vopnaðir og grímukæddir merrn rændu bankann. „Eftir að ég hafði séð manninn með byssuna hugsaði ég með mér aö ég nennti ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er komin sjö mán- uði á leið og ætlaði að fá mér sæti. Þá bönnuðu þeir öllum að hreyfa sig. Eftir að þeir höfðu fengiö ein- hverja peninga hlupu þeir út. Þeir töluöu spænsku sin á mílli. Viö sem vorum í bankanum fórum öll í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Ég mimdi fátt og gat lítið sagt. Þeir voru háðir svartklæddir og með grímur. Þegar ég hugsaði til báka brá mér. Ég var lengi að átta mig á því að þetta væri bankarán og að ég hefði staðið á milli tveggja bankaræningja. Ég veit ekki hversu lengi þetta stóð yfir. Gjaldkerarnir eru með einhvers konar falsaða peningaseðla hjá sér. Þegar ræningjamir komu út úr bankanum sprakk litil bomba sem er í peningabúntunum og við það kom mikill reykur og peningaseðl- amir aflituðust. Fólk horíði á eftir þeim á flóttanum. Þeir peningar sem þeir tóku em þeim einskis nýtir,“ sagði Steinþóra Sigurðardóttir. „Ég fékk mjög stóran blómvönd frá bankanum. Ég vinn á móti bankanum og klippi marga starfs- menn þar. Ég veit að ræningjarnir hafa ekki fundist þó um vika sé lið- in frá því þetta gerðist. Sama dag og ránið var framið var framið annað bankarán i annarri af- greiðslu hjá sama banka,“ sagði Steinþóra Sigurðardóttir. Steinþóra og eiginmaður hennar, Ásmundur Ingvarsson, hafa búið í Stokkhólmi í fimm ár. Þau eiga tveggja ára gamalt bam og annaö á leiöinni. -sme Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjörn -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.